Helgarpósturinn - 05.01.1984, Page 14
Það er bölvaður hraglandi og nœðingur í lofti þennan
þriðja dag jóla sem ég heimsœki Erling Sigurðarson. Það er
búið að skafa mikil ósköp afsnjó í Vanabyggðina á Akur-
eyri þar sem hann á heima í efsta húsi. Sem ég ösla síðustu
skaflana að útidyratröppunum kem ég auga á hann ígegn-
um eldhúsgluggann. Þar stendur hann svuntuklœddur og
berst við að skrúbba leirtau og bolla eftir hádegismat fjöl-
skyldunnar. Vinalegur maður, hann Erlingur, skrafhreifinn
og lúmskur húmoristi eins og hlustendur útvarpsþáttarins
um Daglegt mál hafa fengið að njóta síðustu mánuði. Það
er jólalegt í kringum okkur þegar við setjumst niður með
kaffi og bakkelsi og förum að spjalla, alla vega skrautlengj-
ur á veggjum og prúðbúið jólatré á miðju stofugólfi sem
minnir mann á Jesúafmælið. Það er því nœrtœkt að spyrja
Erling í fyrstu hvort hann sé mikið kristinnar trúar.
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd: Kristján G. Arngrímsson
,,Ég held að það sé engan veginn hægt að
mæla kristni fólks, síst af öllu í jólaskrauti.
Menn geta verið sannkristnir í sjálfum sér og
breytt betur en margir aðrir, þó svo þeir
hengi ekki allskonar dinglumdangl í kring-
um sig á þessum tíma árs.
En þú spyrð mig hvort ég sé kristinn. Ég
get eiginlega ekki svarað því öðruvísi en svo
að ég hljóti að taka nokkurt tillit til kenninga
Biblíunnar. Það stafar einfaldlega af því að
ég er alinn upp í kristnum sið og því líka að
kristilegt siðferði hefur sett og setur sitt
mark á þá menningu sem þrífst allt í kring-
um mig. Ég mætti því vera mjög einangrað-
ur og afskiptur ef ég tryði ekki einhverju af
kenningum Krists og reyndi ekki að breyta
samkvæmt þeim.
Hitt er svo annað mál hvernig ég vil túlka
margar þessar kenningar. Það samrýmist
ekkert endilega lúterskri hefð. Ég er efa-
semdarmaður og trúi ekki fyrr en ég tek á.
Öll bókstafstrú er fjarri mínum hugsana-
hætti."
— Lœlurdu þennan snefil af kristinni trú
hafa áhrif á hversdagslíf þitt?
,,Mjög líklega er eitthvað í fari mínu sem
stjórnast af kristilegum kenningum. Hvað
mig varðar er það þó ekki meðvitað. Rétt-
lætis- og siðferðiskenndin blundar einhvers-
staðar niðri í mér og hún er vafalítið samofin
því kristna uppeldi sem mér hlotnaðist í
æsku. Ég er því líklega að breyta af og til
samkvæmt guðsorðinu. Að þessu leyti er
trúin, eða öllu heldur mín túlkun á henni,
mjög ósjálfráð. Hún vinnur sitt verk innra
með mér, án minnar vitundar og án þess að
hennar sjáist mikil ytri merki. Ég krýp til
dæmis ekki daglega niður og fer með bænir.
Það er af og frá.
Ég finn það vel að ég lifi ekki samkvæmt
kreddum í þessu efni. Eg sæki til að mynda
ekki kirkjur að staðaldri, enda finnst mér
kirkjugöngur í sjálfu sér enginn mælikvarði
á trú manna. Trúin er einkamál fólks. Það
ber miklu fremur að sýna hana í daglegri
breytni en bera hana á torg. Ýmis ytri sýnd-
armennska í þessum efnum á ekki við trúna
að mínum dómi. Hún fer meira að segja oft-
lega í taugarnar á mér.“
Óttalegur sveitastrákur
Erlingur minntist á æsku sína hér á undan.
Hann er fæddur og uppalinn að Grænavatni
í Mývatnssveit, skráður í kirkjubækur þar
um slóðir á sumarmánuðum 1948. Foreldrar
hans eru þau Þorgerður Benediktsdóttir og
Sigurður Þórisson. Strákurinn er þannig
Þingeyingur í húð og hár „og ber þess öll ytri
sern innri merki" að eigin sögn.
„Ég er óttalegur sveitastrákur í einu og
öllu sem ég tek mér fyrir hendur, enda hlýt
ég að bera merki uppruna míns, svo fremi ég
afneita honum ekki. Og það langar mig síður
en svo til að gera. Sveitin fór vel með mig,
ól mig ágætlega upp að því er ég best held,
innan um allt það sem hún hefur upp á að
bjóða."
— Hvaö foröaöi þér frá því aö veröa
bóndi?
„Ég vil ekki segja að neitt hafi „forðað"
mér frá því að gerast bóndi. Þetta starf hefur
alla tíð staðið mér mjög nærri og gerir enn.
Ég finn mig ákaflega vel við sveitastörf,
skepnur og skítmokstur. Það getur meira en
vel farið svo að ég gerist bóndi einhverntíma
á næstu árum.
En það var námið, eins og hjá svo mörgum
öðrum sveitapiltungnum, sem hratt mér út
fyrir heimasýsluna. Skólakerfið er ekki mið-
að við þarfir sveitamannsins og því neyddist
maður til að skilja við átthaga sína í land-
fræðilegum skilningi, að öðrum kosti hefði
maður orðið heimskur í þess orðs fyllstu
merkingu, og það hlutskipti vill hver maður
forðast. Eftir að maður heldur að heiman til
náms gerist það að maður metnast alltaf og
mótast af sínum aðstæðum á hverjum tíma
og eftir því sem lengra er haldið til náms, þá
verður náttúrlega uppruni manns lengra frá
manni en daglegur vettvangur hinsvegar
nær. Það verður því ekki svo auðveldlega
aftur snúið."
— Menntun, hljómfagurt orö, en misnot-
aö finnst þér ekki?
„Jú, mér finnst það misnotað að því leyti
að það er farið að hafa það eingöngu um þá
menn sem halda til langskólanáms. Það er
farið að kalla menn menntaða af því einu að
þeir hafa verið lengi í skóla. Þetta er oft fjarri
raunveruleikanum. Menntun og skóli fara
ekki endilega saman. Menn geta verið fram-
úrskarandi vel menntaðir þó svo þeir hafi
aldregi stigið fæti inn fyrir skóladyr, að sama
skapi og menn eru sumir fádæma heimskir
þrátt fyrir langtímanám, þótt svo vissutega
vonast sé eftir hinu gagnstæða af skólunum.
Ég vitna oft til Stephans G. Stephanssonar
þegar skilgreiningu menntunar ber á góma,
enda tel ég hann hafa útskýrt þetta hugtak
öðrum betur í einu kvæða sinna sem hljóðar
svo: „Þitt er menntað afl og önd/eigirðu
fram að bjóða/hvassan skilning, haga hönd
/hjartað sanna og góða."
Ég vil bæta því við í þessu sambandi að
mér hrýs oftlega hugur við því þegar menn
eru að hrósa sjálfum sér fyrir úthald og ár-
angur í langskólanámi. Það eru sumir því
miður mjög gjarnir á að líta stórt á sig í þessu
efni. Rembingur í þessa veru hefur allt of
lengi fengið að þrífast óáreittur. Ég held að
Erlingur Siguröarson
það sé einmitt glöggt vitni um menntunar-
skort öðru fremur, ef menn gangast upp í
þessu drambi.
Sem langskólagenginn maður og kennari
sem sakir standa, tel ég að skólamenntun nái
hámarki sínu, ef hún getur leitt til víðsýni,
umburðarlyndis og virðingar fyrir skoðun-
um annarra. Þetta er að minnsta kosti sú inn-
ræting sem ég vildi sjá bera árangur af mínu
starfi. Og ég hygg að kennurum eigi að geta
auðnast þetta með því að miðla nemendum
sínum jafnt af mannlegri sem bóklegri þekk-
ingu sinni. Kennarinn á að því er mér finnst
að vera hann sjálfur í kennslutímum, fyrst og
fremst maðurinn, en ekki kennarinn."
— Þú kennir íslensku viö Menntaskólann
á Akureyri, aukinheldur sögu. Þaö hefur ver-
iö rœtt um aö söguleg þekking unglinga fari
sífellt minnkandi. Hvaö segirðu um það?
„Svona samanburður á milli unglinga nú
og þeirra sem voru að alast upp á árum áður,
er óttalega vitlaus í mínum huga, fyrir utan
það að vera ómarktækur.Það hefur líkast til
verið sagt um aldir að unga fólkið sé að fara
með heiminn til andskotans. Það hafi verið
illa upplýst, sljótt og æ dónalegra í fram-
göngu. Én tímarnir breytast og mennirnir
með, og við höfum vitanlega ekki sömu for-
sendur að dæma út frá nú og áður. Hafi
heimurinn verið að fara fjandans til fyrir
nokkrum áratugum eða öldum, þá er hann
vafalaust kominn þangað á þeirra tíma
mælikvarða. Ég gæti samt trúað að það víti
væri jafn langt undan okkur og forfeðrum
okkar fannst það vera á fyrri tímum.
En hvað sem þessum samanburði líður, þá
geri ég nú samt ráð fyrir því að í vitund
flestra sé sagan allmiklu fjær íslendingum
en hún var fyrir örfáum áratugum. Við verð-
um að hafa í huga að við háðum okkar sjálf-
stæðisbaráttu á síðustu öld og fram á þessa
undir merkjum rómantíkur, ættjarðarástar
og þjóðernisstefnu. Þessa baráttu háðum við
með söguna að eiginlegum bakhjarli. Við
notuðum söguna sem vopn á þá sem við
börðumst gegn. Og um leið og við otuðum
henni fram, var sagan okkur vakning og við
notuðum hana í mótandi tilgangi til þess að
hvetja hvert annað til dáða.
Á þennan hátt er sagan okkur ekki eins lif-
andi fyrir hugskotssjónum og hún var á bar-
áttuárunum fyrir sjálfstæði, og nokkuð langt
frá því að vera eins snar þáttur í daglegu tali
almennings og hún var þá. Ég held þó að
sagan sé síður en svo að gleymast okkur, eða
að við séum að missa áhuga á henni. Sagan
hlýtur að vera grundvöllurinn að lífi okkar
og til að vekja skilning á samtíð okkar. Og til
að móta okkar framtíð hljótum við að þurfa
að leggja rækt við grunninn; sögulega þekk-
ingu okkar og þar á ég bæði við íslandssögu
og almenna mannkynssögu. Mér dettur í
hug í þessu sambandi að ég var að lesa í gær-
kveldi ágæta bók sem ber heitið „Þeir settu
svip á öldina" og segir þar frá ýmsum okkar
merkustu stjórnmálamönnum á undanliðn-'
um áratugum. í einum kafla bókarinnar sem
fjallar um Magnús Kjartansson er vitnað í
pistil sem hann skrifaði í tímaritið Frón árið
1943, aðeins 24 ára gamall, en tímarit þetta
var gefið út af innilokuðum íslendingum í