Helgarpósturinn - 16.02.1984, Qupperneq 23
HRINGBORÐIÐ
í dag skrifar Auður Haralds
I
SVR
Við sem eigum rauðan sportbíl
með sæti fyrir einn og baksýnis-
spegli sem lafir niður nema í mikl-
um kulda, þá er hægt að frysta
hann uppréttan, og með bjöllu
sem urgar svo kurteislega að eng-
inn heyrir í henni og brotnu katt-
arauga að aftan og vasaljósi að
framan og borgum engan þungá-
skatt þótt sum okkar séu nokkuð
þung, við notum almennings-
vagnana lítið.
En svo kemur vetur og það fást
engin skaflajárn á litla rauða
sportbílinn, hann er líka opinn að
ofan og ef maður fengi sér yfir-
byggingu þá væri örugglega hægt
að skattleggja hana á einhvern
hátt og það er alveg nógu erfitt að
pumpa. Þá notum við stundum al-
menningsvagnana.
Við hefðum gengið ef Græn-
landsjökull hefði ekki haft að-
setursskipti og komið sér fyrir á
gangstéttunum. En þökk sé þess-
um stökkbreytingum i landafræð-
inni þá hefur verið vertíð hjá SVR.
Mér finnst ævintýralega gaman
að fara í strætó. Næstum eins og
að fara í flugvél. Ef komið væri
upp fríhöfnum'og vegabréfseftir-
liti á endastöðvunum væri ferðin
fullkomin.
Um borð í vagninum rekur hver
viðburðurinn annan. I dag þegar
ég þurfti að fara þrjár bæjarleiðir
eftir kaffipakka af því ég er haldin
sérþörfum að því leyti, hófst þessi
lukkuferð í Landsbankanum þar
sem ég fann tíkall á gólfinu. Þetta
var hátt í fargjaldið og ég fann
strax að þetta yrði óvenjulega há-
tíðleg ferð.
Ég kastaði mér um borð og fékk
skiptimiða. Ég er kona sem kann
að fara með og reyni alltaf að
komast heim líka á fargjaldinu. Og
síðan rann vagninn af stað og lífs-
reynslan hlóðst upp.
Fyrst fékk ég armkrikameðferð-
ina. Hún er innflutt frá Ítalíu. Mér
finnst stórfenglegt að það skuli
verahægt að hafa hanaíframmi í
þykkum vetrarklæðnaði hér upp
við rassinn á heimskautsbaugn-
um. En maðurinn sem hélt sér í
loftrimina og lagði armkrikann
þétt að andlitinu á mér sannaði að
allar auglýsingar um svitaúða og
þvottaefni og fatahreinsun eru til-
gangslausar. Ég yddaði mér fjær
og komst undir handarjaðar há-
vaxnari manns. Hann var allur á
iði, sennilega verið að gá að
kennileitum í jökulbungunum fyr-
ir utan vagninn, en það var von-
laust því strætó brunaði áfram í
djúpri rennu og hann hefði bara
átt að fá að vera uppi á þakinu úr
því hann hélt að hann gæti fengið
útsýnisferð fyrir þrettán krónur. I
hvert skipti sem hann hélt að eitt-
hvað kunnuglegt hefði hrokkið
fram hjá, snarsnerist hann og rak
olnbogann fast í höfuðið á mér.
Þetta endurtók hann hvað eftir
annað, án þess að færa þetta í tal
við mig, sennilega klæjað á oln-
bogann. Ég var að hugsa um aö
benda honum á að læra að telja
stöðvarnar, þegar dularfulla kon-
an sem öðru hverju brosti til mín
fékk sæti og ég gat hnikað mér
enn aftar.Leyndardómsfull strætó-
bros án ávarps flokkast sem
þekkir-mig-þekkir-mig-ekki með-
ferðin.
Það var um þetta leyti sem við
tókum krappa beygju og ég vissi
að ég átti að fara út á næstu stöð.
Þar stökk ég út á glerfjallið sem er
oft haft þar sem afturdyr strætós
nema við stöðina, og á eftir mér
stökk eldri kona. Henni skrikaði
fótur af því hún var ekki fjallageit
í aðra ættina og slangraði utan í
mig sem er á Michelin Radial sól-
um og með próf í alpagreinunum
eftir langa búsetu hér á landi. Kon-
unni varð mikið um að vera svona
uppáþrengjandi og ég varð að
gera stundarhlé á kaffileiðangr-
inum til að fullvissa hana um að
fátt veitti mér meiri ánægju en
taka fall af eldri konum, mér að
skaðlausu.
Síðan fór ég eftir kaffipakk-
anum og hugsaði um á meðan, að
ég hefði þó ekki orðið fyrir herða-
blaðsmeðferðinni. Hun er yfirleitt
framkvæmd af mögrum konum í
poplínkápum sem plægja andlitið
á mér upp með hvössu herðablaði
sínu.
Svo haskaði ég mér á biðstöðina
með fjóra kaffipakka og vænan
magnsafslátt og tók sama vagn til
baka. En valið vandaðist þegar ég
veiddi skiptimiðann upp úr skipti-
miðahólfi töskunnar. Hann hafði
ruglast saman við safnið mitt. Bíl-
stjórinn, greinilega vanur mið-
aldra rugluðum konum, var mjög
■ hjálplegur og við fundum rétta
skiptimiðann. En greiðvikni hans
gekk einum of langt, því hann
fleygði afganginum af safninu. Ég
hafði ætlað að geyma þá þar til á
sama tíma að ári.
Þótt veran inni í vögnunum sé
öfgafull blanda af spennuviðburð-
um og drungalegri stemmningu,
þá jafnast hún ekki á við dvölina á
biðstöðvunum. Við sem sjaldan
getum stutt SVR með fjárframlagi
í fargjaldsformi, vitum ekki á
hvaða mínútu hver vagn á að vera
á hverri stöð. Ég hef pata af að
flestar leiðar eigi að gera vart við
sig á 15 mínútna fresti og ein
meira að segja á 12 mínútna fresti.
Því geng ég mig streitulaust á
næstu stöð og tek mér þar stöðu,
æðrulaus í fasi og lund. Og bíð
bara. Ég veit að einhvern tíma,
alla vega í vor, kemur vagn sem
mun soga mig upp og flytja mig á
ákvörðunarstað.
En þetta jafnaðargeð í garð SVR
er ekki útbreitt. Nú vill svo til að
lögmálið um mig og almennings-
vagnana er yfirleitt þannig að ég
sé í bakhluta vagnsins þegar ég
nálgast stöðina og síðan líða 23
mínútur þar til næsti vagn með
þessu númeri kemur. Ég er löngu
sátt við þetta fyrirkomulag, helst
að ég finni til með öðrum farþeg-
um sem ætluðu með sömu leið.
Þessar langdvalir mínar í bið-
skýlum gera mig að ómetanlegri
upplýsingamiðstöð. Þreyttir og
velktir ferðalangar þyrpast inn á
stöðina og allir vilja þeir vita hvort
vagninn þeirra sé nýfarinn. Mér er
löngu ljóst að þorri íslenskra
strætófarþega ætlaði að taka
vagninn á undan þeim sem þeir
náðu.
Tilgangsleysi spurninganna er
mér endalaus uppspretta umhugs-
unar. Aðeins rétt til að byrja með
þá standast engar áætlanir ef ögn
skvettist úr lofti ( 4000 milli-
metrar). Það kemur annar vagn,
sennilega. Maður nær ekki vagni
sem er farinrí. Svo af hverju spyrja
ákaft svo maður megi strax vita
hvort maður hefur 7 eða 11 mínút-
ur til að ergja sig yfir tapaða vagn-
inum?
10 ára KM-hÚSgÖgn 10 ára
Vegna 10 ára afmælis okkar bjóðum við
10% afslátt
af öllum vörum
KM-húsgögn
Langholtsvegi 111 — Reykjavík
10 ara símar 37010 — 37144. 10 ára
«S/LA»
Bremsuklossar
abriel
Höggdeyfar
GSvarahlutir
Hamarshöföa 1 símar 83744 — 36510
Um daginn kom kona á jaka-
hlaupi inn á biðstöðina og spurði
ör: ,,Er vagninn til Kopavogs bú-
inn að koma?“
,,Já, já, hann kom áðan,“ svar-
aði ungur maður.
,,Kom hann?“ spurði konan og
röddin skar hjarta manns, ,,og fór
hann alveg?"
Sjálfsstjórn mín bilaði. Ég sneri
mér við og sagði:
„Já. Hann kom og svo fór hann
— ALVEG. Alveg. Hann renndi
ekki við, opnaði, laðaði inn
nokkra farþega, lokaði til hálfs,
fór nokkur skref frá, sneri svo við
og snuðraði kringum skýlið,
reyndi að þefa uppi fáeina farþega
til viðbótar, skutlaði sér svo út á
horn og setti í afturábak og kom á
fullu aftur á stöðina. Heldur fór
hann alveg. En það kemur annar
vagn. Alveg þangað til í nótt
kemur annar og svo aftur annar."
Konunni var brugðið. Aldrei
hafði hún fengið svona greinar-
góðar upplýsingar um vagninn
sem hún hafði misst af.
Skömmu síðar, uppveðruð af
velgengni minni með konuna úr
Kópavoginum, átti ég leið um
Laugaveginn. Þar slufsaðist ung
þreytuleg kona inn á biðstöð og
spurði aðra lúna konu, hvort hún
hefði séð leið 3 fara fram hjá?
Konan hafði ekki orðið leiðar 3
vör. Það lá við að ég léti Hag-
kaupspokana dúndra í götuna og
segði:
„Leið 3? Jú, hvað eftir annað.
Hann er búinn að fara hér niður
Laugaveginn, ja, látum oss sjá,
hvað er langt síðan nýja leiða-
kerfið kom? ætli það séu ekki allt
að 10 ár. Og hann f er á 15 minútna
fresti virka daga og hálftima fresti
um helgar og á kvöldin — það
gerir — viltu að ég slái á hvað
hann hefur oft farið hér fram hjá?“
En ég hætti við. Og dauðsá eftir
því. Svo á heimleiðinni plottaði ég
nýtt svar.
„Vagninn þinn? Hefurðu týnt
honum? Hvernig leit hann út? Var
hann í dökkblárri úlpu?“
Ferðamálaráð
íslands
Ferðamálaráö islands hefur ákveðið að efna til sam-
keppni um slagorðerverði rauði þráðurinn í átaki til að
vekja athygli Islendinga og erlendra ferðamanna á
mikilvægi þess að virða og vernda viðkvæma náttúru
landsins.
Slagorðin eiga að minna á einfaldan og skýran hátt á
þennan megintilgang átaksins. Textinn verður að vera
stuttur og hnitmiðaður og auðvelt að snúa honum yfir
á önnur tungumál.
Samkeppnin stendur til 1. mars nk. og verða veitt þrenn
verðlaun:
1. verðlaun eru ferð til Parísar fyrir tvo, hótel og morg-
unmatur í viku.
2. verðlaun eru ferð til Amsterdam fyrir tvo, hótel og
morgunmatur í viku.
3. verðlaun eru ferð til Akureyrar fyrir tvo, hótei og
morgunmatur í viku.
Aðrargóðarhugmyndirverðakeyptarfyrir 5.000 kr. hver.
Dómnefnd metur hugmyndirnar og áskilur sér eignar-
rétt á þeim sem hún verðlaunar og kaupir.
Tillögur skal senda undir dulnefni á skrifstofu Ferða-
málaráðs íslands, Laugavegi 3, 101 Reykjavík, merktar;
„Átak ’84“.
Rétt nöfn eiga að fylgja í sérstöku umslagi.
Ferðamálaráð íslands.
Symfoni
og Bucha
Barna-, dömu- og herrasokkar
Faliegir, ódýrir
og vandaðir
y>i>
^tainavöt ká
HELGARPÖSTURINN 23