Helgarpósturinn - 05.01.1984, Page 28
s„
Norræna félagsins var auglýst laus
til umsóknar fyrir jól. Um tuttugu
manns sóttu um stöðuna og kemur
sambandsstjórn félagsins saman til
fundar um umsækjendur á laugar-
dag. Framkvæmdastjórastaðan hef-
ur legið niðri í þrjú ár en áður
gegndi henni Jónas Eysteinsson
kennari í Verslunarskólanum. Af
þeim umsóknum sem borist hafa
þykja einkum tveir koma til greina,
þeir Einar Karl Haraldsson rit-
stjóri Þjóðviljans og Sighvatur
Björgvinsson fyrrum fjármálaráð-
herra. Báðir sækja fast bak við tjöld-
in að fá stöðuna og hafa rætt við
ýmsa stjórnarmenn félagsins svo
sem Hjálmar Ólafsson og Gylfa Þ.
Gíslason....
||
I H elgarpósturinn sagði frá
því fyrir áramót að senn stefndi í
hvell í Orkustofnun þegar birt yrði
skýrsla sem unnin er á _vegum
Sverris Hermannssonar iðnaðar-
ráðherra um niðurskurð og hag-
ræðingu í rekstri stofnunarinnar.
Nú hefur Sverrir varpað annarri
bombu af öðrum toga inní Orku-
stofnun. Hann skipaði á gamlársdag
nýja stjórn fyrir stofnunina, sem
ekki er í sjálfu sér í frásögur fær-
andi. Úr stjórninni gengu Egill
Skúli Ingibergsson, fyrrum borg-
arstjóri, og Sveinbjörn Björnsson
eðlisfræðingur og í staðinn komu
Jonas Elíasson prófessor og
Valdimar K. Jónsson prófessor.
Fyrir er í stjórninni Kristmundur
Halldórsson í Iðnaðarráðuneytinu
(og það er stórt I í Iðnaðarráðu-
neyti). Báðir eru þessir nýju stjórn-
armenn hinir mætustu prófessorar,
en það þykir ýmsum sem til þekkja
afturámóti siðlaust að verkfræði-
stofa Jonasar Elíassonar, Vatnaskil,
hefur fengið fjölda verkefna frá
Orkustofnun undanfarin ár og sé
því ljóst að komin séu bein hags-
munatengsl milli þessarar verk-
fræðistofu og eins stjórnarmanna.
Ekki bætir úr skák að Jónas Elías-
son er orðinn formaður stjórnarinn-
ar...
BANKINN ER í BÆNUM
1
Þú gctur
fengió
eitthmóaf
lrfvtna
króna
firá okkur
ánæsta árl
Hvemig? Já það er ekki nema von þú spyrjir
— jú með því að eiga miða hjá okkur. Heildampphæð vinninga er tæpar
56 milljónir króna og hún fer til þeirra sem eiga miða. — En jafnvel þó þú eigir
miða er ekki víst að þú fáir vinning — þá kemur til heppninnar.
Með smá heppni og hundraðkalli á mánuði getur þú hlotíð vinning.
við drögum þann 10. janúar.
Happdnetti SlBS
28 HELGARPÓSTURINN