Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 20
JAZZ Blúsað ípöbbi ogskemmusal Það var mikill blús í Reykjavík um helg- ina. San Francisco blús bandið lék í Sigtúni á sunnudagskvöld og í Pöbbinum Hverfis- götu 46 á mánudagskvöld. Þetta voru ólík kvöld þó hljómsveitin væri sú sama og réðu húsakynni miklu þarum; því ólíkt er nota- Iegra í kránni en skemmusalnum. Það er ekki hægt að segja með sanni að piltarnir í San Francisco blús bandinu séu miklir listamenn - þetta eru ágætir búllu- blúsarar og tókst mætavel að koma upp notalegri stemningu þar sem fætur iðuðu, höfuð hristust og hendur klöppuðu. Þeir voru ekki vel samstilltir í Sigtúni, enda sal- urinn ekki sá besti í veröldinni til tónleika- haids. Það var dálítið skemmtileg upp>á- koma þegcu- rcifmagnið fór ai Reykjavík og nágrenni. Hlaupið var upp til handa og fóta og sent eftir þremur kassagíturum en því miður kom rafmagnið ciftur í þann mund er bandið var að blúsa fyrsta blúsinn raf- magnslaust. Þeir gripu rciftólin en gaman hefði verið að heyra þá lengur rafstraums- lausa. Það er enginn sem ber höfuð og herðar yfir aðra í þessu bandi einsog í Mississippi Delta blús bandinu þar sem Sam Myers blés í munnhörpuna og þandi raddböndin svo seint gleymist. Craig Horton, sem er fyrir- liði þeirra San Francisco manna, er góður söngvari og raddsterkur en hann er afleitur gítcunsti og ekki er Warren Cushenberry neinn virtuós. Basscileikarinn Larry Young og trommarinn Robert Denegals héldu takt- inum og er ekki meira um þá að segja. Munnhörpuleikarinn Gene, ,Bird Legs" Pitt- man var skemmtilegastur þeirra félaga og blés oft fallega og kröftuglega í munnhörp- una. Það er kominn tími til að fá fyrsta flokks blúsband til íslands og vonandi verður þess ekki of langt að bíða að einhver af meistur- um blúsins gisti okkur - þeim fer óðum íækkandi. Heimildamyndin um Bix Fyrir rúmum mánuði sýndi kvikmynda- klúbburinn Norðurljós kanadíska kvikmynd um eina af goðsagnapersónum djassins kornetleikarann Bix Beiderbeck. Ekki var fjölmenni á sýningunni, en þeir djassáhuga- menn er sáu hcuia luku upp einum munni um að fleiri yrðu að njóta. Því hcifa Jazzvakning og Jazzdeild Tónlistarskóla F.ÍJJ. fengið myndina til endursýningar og verður hún í Norræna húsinu á mánudagskvöldið 9. apríl kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. í þessari mynd er leikin tónlist með Bix og fleiri snillingum hins hefðbundna djass og auk þess er sýnd 5 sekúndna kvikmynd sem til er af Bix, meira er nú ekki varðveitt. Mikill fjöldi ljósmynda skreytir tólistina og viðtöl eru við vini, ættingja og samverkamenn Bbc, s.s. Hoagy Carmichael, Jess Stacy, Doc Chetham og Artie Shaw. Einstakt tækifæri til að kynnast manninum á bak við goðsögnina um Ieið og trylltír tónar Jazz Me Blues, Royal Garden Blues, Singing’ The Blues, Tiger Rag o.fl. ópusa bercist um salinn. Önnur skífa ungstimisins Wynton Marsalis: Think of One (CBS 25354). Dreifing: Steinar hf. Þá er önnur skífa Wyntons Marsalis loks- ins komin í hljómplötuverslanir í Reykjavik Skífa þessi varð í þriðja sœti lesendakosn- inga doum beat í desember sl. þegar kosið var um djassplötur ársins. Star People Miles Davis lenti í fyrsta sæti og Quartett með Herbie Hancock í öðru sæti, en á þeirri skífu blæs Wynton í trompetinn. Marsalis var sjálfur kosinn djassleikari ársins og tromp- etleikari ársins einsog allir djassgeggjarar vita. Á þessari skífu leikur kvintett: Wynton á trompet, bróðir hans Branford á sóprcin og tenórsaxafón, Kenny Kirkland á píanó, Phil Bowler og Ray Drummond á bassa og Jeff Watts á trommur. Verkin eru átta og hefst skífan á Knozz-Moe-King eftír Wynton samið í EiSP-stíl Miles Davis - síðan kemur ballaða eftir Kirkland a la Hcincock: Fuchia, þá vindur Wynton sér í slagarann gamlaAfy Ideal og fyrri hlið lýkur á verki Drummonds: What Is Happening Here (Now)? sem minnir óneitanlega á þau verk sem trompetleikar- inn John McNeil semur í ESP-stílnum. Hlið 2 hefst á Monk-ópusinum Think ofOne, sem Marsalis hefur útsett snilldarlega, þá kem- ur ESP-verk eftir Wynton: The Bell Ringer, þar sem Branford fer á kostum á sópraninn, en hann er mun persónulegri og skemmti- legri sópranisti en tenóristi. Later nefnist stórskemmtilegt verk eftir Wynton og er trompetsólóinn hans þar gull (einsog aðrir sólóar hans á skífunni) og vitnar hann í Rex Stewart og Red Allen og aðra horfna kappa á glaðbeittan hátt. Skífunni lýkur á hinni und- urfögru ballöðu Ellingtons: Melancholia og blæs Wynton með dempcira. Allur hljóðfæraleikur á þessciri skífu er óaðfinnanlegur og margt mjög skemmtílega gert og sumt stórvel. Að vísu má oft heyra enduróma af list horfinna snillinga en hvað um það - bræðumir eru rétt tvítugir og önn- ur ungmenni blása ekki betri djass um þess- ar mundir. Blúsararnirfrá San Francisco í Sigtúni - tókst mætavel að koma upp notalegri stemmningu. Smartmyndir POPP Tvœr sem lofa góðu TheStyle Council - CaféBleu The Jam var líklega einhver vinsælasta hljómsveit sem starfandi hefur verið í Bret- landi frá því að Bítlamir o.fl. vom upp á sitt besta á miðjum sjöunda áratugnum. Þetta kann einhverjum hér uppi á íslandi að þykja undcirlegt, því The Jam var aðeins þekkt hér í frekar þröngum hópi. íslendingcir vom raun- ar ekki einir um að meðtaka ekki hljómsveit þessa, því hún náði aldrei umtalsverðum vinsældum utan heimalands síns. Þar var hins vegar nánast sama hvað þeir sendu frá sér; allt fór í efstu sæti vinsældalistanna. Þrátt fyrir þessa velgengni fannst Paul Weller, höfuðpaur The Jam, nóg komið af svo góðu og í lok árs 1982 hætti hljómsveitin störfum. Weller sat þó ekki lengi aðgerða- laus og snemma á síðasta ári kom út fyrsta plata nýrrar hljómsveitar hans. Var þetta lítii plata sem innihélt lagið Speak Like A Child, en alls komu frá þeim á árinu fjórar litlar plötur. Hljómsveit sína kallar Weller Style Council en auk hans er aðeins einn fastur meðlimur í henni. Sá heitír Mike Talbot og lék hann áður með hljómsveitunum Merton Parkas og Dexy’s Midnight Runners. Þeir fá svo sér til liðsinnis aukahljóðfæraieikara eftir þörfum. Nú er komin út lyrsta stóra plata Style Council og heitir hún Café Bleu. Að vísu kom úf seint á síðasta ári stór plata sem heitir Introducing The Style Council, en þar var ein- ungis um samansafnsplötu að ræða, með lögum af litlu plötunum. Satt að segja kemur þessi nýja plata mér á óvar tónlistarlega séð, en varla er hægt að tala um að þar sé einhver ein stefna ráðandi, heldur virðist vaðið úr einu í annað. Fyrri hliðin inniheldur eitthvað sem helst mætti kalla ,rnood“ tónlist. Fjögur af sjö lögum hliðarinnar eru einungis leikin. Heild- aryfirbragðið er rólegt og bregður þar fyrir ýmsum taktbrigðum. Það eru áhrif frá jazzi, suður-amerískri tónlist og fleiru. Samsuða þessi virkar svo sem mjög þægilega á mann en samt finnst mér nú vanta eitthvert púður í þetta. Það væri kannski hægt að kalla þetta velheppnaða „dinnermúsík". Seinni hliðin er gerólík hinni. Þar gefur að heyra raplag, diskólag, áhrif frá soultónlist og fleira. Sem sé allt mun líflegra og að mínu mati er þessi hluti plötunnar mun betri. Það er einkum eitt sem ég sakna á Café Bleu og það er að ekki skuli vera þar að finna eitt einasta rokkað lag. Það má því aldeilis segja að Weller hafi snúið við blaðinu, frá því sem hann var að gera með The Jam. Annars eru lögin flest vel samin og hljóð- færaleikur er mjög góður. Einkum fer þó Talbot á kostum á hljómborðin sín. Weller á ágætar rispur á gítarinn en hann spilar auk þess nær aJlan bassa á plötunni, ásamtýmsu fleiru. Blásturshljóðfæri setja víða skemmti- legan svip á flutninginn. Þess má svo geta að Weller syngur vel og það síima er að segja um aðstoðarsöngvara, sem fá allmikið pláss. Það er greinilegt að á Café Bleu eru The Style Council að gera námkvæmlega það sem þá langar til, án tillits til þess hvort það 'hefur möguleika á vinsældum eða ekki. Það má deila um þá stefnu sem tekin hefur verið en það verður ekki deilt um það að þetta er vel gerð plata. TheAlarm -Declaration Ef litið er á vinsældalistann breska þessa dagana kemur í ljós að meginhluti laganna sem eru á topp tíu eru með bandarískum flytjendum og jafnframt að það er diskó- tónlist sem ræður ríkjum. Út frá því mætti ætla að hljómsveit eins og The Alarm ætti litla möguíeika á vinsældum. Raunin er þó önnur, því nú þegar hafa þeir komið tveim- ur lögum hátt á lista, þ.e. Sixty Eight Guns og Where Were you When the Storm Brok.é Þessi lög eru, eins og raunar önnur lög hljómsveitarinnar, frekar gamaldags rokk- lög að uppbyggingu. Það sem The Alcum eru að gera er nefni- lega ekkert nýtt en samt sem áður hljóma þeir ótrúlega ferskir í þeirri diskóveröld sem við lifum nú í. Að mörgu leyti minna þeir nokkuð á The Clash og þá einkum í söngnum. Hljóðfæraskipanin er einföld; trommur, bassi, rafmagnsgítar og það sem kannski gefur þeim helsta sérkenni sitt er kassagítamotkun. Laglínurnar eru flestar þeirrar gerðar að þær syngja í hausnum á manni löngu eftir að platan er búin og mig undrar satt að segja ekki að þeir skuli vera vinsælir. Nýja stóra platan þeirra, Declaration, er nefni- lega alveg þrælgóð. Þar er að finna tvö fyrr- nefnd lög, auk annarra sem sum hver eiga góða möguleika á að verða vinsæl, svo sem Marching On, Third Light og Blaze Of Glory. Það er því óhætt að segja að The Alarm fari vel aí stað með þessari fyrstu plötu sinni og vonandi er þetta aðeins byrjunin á góðri þróun. Efniviðurinn er fyrir hendi; það er bara að viðhalda eðlilegri þróun og þá förum við vonandi að heyra fleiri hressileg- ar rokksveitir sem þessa. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.