Helgarpósturinn - 05.01.1984, Síða 5
Kirkjud jass
☆ Gunnar Reynir Sveinsson
djassgeggjari og kompóser
til margra ára lætur ekki
deigan síga við tónsmiðar,
rétt nýbúinn að afgreiða
músik ( heila blómynd
(Skilaboð til Söndru). Hann
hyggur nú á nýstárlegt
konserthald I Laugarnes-
kirkju um miðjan þennan
mánuð, þar sem frumflutt
verða að minnsta kosti þrjú
djassverk eftir hann. Þetta
verður I fysta sinn sem
djasstónleikar verða framdir
f guðshúsi á íslandi.
Fyrsta verkið á efnisskrá
tónleikanna verður einleikur
Gústavs Jóhannessonar fyr-
ir orgel á fjórþátta sónötu
númer tvö. „Þetta er djass-
kennd melódla, óskaplega
ljúf“, segir Gunnar um
þessa sónötu slna. „Mig
hefur alltaf langað tij að
láta orgelið svínga. Ég er
svo mikill barokkmaður I
mér, samfara djassgeggjun-
inni“.
Um annað efni þessara
óvenjulegu kirkjutónleika
sinna segir Gunnar Reynir:
„Ef guð lofar og tlmi vinnst
til, verð ég með söngverk
við texta Lilju (sem allir
vildu kveðið hafa). Síðan má
búast við nokkrum lögum
fyrir djassextett. Það verð-
ur flutt af sömu gæjum og
spilað hafa með mér nokkur
síöustu ár, þ.e.a.s. sjálfu
djasslandsliðinu: Guðmund-
unum báðum, Rúnari
Georgs, Reyni Sig, Birni
Thorodds og Árna Schev-
ing“.
En hvað liggur að baki
þessum kirkjudjassi?
„Þetta er gamall draumur
rninn", segir Gunnar. „Það
er viss upphafning I djass-
inum sem á sér hliðstæðu I
trúnni. Þess vegna á djass
vel heima I guðshúsi“.jf
Dátt er
í gömlum dansi
☆ Gömlu dansarnireru stignir
af miklum llfsmóð og kúnst
sérhvert sunnudagskvöld á
Hótel Borg. Þar kemur
gamla fólkið saman og
rennir sér liðuga fótskriðu I
polka, ræl, marzúrka og
skottls eftir rennisléttu
parkett-gólfinu.
Það er nokkuð slðan for-
ráðamenn Borgarinnar tóku
upp á því að helga sunnu-
dagskvöldin fótmenntaþörf
gamla fólksins I bænum.
Þessari þjónustu hefurver-
ið tekið með kostum og
segja kunnugir að jafnan sé
staðurinn þétt skipaður
glaðværu fólki á aldrinum
milli fimmtugs og níræðs
sem njóti helgarlokanna
með þessum gamla og
gilda sið.
HP rakst inn á Borgina
eitt sunnudagskvöldið
hvar þessari mynd sem hér
fylgir var smellt af: „Hingaö
kemur fólk til að skemmta
sér, liðka útlimina eftir
hreyfingarleysi undanliðinn-
ar viku og gleðjast I góðum
hópi jafnaldra sinna. Gleðin
er óblandin og ósvikin, og
spenningurinn náttúrlega
mikill eftir þvl hver verði
næsti dansfélagi" sagði
okkur kona á dansleik þess-
um og mega það vera orð
að sönnu þvl óneitanlega
réð brosiö rikjum á Borginni
þetta glaðværa sunnudags-
kvöld.^.
TÍ? Jan Sneum heitir frægur dansk-
ur útvarpsmaður sem sérhæft
hefur sig I rokktónlist. Hann
velur m.a. bestu alþjóðlegu rokk-
plötur ársins fyrir hið þekkta
danska tónlistarrit MM — tid-
skrift for rythmisk musik. Nú á
dögunum birti hann I tlmaritinu
lista yfir bestu rokkplötur sem
út komu I heiminum 1983 og viti
menn: Þar er Mávastell Grýlanna
númer tvö! Þessi sami Sneum
skrifaði nýlega rokkbók sem
heitir Rock-Nu og hlaut hún
verðlaun Politikens sem besta
tónlistarbók ársins I Danmörku. i
þeirri bók minnist Sneum reynd-
ar á tvær íslenskar hljómsveitir,
þær Purrk Pillnikk og Þey... ^
Umsjón:
Sigmundur Ernir og Einar Gunnar
vinum okkar upp á almenna gjaldeyrisþjónustu s.s.:
• stofnun innlendra gjaldeyrisreikninga
• afgreiðslu ferðamanna- og námsmannagjaldeyris
• útgáfu Eurocard kredltkorta
auk allrar almennrar bankaþjónustu.
ÁÆRZlUNflRBANKINN
Bankastræti og Húsi verslunarinnar.
HELGARPOSTURINN 5
AUK hf. Auglýsingastofa Kristfnar 43.53