Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 12.01.1984, Blaðsíða 20
BÓKMENNTAÁRIÐ '83 eftir Gunnlaug Ástgeirsson og Sigurð Svavarsson Drekar og smáfuglar innlent verk ársins 1 þessum pistli er œtlunin ad virda svolítid fyrir sér bókmenntauppskeru sídastlidins árs. Ekki er œtlunin aö fjalla almennt um bókaútgáfuna, heldur binda sig vid útgáfu frumsaminna skáldverka á árinu. Ef til vill gefst síðar tóm til að gaumgœfa fleiri þœtti útgáfunnar. Skáldsögur Þegar litið er yfir útkomnar skáldsögur á árinu sem leið, vekur það fljótlega athygli að eldri höfundar, höfundar sem komnir eru yf- ir fertugt, virðast að mestu sestir í helgan stein og hættir að skrifa skáldverk, sumir fást reyndar við að skrifa samtalsbækur og þætti ýmisskonar. Það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert og ekkert út á það að setja, en það vekur óneitanlega spurningar þegar höfundar yfir fertugu eiga aðeins þrjár af u.þ.b. tuttugu skáldsögum sem komu út. Kannski er hér á ferðinni enn eitt dæmið um gjaldþrot kynslóðarinnar sem setið hefur við stjórnvöl þjóðarskútunnar síðustu áratugi og leitt okkur á þann stað sem við erum með gegndarlausri rányrkju auðlinda og sóun verðmæta í óarðbæra fjárfestingu á öllum sviðum. Það er reyndar tímanna tákn að þær tvær skáldsögur sem bera af eftir höfunda þessar- ar kynslóðar eru báðar grimm uppgjör við fortíðina, þótt með ólíkum hætti sé. Er þá fyrst að nefna þá bók sem að listræn- um metnaði og vinnubrögðum tekur fram öðrum skáldverkum sem komu út á árinu, en það er saga Ólafs Jóhanns Sigurðssonar Drekar og smáfuglar. Það mikla skáldverk verður hreinlega ekki mælt á sömu mæli- stiku og önnur verk sem hér hafa séð dags- ins ljós í seinnitíð og telst innlend bók ársins. Meginstyrkur þessa verks er fádæma vel unninn stíll og víðtæk og afhjúpandi sam- félagslýsing á íslandi fimmta áratugarins, mótunarskeið kynslóðarinnar sem setti landið á hausinn. Abyrgðarleysi þeirrar kynslóðar sem hér hefur verið gerð að umtalsefni á sumpart rætur í rótleysi sem stafar af flótta frá upp- runa hennar. Tryllt eftirsókn i veraldleg gæði, flott hús og fínar mublur o.s.frv. er til þess að breiða yfir og hylja uppruna og upp- vöxt í fátækt kreppuáranna. En um leið ogf þessi kynslóð afneitar fortíð sinni glatar hún einnig sálu sinni og máski hún sé eitthvað farin að sjá að sér. Vinsældir uppvaxtarsögu Sigurðar A. Magnússonar, en í haust kom út þriðja bindi hennar, Jakobsglíman, verða trauðla skýrðar nema með hliðsjón af því að í þessari sögu er Sigurður að skapa heilli kynslóð fortíð, fortíð sem fólk hefir reynt að gleyma en þarf nú á að halda. Jakobsglíman er ák aflega listilega gerð og gott ef hún tek- ur ekki fram bindinu á undan í uppvaxtar- sögunni. Ur því ég er að tala um kynslóðir má ekki gleyma kynslóðinni sem ætlaði að frelsa heiminn (ein af mörgum),svokallaðri 68 kyn- slóð. Ólafur Haukur Símonarson gerir til- raun til þess að gera upp við þá kynslóð í sög- unni Vík milli vina. Sú tilraun tekst að mínu mati heldur misjafnlega. Er það einkum vegna þess hve þröng og einskorðuð samfé- lagssýn höfundarins er og hann skilur útund- an veigamikla þætti í þróun þessarar kyn- slóðar. Viðhorf höfundar er mjög svartsýnt, karlmennirnir eru allir fyllibyttur á leið í hundana en nokkur lífsþróttur kann þó að leynast með kvenfóikinu. Saga Ólafs Hauks er samtíðarsaga og svo er reyndar um fleiri sögur sem vikið verður Ólafur Jóhann — Drekar og smáfugl- ar verður ekki mæld á sömu mælistiku og önnur verk I seinni t(ö. að rétt bráðum. En það eru fleiri höfundar en þeir sem að framan var að vikið sem leit- ast við að skapa fortíð. Tveir ungir höfundar lýsa upp horfna menningarkima á ferskan og nýstárlegan hátt. Er hér um að ræða sögu Einars Kárasonar um Lífið í braggahverfi, Þar sem Djöflaeyjan rís, og sögu Einars Más Guðmundssonar, Vængjasláttur í þakrenn- um, sem á yfirborðinu snýst um dúfnarækt- arfaraldur í einu úthverfi borgarinnar ca. á sjötta áratugnum og unglinga sem þar vaxa upp. Þessar sögur eiga það báðar sameigin- legt að vera mjög settar vísunum og táknum og auðvelt að skilja þær víðtækari skilningi en liggur í yfirborðinu. Mörk veruleikans eru færð töluvert út frá því sem venjulegt má teljast og ekki síst er ímyndunaraflinu gefinn laus taumur í stíl og stílbrögðum. Það er reyndar áberandi einkenni á verk- um margra ungra höfunda að ímyndunarafl- ið og fantasían virðast um það bil að taka völdin af raunsæinu og kemur það bæði beint fram í stílnum og áðurnefndri útfærslu landhelgi veruleikans. Þessa sér stað í á- gætri sögu Þórarins Eldjárns, Kyrr kjör, sem gerist í lok sautjándu aldar og hefur að aða - persónu kryppíaða skáldið Guðmund Berg- þórsson. Þar notar Þórarinn fantasíu þjóð- sagna og þjóðtrúar og fléttar hana hagan- lega inn í sögu sína. I smásagnasafni Stein- unnar Sigurðardóttur, Skáldsögur, má einn- ig greina þessi einkenni þó hún sé býsna lúmsk í meðferð sinni á þeim. Já, vel á minnst smásagnasöfn. Á árinu komu út þrjú smásagnasöfn sem nokkra at- hygli vekja. Er þar fyrst að nefna smásagna- safn Steinunnar sem er einstaklega skemmtilegt aflestrar og leynir ótrúlega mikið á sér ef betur er að gáð. Á það helst við smásagnaflokkinn Fjölskyldusögur sem er á- kaflega haganlega ofinn sagnavefur. Vigdís Grímsdóttir er nýr höfundur og í safni sínu, Tíu myndir úr lífi þínu, segir hún frá tíu kon- um í ólíkum stöðum. Sögurnar eru allar sagðar í fyrstu persónu og hefur stíll þeirra á sér sterkan persónulegan blæ, sem nálgast oft að vera ljóðrænn og eru ekki alltaf skýr mörk draums og veruleika. Óvanalega heil- steypt byrjendaverk. Sigurður Á. Friðþjófs- son á einnig gott smásagnasafn þar sem ekki er allt sem sýnist. Sýn hans á tilveruna er fremur svört, en hann hefur góð tök á per- sónusköpun og fer hóflega yfir mörk hefð- bundins veruleika. Að lokum skal hér getið hinnar miklu vík- ingasögu Jónasar Kristjánssonar, þar sem er á ferðinni hefðbundin breið söguleg skáld- saga en nokkuð er langt síðan slík saga hefur komið út þó þær væru vinsælar hér í eina tíð. Ljóö Af frumsömdum ljóðum segir heldur fátt á síðasta ári. Útgáfan einkennist af heildar- söfnum og má þar til nefna úrval úr ljóðum Einars Braga, Heildarsafn ljóða Jakobínu Sigurðardóttur, úrval verka Heiðreks Guð- mundssonar að ógleymdri nýrri útgáfu á heildarsafni verka Davíðs Stefánssonar. Ein ljóðabók sem kom út á miðju ári sker sig verulega úr, en það eru 36 ljóð eftir Hannes Pétursson. Þar rennur í einn farveg djúp hugsun, fádæma listfengi og ögun í vinnubrögðum. Óvenjuleg og sérkennileg er bók Kristjáns Karlssonar New York. Athyglisverð byrjendaverk eru bækur eft- ir Gyrði Elíasson, Sigmund Erni Rúnarsson og Berglindi Gunnarsdóttur. Þeir Pétur Haf- stein Lárusson og Ingiberg Magnússon myndlistarmaður sendu frá sér býsnavel gerða bók. Þá held ég að upp sé talið það ljóðakyns sem nær einhverju máli. Hin öfluga fjölritaútgáfa síðustu ára virðist vera í algjörri lægð og vafasamt hvort á- stæða er til að syrgja það mjög sárt, en óneit- anlega veldur það nokkrum áhyggjum hve fáar Ijóðabækur koma út. Barnabœkur Við lauslega athugun virðist mér heildar- útgáfa barnabóka á árinu sem leið vera held- ur minni en árið þar á undan. Titlar virðast mér vera nærri 100 og þar af eru íslenskar bækur nærri 20. Er hér um að ræða svipuð hlutföll og verið hefur um nokkurt skeið. Hlutfall fjölþjóðaprents er svipað og síðustu ár eða nærri helmingur titla. Einnig er hald- ið áfram að géfa út vandaðar þýddar sögur, þó mér sýnist þær vera heldur færri en síð- ustu tvö til þrjú ár. Þegar litið er til íslenskra bóka vega nokk- uð þungt í heildarfjöldanum smábækur fyrir yngstu lesendur, en það er ótvítrætt góðs viti að koma skuli út frumsamdar bækur fyr- ir þann hóp. Má í þessu samhengi nefna á- gætar bækur eins og Langafi drullumallar eftir Sigrúnu Eldjárn og Lena Sól eftir Sigríði Eyþórsdóttur. Ævintýri virðast einnig sækja í sig veðrið hjá barnabókahöfundum og komu tvö ágæt ævintýri út eftir Guðna Kolbeinsson og Vé- stein Lúðvíksson. Annað einkenni er að óvenju margar bæk- ur ætlaðar unglingum komu út og það skrýtna er að allar fjalla þær um svipað efni, þ.e.a.s. unglingaástir. Þetta eruyfirleitt geð- þekkar bækur en sæta engum stórtíðindum. Heldur virðist mér hafa fækkað bókum fyrir miðhóp lesenda barnabóka svona 7-11 ára. Þó má ætla að sá hópur sé aðallesendur þeirra tveggja bóka sem að mínu áliti skera sig verulega úr hópi annarra frumsaminna bcirnabóka. Eru það Sitji guðs englar... eftir Guðrúnu Helgadóttur og Tobías og vinir hans eftir Magneu frá Kleifum. Bók Guðrún- ar held ég að sé hennar besta bók fram til þessa. Hún rær á nokkuð önnur mið en áður og saga hennar er úthugsaðri og sett saman af meiri hagleik en hennar fyrri bækur. Tví- mælalaust besta barnabók ársins. Magnea frá Kleifum hefur töluvert sótt í sig veðrið að undanförnu. Margir minnast skemmtilegra frásagna hennar af krökkun- um í Krummavík, en í bókunum um Tobías og vinkonu hans Tinnu hefur hún náð sterku valdi á sálrænu innsæi í veröld hins bæklaða og afskipta drengs. Með þessum bókum hef- ur Magnea skipað sér á bekk með okkar bestu barnabókahöfundum. _ G.Ást. Eftir flódið besta þýdda bókin Mér var falið að slæða þýddar skáldsögur upp úr jólabókaflóðinu sem nú er í rénun. Hafa verður fyrirvara á slíkri umfjöllun þar sem erfitt er að kortleggja fyrirbærið svo stuttu eftir að það gekk yfir. Einhver verk hafa hugsaniega farið algerlega fram hjá mér enda ekki aðgangur að neinum frá- gengnum bókaskrám. Fljótt á litið virðist mér að síðasta flóð hafi skilað íslenskum lesendum u.þ.b. 80 þýdd- um skáldsögum. Til samanburðar má geta þess að íslenskarskáldsögur síðasta árs voru innan við 30 talsins. Rétt er að geta þess að afþreyingarsögur eru mun stærri hluti hins þýdda sagnakosts en hins mörlenska. Uppi- staða afþreyingarsagnanna er sem fyrr ást- ar-, sakamála- og stríðssögur. Höfundarnir sem þar ríða um héruð eru þekktar hetjur, s.s. Alistair MacLean, Hammond Innes, Bodil Forsberg, A. J. Cronin og Theresa Charles. Ýmsar smávægilegar breytingar má þó greina, t.d. komu út þrjár sögur eftir Agöthu Christie sem annars hefur verið lítið kynnt í þýðingum. AB kynnir til sögu nýjan danskan höfund sakamálasagna, Paul-Hen- rik Trampe. Saga hans, Tilræðið, þótti mér þó heldur bragðdauf a.m.k. í samanburði við læriforeldrin Sjöwall og Wahlöö. í hópi þýddra fagurbókmennta kennir margra grasa og þar ætti hver og einn að finna verk við sitt hæfi. Fullyrða má að 1983 hafi verið gjöfult að þessu leyti, altént yfir meðallagi. Úr norðrinu komu að venju góð verk, þökk sé norræna þýðingasjóðnum! Mig langar að geta sérstaklega þriggja meistara- verka eftir þá William Heinesen, P. C. Jersild og Hans Jorgen Nielsen. 7. bindið í ritsafni Heinesens heitir Ráð við illum öndum. í þessu verki kennir ólíkra grasa; stutt skáld- saga, smásögur og endurminningar settar fram á ljóðrænan hátt. Þýðingar Þorgeirs ings eru metnar að verðleikum og mér er kunnugt um að þessi bók var illfáanleg þeg- ar á Þorláksmessu. Verk Jersilds, Eftir flóðið, í þýðingu Njarðar P. Njarðvík, er einhver magnaðasta frásögn sem undirritaður hefur lesið um larrgt skeið og telst merkasta þýdda bók ársins. Sagan greinir frá atburðum langt að baki kjarnorkustyrjaldar á þann hátt að lesandinn efast aldrei um trúverðugleika framtíðarmyndarinnar. Fótboltaengill H.J. Nielsens er af ýmsum sökum merkt verk. Þar er dregið fram sjónarhorn karlmanna í ■ kynjabaráttu síðustu ára og fyrir þá sök eina er sagan kærkomið mótvægi. Verkið er einnig listilega ofið og spennandi þótt hefð- bundin spennuuppbygging sé látin lönd og leið. Aðrir Evrópubúar eru nokkuð fyrirferðar- miklir að þessu sinni og svo virðist sem út- gefendur séu að vakna af alltof löngum svefni í þeim efnum. Heinrich Böll hlotnast nú í fyrsta sinn sá heiður að koma út á ís- lensku og fyrir valinu varð sagan Og sagði ekki eitt einasta orð. Þýðandinn, Böðvar Guðmundsson, las þessa sögu í útvarp fyrir nokkrum árum ásamt Kristínu Ólafsdóttur. Þetta er einkar elskulegt verk, hlaðið allt- umvefjandi kærleika sem annars er heldur sjaldgæft fyrirbæri nú um stundir. Meistari Franz Kafka er einn af stóru höfundunum sem því miður hafa verið ófáanlegir á ís- lensku. Nú hefur heldur betur verið bætt úr því. Hamskiptin koma nú út í endurskoðaðri útgáfu en sú fyrri hefur verið með öllu ófáan- leg. Réttarhöldin eru einnig víðfrægt verk sem haft hefur mikil áhrif á sagnagerð síðari ára. Þessi verk eru hvalreki á fjörur bók- menntaáhugafólks og ættu einnig að nýtast vel við kennslu í bókmenntafræðum. ís- lenskir útgefendur hafa þannig minnst aldar- afmælis Kafka með sóma. Graham Greene er nú orðinn nokkuð vel kynntur hér heima. Verk hans um Monsjör Kíkóta er einkar læsi- legt og fyndið. Hann fylgist með tveimur af- komendum Cervantesar í nútímanum, prestinum Kíkóta og marxistanum og bæjar- stjóranum Sansjó Pansa. Fílósóferingar þeirra félaga eru gullvægar. Fyrir allnokkru kom út á íslensku sagan Berfætlingarnir eftir Rúmenann Zaharia Stancu, virkilega mögn- uð frásögn. Meðan eldarnir brenna eftir sama höfund kom út nú fyrir jólin. Þetta verk er sannkailað stórvirki en þó þótti mér það standa hinu fyrrnefnda talsvert langt að baki. Þá er ógetið verks Frakkans André Malraux, Hlutskipti manns. Því miður hef ég ekki enn komist í að lesa þetta verk en vísir menn hafa magnað upp tilhlökkun mína og fullvíst er að fengur er að þessu verki á ís- lenskum bókamarkaði. Kúba og Marokkó finnast einnig á landa- korti útgefenda. Einhvern Veginn finnst mér ég alltaf þurfa að klappa þeim á bakið þegar þeir seilast út fyrir hið vesturheimska menn- ingarsvæði. Kúbanski snillingurinn Alejo Carpentier er löngu heimskunnur fyrir sagn- ir sínar. Verk hans Ríki af þessum heimi, á sér útgangspunkt í þrælauppreisn á Haítí á 18. öld en hefur býsna víða skírskotun. Það er að sjálfsögðu Guðbergur Bergsson sem þýðir verkið og frágangur er allur til fyrir- myndar, í eftirmála er fjallað um verkið og höfundinn á ítarlegan hátt. Til Marokkó- mannsins Mohamed Chourki þekkti ég ekk- ert fyrr en ég las Á brauði einu saman. Þar lýsir höfundur firnavel nöturlegum uppvexti sínum. Lýsingar hans eru mjög sterkar og opna lesendum glugga inn í hinn ömurlega veruleika margra N-Afríkumanna. Úttekt sem þessi getur aldrei verið full- nægjandi og því slæ ég enn einn varnagla og biðst forláts hafi mér orðið á að sleppa ein- hverju stórfenglegu. — SS 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.