Helgarpósturinn - 22.03.1984, Page 11
ast halda fram og engin leið sé til
að breyta því. Spumingin er um
vilja - ekki getu - og hér komum
við að stórpólitísku máli sem hafið
er yfir cdla flokkapólitík en þó það
sem eðlilega mcirkar hana: sjálf-
stæði þjóðarinnar sem byggist
ekki síst á sjálfstæðri tpngu, sér-
stöku móðurmáli.
ÁSTKÆRT,
YLHÝRT,
RREYTILEGT
V luistegi txnbt í:i »1 «l«ui!Mt t.-*: isi wn re>
íT.JjjWI v* il livvft (mt xtetM.
Ég held ég muni það rétt að sá
mikli málræktarmaður Helgi Hálf-
danarson hafi einhvers staðar
skrifað að í þessum efnum væri
aðeins eitt betra en íhaldssemi og
það væri gífurleg íhaldssemi. I
„framfarasamfélagi" okkar er
íhcddssemi ljótt orð en slíkt þarf
ekki að hafa í för með sér stöðnun.
Auðvitað hlýtur orðaforði að
breytast í samræmi við þróun
þjóðfélagsins en við getum haft á
því töluverða stjóm ef við bara vilj-
um. Þannig eigum við ekki að hika
við að taka orð úr öðrum tungum
en laga þau þá að beygingarkerfinu
og íslenskum framburðarregl um.
Hins vegar eigum við að standa
vörð um gmndvöll beygingarkerf-
isins og hljóðkerfisins og leggja
áherslu á skýra frcimsögn. Það er
rangsnúin frelsis- og jafnréttishug-
sjón að halda það eftirsókncirvert
að fá að tala óskýrt og með fá-
breyttu orðfæri.
Við höfum einmitt nú fremur en
nokkm sinni áður möguleika á því
að stýra þróun tungunnar. Fjöl-
miðlamir, einkum útvarp og sjón-
varp en blöðin líka, móta allt mál-
far okkar. Vafalítið má skýra þær
miklu breytingar sem orðið hafa á
málfari Skaftfellinga (samanber
Helgarpóstsgreinina) að vemlegu
leyti með útbreiðslu útvarps og
sjónvarps og vegasambandi sem
upphefur eincingmnina. í gegnum
útvarp og sjónvarp er því málfari
landsmanna miðstýrt þó að fjöl-
margir einstaklingar komi þar að
sjálfsögðu fram. Því er enginn
vandi að hafa stjóm á málfari
landsmanna nú. Áður var það hins
vegar illmögulegt. Það er hið dag-
lega mál í dagskránni sem ræður
mestu og lagar málfar hlustenda
eftir sér en áminningar og um-
vandanir draga þar miklu skemmra.
Áhuginn á málinu er ekki bund-
inn við stéttir, langskólagengna
eða óskólagengna, og gott og vont
mál er ekki heldur bundið við
þessa hópa. I allri umræðunni tak-
ast á bæði lærðir menn og leikir og
hafa hvorir gagn af hinum. Þetta
lifandi samband almennings og
fræðimanna má ekki iáta niður
falla heldur verður að efla það.
Fræðimenn mega ekki loka sig cif
uppi í fílabeinstumi og tala þaðan
niður til fólksins eða skrifa aðeins
greinar um strangfræðileg efni á
óaðgengilegu máli (ef þeir þá
skrifa á íslensku á annað borð). Á
sama hátt má svonefndur almenn-
ingur ekki setja sig í vamarstöðu
og neita að taka til greina hógvær-
ar ábendingar, umvandcinir og
leiðréttingar eða fyllast fordómum
og kalla allt slíkt menntcihroka og
merkilegheit. Lifandi sambcind er
báðum fyrir bestu og hvorir ættu
að geta miðlað öðrum af bmnni
þekkingar sinneir og reynslu. En á
meðan sú umræða stendur verður
íslenskan áfram til.
Erlingur Sigurðarson.
Undir teppinu hennar ðmmu
• vkiwxilcéUtti ft attnfm *-*r» .Vwa ðptfiÁ>Ktabtto'<
Gæjar og píur
ekki
Gæjar og pæjur
Hr. ritstjóri.
Stórslys gera sjaldnast boð á
undan sér og því illt að varast þau.
Bæði em blöðin, og ekki síður
menn og málleysingjar, varnar-
lausir þegar ógæfan dynur yfir. Og
skaðinn síðan oft óbætanlegur.
Eitt slíkt henti blað ýðar, Helgar-
póstinn, um síðustu helgi.
í viðtali við Egil Ólafsson, sem
leikur og syngur eitt aðcilhlutverk-
ið í stórsöngleik vorsins í Þjóðleik-
húsinu, hafði þetta nafntogaða
mjúsikal hlotið nafngiftina „Gæjar
og pæjur“.
Þó að mistök á borð við þessi
verði að vísu seint bætt, óska ég
eftir að koma eftirfarandi á fram-
færi:
Umræddur söngleikur heitir á
fmmmálinu „Guys cind Dolls“ sem
liggur auðvitað beinast við að
þýða á íslensku „Gæjar og píur“.
Eins og hvert mcinnsbam veit
þýðir „doll“ „pía“ en ekki „pæja“.
Með orðinu „pæja“ er allt annað
ccrrcE ==========
CUEEN Gukfl
Sjálfvirkar kaffikönnur fyrir
veitingahús og fyrirtæki
• Sænsk gæðafram-
leiðsla úr ryðfríu
stáli.
• Lagar 1,8 lítra af
kaffi á 5 mínútum.
• Sjálfvirk vatns-
áfylling.
• Enginn forhitunar-
tími.
^ Nýtir kaffið til
fullnustu i uppá-
hellingu.
• Fullkomin raf-
eindastýring.
• Raka- og hitavarin.
• Fáanleg 2ja og 4ra
hellna.
• Til afgreiðslu strax.
Frá aðeins kr. 7.780.
Otrúlega
hagstætt
verð
A | * 1 1 P Umboðs- oc heildverslun, A. Koinsson h. r. Grófinni l, Reykjavík.
li
gefið í skyn en með orðinu „pía“ og
geta slík orðabrengl leitt fólkið í
landinu á Vcuidrataðar villigötur
um efni og innihald umrædds
söngleiks.
Þá er hugscinlegt að leikkonum-
ar í verkinu yrðu fyrir álitshnekki
meðcd almennings í landinu ef það
kæmist í hámæli að þær væm að
leika „pæjur", þegar þær em ein-
faldlega aðeins að leika „píur“ -
„dolls".
Þess vegna óska ég þess, sem
þýðandi verksins, að í blaði yðar
komi eftirfarandi leiðrétting.
Söngleikurinn heitir á amrísku
„Guys and Dolls" og þess vegna að
sjálfsögðu á íslensku „Gæjcir og
píur“.
Annað væri helber dónaskapur.
Virðingarfyllst,
Flosi Olafsson
Rakarastofaa Klapparstíg
Sími 12725
Hárgreiðslustofan Klapparstíg
Tímapantanir
13010
The copter
that’s 3 colors better,
Canon
Ljósritarar
í þrem litum
NEW
< .iiHin NP-270
NEW
< .*m*n NP-270
NEW
< .tnoii NP-270
NEW
< arnin NP-270
NEW
< .trxm NP-270
NEW
< amm NP-270
27 Ijósrit á mínútu
Stækkar og minnkar Ijósrit
Örtölvuskipunin lætur vélina Ijós-
rita betur en frumritið (Automatic
Expoure).
Pappírsstærö B6 — A3, pappírs-
þykkt 58—120 g/m
Verö aðeins 148,500
Fáanlegir fylgihlutir.
1. Pappírsmatari (Paper Deck)
2. Afritaraöari (Sorter)
3. íleggjari (Document Feeder)
4. íleggjari sjálfvirkur (Automatic
Document Feeder)
Canon
SUrífuélin hf
Suðurlandsbraut 12.
Sími 85277
HELGARPÓSTURINN 11