Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 3
■írForvitni manna eru engin takmörk sett. Þannig datt okkur á Helgarpóstinum í hug að fá upplýsingar um elstu Ijósmynd sem til væri eftir íslending. Við slógum upp Ljósmyndasafninu hf. í símaskránni, því merkafirma við Flókagötu 35 í Reykjavík, sem varðveitir flest það elsta úr Ijósmyndasögu okkar. Ivar Gissurarson, for- stöðumaður safnsins, var svo vinsamlegur að segja okkur sögu frumkvöðlanna í stuttu máli. Og hún er þessi: Helgi Sigurðsson (1815- 1888) lærðijjósmyndun langfyrstur (slendinga, en listina nam hann jafnhliða læknisfræði á námsárum sínum í Höfn 1840-1846. Helgi virðist lítið hafa Ijós- myndað eftir að heim var komið, og er nú því miður engin mynd til sem örugg- lega má eigna honum. Það má heita merkilegt að þessi íslend’ingur lagði út í Ijós- myndanám einungis fjórtán árum eftir að fyrsta Ijós- myndin, svo vitað sé, var tekin, en henni var smellt af árið 1826. Síra Siggeir Pálsson á Skeggjastöðum (1815- 1866) lærði Ijósmyndun í Noregi veturinn 1856-1857. Hann er talinn vera höfundur ] Ijósmyndar af-síra Guttormi Pálssyni í Vallanesi (1775- 1860) sem mun vera elsti ís- lendingurinn sem til er mynd af. Tryggvi Gunnarsson, al- þingismaður og bankastjóri, læroi Ijósmyndun í Noregi jafnhliða búnaðarnámi 1863-1864. yndin af Kristján Jónssyni fjallaskáldi sauðdrukknum undir húsvegg, sem af mörgum er talin fyrsta íslenska augnabliksmyndin, mun að öllum líkindum vera eftirTryggva. Sigfús Eymundsson (1837-1911) lærði Ijós- myndun í Björgvin og síðar í Höfn upp úr 1860. Sigfús kom til Reykjavíkur árið •&I 0 c c . ro. - tt) TD 05 0) U/.'O 1866, stundaði Ijosmyndun af miklu kappi og hóf starfsemi bókaverslunar þeirrar sem enn starfar undir hans nafni. Sigfús varð fyrstur íslendingatil að snúa sér að utimynaato einhverju ráði. Þessari þröngu ^skoðun er þar meí SELJIÐ EKKIOFAN AF YKKUR EIGNASKIPTI ERU ÖRUGGARI 2ja HERBERGJA: Kambasel 70 m2. Réttur til að kaupa bílskúr. Verð 1400 þús. Hamrahlíð 50 m2. Nýstandsett. Verð 1300 þús. Dalsel 40 m2 einstaklingsíbúð. Verð 1100 þús. Holtsgata Hafnarf. 55 m2 rishæð, sama og ekkert undir súð. Verð 1200 þús. 3ja HERBERGJA: Blöndubakki Aukaherbergi í kjallara. Verð 1750 þús. Bólstaðarhlíð 97 m2 kjallaraíbúð. Verð 1500 þús. Kaplaskjólsvegur 100 m2 3ja herb. + innréttað ris. Verð 1500 þús. Lindarhvammur Hafnarf. Risíbúð, mjög gott útsýni, gróið hverfi. Verð 1500 þús. Leirubakki 3ja herb. + aukah. í kjallara. Verð 1700 þús. 4ra HERBERGJA Herjólfsgata Hafnarf. 110 m2 hæð. Bílskúr og ófrágengið ris. Lindarhvammur Hafnarf. 110 m2 hæð í þríbýli - miðhæð, bílskúr. Verð 2 millj. Opið: Mánud. - föstud. kl. 9-18. Um helgar kl. 13-17. 5 HERBERGJA: Breiðvangur Hafnarf. 136 m2 + 70 m2. Bein ákveðin saia. Verð 3.1 millj. Flúðasel 120 m2. Vönduð íbúð. Verð 2.1 millj. SÉRHÆÐIR: Urðarstígur Lítil sérh. í eldra húsi. Verð 1500 þús. Miðstræti 160 m2 íbúð á 2 hæðum í gömlu timbur- húsi. Verð 2.5 millj. Mánastígur Hafnarf. 110m2 + ris. Verð1900 þús. Ölduslóð Hafnarf. 150 m2 sérhæð + bílskúr. Verð 2.5 millj. SÉRBÝLI: Tunguvegur 110 m2 raðhús í skiptum fyrir 3ja herb. í Austurbæ. Verð 2.1 millj. Heiðargerði Lítið einbýli í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð í Austurbæ. Verð 2.5 millj. FASTEIGNASALAN Símar: 687520, ALAN ^ I. 39424, 687521. Snorri Welding Árni Þorsteinsson Ólafur Guðvarðarson Birna Jónsdóttir „Ég hef ekki neina tilburði í þá átt. Það var að frum- kvæði forstjóra og stjórnar Sambandsins sem leitað var til mín um að taka aðmérþessa stöðu. Ég hef ákveðið að takaþessu hlutverki. Meiraer ekki um það að segja. - I hverju verður starf þitt sem aðstoðarforstjóri SÍS fólgið? ,,Ég mun annast daglega yfirstjórn Sambandsins ásamt með forstjóra þess. I því felst fyrst um sinn að sjá um framkvæmd og gildistöku nýja skipulagsins, en síðar meir að samhæfa hinar ýmsu starfsgreinar SÍS og reyna þannig að ná betri heildarárangri í rekstrinum." - Ertu hér með orðinn mjög valdamikill innan SÍS? ,,Já, það fylgir þessu starfi óneitanlegamikiðvald. Ég held líka að þetta mikla vald sé nauðsynlegt til að geta tekið mikilvægar ákvarðanir sem hafa síöan veruleg áhrif á rekstur og afkomu Sambandsins, en það sem skiptir líka máli í þessu efni er að umræddu valdi sé beitt af skynsemi og hógværð og að það sé notað til að vinna að þeim markmiðum sem fíélagsmenn Samvinnuhreyf- ingarinnar hafa ákveðið." - Ástæða þess að þú hlaust þessa háu stöðu er gagnger endurskipulagning á yfirstjórn SÍS. Þýðir hún að Sambandið hafi verið illa skipulagt áður? „Nei. En hinsvegar hefur Sambandiö breyst mjög verulega á undanförnum árum, úr því að hafa með höndum tiltölulega einfaldan atvinnutekstur I það að vera eitt stærsta fyrirtæki landsins með þátttöku í fjöl- mörgum greinum atvinnulífsins. Þessi breyting ásamt öðrum breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu gera það nú að verkum að nauðsynlegt er fyrir SÍS að endurskoða stjórnskipulag sitt til samræmis við starfsemi, markmið og leiðir eins og það er á hverjum tíma.“ - í hverju er þessi endurskipulagning einkum fólgin? „I fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að starf stjórnarfor- manns SÍS þróist upp í það að verða fullt starf og þannig muni lýðræðisleg áhrif aukast í stjórn Sambandsins. I öðru lagi er gert ráð fyrir því að framkvæmdastjórar hinna ýmsu deilda SÍS verði eftirleiðis ráðnir af forstjór- anum en ekki af stjórninni eins og hingaðtil hefurverið. Auk þess muni framkvæmdastjórn, sem áður var hluti af stjórnskipulagi SÍS, verða lögð niður. I þriðja og síðasta lagi er gert ráð fyrir aðstoðarforstjóra SÍS sem annist ásamt forstjóra daglega yfirstjórn Sambandsins'.1 - Allt á þetta náttúrlega að auka á hagkvæmni í rekstrinum, sem þýðir þá að hingað til hefur verið bruðlað talsvert og einhverjir starfsmenn fá reisu- passann? „Nei, nei. Starfsfólki SÍS verður ekkert fækkað þrátt fyrir þessa hagræðingu í rekstri. Hinsvegar gerum við hiklaust ráð fyrir því að þetta nýja skipulag nýti betur starfskrafta SÍS, um framleiðniaukningu verði því að ræða. Þvert á móti vonumst við til þess að þetta endur- skipulag leiði til þess að ný atvinnutækifæri komi til sögunnar innan SIS og þar með verði um starfsmanna- fjölgun að ræða.“ Yfirstjórn SÍS hefur nú verið endurskipulögð rækilega. Meðal breytinga er sú að ný toppstaða er orðin til innan fyrirtækisins; staða aðstoðarforstjóra. Axel Gíslason fær að spreyta sig í því hlutverki, en hann var áður framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS. Axel er 38 ára, fæddur á Akureyri, bygginga-. verkfræðingur að mennt, kvæntur Hallfríði Konráðsdóttur og eigaþautværdætur. Ertu að m jaka þér á Sambandstoppinn? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.