Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 16.02.1984, Blaðsíða 25
A medan kirkjan svarar eru áheitin edlileg — segir Anna Arnadóttir sem hefur heitiö á Strandarkirkju undanfarin ár meö mjög góðum árangri Anna Arnadóttir er sjötug sjómannsfrú í Breidholtinu. Hún er ein þeirra fjöl- mörgu fslendinga sem heitid hafa á Strandarkirkju á undanlidnum árum, en jafnframt ein af fáum úr þeim hópi sem hafa þor til ad tala um þaö. Áheit fólks á Strandarkirkju eru nefnilega í flestum til- vikum feimnismál og margir þeir sem HP leitaöi til um þaö efni voru ófáanlegir til ad tjá sig um ástcedu þess að þeir hafa beðið til kirkjunnar á Strönd. En Anna segir: ,,Ef ég man rétt þá hef ég heitiö á Strandarkirkju svona fimm sinnum. Ég byrjaði á þessu fyrir um þaö bil tíu ár- um.“ Hún segist aldrei hafa heitið á kirkjuna nema eitthvað mikið hafi legið við. „Til dæmis þegar maðurinn minn hef- ur verið mikið veikur, eða einhverjir erfiðleikar hafa steðjað að börnunum mínum eða barnabörnum." — En hefur Strandarkirkja svarað á- heitunum? ,,Já, alltaf að bragði, nema einu sinni. En þá var líklega um of stóra bón að ræða." Um þá bón vill Anna ekki ræða frekar. Svo segir hún mér tvœr áheitasögur úr lífi sínu. „Ég man að einu sinni var eitt af barna- börnunum mínum statt á Filippseyjum. Það skrifaði okkur hjónunum alltaf reglu- lega á viku fresti og tjáði okkur hvað hefði á dagana drifið og einnig kom fyrir að það hringdi. Svo var það þegar hún, en þetta var stelpa, hafði lokið þessu ferðalagi sínu og var á leiðinni heim með flugi að ekkert heyrðist til hennar í fáeina daga. Við urðum að vonum gripin nokk- urri hræðslu þar sem hún hafði látið vita af sér reglulega fram til þessa. Þegar fimm óþægilegir dagar í bið voru liðnir, var mér ekki orðið um sel, þannig að ég ákvað að heita á Strandarkirkju, að ég held tvöhundruð krónum, í von um að stelpan léti okkur vita af ferðum sínum. Og það stóð ekki á svari. Hún hringdi til okkar, og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá gall hringingin við aðeins tæp- um klukkutíma eftir að ég hafði heitið á kirkjuna. Hún sagði mér í símann að hún væri komin til London þar sem hún biði eftir flugi heim, en tjáði mér jafnframt að hún hefði sent okkur símskeyti fyrir nokkrum dögum. Við nánari athugun kom í ljós að það hafði misfarist. En Strandarkirkja kippti því sem sagt í lið- inn.“ — Og hin áheitasagan? „Já, hún er á þá leið að einu sinni fyrir mörgum árum vorum við í sauma- klúbbnum úti að skemmta okkur. Þetta var mikið ball og fjörið geislaði af öllum viðstöddum. Við sátum fjórar við borð þegar nokkuð var liðið á dansleikinn og vorum þrjár aö gantast við þá fjórðu um að enginn hefði nú boðið henni upp enn sem komið væri. í þann mund gekk þessi líka laglegi karlmaður yfir dansgólfið, ég man að hann var mjög sætur og við litum allar bónaraugum á hann. Þá segir konan sem við vorum að gantast með, að nú heiti hún fimm kalli á Strandarkirkju ef þessi maður komi nú til sín og bjóði sér upp. Og hún hafði varla sleppt orðinu, þegar þessi lagiegi karlmaður snerist á hæli á ferð sinni yfir dansgólfið, gekk rakleiðis til hennar, hneigði sig djúpt og bauð henni arminni. Við hlógum allar, en þó sýnu minnst sú fjórða, þvi hún var svo hvumsa yfir því hvað Strandarkirkja svaraði skjótt fyrir sig.“ — Er hér ekki bara um hreinar tilvilj- anir að rœða? „Ekki finnst mér það. Báðar sögurnar eru svo ótrúlegar að þær eru hafnar yfir allt tilviljanatal. Þarna er einhver óút- skýranlegur kraftur að baki. . .“ — Þér finnsl ekkert vafasamt að heita svona á kirkjuna á Strönd, er það ekki talsvert hjátrúarkennt? „Það má svo sem vel vera, en þetta virkar alltént. Það er mín reynsla. Og meðan kirkjan svarar mér með þeim hætti sem hún hefur gert finnst mér í fyllsta máta eðlilegt að halda áheitunum áfram. Annars er ég leiðinlega lítið trúuð, get ég sagt þér. Ég get að minnsta kosti ekki ímyndað mér guð sitjandi uppi í himni í einhverju hásæti eins og mér sýnist megi túlka af lestri Biblíunnar. En hvað áheit- unum áhrærir; ef til vill má kalla þetta einhvers konar leit, og það leit sem jafn- an virðist bera árangur. Þegar mann grípur ótti leitar maður til hins óþekkta." — Hve háum upphœðum hefurðu heit- ið á kirkjuna hverju sinni? „Það hefur yfirleitt verið smáræði, aldrei mikið. Ég held að upphæðin skipti ekki öllu máli. . .“ — Hvað skiptir þá mestu máli? „Góður hugur til sjálfrar kirkjunnar mundi ég segja. Veistu, ég hef nokkrum sinnum heimsótt Strandarkirkju og það hafa verið dásamlegar ferðir. Mér finnst kirkjan eiga svolítið í mér fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir mig.“ — Hvaða kraftar heldurðu að búi í kirkjunni? „Eg get ekki almennilega gert mér grein fyrir því, en þetta eru að minnsta kosti góðir kraftar. Sagan á bak við kirkj- una er svo falleg. Hana byggðu skip- brotsmenn á þeim stað þar sem engill hafði bjargað þeim úr hafsnauð. Og það er þessi engill, já, ég held einmitt engill- inn, sem bjargar enn . ..“ Heiöni okkar er ennþá talsverö — segir séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup í Hólastifti um áheit fólks á Strandarkirkju Aheitm á Strandakirkju fatla undir hlutadýrkun, ef strangt er tekið á kenn- ingum Marteins Lúters. Þessi þýski munkur, sem evangelísk-lútersk trú er sprottin af, fordœmdi með öllu hverskon- ar milliliði í trúariðkan manna, hann taldi þá ekki vera guði samboðna. Nú er svo að um aldir hefur Strandarkirkja verið dýrkuð af Islendingum sem ein- hverskonar verndarkraftur og hefur þá engu skipt hvort hér hefur ríkt heiðni, kaþólska eða lútherstrú. Alltaf hefur kirkjan á Strönd verið milliliður manna og guðs. Þessi þversögn íslenskrar þjóð- trúar hlýtur að vera prestlœrðum mönn- um talsvert umhugsunarefni. HP leitaði þvi til eins af lœrimeisturum lúterskrar trúar á Islandi, séra Sigurðar Guðmunds- sonar vígslubiskups í Holastifti. Hann var fyrst spurður að því hvað hann héldi liggja að baki áheitum Islendinga á Strandarkirkju. „Það er ákaflega erfitt að alhæfa nokk- uð um þetta efni. Þó virðist mér sem al- menningur sé ennþá mjög blindaður af helgisögninni sem verið hefur um þessa kirkju. Það skírskotar mjög til sérstöðu hennar í sögulegu tilliti. Ég er þeirrar skoðunar að áheitin stafi fyrst og fremst af hjátrúnni sem er ís- lendingum mjög rík í hjarta. Fólk vill halda i þá þjóðtrú sína að þessi kirkja búi yfir einhverjum guðlegum krafti, ein- hverjum mætti sem lætur gott af sér leiða. Vissulega er þetta ekkert annað en angi af hlutadýrkun. Fólk virðist hafa sjálfa kirkjubygginguna í huga þegar á- heitin eru annarsvegar. Ég hef oftar en ekki reynt að fá fólk úr mínum sóknum til að láta af þessari dýrkun. Mér finnst eðlilegra að það styrki sínar eigin kirkjur og láti þessa áheitspeninga renna til þeirra. Fyrst fólk er að þessu á annað borð finnst mér eðlilegra að fjármunirnir haldist innan sókna hvers og eins. . . “ — En ertu ekki með þeim hœtti að halda hlutadýrkuninni til streitu. Áheitin fœrast þannig aðeins milli kirkna? „Nei, mér finnst tvennt ólíkt að fólk styðji við eigin kirkju en að það sendi peninga til annars guðshúss sem er því alls óviðkomandi." — Heitir það ekki friðþœging sálarinn- ar þegar fólk eys peningum í musteri guðs síns, samanber aflátsbréf páfanna í Róm sem Marteinn barðist svo hatramm- lega á móti? „I þessi sambandi verðum við að hafa í huga að kirkjubyggingar njóta engra styrkja frá hinu opinbera, hvorki ríki né bæ. Það fyrirkomulag hefur verið ríkj- andi um áratugaskeið að sóknarbörn reisi sínar krikjur fyrir frjáls fjárframlög." — Hinn almenni kirkjusjóður er að nœr öllu leyti til kominn vegna álieita fólks á Strandarkirkju. Þetta hlutadýrk- unarfé er síðan notað til að lána öllum kirkjubyggingum í landinu. Er ekkert erfitt fyrir presta landsins að kyngja því að guðshús þeirra séu að mestum Iduta byggð upp í skjóli dýrkunar nokkurra einstaklinga á fasteign suður með sjó? „Ég held nú að flestir þeir sem heita á Strandarkirkju séu að því til að láta eitt- hvað gott af sér leiða. Ég býst ekki við öðru en fólk sé mjög þakkátt fyrir það að peningum þess sé variö til uppbyggingar allra kirkna í landinu." — Þannig að þið prestar réttlætið þessa hlutadýrkun með því einu að segja að hún sé iðkuö í góðri trú? „Við getum vel sagt það. Fólk er að biðja til máttar guðs með þessum áheit- um sínum og ég get ekki ímyndaö mér annað en það sé góö trú sem þar liggi á bak við.. — En þarna erum við komnir að þeirri staðreynd að Strandarkirkja er milliliður manna og guðs. Og Marteinn fyrirleit alla. milliliði, hvorl lieldur þeir hétu dýrlingar, kirkjumunir, eða heilu guðs- húsin. Þessi áheit hljóta því að vera and- stœö trúarvitund lúteskra presta? „Aheitin eru náttúrlega ekki kenning- um Lúters að skapi, strangt til tekiö. En þá skulum við spyrja okkur hvað liggi að baki þessum áheitum? Þetta mun vera vani hjá sumum og ekki önnur hugsun á bak við áheitin hjá þeim en þetta stafi aí fagurri þjóðtrú. Aðrir eru beinlínis að leita máttar guðs með þessum áheitum, og já, nota þá þennan millilið. En erum við ekki öll einmitt að leita máttar guðs, notum aðeins misjafnar leiðir til þess. Ég get vel haldið því fram að þeir sem leita krafts guðs í Strandarkirkju séu þeir sem séu orðnir óþolinmóðir eftir einhverju á- þreifanlegu í sinni guðstrú, vilji verða vitni að kraftaverkinu." — 409 þúsund krónur komu inn af á- heitsfé til Strandarkirkju á síðasta ári. Þetta voru smáir skammtar og því má í- mynda sér að margir hafi heitið á kirkj- una í fyrra. Er þetta ekki einfaldlega til marks um heiðni landans, er hann bara ekki ennþá ginnkeyptur fyrir slokka og steina-leiðinni? „Ég get vel játað það hér, að við þjón- andi prestar í landinu erum sífellt að reka okkur á stokkatrú fólks. Það er furðu- mikið til af henni ennþá. Ef við getum kallað áheitin á Strandarkirkju ávinning aí heiðni, já þá ríkir hún töluvert í Islendingum enn þann dag í dag." klerks, sem átti einn og óstuddur að sjá um viðhald hennar, eins og tíðkaðist á öðrum kirkjujörðum biskupsembættisins. Um þetta leyti vígðist ungur prestur til Selvogssóknar. Þar sem hann var nú orðinn fjárhaldsmað- ur kirkjunnar, ætlaði hann að flytja hana til Vogsósa þar sem hann bjó svo auðveldara væri fyr- ir hann að sjá um hana. Hann fékk til fylgis við sig Ólaf Gíslason bisk- up og Illuga prófast í Hruna. Kvað biskup svo á um að Strandarkirkja skyldi flutt samkvæmt beiðni nýja prestsins í sókninni. En áður en til þess kom dóu bæði biskup og prófasturinn í Hruna og Selvogs- presturinn hrökklaðist úr sveit sinni af einhverjum ókunnum ástæðum. Þetta varð til þess að sóknarbörnin töldu að Strandar- kirkja hefði verið að hefna sín. Um þetta mál fjallar saga Elínborgar Lárusdóttur sem áður var getið. að kom einnig fram áð- ur að Bjarni riddari Sív- ertsen hefði heitið á Strandarkirkju árið 1778 um að honum mætti auðnast einhver frami í lífinu. Hvort sem það var vegna þess að áheit hans rættist eða einhvers annars, þá tók alls- konar áheitum að rigna yfir Strandarkirkju skömmu fyrir og um aldamótin 1800. Fátækum prestum kirkjunnar til óblandinn- ar gleði fóru að berast gjafir frá mönnum hvaðanæva af landinu. Fjárstreymið hélt áfram nokkuð fram á öldina, þangað til svo var komið árið 1856 að þáverandi prófasti Strandarkirkju var farið að blöskra hve miklir fjármunir voru komnir til kirkjunnar. Að því er virðist til að friða samvisku sína skrifaði hann biskupi bréf þess efnis hvort honum leyfðist ekki að taka þessum gjöfum sem hverjum öðrum reka, hlunnindum ellegar óvæntum höppum sem brauðinu fylgdu. Biskup gaf hinsvegar þau fyrirmæli að presti bæri að gefa skýrslu um áheitin og upphæð þeirra á hverju ári. Það varð síðar til þess að farið var að birta reglu- lega í blöðum, einkum Þjóðólfi, áheitin á Strandarkirkju. Sú lesn- ing blöskraði skynsemistrúar- mönnum nítjándu aldar. A ofan- verðri nítjándu öld reyndu þeir af öllum mætti að kveða þessi áheit niður, þar sem þeir töldu þau dæmi um vafasama hlutadýrkun. Margir skynsemistrúarmennirnir voru á þeirri skoðun að áheitun- um væri beint að síra Eiríki á Vogsósum sem þá var orðinn frægur í þjóðsögum sem vondur galdramaður. Einn þessara skyn- semistrúarmanna, Þór'nallur Bjarnason, orðaði þetta á þá leið að fólk héldi að kraftur síra Eiríks loddi enn við kirkjuna. Síra Eirík- ur Magnússon hafði á sínum tíma verið einn mesti kunnáttumaður íslendinga í náttúrufræðum, svo mjög að hann fékk á sig galdra- orðið. Hvað sem þessum áróðri leið, héldu áheitin áfram að streyma til kirkjunnar á Strönd. Strandar- kirkja þótti borga vel fyrir sig. Samt sem áður fékk kirkjan þá orðið lítils að njóta af þeim fjár- munum sem heitið var á hana. I upphafi tuttugustu aldar stóð kirkjan ein á ströndinni, afskipt hvað varðaði prestsþjónustu og ekki var gert við hana svo áratug- um skipti. Hjá biskupsembættinu, eiganda Strandakirkju, hafði ver- ið stofnaður Hinn almenni kirkju- sjóður og þangað runnu og renna allir peningar sem heitið er á guðs- húsið upp af Engilsvlk. Hin síðustu ár hefur nokkrum hluta af þessum sjóði verið varið til viðhalds og endurbóta kirkj- unnar á Strönd, enda er ekki of- sögum sagt að hún eigi fyrir því. Uppistaðan í Hinum almenna kirkjusjóði sem fer í að viðhalda öllum kirkjubyggingum í landinu, er nefnilega að þremur fjórðu hlutum til orðin fyrir þau áheit sem Strandarkirkju berast enn á ári hverju. Þessi fáorða söguskoðun Strandarkirkju sem hér fór á undan svarar því ekki hversvegna farið var að heita fjármunum á hana. Hvort svarið er röð tilvilj- ana eða felur í sér þá sérstöðu sem kirkjan' óefað hefur, skal ekki dæmt um hér. En sá dýrðarljómi sem kirkjan hefur fengið á sig og sá verndarmáttur sem menn hyggja að felist í henni er örugg; lega ekki til kominn af engu. í fyllsta máti væri skrítið ef svo reyndist. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.