Helgarpósturinn - 16.02.1984, Síða 20
MYNDLIST
eftir Guðberg Bergsson
Jónínu brjóst jaröar
Talað er um að til sé brjóst jarðar. Jörðin
er úr leir. Maðurinn er það líka, að minnsta
kosti í hugvísindum og listum og trúarbrögð-
um.
Líkami mannsins ku vera ker. i þessu keri
er sálin. Leirkerasmiðir voru þess vegna
taldir vera vitrastir manna: þeir gerðu hluti
úr leir sem hélt í sér vökva. Skálin var undur,
einkum ef hún var næfurþunn, svo þunn að
lýsti í gegn og vökvinn líkt og sveif í loftinu.
1 landi þar sem eru engir leirkerasmiðir
hlýtur að búa heimskt fólk, sagði arabískur
leirkerasmiður við mig. En er ekki öll list ein-
hver tegund af keri ,,sem inniheldur" anda?
Það hefur færst í vöxt síðari árin að leir-
kerasmiðir hafi gerst leiðir. í stað þess að
móta ker hafa þeir hnoðað það sem þeir
kalla höggmyndir. Kannski er leitin að lífs-
forminu úr leir áhrif frá þeim miklu kín-
versku sýningum á leirmönnum sem fundist
hafa í gröfum, myndir af leirhúsum, höllum.
Kínverjar gerðu ekki aðeins ker heldur
næstum hvaðeina úr leir, einkum það sem
þeir lögðu í grafir keisara. í bústað dauðans
var heimur úr brenndum leir. Og þetta hafa
íbúar stórborga Vesturlanda getað skoðað á
síðustu árum, á hinum miklu sýningum.
Og hér heima hefur leirinn fengið nýtt líf,
í ýmsum myndum: lágmyndum, höggmynd-
um, liggjandi leirverkum. Að ógleymdum
grímunum sem Kolbrún Kjarval sýndi. Þær
grímur minntu á leirdraugana sem arabar í
Kabílafjöllum gera og leggja á grafir. Þeir'
gera hina ógnvekjandi leirdrauga í því
augnamiði að þegar andi hins látna fer á
kreik, þá rekst hann á leirlíkamann eða
grímuna á gröfinni og fer ekki úr þeim búst-
að til manna: gríman heftir draugaganginn.
Svona eru þeir klókir í Kabílafjöllum.
F.erðafólki eru gjarnan gefnir draugarnir eða
þeir seldir. Með því móti losna menn við
draugana úr landi. Þetta er sú eina verslun
með drauga sem mér er kunn í heiminum.
Leirdraugarnir vekja ógnvekjandi yndi.
Hinn látni andi kann vel við sig í leir-
draugnum.
Leirkeragerð er í sinni upphaflegu mynd
eftirlíking af brjósti, konubrjóstum. Listin rís
upp úr fyrndinni sem tákn fyrir eitthvað,
hiuturinn er miklu fremur tákn en hann sjálf-
ur. Á frumstigi bjó maðurinn í táknheimi, á
lokastigi í tölvuheimi, segja hinir bölsýnu.
Skálin var þess vegna stæling á brjóstum
konunnar. Bæði í brjóstunum og í tákni'
þeirra geymdist vökvi. Sama skreyting og á
frumstæðum kerum prýðir enn brjóst
kvenna frumstæðra þjóða, það er einfaldar
oddmyndaðar bylgjur, tákn um vökvann
sem brjóstið og skálin geymir, eða rendur og
punktar: tákn marka og efnis.
Að sjálfsögðu hefur leirkeragerð breyst frá
því að maðurinn tók eftir því að konubrjóst
eru skálar á hvolfi og mótuðu í leir. Skálin
hefur lokast í ker eða könnu, en hugmyndin
er sú sama.
Jafnvel þeir leirlistamenn sem hverfa frá
kerinu og gera höggmyndir úr leir geta ekki
flúið upprunann. Og leirmyndir Jónínu eru
tákn sem hún reynir að fela með leirnum,
— Jónína Guðnadóttir-
-í Gallerí Grjót —
f'leirmyndir hennar
eru tákn sem hún
reynir að fela með
leirnum.
gera frummyndina framandi en um leið
dýpka hana með nýjum táknum: egginu.
Eggið og brjóstið er fært saman: frjóvgunin
og það sem frjóvgunin nærist á.
Hægt er að taka eggið, sem menn geta litið
á sem geirvörtu, og þá gín við auga önnur
mynd: ef eggið er leyst frá kerinu.
Ef nefið er borið að opinu og þefað innan
úr kerinu 'eynist engum að lyktin úr kerinu
er svipuð og lyktin sú sem berst bara frá einu
líffæri.
Jarðarilmurinn leynir sér ekki, sú lykt sem
er af líkama jarðar og það þótt leirinn hafi
verið brenndur í ofni. Ofninn sem bakar leir-
inn er annað tákn, annars lífs: kerið kemur
sem úr móðurkviði, nýbökuð sköpun. Hér er
verið að leika sér að endaleysi uppruna eins
úr öðru.
Jarðarker Jónínu eru fögur sem hlutir
gerðir fyrir gólf. Hlutina er hægt að hafa
hvarvetna. Þeir láta lítið yfir sér. Þeir kalla
ekki á augað með skærum litum. í stað þess
verða þeir sem „sjálfsagðir hlutir" og sam-
ræmdir umhverfinu, einslags gólfgrjót í hús-
um.
En þegar augað rekst á hlutina og finnand-
inn fer að hugleiða þá, vaxa þeir ekki aðeins
sem tákn heldur sem formgerð.
Hlutirnir eru næstum eins og það mikla
ekkert sem við uxum frá og allt hið flókna líf
byggist á.
Sýning Jónínu er í Gallerí Grjót við Skóla-
vörðustíginn. Og eggið er líka lífsker, við
Jónínu brjóst jarðar.
POPP
eftir Gunniaug Sigfússon
Nei, já, Yes? Nei.
John Lennon og Yoko Ono — Milk, &
Honey.
Þegar John Lennon lést voru margir sem
spurðu hvort ekki væri til eitthvað af óút-
gefnu efni með honum, sem vænta mætti að
sett yrði á markað. Öll voru svör við spurn-
ingu þessari mjög loðin en talsmaður Geffen
Records, sem gaf út Double Fantasy, tók
loks af skarið og sagði að engar upptökur
væru til með Lennon sem gefnar yröu út.
Það var vitað mál að hann hafði haldið
áfram vinnu í stúdíói eftir að upptökum á
Double Fantasy lauk og nú hefur komið í Ijós
að til voru að minnsta kosti fimm lög, því út
er komin plata Milk & Honey, þar sem þessi
lög er að finna, ásamt demó upptöku af lagi
sem nefnist Grow Old With Me.
Ekki er mér kunnugt um hvort hér er um
að ræða lög sem komust ekki á Double
Fantasy, eða þá lög sem ætluð voru á næstu
plötu. Hvort heldur sem nú var, þá held ég
að ef Lennon hefði lifað, hefðu fæst þessara
laga litið dagsins ljós og ef eitthvert þeirra
hefði gert það, þá hefði það eflaust verið í
betri búningi en hér er að finna. Undirleikur-
inn í sumum þessara laga er svo fátæklegur
að mér er næst að halda að einungis hafi ver-
ið búið að spila inn svokallaða grunna á
þeim. Nú var það samt svo með Lennon, að
á sumum platna hans var undirleikurinn
ákaflega einfaldur og hrár en það á nú helst
við um fyrstu sólóskífur hans og þannig var
hlutunum ekki fariö á síðustu plötum hans,
eins og Walls And Bridges og Double
Fantasy.
Bestu Lennon-lögin á Milk & Honey eru að
mínu mati I’m Stepping Out, sem er þeirra
best, svo og Nobody Told Me og I Don't
Wanna Face It. Grow Old With Me er einnig
ágætt lag en ekki var til af því, til að gefa út,
nema ein heldur fátækleg heimaupptaka,
tekin á kassettutæki.
Milk & Honey er ekki bara Lennon-plata,
því helmingur laganna er með Yoko Ono, en
þannig var hlutum einnig háttað á Double
Fantasy. Á þeirri síðarnefndu brá bara svo
við að Yokolögin voru alls ekki svo slæm og
búningur þeirra ágætur. En nú nýtur ekki
Lennons við, til að hafa umsjón með útsetn-
ingum laga hennar og útkoman er því ekki
góð. Lögin eru ekki nógu sterk, útsetningar
líflausar og það sem verst er að vel kemur í
ljós hversu bágborin söngkona Yoko Ono er.
Hún hefur barnalega, mjóa og kraftlausa
rödd og héti hún ekki Yoko Ono, efast ég um
að nokkur útgefandi fengist að Iögum henn-
ar.
Eg er þeirrar skoðunar að Yoko Ono geri
minningu Lennons engan greiða með útgáfu
þessarar plötu og hefði betur heima setið en
af stað farið. Raunar finnst mér Yoko yfir
höfuð engan greiða hafa gert minningu eig-
inmanns síns síöan hann féll frá. Margt sem
hún hefur gert hefur einkennst af einstöku
smekkleysi. Samanber myndina á umslagi
síðustu sólóplötu hennar, sem var af gler-
augum þeim sem Lennon bar þegar hann
var myrtur. Þau voru brotin og blóðug. Þetta
er held ég eitt smekklausasta albúm sem ég
hef séð og nú hef ég það á tilfinningunni að
hana sé sárlega farið að vanta skotsilfur og
því hafi Milk & Honey verið gefin út.
Tracey Ullman — You Broke My Heart In 17
Places
Tracey Ullman mun vera vel kynnt í
Englandi sem frábær gamanleikkona og þá
fyrst og fremst, að því er mér skilst, fyrir leik
í einhverjum sjónvarpsmyndaflokki, sem ég
reyndar man ekki nafnið á.
Nú er Tracey Ullman einnig orðin þekkt
sem söngkona, eftir að hún sendi frá sér plöt-
una You Broke My Heart ln 17 Places. Á
plötu þessari horfir hún um öxl til liðins tíma
og syngur lög sem flest hver urðu vinsæl á
sjöunda áratugnum en einhver á þeim átt-
unda. Þess utan er að finna á plötu þessari
tvö lög eftir Kristy McColl og eru þau þeirrar
gerðar að þau falla vel að heildarmynd plöt-
unnar. Annaö þessara laga er raunar titiliag
plötunnar.
Lógin sem er að finna á You Broke My
Heart eru annars úr ýmsum áttum en flest
eiga þau það sammerkt að hafa upphaflega
verið flutt af söngkonum. Má þar nefna nöfn
eins og Sandie Shaw (Long Live Love), Susan
Maughan (Bobby’s Girl), Debbie Harry og
Blondie (Precence Dear), Dusty Springfield
(1 Close My Eyes) og Doris Day (Move Over
Darling). Þá eru einnig lög sem flutt voru af
Reunion, Four Seasons og Del Shanon.
Það er greinilegt að Tracey Ullman hefur
ekki ætlað sér að skapa meistaraverk með
útgáfu þessarar plötu. Ætlunin hefur greini-
lega verið að gera hressilega skemmtiplötu
og það hefur henni tekist. Það er lífleg tónlist
sem er mest áberandi á henni og vel hefur
tekist til með útsetningar og undirleik. Fram
hjá því verður aftur á móti ekki litið að Ull-
man er engin stólpasöngkona, en hún er þó
vel bökkuð upp af góðum bakröddum og
bjargar það því sem bjargað verður.
Tilgangurinn var sem sé að gera skemmti-
plötu og það hefur tekist. Er þá hægt að fara
fram á meira?
Yes — 90125
Það kom mér eiginlega á óvart þegar ég
frétti að hljómsveitin Yes væri byrjuð aftur,
því sannast sagna átti ég ekki von á því að
sú yrði raunin. Enn meira hissa varð ég þeg-
ar ég heyrði litlu plötuna með laginu Owner
Of A lonely Heart, en þær vinsældir sem lag-
ið hefur notið hafa hins vegar ekki komið
rnér á óvart, því lag þetta gat ekki annað en
orðið vinsælt, þess eðlis er það og allur bún-
ingur þess. Það var eftir sem áður skrítið að
heyra þá leika svona popptónlist. Hljóm-
sveit sem hér á árum áður sendi frá sér hvert
langlokuverkiö á fætur öðru, sem ég reynd-
ar fúslega viðurkenni að ég dáði þá fyrir. Og
Tracey Ullman — vel heppnuð skemmtiplata
enn er gaman að hlusta við og við á plötur
eins og Close To The Edge, en hvernig mað-
ur entist í gegnum The Tales From
Topographic Ocean skil ég ekki.
En hvað um það, Yes er í dag popphljóm-
sveit og ekkert annað. Það sannar platan
90125 svo sannarlega. Þeir sem nú hafa
komið saman undir merki Yes, á plötu þess-
ari, eru þeir Jon Anderson, Chris Squire,
Alan White og Tony Kaye en sá síðastnefndi
lék á hljómborð á þremur fyrstu Yes-plöt-
unum, áður en Rick Wakeman kom til sög-
unnar. Gítarleikinn annast svo Suður-Afríku-
maðurinn Trevor Rabin en hann sendi frá
sér, fyrir svo sem fimm, sex árum, nokkrar
athyglisverðar plötur, þar sem hann sá sjálf-
ur um nær allan undirleik og söng. 1 raun er
óhætt að segja að sjötti Yes-meðlimurinn
eigi stóran þátt í tiiurð þessarar plötu, en það
er upptökustjórinn Trevor Horn. Hann sá
um sönginn á síðustu stúdíóplötu gömlu Yes
(þeir eru enn eldri í dag) sem hét Drama.
Hann var áður í Bugles en sneri sér, eftir að
Yes hætti, að upptökustjórn og virðist allt
sem hann kemur nálægt seljast í stórum upp-
lögum. Má í því sambandi nefna plötur með
flytjendum eins og Dollar og fyrri plötu ABC.
Ekki get ég nú sagt að ég hafi fallið flatur
fyrir 90125 en hún rís hæst, sem raunar er
ekki mjög hátt, í tiltölulega léttum popplög-
um eins og Owner Oí A Lonely Heart, It Can
Happen og Our Song.
Tónlistin sem þeir eru að flytja er ákaflega
ófrumleg og lítið spennandi. Þetta er samsull
úr hinu og þessu, sem héfur verið að gerast
áður. Einn breskur gagnrýnandi komst
ágætlega að orði er hann sagði eitthvað á
þessa leið um plötuna: „Hvað eru Bugles og
Asia að gera á Yes-plötu“.
Hljóðfæraleikur og söngur er auðvitað all-
ur mjög fagmannlegur en stjarna plötunnar
er Trevor Horn. Hann hefur áreiðanlega átt
stóran þátt í að gera plötu þessa svona sölu-
lega, en þáttur Trevor Rabins er líka stór.
Hann hefur komið nærri samningu allra lag-
anna og gítarleikur hans er áberandi.
Það ætti að vera ljóst af ofansögðu að svar-
ið væri „No" ,ef ég væri spurður hvort mér
líkaði nýja Yes-platan.
20 HELGARPÓSTURINN