Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 12
YFIRHEYRSLA nafn Árni Johnsen fæddur: 1.3.1944 staða Þingmaðurog blaðamaður_____ heimili: Rituhólar5, Rvík bifreið: CitroenCXárg. 1983 áhugamál Mannlífið mánaðarlaun: 38.200 heimilishagir Kvæntur Halldóru Fiíippusdóttur; 1 sonur, 2 dætur af fyrra hjónabandi _ Ekki sekur um líkamsárás eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart Þingmaðurinn Árni Johnsen hefur heldur betur verið í sviðsljósinu að undan- förnu. Ekki að ástæðulausu. Hann veitti manni hnefahögg að viðstöddu fjölmenni við Stýrimannaskólann á laugardag. Það vakti fima athygli, enda ekki á hverjum degi sem svo háttsettur maður lætur hnefaréttinn gilda í samskiptum sínum við menn. Ámi Johnsen er kominn i Yfirheyrslu. Hvað fékk þig til að berja Karl Olsen yngri í anddyri Stýrimannaskólans á laugardag? ,/EtIi það sé ekki mjög snögg reiði sem þar hefur skipt mestu. Hún kom til vegna ummæia þessa manns um öryggismál sjó- manna og nýafstaðið slys þegar Hellisey VE fórst með fjórum mönnum. Þau voru ekki þess eðlis að ég gæti sætt mig við þau.“ Var þá eina ráðið að berja manninn í andlitið? „Þetta gerðist allt mjög snögglega og efa- lítið má kenna fljótræði eitthvað um. Ann- ars var þetta ekkert hnefahögg, heldur utanhandar löðrungur, einskonar G7und með hnykk í upptakti!" Þú hefur þá ekki slegið hann að yfir- lögðu ráði? „Það er aftur á móti mjög teygjanlegt hvað kalla má að yfirlögðu ráði. En ég vil segja: Þetta atvik hefur verið blásið upp, ofleikið í fjölmiðlum. Mér finnst frekar að menn ættu að snúa sér að því sem er merg- urinn málsins í þessu efni: Misbrestur í öryggismálum sjómanna." Við komum að því síðar. Bendir þetta atvik til þess að þú sért i rauninni „seinþreyttur til reiði“ eins og þú segir orðrétt í Mogganum i gær? Já, ég er seinþreyttur til reiði hvað sem þessu atviki við Stýrimannaskóiann líður. Eg hef sem blaðamaður í 16 ár lent ákaflega oít í erf iðum aðstæðum þar sem reynt hefur mjög á mitt skap. Hinsvegar hefur mér sjaldan brugðið. En við þau orð sem Olsen lét frá sér fara, var mér brugðið. Og því fór sem fór.“ Ertu hneigður fyrir slagsmál frá gam- alli tíð í Eyjum? >fNei, auðvitað hefur maður gantast, en ég hef sjaldan slegist í alvöru.“ En ertu skapofsamaður? „Við skulum frekar segja skapheitur maður.“ Sem sagt skapheitur maður sem finnst betra að afgreiða mál með handalögmálum en rökræðum; þá, þeg- ar og ef honum er brugðið? ,JEg tek ekki undir þetta, ails ekki." Eru slagsmái á almannafæri sæm- andi þingmanni? .JÞingmenn mega ekki gleyma því að þeir eru mannlegir með kostum og göllum. Og kannski fyrst og fremst á þingmaður að vera maður. Hann á ekkert að vera öðruvísi en annað fólk, hvorki til orðs né æðis.“ Væri málum Aiþingis þá jafnvel betur komið ef þau væru afgreidd með þeim snaggaralega hætti sem stundum tíðk- ast á almannafæri? „Ég vil ekki svara þessu... En með lögum skaJ land byggja ... því miður er enginn fullkominn." Telurðu þig hafa beðið álitshnekki sem stjómmálamaður eftir atvikið á laugardag? „Neeei... Ég held að það megi ekki mæla mönnum álit út frá svona atvikum. Svona atvik eru leiðindaatvik. Það er leitt að þau þurfi að koma upp. Það er leitt að slys skuli gerast. Og það má kalia svona leiðindaatvik slys.“ Karl Olsen yngri er um þessar mundir að íhuga kæru á hendur þér fyrir líkamsárás. Ertu sekur um líkamsárás? ,JVei." Attu von á kæm frá Olsen? „Nei. En ég vil að það komi fram hér að ég óska Olsen-feðgunum alls hins besta." Hefurðu einhvemtíma fengið á þig kæm fyrir slagsmál af svipuðum toga og gerðist á Iaugardag? ,JNei.“ Þá vikjum við að öðm en náskyldu atvildnu á laugardag. Hvað hefurðu fyr- ir þér í því efni að heil stétt manna svari fyrir sig með kjaftshöggi þegar kemur til orðasennu manna á milli? „Ég hef aldrei nokkumtíma látið þau orð frá mér fara að kjaftshögg eða lögðrungur þýði svar sjómanna. Það var DV sem af- bakaði það sem ég sagði eftir þetta atvik. Blaðið tengdi saman fyrirsagnir úr tveimur frásögnum svo úr urðu helber ósannindi sem ég var iátinn bera ábyrgð á. Vinnu- brögðin eru ekki betri á þeim &.“ DV segist vita betur. I þokkabót er sjómannastéttin ævareið og heimtar opinbera afsökun af þinni háifu? „Ég skal segja þér að betur færi á að DV aísakaði sig við Sjómannasamtökin. Það var blaðið sem samdi fyrirsögnina um að kjafts- högg mitt hefði verið að sjómannasið. Það var ekkí ég.“ Það er sem sagt ekki siður sjómanna að svara með löðrungi að þínu mati, hér og nú? ,JVei. Ég þekki sjómenn miklu fremur af þvi að svara fyrir sig málefnalega og jafnvei af meiri víðsýni en landkrabbar. Sjómenn hafa aðra viðmiðun en landkrabbamir, eru oft mannlegri...“ Landkrabbar. Þér virðist tamt að tala út frá sjónarhóli sjómannsins. Hefurðu nokkra reynslu af sjómennsku sjálfur? ,JÉg hef verið smávegis til sjós." Er það nokkuð til að tala um? Jú, ég hef verið annað veifið á sjónum og tel mig þekkja störfin þar talsvert...“ Hvað hefurðu farið marga túra í allt? ,JÉg var einu sinni til sjós heiit sumar og síðan gripið í sjómennsku." Þú munt vera sjóveikur, ekki satt? Jú, því er ekki að neita. Annars leggst sjórinn mjög misjafnt í mig.“ Förum þá aftur í land. Geturðu tekið undir yfirlýsingu nemenda Stýrimanna- skólans vegna atburðarins á laugardag ,,að telja verður að svona háttalag sé lítt til framdráttar öryggismáium sjó- manna á hafi úti“? „Þeir sem setja sig í dómarasæti eins og hinir ágætu drengir Stýrimannaskólans, verð að taka tillit til allra þátta viðkomandi máls. Það gera þeir hinsvegar ekki. Þeir ættu að horfa á málið í samhengi. bað væri nær að þessir drengir sinntu baráttu í ör- yggismálum sjómanna í stað þess að vera að blaðra á þennan hátt." Þá skulum við víkja að þvi sem er eflaust aðalatriði þessa alls. Hvað hef- urðu á móti viðurkenndum sleppibún- aði Olsen-feðga? „Ég hef ekkert á móti þessum tiltekna búnaði. Það er hinsvegar borðliggjandi að upphafsmaður að sleppibúnaði björgunar- báta er Sigmund Jóhannsson í Vestmanna- eyjum. Hann skilaði tæki eftir tveggja ára tilraunir sem ekki aðeins er búið þeim hæfi- leikum að skila bátnum frá borði sjálfkrafa við slys heldur opnast björgunarbáturinn líka sjálfkrafa eftir að í sjóinn er komið. Olsenbúnaðurinn hefur hinsvegar ekki haft þá möguleika að geta skilað uppblásn- um báti frá skipi með sjálfvirkum búnaði. Þetta er því mun ófullkomnari búnaður en Sigmundsuppfinniagin, en hefur engu að síður verið viðurkenndur af SigLngamála- stofnun sem allt eins góður. Þama liggur mergurinn málsins, menn hafa alltaf haldið að þetta væri svipaður búnaður en sú er þó alls ekki raunin, þó svo Siglingamálastofn- un loki þar augunum." Þú ert með öðrum orðum að dæma viðurkenningu Siglingamálastofnunar á Olsenbúnaðinum óverjandi hneyksli í öryggismálum sjómanna? Já, það er engin spuming. Siglingamála- stofnun er þarna að samþykkja búnað sem hún hefur talið ónothæfan í fimm ár, enda hefur hún gert tilraunir á honum sem allar hafa sýnt fram á mikla galia Olsenbúnaðar- ins. Þetta hefur siglingamálastjóri sjálfur sagt við fjölda manna. En þegar hinsvegar svo var komið eftir hið hörmulega Hellis- eyjarslys að líkur bentu til að verið væri að framleiða rangan búnað og leyfa uppsetn- ingu á honum, þá skipti Siglingamálastofn- un um skoðun og leyfir Olsen-búnaðinn. Það þykir furðulegt, vegna þess að með þessari viðurkenningu er ekki framfylgt reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnað sem hingað til hefur eingöngu verið í Sigmunds- búnaðinum." Þú ýjar svo að því í Mogganum í gær að „baktjaldamakk Sigiingamálastofn- unar og Olsen-smiðjunnar" hafi óbeint orsakað mannsfórnirnar í Helliseyjar- slvsinu? „Ég kenni engum um slys. En efstofnunin hefði ekki með þessu baktjaldamakki stuðl- að að framleiðslu annarskonar búnaðar en Sigmunds sem enn þann dag í dag er sá langfullkomnasti, þá væri þessi búnaður samkvæmt reglugerð kominn í öll skip í landinu. Og hefði verið það þegar Hellis- eyjarslysið gerðist.Það er áhreinu." Annað mál en skylt. Telurðu þig sjálf- skipaðan varðhund Vestmannaeyinga á meginlandinu? „Vestmannaeyingar hafa nú aldrei litið á sig sem neina varðhunda og þar með ekki ég. Ég gegni aðeins ákveðnu starfi, meðal annars í umboði Vestmannaeyinga. Öll störf í okkar þjóðfélagi skipta jafnmiklú rnáli." Hvaða framavonir gerirðu þér innan Sjálfstæðisflokksins? ,JÉg hef aldrei unnið í neinum framaþrep- um og ætla ekki að gera það eftirleiðis. Ég vil vinna mitt verk eins vel og ég get hverju sinni og síðan verður titringur lífsins að leiða í ljós hvar maður lendir." En þykir ekki einmitt vinsælt í þínum flokki að mæna i toppstöðurnar? „Ég hef ekki orðið var við það." Hvernig þrífst annars þjóðlaga- söngvari og lífskúnstner á þingi? „Það fer vel um mig á þinginu, enda líkar mér vel hvar sem ég er.“ Eiga seinleg þingstörf nokkuð við jafn hraðfleygan ævintýramann og þú hefur fengið orð á þig fyrir að vera? „Mér finnst nú margt í þinginu ganga hraðar fyrir sig en ég hafði gert mér hug- myndir um. En auðvitað reynir oft ansi mik- ið á þolinmæðina og það er skóli út af fyrir sig eins og annað sem maður þarf að taka tillittil." 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.