Helgarpósturinn - 16.02.1984, Page 3

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Page 3
Islenskar brúður sló í gegn erlendis ■Í^Norska stórblaðiö Aften- posten birti nýverið mikla og langa grein um Leikbrúðu- land undir fyrirsögninni „Saga um vilja og elju“. í greininni er ferili brúðuleik- hússins rakinn og sagt frá starfsemi þess. Inn í greinina er fléttað viðtali við Helgu Steffensen sem er ein að- standenda Leikbrúðulands. Helga segir við HP að það gleðji sig þegar erlend pressa sýni Leikbrúöulandi áhuga en brúðuleikhúsið hef- ur sýnt utan landsteinanna, m.a. verið i Finnlandi og Noregi og áætlar reyndar ferð þangað I sumar. Af Leik- brúðulandi er það annars markvert að frétta að auk sýninga þess á sunnudögum í Iðnó (sem ávallt er uppselt á) ráðgerir Sjónvarpið upptök- ur innan skamms á verkum leikhússins. „Þá hafa allar sjóvarpsstöðvarnar á Norður- löndum keypt sýningar okkar á þremur íslenskum þjóðsög- um, sem íslenska Sjónvarpið tók upp fyrir ári, og sýndar voru í Stundinni okkar á sín- um tíma,“ segir Helga Steff- ensen. ÞAKRENNUR úr plasti eöa stáli? Ekkert mun verða af næstu Stjörnumessu DV. Þessar „snobbhátíðir smáborgar- anna“ eins og þær hafa stundum verið kallaðar, hafa verið haldnar árlega frá 1978 við misjafnar undirtektir. Lið- tækustu poppurunum hefur verið stefnt til þessa mann- fagnaðar hverju sinni og þeir látnir flytja það sem valiö hefur verið „besta dægur- músikin frá árinu á undan. Fyrirlitning framsæknustu rokkaranna á þessari messu hefur verið með ýmsum hætti, annaðhvort hafa þeir hundsað vinsældavalið al- gjörlega og ekki mætt, eða gert sér leik að flottræfils- hætti gestanna með því að ausa svívirðingum yfir þá, en menn minnast orða Bubba Morthens frá síðustu Stjörnu- messu í því sambandi. Þegar hæst hefur látið hafa rokkar- arnir stofnað til sinna eigin tónleika og nefnt þá „Tjöru- klessu", þar sem óspart hefur verið gert gys að sýnd- armennsku smáborgaranna. DV-veldinu mun nú þykja nóg komið af þessari niður- lægingu og hefur því afráðið að halda ekki fleiri pnessur l bráð,svo sem fyrr segir... ★ Plátisol er lausnin Plátisol þakrennur, niðurföll og tilheyrandi er framleitt úr 0,7 mm þykku galv. stáli sem er húðað með PVC efni f lit. • Með þessari aðferð hefur rennan styrk stálsins og áferð plastsins. • Efniö er einfalt í uppsetningu. • Við seljum það og þú setur þaö upp án þess aö nota lím eöa þéttiefni. • Hagstætt verö. Kaupið þakefnið hjá fagmanninum | W) Lindab Plátisol Þakrennukerfi framtíðarinnar Heildsala — smásala. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga aó Sigtúni 7 S/mi.*29022 -^Meira um DV-veldið. Hægri- lögfræðingurinn Haraldur Blöndal hefur um nokkurra missera skeið verið í hópi fastráðinna kjallarahöfunda DV og hafa meiningar hans birst hvern föstudag við hlið leiðarans í blaðinu. En ekki meir. Lögfræðingurinn lenti nefnilega í rimmu við ritstjóra blaðsins út af viðtali sem þeir birtu við fyrrum eiturlyfjasala en sá gaf í skyn að til væru þingmenn sem neyttu hass. Síðan hefur Haraldurekki fengið inni í leiðaraopnunni. Þetta minnir óneitanlega á brottför Indriða Svarthöföa Þorsteinssonar af blaðinu, en honum sinnaö- ist einmitt við ritstjórana. Þar með var hann látinn víkja. en hvort það var „af frjálsum og óháðum vilja" vitum við ekki ■ • • Við^ iW Áttirðu Þetta er nú þvílík endaleysa hjá Þjóðviljanum að maðureralveg steinhissa. ígærvarég að reynaað rifja þettaupp, en það ernú orðið býsnalangt um liðið. Þjóð- viljinn segir að við höfum reist hús á Keflavíkurflugvelli fyrir meira en þrjátíu árum og rekið þar fsbúð. Þetta stenstekki. Það varfyrirtæki sem hét Biðskýli sf.og rak á þessum árum nokkur biðskýli á höfuðborgarsvæð- inu, sem setti líka upp þetta biðskýli á Keflavíkurflug- velli. — Varst þú einn af eigendum þessa fyrirtækis? Nei, alls ekki. Það var Þorvarður bróðir minn og mað- ur sem heitir Gylfi Hinriksson. Hvorki ég né Vilhjálmur bróðir minn áttum nokkurn hlut í þessu fyrirtæki, hvað sem Þjóðviljinn segir. Þannig að ég visa þessum dylgj- um algjörlega á bug. — Blaðið fullyrdir líka að Aðalverktakar hafi keypt húseignina af ykkur bræðrum? Já, af skrifum blaðsins er helst að skilja að þeir hafi það eftir Thor Ó. Thors, forstjóra íslenskra aöalverk- taka, að þeir hafi keypt húsið af okkur Vilhjálmi. Ég hringdi einmitt í Thor i morgun og spurði hann hvernig á þessu stæði. Hann var mjög undrandi á þessari frétt og sagði að hann hefði aldrei sagt neitt í þessa veru. Hins vegar er ég ekkert hissa á því þótt Þjóðviljinn ráð- ist á mig. Ég hef aldrei haft neitt dálæti á kommunum og aldrei farið í felur með þá skoðun mína að i þeim rikisstjórnum sem ég sat i með þeim hafi þeir aldrei haft dug í sér til að takast á við verðbólguna og efna- hagsvandann. Þetta held ég nú að sé ástæðan fyrir þessum skrifum, einhverólund í Þjóðviljanum. — Þú hefur þá aldrei átt húseignir á Keflavikurflug- velli? Nei, það er ekkert hæft í því. Hvorki til leigu né sölu. Þetta minnir mig reyndar svolítið á grein sem kom fyrir mörgum árum í annað hvort Þjóöviljanum eða Frjálsri þjóð þar sem var fullyrt að ég ætti svínabú á Vatns- leysuströnd. Þetta mun hafa verið á þeim árum þegar ég starfaði að varnarmálum í utanríkisráðuneytinu. Þá var það að Þorvaldur í Slld og fiski gerði samning við varnarliöið um að hirða matarleifar og nota þær sem svínafóður. Síðan skolaðist þetta eitthvað til og útkom- an varð sú að ég ætti þetta svínabú á Vatnsleysuströnd. Ég kann ekki aðra skýringu á þvi en að menn hafi ruglast á nafni Þorvarðar bróður míns og nafni Þorvald- ar í Slld og fiski. Þetta er ekki alveg ólíkt. — Þjóðviljinn stendur á því föstum fótum að þú hafir rekið ísbúð og leigt bandarískum hermönnum húsnæði. Bar blaðið þessi tíðindi ekki undir þig? Nei, það var ekki. Og ég hef heldur ekki haft fyrir því að svara þessu enn sem komið er. Það er líka svo langt um liðið að það tekur svolítinn tíma að átta sig á þvi hvað þeir eru að fara. — Nú fullyrðir blaðið líka að nokkur hópur ís- lendinga eigi húseignir á Vellinum. Þykir þér það óeðli- legt? Mig grunar að þessar húseignir séu hluti af langri sögu. Þeaar vamarliðið kom hingað fyrst voru ýmsir (s- lenskir aðilar með ýmiss konar þjónustustarfsemi á Vellinum. Það var talið eðlilegt, enda voru Bandarlkja- menn sjálfir með litla þjónustu á eigin vegum fyrstu árinT Hún hefur síðan færst i aukana og hlutur ís- lendinga minnkað að sama skapi. Mig grunar að þessar eignir séu leifar frá þeim tíma. Annars er ekki mitt að segja af eða á um þessi mál, það eru orðin meira en tuttugu ár siðan ég hafði nokkuð af þessum hlutum að segja. Tómas Árnason alþingismaður Framsóknarflokksins er eins og all- ir sennilega vita fyrrum fiórmólaráðherra og viðskiptaráðherra og núverandi forstjóri Framkvæmdastofnunar. Reykvískt dag- blað hefur síðustu daga fullyrt að Tómas hafi á árum áður átt hús- næði á Keflavíkurflugvelli, rekið þar ísbúð, leigt það til hermanna og síðan selt það íslenskum aðalverktökum. HELGARPOSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.