Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 6

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 6
INNLEND YFIRSYN í bandarískum lögum segir að þarlend skipétíélög skuli hafa forgang um alla flutn- inga fyrir bandaríska heririn. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er ekki al- veg sammála því að það gildi um siglingar til Islands og sagði á fundi um daginn: „Við getum sett vamarliðinu þau skilyrði sem við viljurn." Á ummælum hans og Geirs Hallgrímssoncir utanríkisráðherra má greinilega skilja að þeir vilji ekki una því að bandarískur aðili yfirtaki cdlt í einu þessa flutninga, sem íslensk skipafélög hafa £inn- ast síðastiiðin 17 ár. Sjálfsagt er jafn erfitt fyrir Bandaríkjastjóm að ganga í berhögg við fyrrgreind lög og því í uppsiglingu nokk- ur sjóorrusta milli ríldsstjómanna tveggja. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins, tjáði Helgarpóstinum í gær að fulltrúi hans hefði átt fund með Military Sealift Command, sem hefur umsjón með flutningum fyrir Bandaríkjeiher. Honum hefði verið sagt að fulltrúi Rainbow Navig- ation Inc. hefði þegar haft samband og hefði honum verið sagt að ef Rainbow byði fram skip sem sigldu undir bandarískum fána, fengi það þessa flutninga. Hér em geysilegir íslenskir hagsmunir í húfi. Bæði Hörður og Björgólfur Guð- mundsson, forstjóri Hafskips, hafa lýst því yfir að þetta sé veruleg ógnun við siglingar íslenskra skipa til Bandaríkjanna. Það er ekki nóg með að bandaríska félagið ætli að yfirtaka flutningana til vamarliðsins heldur ætlar það líka í freðfiskflutninga héðan. Þær hugmyndir hafa komið fram að hreinlega „boykottera" flutninga héðan með félciginu og kippa þannig undan því rekstrargmnd- vellinum. Þegar þessi hugmynd var borin undir Björgólf sagði hann að viðskiptahöft af þessu tagi myndu ekki duga til. Banda- ríska félagið gæti einfzildlega hækkað farm- gjöldin þartil þau stæðu undir kostnaði, jafnvel þótt það þyríti að sigla tómum skip- um aðra leiðina. Það þyrfti ekki að vera samkeppnisfært um verð við íslenska aðila, það eitt að hafa bandaríska fánann tryggði því flutningana. • Viðskiptahömlur munu ekki duga gegn Rainbow Navigation og því ekkertsem getur bjargað hagsmunum íslensku skipa- félaganna nema hörku pólitísk barátta. Sjóomistavið Bandaríkin? Það er frekar lítið vitað um þetta banda- ríska skipafélag og þá sem að því standa. Það er hvergi til í skipaskrám, enda mun það vera tiltölulega nýtt. Það hefur þegcir tekið á leigu eitt skip af bandarísku sjó- ferðastofnuninni. Skip þetta hirti sjóferða- stofnunin úr þrotabúi skipafélags sem hafði fengið opinber Ián. Annað skip af sömu gerð stendur því til boða. Efasemdir hcda verið látncir í ljós um að þessi skip henti til sigl- inga á Norður-Atlantshafi að vetri til en þeir bandarísku aðilar sem málið heyrir undir hafa allavega ekki sett það fyrir sig. Því hlýtur að verða að álíta að skipin dugi í fyrirhugað verkefni. Þá er orðið fátt um fína drætti hjá oss íslandsmönnum. Ekki verður séð að cinnað verði til bjargar en hörku pólitísk sjóorrusta sem Bandaríkjastjóm tapi. Islensku stjórnmálaflokkamir hafa enn sem komið er ekki gefið neinar yfirlýsingar um málið. Afstaða sjálfstæðismanna og framsóknarmanna er þó þegar Ijós. Búast má við að hinir flokkamir ljái því líka stuðn- ing að íslensku skipafélögin haldi flutning- unum áfram. Nema þá kannske Alþýðu- bandcdagið. Það er nú í hinni verstu stöðu. Hér er um að ræða mikla hagsmuni og at- vinnu fjölda íslenskra sjómanna og alþýðu- bandalagsmenn fara tæplega að taka af- stöðu gegn þeim. Hinsvegar er hér um að ræða það sem Þjóðviijinn vildi gjamcin kalla hermang. Þjóðviljinn hefur Scigt næsta lítið um þetta mál og væntanlega leiðir Al- þýðubcindcdcigið það bara hjá sér og lætur ríkisstjómina um það. En hvaða stóm kanónum getur ríkis- stjómin hleypt af til að fá Bandaríkjastjóm til að ganga gegn lögunum frá 1904? Það er alveg ömggt að ef hún sýnir einhverja til- burði í þá átt munu einhverjir bandarískir þingmenn láta málið til sín taka. Margir þeirra em leiðir og þreyttir á því gífurlega fjármagni og mannafla sem Bandaríkin leggja af mörkum til að tryggja öryggi Evrópu og bregðast sjálfsagt ókvæða við ef svo á að fara að ganga gegn lögum til að „níðast“ á bandarískum aðilum sem vilja fá einhvem hluta af þeirri köku. Það verður að teljast fremur ólíklegt að íslenska ríkisstjómin hóti að segja sig úr NATO og sparka hemum, ef íslenskir aðilar fá ekki þessa flutninga áfram. Hún er engu að síður í aðstöðu til að beita Bandaríkja- stjórn töluverðum þrýstingi. Bæði fram- sókncir- og sjálfstæðismenn hafa verið við- ræðugóðir þegar Bandaríkjamenn hafa óskað eftir einhverjum frcimkvæmdum eða endurbótum á mannvirkjum sínum hér- lendis. Oftar en ekki hafa þesscir fram- kvæmdir og endurbætur mætt hatrammri andspyrnu og það jafnvel innan ríkisstjóm- euinneir, þegar Ólcdur Jóhannesson var utcuiríkisráðherra. Það er ekki auðvelt að segja nei við svo góða bandamenn. Meginatriði er auðvitað að allar reglu- bundnar siglingar til og frá íslandi, sem við á annað borð höfum skip til, em í höndum íslensku skipafélaganna. Þau tóku við flutningum fyrir vamarliðið þegar Moore McCormick hætti þeim fyrir sautjan árum þar sem hagnaður þótti ekki nógu mikill. Islensku félögin hafa sinnt þessum flutning- um vel og því ekki allsendis réttlátt að ný- uppsprottinn aðili skuli gera út, beinlínis á þessa hagsmuni þeirra, samkvæmt eld- gömlum lögum. Eftir því að dæma hvemig bcindcirískir aðilar tala í dcig er það aðeins tímaspursmái hvenær (ekki hvort) Rainbow Navigation yfirtekur þessa flutninga. Áður en til þess kemur eiga þó ömgglega eftir að verða nokkur orðaskipti milli bandarískra og ís- lenskra og ég held nú að við veðjum á Stein- grím. íslendingar hafa áður háð sjóorrustu við stórveldi, um mikla hagsmuni, og unnið. ERLEND YFIRSÝN • Jesse Jackson: Stuðningsmenn hans geta ráðið úrslitum í kapphlaupinu milli Mondale ogHart. Jesse Jackson hefur þegar náð tilætluðum árangri Þrátt fyrir góðan sigur í New York, öðm fjölmennasta fylki Bandaríkjanna, varar Walter Mondaie, fyrrum varaforseti, stuðn- ingsmenn sína í baráttunni fyrir útnefningu til forsetaframboðs af hálfu Demókrata- flokksins við að halda að þar með séu úrslit ráðin. Ástæðurnar em einkum tvær. Annars vegar em baráttuskilyrði að breytast Gciry Hart öldungadeildarmanni í hag. Hins vegar er ljóst að árcingur svertingjaprestsins Jesse Jacksons hefur raskað til frambúðar valdcihlutföllum í Demókrataflokknum og jafnvel leikreglum bandarískra stjómmála. í New York mátti Gary Hart hafa sig allan við að lenda ekki í þriðja sæti, vegna þess hve svertingjar fyiktu sér fast um Jackson. Mondale hlaut 45% atkvæða, Hcirt 27% og Jackson 25%. Það sem tryggði Jackson þennan árangur, var að svertingjar flykkt- ust á kjörstaði, svo þátttaka þeirra varð tvöfalt meiri en nokkm sinni fyrr. Dræm kjörsókn í kosningum í Bandaríkj- unum, um og yfir helmingur fólks á kosn- ingaaldri gengur að jafnaði að kjörborði, gerir það að verkum að samtök eða ein- staklingar, sem stuðlað geta að því að vem- legir hópar sæki kjörfund, fá áhrifavald um mótun stefnu og val frambjóðenda. Á þessu byggjast ítök verkalýðsfélagcinna í Demó- krataflokknum og hagsmunahópa atvinnu- rekenda meðal repúblíkana. Frcim til þessa hafa svertingjcir gert mun minna af því að greiða atkvæði í kosning- um en Bandaríkjamenn gegnumsneitt. Ein- stcddingur sem sýnir að hann er fær um að gera þennan óhemju atkvæðaforða virkan, er um leið orðinn nýtt afl í bandarískum stjómmálum. Samkvæmt upphciflegri hemaðciráætlun Walters Mondale og stuðningsmanna hans átti baráttunni um veil frambjóðanda til for- setaembættis fyrir demókrata að vera lokið í raun um þessar mundir. Prófkjörum og flokkíifulltrúafundum í völdum fylkjum var hrúgað saman á fyrstu vikur þess tímabils, sem val fulltrúa á flokksþing stendur, með það fyrir augum að Mondale tækist að leggja alla keppinauta að velli í fyrstu lotu. Þetta hefur ekki tekist. Fyrir því sáu Hart og Jackson í sameiningu. Ein afleiðingin er, að yfirburðir Mondale og hans manna í f jár- ráðum til kynningar og kosningaáróðurs em úr sögunni. Samkvæmt bandarískum lögum má sá sem sækist eftir forsetaframboði ekki verja hærri upphæð en 24.4 milljónum dollara í kosningaherferð sinni fyrir flokksþing. Svo sigurvissir voru menn Mondale fyrirfram, að þeir sáu ekkert athugavert við að verja obbanum af þessari fúlgu á fyrstu fimm vik- um baráttunnar um fulltrúaval á flokks- þingið. Allt var svo vel undirbúið og skipu- lagt í samvinnu við máttarvöld Demókrata- flokksins á hverjum stað, að ekki þótti til- tökumál að eyða mestöllum kosninga- sjóðnum til að fylgja eftir fyrirframgefinni yfirburðaaðstöðu. Enn vantar verulega á að vali sé lokið á helmingi fulltrúa á flokksþing demókrata, en kosningaherferð Mondale á ekki eftir nema tæpan fjórðung þess sem hún má eyða, fimm og hálfa til sex milljónir dollara. Gary Hart var hins vegar fjár vant til undir- búnings prófkjörunum, svo honum er enn heimilt að eyða 15 milljónum dollara, þre- falt hærri upphæð en Mondale, í þær viðureignir sem eftir eru. Nægir stuðnings- mönnum Harts að safna hálfri þessari upp- hæð, því af opinberu fé kemur mótframlag til kosningabaráttunnar, jafnt því sem safn- ast í gjöfum innan við 200 dollara hver, til frambjóðandaefna sem ná tilteknum ár- angri í prófkjörum. Stjómendur kosningabaráttu Mondale hafa látið það boð út ganga til sinna manna, að fara í kringum ákvæði laganna sem tak- marka fjárútlát í kosningabaráttu, með því að stofna sjóði á vegum flokksþingsfulltrúa- efna, og þiggja í þá framlög frá stjómmála- starfsnefndum hagsmunasamtaka, þótt Mondale hafi lýst yfir, að hann taki ekki við fé frá slíkum aðiium. Gefur þessi ráða- breytni Hart höggstað á Mondale, sem ligg- ur undir ámæli fyrir að vera háður sérhags- munahópum. Upp á síðkastið hefur barátta frambjóð- andaefnanna Harts og Mondale gerst æ ill- vígari, og hefur hinn síðamefndi lagt sig í framkróka að gera hæfni og framkomu keppinautarins tortryggilega, en bent á sína miklu reynslu til samanburðar. Slík viður- eign er að sjálfsögðu Reagan forseta og repúblíkönum gleðiefni, og safna áróðurs- menn forsetans hverju hnífilyrði sem demókrötum fer á milli af mikilli kostgæfni til notkunar í viðureigninni fyrir forseta- kosningamar sjálfar. eftir Magnús Torfa Ólafsson Er þegar farið að gera því skóna, að Mondale og Hart kunni að hafa spillt svo hvor fýrir öðmm þegar til flokksþings demókrata kemur, að ieit verði hafin að þriðja manni sem ekki sé ataður auri úr innanflokksátökum. Er þá miðað við að Mondale takist ekki að ná meirihluta í fyrstu atkvæðagreiðslu á flokksþinginu, en að því hefur hann miðað frá upphafi. Kosningaspámenn í Bandaríkjunum benda á, að enn á Hart þess kost að rétta hlut sinn svo um munar. Eftir er að velja flokksþingsfulltrúa í flestum vesturfylkjun- um, þar sem hann á að standa vel að vígi. í þeim hópi er fjölmennasta fylkið, Kali- fornía. Þar lýkur vali flokksþingsfulltrúa demókrata 6. júní. Sá keppinauturinn um forsetaframboð af þeirra hálfu, sem vinnur með glæsibrag í heimafylki Reagans, kemur með byr í seglum á flokksþingið í San Fran- cisco. Á flokksþinginu verður meira gert en að velja forsetaefni. Þar verður demókrötum einnig sett kosningastefnuskrá. Ljóst er orðið af fylgi Jesse Jacksons, að hann getur ráðið miklu um, hvemig það plagg verður úr garði gert. Hæfileiki hans til að fá svert- ingja á kjörstað er demókrötum ómissandi, eigi þeir að geta gert sér vonir um að bera sigurorð af Reagan. Getgátur hafa verið uppi um að Jackson kunni að hyggja á sérframboð í forseta- kosningunum, en hann vísar öllu slíku tali á bug. Sömuleiðis kveðst hann ekki sækjast eftir að verða valinn varaforsetaefni demó- krata. Baráttu sína segir hann miða að því að sýna fram á að svartur maður geti náð umtalsverðum árangri í bandanskum stjómmálum. Að svo stöddu sé fordæmið fyrir mestu. Af því muni hljótast, að aðrir svertingjar komi fram og vinni kosningar til alríkisþings, fylkisþinga, borgar- og sveitar- stjóma, þar sem skilyrði em til slíks. Jafnvel getur svo farið, að flokksþings- fuiltrúar sem fylgja Jackson að málum ráði úrslitum í vali forsetaefnis í San Francisco. Er þá gert ráð fyrir að svo mjótt verði á munum milli Harts og MondaJe, að eina forsetaefnið sem gat fylgt þeim eftir verði tungan á vogarskálinni. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.