Helgarpósturinn - 22.03.1984, Side 7

Helgarpósturinn - 22.03.1984, Side 7
HEF YFIRLEITT TAPAÐ í SJÓMANNI • Helgarpósturinn ræðir við afreksmanninn Guðlaug Friðþórsson eftir Sigurgeir Jónsson myndir: Gunnar V. Andrésson Það mun nœsta öruggt að halda því fram að maður þessa mánaðar sé Vestmanneyingurinn Guðlaugur Friðþórsson. Vart mun það mannsbarn fyrirfinnast á landinu sem ekki kannast við hann og það frábœra afrek er hann vann á dögunum er hann synti í land eftir að bátur hans sökk, u.þ. b. þriggja sjómílna vegalengd í köldum sjó, tók land gegnum brimgarðinn og braust upp hamraveggi og lagði síðan leiðsína til bœjarinsyfir apalhraun, berfœttur þar sem flestum þykir nóg um að ferðast vel skóaðir. Þetta hefur allt verið itarlega rakið í fjölmiðlum og kunna menn fáar skýringar á því fá- dœma þreki sem þarna varsýnt. En hér er ekki œtlunin að rifja upp þetta atvik, heldur skyggnast aðeins nœr manninum sjálfum, Guðlaugi Friðþórssyni, og fá upp hver hann er. Við tókum hann tali í fyrrakvöld á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, þar sem hann liggur á góðum bata- vegi, hress að vanda þrátt fyrir erfiða aðgerð um morg- uninn og aðra erfiða aðgerð fyrirhugaða nœsta dag. Hann taldi raunar ekki eftir miklu að slœgjast fyrir okkur að fara að tala við sig um liðna tíð, það vœri ekki svo ýkja merkilegt sem borið hefði við á lífsleiðinni, nema þá síðustu dagana. Við töldum okkurvita beturog útkoman varð þessi Sjá nœstu síðu.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.