Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Qupperneq 19
TONLISTARARIÐ '83 Tónlistarhöll og nýr stórsöngvari Ég var búinn að slá svo Iengi slöku við tón- listarskrifin, áður en ég hætti þeim með öllu, að ég er naumast hæfur annálsritari fyrir ár- ið 1983. Þó finnst mér endilega, að það hafi verið fremur stórviðburðalítið miðað við næstu ár á undan. Reyndar er ekki nema gott um það að segja, því ekki getur alltaf verið sunnudagur og öðru hverju hljóta menn að blása úr nös, þegar mikið hefur gengið á eins og síðasta hálfa áratuginn. Og það hélst þó allt nokkurn veginn í horf- inu, sinfóníuhljómsveitin, óperan, kórarnir, kammerhóparnir og einherjarnir. Helst var, að Islensku hljómsveitinni sigi nokkuð larð- ur miðað við það hvað hún fór vel af stað í fyrrahaust. En það ersjálfsagt mest okkur að kenna, sem áttum að styrkja hana til dáða. En þá kemur enn að þessu gamla vandamáli, hversu músíkhóparnir eru margir en styrkt- armennirnir fáir og flestir hinir sömu, ná- lægt þúsund manns. Þeir eru að vísu hlut- fallslega fleiri en í nokkurri annarri borg í veröldinni, en samt hrekkur það illa til, jafn- vel þótt tónlistarmennirnir séu ekki dýrir á vinnu sína. Það þarf jú jafnmarga til að leika t.d. strengjakvartett á íslandi og annars stað- ar, hvað sem Karvel segir. Stór viðburður hlýtur þó að teljast stofnun Samtaka um byggingu tónlistarhúss, sem fullnægði ítrustu kröfum um hljómgæði og gæti hentað bæði fjölmenni og fámenni. Enn hafa íslendingar ekki reist sér neitt hús til tónlistarflutnings sérstaklega, nema gamla Hljómskálann fyrir meira en sex áratugum. Þetta er blátt áfram furðulegt á sama tíma og þjóðin sem heild hefur tekið sjömílnaskref frá fátækt til velmegunar. Og samt kostar hús eins og þetta minna en einn togari! Síðastliðið haust voru limir þessara sam- taka orðnir yfir tvö þúsund, enda ýmsir sótraftar á sjó dregnir sem vonlegt er, þar sem þetta hús á að henta alls konar músík. Þessi hugmynd hefur raunar verið lengi á döfinni, en einhver kippur kom í hana núna í byrjun sumars, og skildi ég ekki af hverju formaður undirbúningsnefndar vildi endi- lega þakka hann einstökum manni. En von- andi verður framkvæmd hennar verðugt svar hnarreistrar þjóðar við kreppuýlfrinu í úrtölumönnum og sérgæðingum. Þá bar það og til tíðinda, að við eignuð- umst nýjan stórsöngvara. Reyndar vissu margir fyrir um tilveru Kristins Sigmunds- sonar, en „upphefðin að utan“ hafði ekki hlotnast honum fyrr. Þeim manni virðast all- ir vegir færir, hann virðist sífellt eiga nægan varaforða og þó eiga töluvert ólært enn. Hvað vilja menn meir? Ekki veit ég, hvort það er tilviljun, að sam- spil nokkurra listgreina lét meira á sér kræla á þessu ári en áður. Þar nefni ég sem dæmi dagskrá Musica Antiqua með tónlist og ljóðum frá 16.—18. öld og ýmsum þjóðlöndum. Annað áþekkt dæmi er músíkkvöld Stúdentaleikhússins með söng, hljóðfæraleik og ljóðalestri, nema hvað verkin voru flest heldur yngri og eftir þekktari höfunda. Þriðja dæmið er samleik- ur jarðar, ljósmyndar, ljóðs og lags í verkinu Ódur steinsins eftir Atla Heimi, Kristján frá Djúpalœk, Ágúst Jónsson og Gud Almáttug- an. Það er best að gera sig sem dularfyllstan í framan gagnvart þeirri spurningu, hvort þessi aukna samvinna listgreina sé fyrirboði einhvers meira. Á móti allri mannbætandi tónlistariðkun vinnur svo sem áður síbylja forheimskunar og menningarlegrar einangrunar, sem menn eru nær hvergi óhultir fyrir. Það er leiðinlegt, að ríkisfjölmiðlarnir skuli leggjast á sveif með þessum yfirgangi, ekki síst í andvaraleysinu eins og mínútunum fyrir upphaf sjónvarpsdagskrár. Slik afstaða segir meiri sögu en mörg orð. JAZZÁRIÐ '83 Marshalis og Mezzoforte — Trompetleikarinn Wynton Marshalis var óumdeilanlega sá djassleikari er mesta eftir- tekt vakti á nýliðnu ári og hélt sigurganga hans frá 1982 áfram. Hann var yfirleitt kjör- inn bæði trompetleikari ársins svo og djass- leikari ársins hjá djasstímaritunum og nýja CBS-skífan hans: Think of one, fékk góðar viðtökur. Samt var það gamla brýnið Miles Davis sem átti vinsælustu skífuna í kosning- um down öeo/-lesenda: Star People (CBS). Auðvitað voru gefnar út skífur í hundraða- tali og margar frábærar. Niels-Henning 0rsted Pedersen gaf út fyrstu skífu sína á Pablo, nefnist hún The Viking og geymir dúóleik hans og gítaristans Philip Catherine. Það er dálítið gaman fyrir okkur Islendinga að þeir félagar héldu heimsins fyrstu dúó- tónleika sína í Reykjavík. Það var árið ’82. Keith Jarrett gaf út gagnmerka skífu á árinu: Standards vol. 1 (ECM) og þarna fer meistari spunans höndum um gamalkunnugt efni ss. AIl The Things You Are. Gagnrýnendur hafa fagnað skífu Jarretts mjög enda nokkurrar þreytu farið að gæta í hinum firnalöngu spunatónleikum hans. í Kaupmannahöfn trylltist allt af fögnuði er hann lék Over The Rainbow sem aukalag og satt að segja hefur tilhneigingin til að hverfa aftur til upprunans verið nokkuð sterk í djassheiminum þetta árið. Ekki þó að endurtaka það sem áður hefur verið gert heldur nýsköpun á traustum grunni hefðarinnar. Frammúrstefnukóng- arnir Archie Shepp og Lester Bowie léku ma. í Höfn í haust og bíboppuðu mest. Bowie a la Dizzy en Archie hvarf enn lengra aftur í tíð- ina á vit Ben Websters. Nú er meirað segja kominn órafmagnaður bræðingur, en svo kalla þeir félagar í Steps Ahead tónlist sína (Michael Brecher, Mike Mainieri, Eddi Gomez ofl.). Ornette Coleman skólinn geisar áfram með harmolodiske-tónlistina, sam- spuna með fönkrýþma og samtvinnun við evrópska tónlistarhefð verður æ sterkari'hjá nýstirnum á borð vid Anthony Davis, James Newton og George Lewis. Suður-amerísku áhrifin eru einnig sterk og Kúbanir einsog altistinn Paquito D'Rivera eru firnavinsælir. Gömlu meistararnir standa alltaf fyrir sínu og t.d. hefur Pablo sent hverja Zoot Sims skífuna annarri betri á markaðinn, nú síðast Suddenly It’s Spring. í tónskáldskapnum og stórsveitarstjórnuninni ríkja konurnar, sú sænskættaða Car/a Bley og japanska Toshiko Akiyoshi. Fjölmargir djassleikarar hafa kvatt þessa lífsstjörnu á árinu og skal þar fyrstan telja föður nútímadjasspíanóleiks£,cr////>7es. Earl var einn af frammúrstefnupiltunum í Hot Five Louis Armstrong, 1928, og alla tíð skóp hann hvert meistaraverkið öðru fremra — hann hafði áhrif á flestalla djasspíanista, bein eða óbein. Eubie Blake lést á árinu rúm- lega hundrað ára en hann var einn þeirra sem Earl Hines lærði af. Blúsmeistarinn McKinley Morganfield, betur þekktur sem Muddy Waters, lést þetta ár svo og trompet- leikarinn Harry James og danskfæddi bás- únuleikarinn Kai Winding. Count Basie varð áttræður á árinu, en er svo lasburða að hann mun tæpast leika oftar opinberlega.... en hver veit? íslenskt djasslíf hefur verið líflegra en oft áður og ríkisfjölmiðlar sinnt djassinum ágæt- lega — slíkt hið sama verður ekki sagt um dagblöðin. Sjónvarpið hefur flutt mikið af er- lendu djassefni og i Ríkisútvarpinu hefur prófessor Jón Múli Árnason flutt stór- skemmtileg erindi um sögu djassins. Mezzoforte er að sjálfsögðu hljómsveit ársins hérlendis og þó að stundum sé stutt á milli þess sem þeir eru að gera í hljóðverun- um og poppsins eru þeir djassættar. Elling- ton, Armstrong og allir svíngmeistararnir léku danstónlist og voru ekki verri fyrir það. Á árinu kom út tónleikaskífa með Mezzo- forte: Sprelllifandi (Steinar) og er hún ólikt frjálsari en hljóðversskífur þeirra og mátti heyra þá í þeim ham í Háskólabíói í desem- ber. Milli jóla og nýárs léku þeir á Teiknistof- unni ARCO og var efnisskráin þar með öðr- um hætti — Parker og Monk í bland við Emmin 33 bræðinginn. Enn betra! Sl. haust héldu Tómas R. Einarsson og Siguröur Flosason til náms erlendis og bætt- ust í fríðan flokk íslenskra djassmanna er nú stundar nám eða spilar fjarri fósturjarðar ströndum. Um jólin voru þeir flestir saman- komnir hér heima og var káít á Borginni þann 29. des. þegar þar var saman safnast til djammsessjóns. Þar lék sveit Bostonbræðra: Gunnars Hrafnssonar og Eiríks Arnar Ríkharössonar er nema við Berklee, Péturs Grétarssonar er leikur þar í borg, Stefáns S. Stefánssonar, sem kom heim í haust og Björns Thoroddsens sem nam í Los Angeles. Voru þeir á rafdjasslínunni en kvartett Árna Schevings klassískari, en með honum léku Sigurður Flosason, Tómas R. Einarsson og Gudmundur R. Einarsson. Gudmundur Ingólfsson bættist í hópinn í lokadjammi en Mezzopiltarnir léku á Broadway þetta kvöld. Gamli Stúdentakjallarakvartettinn kom þó saman í Djúpinu rétt eftir áramót og fékk undirritaður þá tækifæri til að heyra Fridrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson og Gunnlaug Briem leika djass á sígildan máta ásamt Sigurði Flosasyni og Tómasi R. Einars- syni. Kvartett Kristjáns Magnússonar hefur starfað af og til á árinu svo og Gammar Björns Thoroddsens, dúó Guðmundar Ingólfssonar og Reynis Sigurdssonar og á Hótel Loftleiðum hafa gömlu svíngararnir djammað í hádegi á sunnudögum. FÍH-skól- inn starfar með djassdeild sína og tvennir djasstónleikar íslenskir hafa verið haldnir í tónleikasölum. Minningartónleikar um Gunnar Ormslev í Gamla bíói þar sem Big band 81 og Big band FIH-skólans léku undir stjórn Ernie Wilkins auk þess sem Sigurður Flosason flutti prófverkefni sitt frá Tónlistar- skólanum, djassverk er Gunnar Reynir Sveinsson skrifaði fyrir hann. Stefán S. Stefánsson kom heim útskrifaður frá Berklee og hélt ágæta tónleika í Norræna húsinu. Þar flutti tíumanna-sveit fimm verk eftir Stefán og var leikur þeirra með ágætum og verkin hin áheyrilegustu. Jazzvakning hefur starfað af krafti og staðið fyrir tónleikum erlendra djassmeist- ara ss. Lionel Hamptons, Gary Burtons, Teddy Wilsons og John Scofields. Einnig gaf félagsskapurinn út úrval af hljóðritunum Gunnars heitins Ormslevs: Jazz í 30 ár nefndust skífurnar tvær og má þar finna ís- lenska djasssögu í hnotskurn. Seint á árinu voru stofnuð ný samtök: Jazzklúbbur Reykjavíkur, og mun hann beita sér fyrir djammi eldri djassleikara. Á Akureyri starf- ar djassklúbbur og einn var stofnaður í Vest- mannaeyjum. Ég tel að íslenskt djasslíf hafi ekki staðið með slíkum blóma síðan á árunum kringum 1965 og nú er aðalatriðið að þeir ungu svein- ar er nýlokið hafa námi og komnir eru heim fái verkefni við hæfi. Það væri t.d. mikil ógæfa ef tíumanna-sveit Stefáns S. fengi ekki verkefni við hæfi. Þar gætu ríkisfjölmiðlarn- ir hjálpað! P.S. I því að þessi grein fer í prentun berast þær fregnir að einn af helstu djassleikurum Finna Jukka Linkola sé væntanlegur til ís- lands í boði Nord-jazz og mun hann leika með hijómsveit Stefáns á Hótel Borg næsta fimmtudagskvöld. Linkola er hinn ágætasti jazzpíanisti og góður útsetjari og verður htmn með ný verk í farangrinum fyrir Stefán og félaga. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.