Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 18
22. grein í Hafnarfirði: „Létt ádeiluverk“ Leikfélag Hafnarfjarðar reis upp af löngum duala síðastliðið haust með rómaðri uppsetningu á leik- uerkiJónasarÁrnasonar, Þið mun- ið hann Jörund. Félagið er nú aftur tekið að iða aflífi, að þessu sinni í Hafnarfjarð- arbíói undir stjórn Karls Agústs Úlfssonar. Hann þýddi einnegin uerkið sem tekið er til meðferðar. Og það er eftir Ameríkanann Joseph Heller, kunnan skáld- sagnahöfund uestra. Leikritið er leikgerð hans upp úr frœgustu skáldsögunni sem hann hefur látið frá sér fara, Catch 22. Þeir kalla verkið Tuttugustu og aðra grein, í Hafnarfirði. Karl Ágúst segir verkið fjalla um ungan flug- mann í bandaríska flughemum sem sinnir sinni herskyldu á Ítalíu seinni heimsstyrjaldarinnar. Það- an er hann sendur vítt og breitt til að sprengja. Það er hinsvegar hans heitasta ósk að lifa að eilífu. „Grey- ið er því ekki í heppilegasta starf- inu sem hann getur valið sér,“ eins og Karl Ágúst orðar það. Leikritið segir síðan frá ýmsum tilraunum þessa ólánssama manns til að losna undan herskyldunni, sem illa tekst sakir 22. greinar her- lagcinna sem enginn veit hvort til er, en yfirmenn nota samt óspart. „Þetta er ansi létt ádeiluverk," segir Karl Ágúst okkcir. „Broddur- inn beinist að ákveðnum brestum í mannlegu eðli sem koma í ljós þeg- ar maðurinn fær einhver völd í hendur, ég tala nú ekki um þegar aðstaðan er orðin eins öfgafull og þegar komið er út í stríð milli þjóða.“ Alls taka tuttugu leikarar þátt í uppfærslunni, sem sýnd verður al- menningi frá og með morgundeg- inum. -SER. BOKMENNTIR Þrœlauppreisnir íKaríbahafi Alejo Carpentier: Ríki afþessum heimi. Guðbergur Bergsson þýddi. Skáldsaga (139 bls.) Iðunn 1983. Alejo Carpentier sem lést fyrir u.þ.b. 3 árum var Kúbumaður og um langt árabil meðal virtustu rithöfunda Suður-Ameríku. Þetta er fyrsta sagan eftir hann sem þýdd er á íslensku og raunar fyrsta skáldsaga frá Karíbahafinu sem ég man eftir að komið hafi út í íslenskri þýðingu. Ríki af þessum heimi kom út á frummál-. inu árið 1949. Sagan fjallar að nokkru leyti um sögulega viðburði á Haítí á síðari hluta 18. aldar fram til um 1820. Átök þræla og nýlenduherra eru þungamiðja scigunnar. Fyrst segir af uppreisn einhenta mandinga- negrans Mackandcils sem heyr baráttu sína með eitri og fomum vúdúgaldri.En Mackan- dal næst og er brenndur á báli en svertingj- ar trúa að hann lifi og hafi brugðið sér í dýralíki. Þannig verður hann hluti af þjóð- sagnaheimi þeirra. Næstur á sjónarsviðið er Jcimcúkcininn Bouckman sem skipuleggur uppreisnarlið þeldökkra og berst fyrir jafnréttishugmynd- um frönsku stjórncirbyltingarinncU'. Þessi uppreisn fer þó út um þúfur líka. Það fellur hins vegar í hlut matreiðslumeistarans Henrí Christophe að stofna ríki svartra sem sniðið er að evrópskri fyrirmynd með íburðarmikilli hirð, smíði gríðarlegra mannvirkja og miskunnarlausara þræla- haldi en þekkst hafði meðal hinna hvítu landeigenda. Alla þessa atburði fær lesandinn að horfa á með augum hins óbreytta alþýðumanns Ti Noels. I upphafi sögunnar er hann þræll á sama búgarði og Mackandal. Hann þvæl- ist inn í þær uppreisnir sem hér segir frá, þrælar um tíma við virkisgerð Henrí Christ- ophe. En þegar negrciríkið hrynur býr Ti Noel um sig í rústum af búgarði fýrrverandi húsbónda síns. Þar stoínar hann sitt eigið ríki af þessum heimi og sendir skipcinir út í loftið. „En þetta voru skipanir friðsæls stjórnarfars, vegna þess að hvorki hvítt né svart kúgunarvald virtist ógna frelsinu". (bls. 110). En Ti Noel fær þó ekki lengi að vera í friði. í lok sögunnar eru það fulltrúar síðeiri tíma heimsvcddastefnu, landmæl- ingcunennimir, sem hrekja hann úr ríki sínu. Hann grípur þá til þess ráðs að breyta sér í gæs og lifa meðal gæsa á landareign sinni en finnur fljótlega að þar er hann óvel- kominn. Enda er tilgangur hamskipta hans annar en hjá goðsagnapersónunni Mackan- dal sem brá sér í dýralíki til að þjóna mönn- unum en ekki til að flýja mannheima. Andstæður tveggja ólíkra menningar- heima, hins evrópska og hins afríska, birt- ast hvarvetna í bókinni og oft í skoplegu ljósi. Ég minni hér á gluggasýninguna í upp- hafi bókarinnar þar sem strax eru gefnir til kynna ýmsir þeir meginþættir sem frásögn- in er ofin úr. Hið cifkáralega í menningar- samruncinum birtist gleggst í persónu mat- reiðslumeistarans og einræðisherrans Henrí Christophe en einnig í neyðarlegum uppákomum eins og þegar misheppnaða leikkonan ungfrú Floridor þylur dauða- drukkin stóru hlutverkin sem hún fékk aldrei að leika fyrir svarta þræla sína. En það sem öðru fremur auðgcir frásögn Carpentiers er notkun hans á sagnahefð negrcUina og goðsagnaheimi. Má þar nefna furðusögur Mömmu Loí og Mackaindals þcir sem hinni fomu ættjörð í Afríku er lýst í hillingarljóma og hamskipti og ýmis yfir- náttúrleg stórmerki komavið sögu. Málfarið á þýðingunni er einfalt og þrótt- mikið og fellur vel að efninu. Þýðandinn, Guðbergur Bergsson, ritar auk þess ítarleg- an eftirmála. Það er mjög þarft verk við þýðingar sem þessa þar sem þá er leitast við að tengja verkið þeirri menningarhefð sem það er sprottið úr. Hins vegar er ég ekkert ýkja hrifinn cif skoðunum Guðbergs um óbreytanlegt eðli uppreisna og alþýðu sem verða homsteinninn í útleggingu hans á sögunni. En hvað um það, í lok eftirmála síns tjáir Guðbergur okkur að þessi bók sé ásamt sögu Gabriel Garcia Marquez, Frá- sögn um margboðað morð, hluti af nýrri röð af bókum eftir fremstu höfunda læida Suður-Ameríku í íslenskri þýðingu. Slíkar útgáfur em mikill hvalreki á f jömr íslenskra lesenda. SIGILD TONLIST Afbragð í öllum deildum Það vom fallegir tónleikar í Hallgríms- kirkju í fyrrakvöld. Þar var flutt barrokk- músík frá því um 1700, sónötur og konsert- ar fyrir flautur og fiðlur ásamt „continuo", af fólki sem sannarlega kunni vel til verka. Þó var þetta án minnsta yfirlætis og eins eðlilegt og átakalaust og vorblærinn sem andar nú loks á okkur eftir draugalegan vetur. Listvinafélag Hallgrímskirkju hafði fengið til sín nokkra músíkanta: fiðluleikar- ana Þórhall Birgisson og Kathleen Bearden, flautuleikarana Guðrúnu S. Birgisdóttur og Martial Nardeau, Guðrúnu Þórarinsdóttur lágfiðluleikara, Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleikcira, Ioan Stupcanu bassaleikara og prýðilegan semballeikara sem ég hef ekki heyrt áður, Eh'nu Guðmundsdóttur. Einleikur var í höndum og munni fiðlu- og flautuleikara og var hann allur í háum gæðaflokki. Því miður heyrði ég ekki nema lokaþátt fyrstu sónötunnar, .JCrýningu Maríu“ eftir Heinrich Franz Biber, sem Kathleen Bearden lék ásamt „continuo" þeirra Ingu Rósar og Elínar. En það var skrítin og skemmtileg músík og svo kom yndislegur flautudúett með þeim hjónum Guðrúnu og Martial, sem léku ekki aðeins fágað og fínt, heldur einnig af sannri músík- innlifun og krafti. Mest fannst mér þó til um sónötu eftir franska flautusnillinginn. Michel Blavet, sem Martial lék ásamt þeim Ingu Rós og Elínu. Músík Frakkanna frá þessum tíma (og öðrum) er svo skemmti- lega ólík því sem við erum vönust frá þýsk- um og svo er Martial ótrúlega skýr og fágað- ur flautuleikari, ekki aðeins með óbrigðula tækni, heldur stíl sem er sannfærandi og sterkur án þess að vera ágengur um of. Þórhallur og Kathleen voru einleikarar í konsert fyrir tvær fiðlur og strengi eftir Hándel og þarna kom í spilið gamla góða morgunútvarpssveiflan og ekki versnaði skapið við að heyra lokaverkið: Konsert fyr- ir tvær flautur og strengi eftir Vivaldi, sem líklega var hápunktur tónleikanna og jók verulega á magn hlýrra tilfinninga í garð Listvinafélagsins og annarra viðstaddra og var þó ærið fyrir. Ekki er ég hinsvegcir viss um magn hlýrra tilfinninga eftir síðustu sinfóníutónleika, í það minnsta ekki fyrir hlé. Þcir voru komnir miklir snillingar á píanó og á stjómanda- palli, Roger Woodward frá Ástralíu og Robert Henderson frá Bandaríkjunum. Tón- leikarnir hófust að vísu með, eftir því sem ég gat best heyrt, góðum flutningi á „Þjóð- vísu“ Jóns Ásgeirssonar, fallegu og vel unnu tónverki í þjóðlegum stíl. Síðan kom Wood- ward með Andante Spinato og Grand Póloneisu eftir Chopin, og þá fór heldur að káma gamanið. Woodward er auðvitað ,)ieimsvirtuós“, en það er ekki þar með sagt eftir Leif Þórarinsson að hann sé listamaður sem sé kjörinn til að flytja fagnaðareiindi fegurðarinnar einsog manni finnst að Chopin hafi alltaf verið að reyna að skrifa (og tekist oftar en ekki). Woodward er hræðilega harðhentur og mætti líkja leik hans í póloneisunni við hnefaleika. Slíkur leikstíll átti betur við í fyrsta píanókonsert Prokofieffs, sem var næstur á dagskrá, en þá var hraðinn svo mikill á köflum að maður missti þráðinn, gott ef flytjendur gerðu það ekki líka, næst- um. En það er þó staðreynd að margir hcifa gaman af svona „pianoboxing" og við því er auðvitað ekkert að segja. Geta Hendersons sem hljómsveitarstjóra var skýr og klár í bæði Þjóðvísu og konsert Prokofieffs en hann blómstraði þó fyrst í lokaverkinu, hljómsveitarkonsert Bartóks, þessari makalausu sinfóníu í hérumbilöll- um stílum. Þar var hljómsveitin afbragð í öllum deildum. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.