Helgarpósturinn - 22.03.1984, Qupperneq 14
GETURVERIÐ TIL
eftir Egil Helgason myndJimSmart
Guðmundur Mýrdal er Reykvíkingur, fœddur í Hlíðunum fyrir réttum
þrjátíu og þremur árum, kvœntur og faðir tveggja barna. Sitt daglega
brauð þénar hann af rekstri sólbaðsstofu á Grettisgötunni, blómstrandi
fyrirtœkis í skammdegisvertíðinni. Þar starfar hann á morgnana, en mest-
anpart dagsins eru það önnur viðfangsefni sem krefjast athygli hans;
Guðmundur er nefnilega gœddur dulrænum hœfileikum í ríkum mœli og
hefur síðustu árin starfað sem huglœknir eða lœkningamiðill öðru nafni.
Guðmundur er ekki maður sem gerir mikið úr
þessum hæfileikum sínum - „ég lít þannig á að
hver maður hafi þetta í sér í einhvei jum mæli,
þótt þeir hafi kannski ekki skilning á því. Eftilvill
er þetta ekki svo ólíkt því að sumir eru góðir í
stærðfræði og aðrir ekki,“ segir hann sjálfur.
Hann er hæglátur í fasi, hárið eilítið farið að
grána, augun djúp og undariega græn; hann er
ekki maður stóryrða eða mikilla fullyrðinga,
ekki eitt augnablik efast maður um að hugur
hans fylgi máli, að hann sé heill og sannur í
trú sinni á hið yfirskilvitlega, einsog það er
stundum nefnt af okkur sem sjáum vart Iengra
en nef okkar nær.
,ýg get ekki sagt að ég hafi mikið orðið var
við þessa hæfileika fyrr en uppúr tvítugu," segir
Guðmundur. „Þó eru óneitanlega einstök atvik í
bernskunni sem koma manni skringilega fyrir
sjónir þegar maður lítur um öxl. Það er móðir
mín sem hefur sagt mér frá fyrstu reynslu minni
sem getur taiist dulræn. Ég hef varla verið meira
en tveggja-þriggja ára. Hún segir að ég hafi allt-
af verið skelfingu lostinn þegar ég kom inná
klósettið heima hjá okkur í Drápuhlíðinni og
verið að benda á mann sem væri þama inni á
klósettinu. Seinna frétti hún að maður hefði eitt
sinn hengt sig þama inni. Ég hef talsvert hugsað
um þetta eftirá, hvað hafi verið þama á klósett-
inu, og helst komist að þeirri niðurstöðu að
þetta hafi verið viss orkutiðni, að geðhrifin sem
sköpuðust við þennan atburð hafi enn verið
þarna í loftinu. Ég held að það sé talsvert al-
gengt að gömul geðhrif geti gert vart við sig á
slíkan hátt og meira að segja hugsanlegt að
maður geti magnað þau meðvitað, gert þau virk
þannig að þau verði til ófriðar. Ég get ímyndað
mér að þetta geti verið ein af ástæðunum fyrir
því sem menn kalla draugagfmg.“
Andlit á flökti
Guðmundur á erfiðara með að skýra annan
kynlegan atburð f bemsku sinni: ,JÞað er atvik
sem alltaf vekur furðu mína,“ segir hann. „Mér
var einhvem tíma gefinn kúrekabúningur, bux-
ur og vesti. Svo átti að taka mynd af okkur
tveimur bræðrunum saman. Bróðir minn átti
engan búning og varð að vonum afbrýðisamur
og við fórum að kýta einsog gengur og gerist. Til
að miðla málum sagði mamma mér að halda bux-
unum en láta hann hafa vestið. Það féll náttúr-
lega ekki í kramið hjá mér. Það skrítna var svo
að þegar myndin kom úr framköllun kom vestið
ekki fram á honum, enda þótt hann hefði verið í
því. Þetta er staðreynd. En ég verð að viður-
kenna að ég hef ekki hugmynd um hvaða ástæð-
ur Iiggja þama að baki.“
Að loknu gagnfræðaskólcinámi, 16 ára gam-
all, fór Guðmundur á sjóinn og var þar lengst af
næstu fimm árin. „Ég hugsaði sama og ekkert
um þessa hluti á þessum árum,“ segir hann. „Ég
méui að þegar ég var unglingur á sjónum var
mér einhverju sinni rétt bók um dulræn efni. Ég
las h^ina einsog hvem annan reyfara og fcinnst
þetta alveg sjálfsagður hlutur, minnir mig. En ég
hugsaði ekki nánar útí það. Það var reyndar eitt
sem gerðist á sjónum sem ég botnaði ekkert í
fyrr en miklu síðar. Þá höfðum við verið að
skemmta okkur eitt kvöldið og þegar ég kom
aftur í bátinn og ætlaði að fcira að sofa sá ég
andlit á flökti útum aJlt. Ég skildi ekki hver
fjárinn þetta var og reyndi að hrista þetta af
mér, en það var sama hvað ég gerði - það var
allt út í svipum. Næmleiki minn á þessum árum
varð oft meiri með víni, en ekki man ég að ég
hafi hugsað neitt nánar út í þetta fyrr en síðar."
Guðmundur þakkar einkum tveimur persón-
um það að hann fór að leiða hugann að dulræn-
um málefnum. Annars vegar er það kunningi
hans sem hann kynntist þegar hann fór að vinna
á Álafossi eftir að hann kom í land; sá iðkaði jóga
og las allt sem hönd á festi um dulræn málefni.
Hins vegar var það eldri kona sem opnaði að
mörgu leyti augu Guðmundar fyrir þeirri
óvenjulegu næmi sem hann hefur - „ég fann að í
návist hennar varð ég næmari og skynjaði ýmsa
krafta sem ég hafði ekki þekkt áður, ég fann að
þegar ég var innan hennar kraftsviðs var næm-
leiki minn meiri. Svo ég hugsaði með mér; ég
hlýt að geta aukið þessa orku svo næmleiki
minn verði meiri án nokkurrar jarðneskrar
hjálpar...“
Meðfœddir lœkningahœfileikar
Þessi tími skipti sköpum í lífi Guðmundar,
kannski ekki síst þegar hann hætti á Álafossi og
fór að vinna á geðsjúkrahúsi hér í bæ. „Þetta var
að mörgu leyti gríðarlega erfitt tí'mabil fyrir
mig,“ segir hann. „Ég hafði enga stjóm á þessu,
kunni ekki að nýta mér þessa miklu birtingu,
kunni ekki að ná góðu sambandi einsog ég kann
í dag. Þetta skilningsleysi olli því að ég þurfti að
treysta alltof mikið á sjálfan mig, mína eigin
orku. Því var ég orkulítill heilu dagana og fann
mikið af óæskilegúm áhrifum innra með mér.
En þetta var mikill skóli, því er ekki að neita."
Guðmundur nefnir ýmis dæmi frá geðsjúkra-
húsinu þessu til áréttingar: „Það var stúlka sem
gat ekki sofið og leið á allan hátt mjög illa. Ég
var að reyna að róa hana niður, tók utan um
hana og fcinn um leð að það var einsog flæddi
kríiftur út úr mér, einsog hryggurinn í mér bók-
staflega tæmdist yfir í hana. Undireins hætti
þessi óró í henni og hún var góð til heilsunnar
næstu mánuðina. En mér leið hryllilega illa á
eftir, enda kunni ég ekki að sækja kraft í neina
orku nema mína eigin. í annað skipti man ég að
mig dreymdi tvær tölur. Ég taldi þær út á alm-
ancikinu og í bæði skiptin stóð heima að ég var
kallaður út á aukavakt hjá sjúku fólki. í fyrra
skiptið var ég hjá konu sem var mjög illa haldin.
Ég settist niður og fór að tala við hana og allt í
einu var einsog blátt ljósflæddium allt herberg-
ið og það var einsog við mcinninn mælt - konan
rotaðist á staðnum einsog ég hefði slegið hamri í
hausinn á henni. Þá hafði hún ekki getað sofið í
viku. Nokkru síðar var ég aftur kallaður á vakt
hjá henni og eftir tvær-þrjár vikur var hún út-
skrifuð. Það kom líka fyrir þegar ég var að svæfa
fólk að mér fannst einsog einhver stæði fyrir
aftan mig og legði glóheita hönd á öxlina á
mér. Þetta var mjög uppörvandi fyrir mig á
þessum tíma.“
Guðmundur segir frá því að þegar hann var
búinn að vinna í tæpt hálft ár á geðsjúkrahúsinu
hcifi hann farið á miðilsfund í fyrsta sinn. ,Á
vissan hátt var ég í raun farinn að vinna að
huglækningum án þess að ég gerði mér grein
fyrir því. Eg skynjaði vissa krafta og áhrif og
öflugar tilfinningar, en ekki að ég hefði neina
sérstaka hæfileika. Svo fór ég á miðilsfund hjá
enskri konu.Þaðfór allt rólega af stað, en
svo er allt í einu eins og kvikni á henni og hún
segir við mig: „Heyrðu, þú ert með meðfædda
Iækningahæfileika!" Hún hélt áfrcim að tala um
þetta og sagði að þetta væri svo áberandi að við
þyrftum endilega að reyna að gera eitthvað í
þessu. Ég var náttúrlega ein augu, hafði aldrei
kynnst svonalöguðu fyrr, en þarna má segja að
hafi opnast vissar dyr fyrir mér. Ég fór að prófa
mig áfram og reyna að skipuleggja betur það
sem ég hafði orðið var við, bláa ljósið, kraftöld-
urnar..
Samt segir Guðmundur frá því að það hafi
tekið heilt ár að jafna sig eftir árin tvö á geð-
sjúkrahúsinu. „Þetta var alltof stór skammtur,"
segir hcUin. ,ýg varð hálf fráhverfur þessu um
tíma. Eftir það fór ég að reyna að einbeita mér
að því að ná meiri stjóm á þessum hæfileikum."
Erfiður þjálfunartími
Em þetta þá hæfileikar sem hægt er að
þroska, þjálfa upp?
,Alveg tvímælcllaust,‘, svarar Guðmundur.
„Næmleiki er auðvitað frumskilyrði til að
skynja, næmleikann er hægt að auka smátt og
smátt. Maður hefur séð fólk sem telur sig ekki
hafa neina sérstaka hæfileika koma mjög vel út
eftir nokkurn tíma. En það er ekki nóg að hafa
hæfileikana, það verður líka að þjálfa þá. Haf-
steinn miðill segir frá því að hann hafi verið
fimm ár í þrotlausri þjálfun áður en hann náði
svona langt. Þó hafði hann óvenju mikla hæfi-
leika. Hann segir líka frá því að þessi þjálfunar-
tími hafi á köflum verið einsog martröð fyrir
hann. í rauninni er þetta ekki ólíkt háskólanámi,
maður verður að reyna að komast ofan í kjölinn
á hlutunum til að ná einhverjum árangri. Ann-
ars er hætt við að þetta verði hálf stjómlaust,
sem getur verið stórvarasamt."
Hvemig fer þá þjálfunin fram?
„Eftilvill er ekki svo mikið sem hægt er að
læra af öðrum miðlum í sjálfu sér. Enda þótt
maður sjái hvemig þeir staría, þá em miðlamir
jafnólíkir og fólkið er margt. Maður verður að
prófa sig áfram smátt og smátt og reyna að ná
betri tökum á þessu. Hins vegar er það ómetcin-
legt að hafa stuðning frá fólki sem hugsar eins,
það gefur manni kjark til að reyna meira."
Það var í fyrra að Guðmundur fór að stunda
lækningarnar fyrir alvöm. Þá hafði hann aðset-
ur í húsi Sálarrannsóknafélagsins og tók á móti
sjúklingum eins og hver annar læknir. Nú hvílir
hann sig um tíma, en hyggst taka aftur til við
lækningarnar innan tíðar. Jætta var í raun
miklu erfiðcna en ég bjóst við,” segir hann sjálf-
ur. „Þetta krafðist af manni gífurlegrar einbeit-
ingar og jók kraftinn hinum megin að sama
skapi. Það kemur of mikið cif fólki og því miður
útilokað að leysa öll þeirra mál. Það er ekki
nokkur leið að starfa á þeim gmndvelli að menn
komi hver á eftir öðrum á hálftí'ma fresti. Ég vil
starfa áfram á lækningasviðinu, en reyna að
finna nýjan gmndvöll svo ég geti þjónað þessu
betur og réttar."
Fólk hefur lœknast
Nú brosa eflaust margir útí' annað þegar þeir
heyra þetta orð, lækningamiðill; aðrir fussa lík-
lega og sveia. Telur Guðmundur sig hcifa getað
hjálpað fólki í starfi sínu?
Já, ég og vinum mínum og sjuklingum ísam-
einingu hefur tekist að koma ýmsu til leiðar.
Sumir hafa fengið tímabundinn bata, öðrum hef-
ur tekist að losna algjörlega við sín mein. En ef
sjúkdómurinn er mjög gróinn treysti ég mér
oftast ekki til að lofa meiru en að fólki líði
eitthvað betur. Það er ákaflega sjaldgæft að það
gerist kraftaverk eða eitthvað þessháttar. En
vissulega hefur fólk læknast, það er enginn vafi
á því. Og líka í gegnum símann. Um þessar
mundir starfa ég nær eingöngu í gegnum síma.
Það kemur fyrir þegar fólk hringir í mig að ég
skynja undir eins og ég tek upp tólið hvað geng-
ur að því og get jafnvel lýst því sem það ætlaði
að segja. Ég get nefnt eitt dæmi um svona lækn-
ingu í gegnum síma: Þá hringdi í mig kona og
bað mig fyrir unglingsstrák sem var með
krabbamein á alvarlegu stigi. Konan sagði mér
að læknunum litist ekkert á blikuna. Hann var
rúmfastur, en eftir þrjár vikur var hann kominn
á fætur og út á sjó. Ég vil meina að það sé ekki
síður sjúklingurinn en utanaðkomandi kraftar
sem geti skapað skilyrði fyrir slíkri lækningu
jafnvel þótt sjúkdómurinn sé slæmur. Þegar
vonin er sterk, lífsviljinn og lífslöngunin,
hleypur kannski margfalt meiri kraftur í gegn-
um mig en ég get skapað upp á eigin spýtur. Ég
álít að líkciminn okkar sé að mestu leyti orku-
svið, þótt við skynjum hcuin svona sem efnis-
svið (Guðmundur bankar f borðið til að leggja
áherslu á orð sín). Ég tel líka að við ákveðnar
aðstæður geti efnissviðið umbreyst í orkusvið á
mjög skömmum tí'ma, næstum einsog hendi sé
veifað. Til þess þarf utanaðkomandi krafta og
líka mjög sterka jákvæða tilfinningu hjá þeim
sem er sjúkur. Við slíkar aðstæður held ég að
hið ótrúlegasta geti gerst.“
í framhaldi af þessu tali um innri krafta snýst
samtal okkar Guðmundar að afreksmanninum
mikla, Guðlaugi Friðþórssyni úr Vestmannaeyj-
um,og sundi hans. Guðmundur:
„Ég las það í einhverju blaði að strákurinn í
Vestmannaeyjum væri sannfærður um að æðri
máttarvöld hefðu hjálpað honum. Ég álít aftur á
móti að það sé hann sjálfur, kjarkurinn og lífs-
viljinn í honum,sem gerði hið ótrúlega trúlegt.
Honum tókst á einhvem hátt að vekja hin djúpu
sofandi öfl í sér. Þannig er það með hvem ein-
asta mann, þegcir þessir kraitar vakna getur hið
ótrúlegasta gerst. Tökum annað dæmi um þann
kraft sem býr í mannssálinni: Ég kom á sam-
komu upp í Fíladelfíu fyrir nokkrum árum. Þá sá
maður fólk sem taldi sig vera í beinu sambandi
við Guð, innbyrti mikinn kraft og logaði allt að
inncui. Ég tel hins vegar að þama hafi ekki verið
neinn Guð á ferðinni, heldur hafi fólkið bara
opnað sjálft sig svona kröftuglega, opnað þess-
ar dyr með trú sinni. En hugurinn er náttúrlega
mótaður í ákveðna mynd, þannig að hann er
ekki reiðubúinn að horfast í augu við þetta."
Ölduhreyfing að handan
Aftur víkjum við talinu að lækningastarfi
Guðmundar. Hverjum augum lítur hann þau öfl
sem hann telur sig vera í sambandi við - em
þetta ákveðnar persónur fyrir handan eða ein-
hver óskilgreindur kraitur?
„Þessi enski miðill sem ég fór til, Ethel, sagði
mér að það væri svissneskur læknir sem vildi
ná sambandi við mig. Hún sagði allt í einu eitt-
hvað á þessa Ieið: Hann er búinn að setja sig í
samband við mig og vill handsala við þig sam-
starfi í framtíðinni. Þetta er höndin hans, þótt
þú sjáir mína. Ég sá þetta ekki sjálfur, þannig að
ég hef náttúrlega ekki aðra vissu fyrir þessu en
hennar orð. En ég skynja þetta bæði sem kraft
og persónur, þótt ég geti ekki nafngreint þær.“
Geturðu lýst fyrir mér hvað gerist þegar þú
nærð sambandi, eins og það er kallað?
„Ég finn að það bætist eitthvað við héma
(Guðmundur bendir á hnakkann á sér og brosir
strákslega), eitthvertkraftsvið.Stundum finn ég