Helgarpósturinn - 05.01.1984, Qupperneq 19
' I
Guöríöur og Hallgrímur
Pjódleikhúsid sýnir:
TYRKJA—GUDDU eftir Jakob Jónsson.
Leikstjóri: Benedikt Árnason.
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson.
Lýsing: Ásmundur Karlsson.
Tonlist: Leifur Pórarinsson.
I hlutverkum: Um þrír tugir þjódleikara,
þeirra á meðal Steinunn Jóhannesdóttir,
Sigurdur Karlsson, Hákon Waage, Andri
Örn Clausen.
Ekki verður sagt að Jakob Jónsson hafi
ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur
þegar hann valdi sér viðfangsefni í sögulegt
leikrit frá sautjándu öld. Guðríður Símonar-
dóttir, Tyrkja-Gudda, er einhver „mest
spennandi" kona sem fundin verður á þeirri
öld — að Ragnheiði Brynjólfsdóttur ekki
undanskilinni. Guðríður er ráðgáta og hefur
auk þess orðið fyrir barðinu á þjóðtrú og
goðsögninni um eiginkonur mikilla skálda,
sem allt frá Xanþippu hafa verið gerðar að
hálfgerðum illfyglum.
Meginatriði sögunnar eru alkunn: Guðríði
er rænt í Vestmannaeyjum 1627, ungri
konu, hún keypt úr ánauð í Alsír og er meðal
þeirra sem námsmaðurinn Hallgrímur Pét-
ursson er fenginn til að hressa upp á kristin-
dóminn hjá í Kaupmannahöfn á heimleið-
inni. Þau Hallgrímur falla hvort fyrir öðru og
þegar þau koma heim saman bíður þeirra
eymd og volæði sem hefst með dómi fyrir
skírlífisbrot. En síðan skipast veður kynlega
fljótt í lofti og Hallgrímur kemst undir vernd-
arvæng biskups o.s.frv.
í viðtali fyrir ekki allöngu komst dr. Jakob
svo að orði: „Það sem vakti athygli mína í
þjóðsögunum um Tyrkja-Guddu var fyrst og
fremst eitt. Hún er kona sem auðsjáanlega
berst við að komast að niðurstöðu um sína
lífsskoðun og trú.“ (Tilv. eftir leikskrá Þjóð-
lh.). — Vitanlega á Guðríður þetta sameigin-
legt með þorra hugsandi manna jafnt á
sautjándu öld sem okkar tíma og að því leyti
er barátta hennar ekki einkaleg heldur sam-
mannleg. Hins vegar hefðu sjálfsagt önnur
skáld lagt meiri áherslu á aðra þætti í fari
hennar en trúarbaráttuna og þannig skrifað
gerólíkt verk. En þetta er sá upphafspunktur
sem menn verða að hafa gagnvart verki dr.
Jakobs. Spurningin verður þá hvernig tekst
að sýna konuna í þessum trúarlegu öngum
og lýsa eða skýra þróun hennar. Og ég get
eins sagt það strax: í sýningu Þjóðleikhúss-
ins fannst mér útlistunin ekki sannfærandi.
Skýringarnar eru vísast margar og hér verð-
ur aðeins drepið á fáar einar.
I fyrsta lagi er guðsótti sautjándu aldar
okkur mjög framandi og fjarlægur og senni-
legt að þurfi miklu viðameiri lýsingu á hin-
um refsandi guði en eitt leikrit leyfir svo við
skiljum forsendur verksins. Stuttur forleikur
(sem reyndar er að öðru leyti stílbrot) á að
þjóna þessum tilgangi. Þar er síra Jón Þor-
steinsson látinn boða Tyrkjaránið eða ein-
hverja aðra hrellingu einmitt sem refsingu
guðs fyrir óguðlegt athæfi. Síðar eru Jón
Jónsson (lærður maður í Barbaríinu) og
Brynjólfur konrektor í Hróarskeldu látnir
minna á refsiguðinn — auk þess sem alþýða
manna hefur hann talsvert á vörum sér. En
þetta dugir tæpast til.
1 öðru lagi verður leikritið lítt sannfærandi
að því er tekur til persónu Guðríðar, meðal
annars vegna þess að þar er farið dálítið í
kattarlíki kringum grautarpottinn þegar
kemur að samskiptum hennar og Hallgríms.
Sálmaskáldið góða er of heilagur maður í vif-
und höfundar (og kannski þjóðarinnar allr-
ar?) til þess að hann eignist raunverulega
holdgervingu í verkinu. Ætti þó að vera öld-
ungis Ijóst að ástir þeirra Guðríðar voru jafn-
holdlegar og annarra dauðlegra manna og
þarflaust að láta hann grípa til djúpspeki-
legra skýringa í viðtalinu við Brynjólf
Sveinsson. Það er einmitt vald Guðríðar yfir
karlmanninum Hallgrimi (ekki skáldinu)
sem líklegast væri til að skýra samband
þeirra fyrir okkur sem nú lifum.
í þriðja lagi verður Hallgrímur skáldi sínu
dálítið erfiður. Síðari hluti leikritsins fjallar
um Guðríði sem konu Hallgríms Pétursson-
ar, og þá hefði komið sér fjarska vel að gera
Hallgrím ofurlítið jarðneskari mann en
Jakob býður upp á. Mér sýnist einfaldlega
lotning hans fyrir Passíusálmunum og öðr-
um trúarljóðum Hallgríms hafa leitt á götur
sem ekki eru líklegar til að liggja til lífsins
fyrir leikritið heldur í þveröfuga átt. I textan-
um er að vísu ýjað að því að Hallgrimur
hegði sér strákslega og óprestlega en við
fáum næsta lítið að sjá af því og dýrlings-
myndin sem gefin er þegar líður að lokum
verksins gerir hann svo fjarlægan og upp-
hafinnað Guðríður og raunir hennar falla í
skugga og gleymast manni að mestu.
Það skal játað að þetta er talsvért óvæginn
dómur um skáldverk dr. Jakobs, en því að-
eins er hann felldur að mér sýnist verkið
bera í sér neista sem vel hefði mátt vinna úr,
hvort sem valin hefði verið og fylgt til þraut-
ar leið innri baráttu (trúarbaráttu) Guðríðar
Stúdentaleikhúsið sýnir Svívirta áhorfend-
ur (Publikumbeschimpfung) eftir Peter
Handke. Þýðandi: Bergljót Kristjánsdóttir.
Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Leik-
mynd: Haraldur Jónsson. Lýsing: Egill Árna-
son. Leikendur: Andrés Sigurvinsson, Edda
Arnljótsdóttir, Soffta Karlsdóttir, Stefán
Jónsson, Einar Már Sigurðsson, Jóhanna
Sveinsdóttir, Asta Arnardóttir, Harpa Arnar-
dóttir og Sólveig Halldórsdóttir.
Austurríska skáldið Peter Handke er til-
tölulega lítt þekkt hér heima en hefur oftlega
vakið mikla athygli úti á meginlandinu.
Þjóðleikhúsið sýndi eitt verka hans árið
1976. Það var KASPAR sem Nigel Watson
setti upp. Nú hefur Stúdentaleikhúsið tekið
upp tæplega 18 ára gamalt verk eftir
Handke og ber á borð fyrir mörlandann. Sví-
virtir áhorfendur var fyrst sýnt í Frankfurt
vorið 1966 og viðbrögðin urðu eins og höf-
undur ætlaði; sumir urðu hrifnir aðrir ærð-
ust. A þeim árum sem síðan eru liðin hefur
mikið vatn runnið til sjávar, raunar svo mik-
ið að maður undrast verkefnaval Stúdenta-
leikhússins stórlega. Það sem áhorfendur
eða kosin „holdlegri" leið gegnum skóginn.
Leikstjórn og túlkun íeikara hjálpar ekki
mikið upp á sakir. A pörtum er leikið mjög
sterkt og þá á þann veg sem algengastur er
ef leika á sterkt í íslensku leikhúsi: Átökin
koma fram í klemmdri rödd og æpandi, en
áhorfandi saknar allrar dýptar og innri sárs-
auka. Þetta var einkum áberandi í túlkun
Steinunnar Jóhannesdóttur á Guðríði í fyrri
hluta sýningarinnar, nærvera Hallgríms
(Sigurðar Karlssonar) sló taísvert á, enda
beitti hann allt annarri tækni og geðfelldari.
Hákon Waage fer með firnaerfitt hlutverk,
þar sem er Olafur, stórbóndasonur sem lát-
litu á sem svívirðu og móðgun árið 1966 kall-
aði einungis fram góðlátlegt bros og stöku
hlátur í Tjarnarbæ í lok ársins 1983. Fjöl-
margir höfundar, m.a. absúrdistarnir, hafa
beint spjótum sínum að hinu þríeina aristó-
telíska leikhúsi og haft erindi sem erfiði. Á-
horfendur eru flestir búnir að leggja af þær
kröfur til leikhússins sem Handke gengur út
frá. Ekki skal þó loku fyrir það skotið að við-
brögð áhorfenda hefðu orðið heiftarlegri ef
Svívirtir áhorfendur hefðu verið jólaverk-
efni Þjóðleikhússins en það kom bara aldrei
til greina.
Orðræðuklumpurinn í verki Handkes er
þannig að erfitt er að festa þar hendur á
nokkru. Líkt og hjá mörgum fulltrúum fárán-
leikaleikhússins stríðir hvað gegn öðru, text-
inn er fullur af þversögnum og andstæðum.
Hinn íslenskaði texti Bergljótar Kristjáns-
dóttur er reyndar oft á tíðum fyndinn og
jafnvel meinfyndinn, einkum þegar hún
gengur í smiðju til gagnrýnenda og fleiri full-
trúa bókmenntastofnunarinnar og hirðir
frasa og neyðarlegar selvfolgeligheðer.
Stærsta þversögnin í verki Handkes og sú
sem hann gengur út frá felst í því að til þess
inn er fórna sér fyrir Guðríði í Alsír og hefna
sína á henni heima á íslandi. Kveikjuna að
þessari persónu virðist vera að finna í „Ólafi
skoska" sem þjóðsögur greina að valdur hafi
orðið með heitingum að brunanum í Saur-
bæ, en hvergi er þar gefið í skyn að hann
hafi verið einn hinna heimkomnu úr Barbar-
íinu. Leikur Hákonar einkennist of mikið af
hinu sama og leikur Steinunnar, og áhorf-
andinn skynjar ekki þá spennu (erótíska?)
sem þyrfti að skapast milli þeirra.
Persónufjöldi verður leikriti sem þessu
ekki til framdráttar. Of margar persónur
drepa athyglinni á dreif, leiða hugann frá því
sem virðist eiga að vera meginviðfangsefn-
ið.
Leiktjöld og búningar Sigurjóns Jóhanns-
sonar voru býsna skemmtileg og viðeigandi.
Lausnir hans á útisenum, einkum í fyrstu
þáttunum, bráðgóðar.
Tónlist Leifs Þórarinssonar var oftast
smekkleg en leið stundum fyrir sömu of-
keyrslu og leikurinn. Ógn og skelfing verða
ekki endilega ógurlegri og skelfilegri með
styrkleikann einan að vopni.
Leikstjórn Benedikts Árnasonar er raunar
það sem fjallað hefur verið um hér að ofan.
Mér sýnist hann leggja allt of mikið upp úr
því að bjarga sýningunni með einhverjum
fítonskrafti sem á ekki við hana, og því verð-
ur það ekki leið til björgunar heldur eitt-
hvert annað. _ HP
að afhjúpa blekkingaheim leikhússins not-
færir hann sér blekkingarmeðulin. Einungis
góð leikhúsvinnubrögð ná að magna upp
umfjöllunina um „fjötrað" leikhús. Á einum
stað segir: „Leikhúsið verður ekki leyst úr
fjötrum. Það er fjötrað." Þetta má svo sann-
arlega til sanns vegar færa og Svívirtir áhorf-
endur breyta varla nokkru þar um i dag.
Ýmis brögð og brellur komu ágætlega út í
sýningunni. Það er alltaf hálf neyðarlegt að
sitja lengi í almyrkvuðum sal og of langar
þagnir verða alltaf óþægilegar (jafnvel þótt
þær séu í eðli sínu kúnstpásur). Sviðsmynd
Haraldar Jónssonar var falleg og samspil lýs-
ingar og myndar stundum bráðfallegt.
Speglaveggir mynda bak sviðsmyndarinnar
og þar eiga áhorfendur að sjá sig. Þetta er
vitanlega gert til að rugla hina hefðbundnu
afstöðu, færa áhorfendur upp á sviðið. Þetta
bragð hefði að minu viti orðið áhrifaríkara ef
notaðir væru raunverulegir speglar.
Það verður að segjast eins og er að það
sem kom í veg fyrir að undirrituðum beinlín-
is leiddist á sýningunni var hugmyndaauðgi
og frumleiki leikstjórnar Kristínar Jóhannes-
dóttur. Sviðslausnirnar voru margar hverjar
stórskemmtilegar og náðu að lyfta verkinu í
talsverðar hæðir. Uppsetning Kristínar gerir
talsverðar kröfur til leikaranna, bæði hvað
varðar leik og líkamlegt atgervi. Leikhópur-
inn reis fyllilega undir þessum kröfum. Mest
mæðir á þeim Andrési, Eddu, Soffíu og
Stefáni sem eru drýgstan hlutann á sviðinu.
Hópútfærslur þeirra, dansar og form, voru
yfirleitt vel unnar og ekkert þeirra brást þeg-
ar þau fengu að rasa út. Einar Már og Jó-
hanna léðu raddir sínar á segulband í einu
besta atriði leiksins. Lestur þeirra var áhrifa-
mikill og skemmtilegur. Ásta og Harpa Arn-
ardætur stóðu sig vel í kostulegu atriði þar
sem þær léku sér að leikendum eins og brúð-
um. Sýningin gekk hratt og vel fyrir sig allan
tímann ef undan er skilið heldur klént atriði
sem fylgdi segulbandsþættinum Jyrrnefnda.
Stúdentaleikhúsið hefur réttilega verið
hlaðið lofi í sumar og haust. Hvað sem hver
segir er það einhver merkilegasta og kær-
komnasta vítamínsprauta sem íslensku leik-
húslífi hefur verið gefin. Það hlýtur líka að
koma að því fyrr en seinna að drift þess og
áræði nái að hafa áhrif sem ná inn í hin fjör-
efnasnauðu stórleikhús höfuðborgarinnar.
Svívirtir áhorfendur bæta þó litlu við hróður
leikhússins. Þar er ekki við aðstandendur
sýningarinnar að sakast heldur verkefna-
valsnefnd Stúdentaleikhússins sem fær
hópnum verk í hendur sem hefur dagað
uppi.
-SS
Kristfn Jóhannes-
dóttir leikstjóri —
sviðslausnir voru
margar hvérjar stór-
skemmtilegar og
náðu að lyfta verk-
inu f talsverðar
hæðir, segir Sigurö-
ur m.a. I umsögn
sinni um uppfærslu
Kristfnar á verki -
Handkes hjá
Stúdentaleikhús-
Sigurður Karlsson
og Steinunn Jó-
hannesdóttir sem
sr. Hallgrfmur og
Guðríður f Tyrkja-
Guddu — ekki
sannfærandi útlist-
un, segir Heimir
m.a. I umsögn sinni
um sýningu Þjóð-
leikhússins.
Svívirtir áhorfendur?
HELGARPOSTURINN 19