Helgarpósturinn - 12.01.1984, Page 17
LISTUPPGJOR '83
Gagnrýnendur Helgarpóstsins meta stöðu listgreina
ó nýliðnu ári og velja helstu viðburði ársins
LEIKLISTARÁRIÐ '83
Stúdentaleikhúsiö bar af
Þegar maður lætur hugann reika og reynir
að gera sér grein fyrir starfsemi leikhúsanna
á síðastliðnu ári verður að játa að þar er
sorglega fátt um fína drætti. Gagnvart stóru
leikhúsunum fyllist maður þeirri tilfinningu
að leikhúsin hafi það helst að markmiði að
hafa eitthvað að gera fyrir starfsfólk sitt og
markmið starfsfólks sé það eitt að vinna
vinnuna sína. Listrænn metnaður svo ekki
sé talað um listræna áhættu virðist vera
nokkuð sem ekki truflar mikið þá sem bera
ábyrgð á vinnubrögðum í þessum húsum.
Maður hefur oftar en ekki á tilfinningunni að
það séu miklu fremur handverksmenn en
Iistamenn sem vinna við þessi hús.
Nú er þetta álit fremur byggt á tilfinningu
en röklegri skoðun eða úttekt á öllum sýn-
ingum húsanna á liðnu ári. Auðvitað voru
sýningar misjafnar, sumar alveg þokkaleg-
ar, aðrar ágætar að mörgu leyti, en sumar
reyndar alveg misheppnaðar. Margir ein-
staklingar unnu verk sitt meira en ágætlega
og sýndu vissulega listræn tilþrif á sviðinu.
Samt er eins og það sé eitthvað í vinnumóral
innan leikhúsanna sem veldur því að maður
minnist engrar sýningar sem ber algjörlega
af öðrum, engra sýninga sem hægt er að
halda fram með góðri samvisku að séu af-
burðagóð listaverk hvernig sem á er litið. Ef
vinsældir ættu að ráða hvaða leikrit væri
leikrit ársins væri það auðvitað Lína lang-
sokkur enda ætti hún það svo sem vel skilið
þvj það er harla vel gerð sýning.
íslensk leikritun skilaði sér nokkuð vel á
árinu. Mér sýnist að ein sjö ný íslensk leikrit
hafi verið frumsýnd á árinu. Þar eru einna
athyglisverðust leikrit þeirra Svövu Jakobs-
dóttur og Nínu Bjarkar Árnadóttur á Litla
sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Lokaæfing og
Súkkulaði handa Silju.
Á stóra sviði Þjóðleikhússins er helst að
minnast Grasmaðks eftir Birgi Sigurðsson,
sem var býsna vel samið vérk. Hinsvegar
hefur nánast verið sárt að horfa uppá þau
tvö verk eftir íslenska höfunda sem frum-
sýnd hafa verið í Þjóðleikhúsinu í haust,
verk Odds Björnssonar og Jóns Laxdal.
í Iðnó var frumsýnt í vor nýtt íslenskt leik-
rit eftir Þórunni Sigurðardóttur unnið upp úr
efni Laxdælu. Var þar mikið færst í fang, en
því miður var árangur ekki sem erfiði.
Nemendaleikhúsið, sem er nú í hvíld,
sýndi í vor nýstárlegt leikrit eftir Sigurð Páls-
son, Miðjarðarför. Það leikrit gefur von um
að einhverra spennandi tíðinda sé að vænta
í íslenskri leikritun á næstunni.
Starfsemi Stúdentaleikhússins í sumar er
ótvírætt það sem mestum tíðindum sætir á
síðasta ári í leikhúslífi höfuðborgarsvæðis-
ins. Þar var borðið uppá einar sjö sýningar.
Þessar sýningar voru auðvitað misjafnar og
guldu þess að yfirleitt voru fáir þjálfaðir leik-
arar í þeim. Engu að síður voru gerðar mjög
margar skemmtilegar tilraunir í uppsetn-
ingu og notkun salar Félagsstofnunar
stúdenta. Sumar tókust hreint frábærlega
eins og t.d. Beckettsýningin undir stjórn
Árna Ibsen. Kraftur, leikgleði og áræði til að
gera nýja hluti einkenndi sýningar Stúdenta-
leikhússins, en þessa alis saknar maður oft
sárlega í sýningum atvinnuleikhúsanna.
Það er alltaf hæpið að fara að spá, sérstak-
lega um framtíðina eins og þar stendur, en
það er fátt sem bendir til að breytingar séu
í aðsigi. Iðnó er að endurtaka leikárið
1962—3 með Hart í bak og Gísl, ágæt leikrit
og bæði vafalaust þokkalega unnin, tryggja
jafna og þétta aðsókn, gott fyrir kassann en
það er ærið vafasamt að hafa hann að list-
rænu leiðarljósi til lengdar. Sýningar Þjóð-
leikhússins í haust gefa ekki tilefni til bjart-
sýni um framtíðina. Það er ekki að sjá að þar
ráði enn sem komið er nein sérstök listræn
stefna ferðinni, ekki einusinni kassastefnan.
Þetta sem hér að framan er sagt hljómar
sjálfsagt sem algjört svartsýnisraus og kann
vel að vera að ég ofmeti hina neikvæðu
þætti. Enginn yrði samt glaðari en ég ef spá
mín reyndist röng og það er reyndar ósk min
og von að svo verði. Kannski að það birti
eitthvað yfir leikhúslífinu með hækkandi
sól.
KVIKMYNDAÁRIÐ '83
Veronika Voss og Húsiö myndir tíöindalítils árs
Kvikmyndaárið 1983 einkenndist í stuttu
máli ekki af neinu sérstöku. Vér kvikmynda-
áhugamenn fengum okkar heðbundna
skammt af erlendum og innlendum kvik-
myndum — -í kvikmyndahúsum og á sjón-
varpsskjám.
En þróunin sem hófst fyrir nokkrum árum
heldur áfram. Áhorfendum kvikmyndahús-
anna fækkar en kvikmyndunum fjölgar. Hið
síðara er reyndar bein afleiðing af hinu
fyrra, og öfugt ef út í það er farið. Með til-
komu vídeós, og ef til vill af fleiri ástæðum,
tók áhorfendum að kvikmyndum að fækka
fyrir fáeinum árum. Um svipað leyti fjölgaði
kvikmyndasölum höfuðborgarsvæðisins
nokkuð vegna byggingar Regnbogans. Síð-
an fylgdi Bíóhöllin í kjölfarið, og Stjörnubíó,
auk þess sem það fór mjög í vöxt hjá einstök-
um kvikmyndahúsum að sýna fleiri en eina
mynd á dag — eina kl. 5, aðra klukkan 7 og
e.t.v. þá þriðjii kl. 9. Þannig mættu kvik-
myndahúsin fækkuninni að nokkru leyti
með því að „mjólka" myndirnar betur en
áður var hægt. Samt hefur fjöldi kvikmynd-
anna aukist verulega. Þannig getur kvik-
myndaáhugamaður nú valið um 22-25
myndir daglega í Reykjavík.
Þetta eru ekki afleit tíðindi fyrir kvik-
myndaáhugafólk; aukið úrval er ekki af hinu
illa. En öðrum þræði er þetta engin sérstök
gleðifrétt. Fjölgun myndanna felst ekki í
auknu streymi evrópskra gæðamynda, sem
hér sjást ekki nema á tyllidögum, heldur
einkum og sér í lagi í magni bandarískra
hasarmynda og hasar/grínmynda sem
gjarnan heita Big Brawl, Junkman, Fist
Fightin’eða Hard Stuff. Þetta veldur því að
þegar rennt er yfir kvikmyndaauglýsingar
síðasta árs er meðalmennskan allsráðandi.
Hér er boðið uppá þrjár slakar kvikmyndir
fyrir hverja eina sem telst vera þekkt og
vönduð.
Þetta með evrópsku kvikmyndirnar er
auðvitað gömul tugga, og ég á ekki von á
breytingum nú fremur en endranær. Þeir
sem reka kvikmyndahúsin eru flestir þokka-
lega fróðir um kvikmyndir og vita vel að í
Veronika Voss —
makalaust vel gert
verk
Evrópu eru gerðar ágætar kvikmyndir, og
betri en sumar þær afleitu hasarmyndir frá
Bandaríkjunum sem þeir sýna. Það hljóta
því að vera peningaástæður sem ráða valinu
— þær bandarísku eru ódýrari í innkaupum
og fleiri vilja horfa á þær. Og við því er
ekkert að segja í stöðunni annað en andskot-
ans.
Þótt kvikmyndum í kvikmyndahúsunum
hafi fjölgað á árinu voru það smámunir hjá
þeirri grósku sem virtist vera á vídeóleigun-
um. Nú er hægt að labba inn á þær velflestar
í nokkurri vissu um að finna góða mynd og
myndir innanum. Þótt bandarískar hasar-
myndir séu þar í miklum meirihluta er nú,
öfugt við það sem var í ársbyrjun, kominn
fjöldi þokkalegra kvikmynda á vídeóleig-
urnar og margar þeirra nýlegar.
Margar frambærilegar og nokkrar góðar
kvikmyndir voru sýndar í kvikmyndahúsun-
um á árinu. Ég nefni nokkrar þær helstu: ET,
Four Friends, Diva, The Wall, Einfaldi
morðinginn, Missing, Tootsie, Stunt Man,
Rocky 3, Gandhi, Reds, Poltergeist, Andra
Dansen, Black Stallion, Blade Runner,
Veronika Voss, Sophie’s Choice, Return of
the Jedi, Octopussy. Þá voru fjórar íslenskar
kvikmyndir frumsýndar á árinu: Húsið, Á
hjara veraldar, Nýtt líf og Skilaboð til
Söndru.
Það hefur tíðkast í þessum pistlum að velja
mynd ársins, innlenda og erlenda, meira til
gamans en hitt. Það er einfaldara þetta árið
en oftast áður því aðeins ein mynd fékk
hæstu einkunn gagnrýnenda Helgarpósts-
ins, fjórar stjörnur, á árinu: Hin margbrotna
og makalaust vel gerða kvikmynd Fassbin-
ders, Veronika Voss. Við skulum kalla hana
mynd ársins ásamt annarri gjörólíkri,
Gandhi, sem var sjaldgæft fyrirbæri — gífur-
leg stórmynd þar sem nostrað var við smáu
atriðin.
Svo skulum við kalla Húsið innlenda mynd
ársins, einkum vegna þess að þar sýndu ís-
lenskir kvikmyndagerðarmenn að þeir geta
staðið jafnfætis eða framar erlendum kolleg-
um sínum í tæknilegu hliðinni, sem jafnan er
veikasti hlekkur íslenskra kvikmynda.
HELGARPÓSTURINN 17