Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 14
eftir Guörúnu Alfreðsdóttur mynd Jim Smart „Lífshlaup mitt hefur oft á tíðum verið merkilega lygilegt. Það hafa skipst á skin og skúrir eins og gengur, en það er bara til aukins þorska. Ég iðrast einskis og hefverið ákaflega hamingjusamur maður. “ Eftir spjall við prestinn, kennarann, bindindis- og œskulýðsfrömuðinn og manninn Árelíus Níelsson skilur maður vel meininguna í orðum fanga nokkurs á Litla-Hrauni, sem töluð voru til Árelíusar, en þar hefur hann verið fangaprestur að undanförnu í fjarveru sr. Jóns Bjarmans: ,,Við höfum ekkert með prest að gera, en við viljum þig hérþví þú ert maður. “ „Ég er eiginlega sannkallaður útburður", seg- ir séra Árelíus í glettnistón er við hefjum spjall okkar. „Fæddur í Flatey á Breiðafirði árið 1910. Móðir mín var ógift vinnukona, sem hafði auð- vitað enga möguleika á að sjá fyrir litla, óvel- komna baminu sínu. Var mér því tíu daga gömlum komið fyrir hjá bróður föður míns í Bæ í Múlasveit. Skfrður var ég fyrir ferðina upp á land og ákvað húsfreyjan hvað strákur skyldi heita. Hafði hún séð það fallega nafn Árelíus (Aurelius) í bókinni Mannamunur eftir Jón Mýr- dal. Eftir mánaðardvöl í Bæ var ég tekinn í fóstur af ungum bamlausum hjónum.Sæmundi og Maríu, sem bjuggu á Svínanesi í Múlasveit, mestu myndarjörð. Hjá þessum góðu fóstur- foreldmm bjó ég svo í tuttugu ár. Eina skóla- ganga mín öll þau ár var þriggja mánaða nám úti í Flatey er ég var átján ára. Þar lærði ég ensku, dönsku og reikning og vctr að auki látinn lesa mér til fróðleiks ýmis önnur fræði. Þama kynntist ég fyrst ungmennafélagshreyfingunni, sem ég hef alla hð síðan staríað mikið í, og stofnaði er heim kom Ungmennafélagið Vísi.“ Fimmhundruð króna brúð- kaupsveisla - Hvenær fórstu þá fyrst í alvöru skóla? „Það var árið 1930 er ég fór suður til Reykja- víkur, staðráðinn í að fá að taka inntökupróf í annan bekk Kennaraskólcins. Ekki þótti nem- andinn líklegur til þess er hann upplýsti að hann hefði aldrei í bamaskóla verið, hvað þá unglingaskóla. En prófinu náði ég og útskrifaðist tveimur ámm síðar sem dúx skólans. Eftir námið tók við kennsla í nokkur ár; ég hef alltaf haft mikla ánægju af því starfi og var ég m.a. unglingaskólakennari suður í Garði, farkennari heima í Múlasveit en lengst af var ég kennari í Stykkishólmi, þcir sem ég las jafnframt Mennta- skólann utanskóla og lauk stúdentsprófi vorið 1937. - Þá tekur guðfræðinámið við, en hvers vegna guðfræði? ,JWig Iangaði til að læra uppeldis- og sálar- fræði í Danmörku en engir peningar vom til. Skólastjóri Kennaraskólans Freysteinn Gunn- arsson ráðlagði mér að byrja í guðfræðideild og sagði sem svo, „við skulum sjá hvort ekki birtir til í þjóðfélaginu svo þú komist í skólann í Dan- mörku". Ég lauk svo guðfræðiprófi eftir þrjá vetur, vorið 1940, en hafði það nú jafnframt af að gifta mig í miðjum prófönnum má segja. Mér hafði tekist að spara saman fimmhundmð krón- ur og fyrir þær var brúðkaupsveislan haldin. Konan mín, Ingibjörg Þórðardóttir, var dóttir hreppstjórans heima í Múlasveit og við kynnt- umst er ég var þar farkennari." - Hvar var svo fyrsta „brauðið"? „Það var að Hálsi í Fnjóskadal, þangað vígðist ég í júní 1940, en um haustið losnaði Staður á Reykjanesi, nú Reykhólaprestakall,og vorum við þar á heimaslóðum í þrjú ár. Þá hafði ég skóla á heimili okkar og sumir nemendanna, sem áttu langt heim, bjuggu hjá okkur yfir skólatímcinn. Þá var nú stundum þröngt á þingi í þeim tveim- ur litlu herbergjum, sem við höfðum. En það fór vel um alla.“ Jesúbarnið óskilgetið - Einhvern tíma sendu nokkur sóknarböm þín skcimmabréf til biskups, ekki satt? irJú, mikið rétt, það var eftir að ég gerðist prestur á Eyrarbakka 1943. Þá hafði ég skv. bréfinu gefið í skyn í jólaræðu, að Jesúbamið væri óskilgetið og það líkaði víst ekki öllum að heyra. Minn ágæti biskup sr. Sigurgeir spurði hvort ég vildi ekki sjá bréfið en það kærði ég mig ekki um. Vildi ekki þurfa að sjá þar undir- skriftir sóknarbama minna, enda ætlaði ég síst að fara að erfa þetta við nokkurt þeirra. Ég undi mér vel á Eyrarbakka og allt féll í ljúfa löð. Þetta var reyndar mjög erfiður tími á köflum, konan mín fékk berkla og þurfti í burtu til lækninga. Ég var einn með heimilið og bömin í þrjú ár, en á þeim tí'ma lést einn drengjanna okkar úr berkl- um, fimm ára gamall. Nú, ásamt prestsstörfunum fékkst ég töluvert við kennslu á Eyrarbakka, Stokkseyri og Selfossi og var svo líklega fyrsti fangapresturinn, því þá þegar hafði ég mikil samskipti við fanga á Litla- Hrauni og áhuga á öllum þeirra málum." - Síðantekurðuviðeinumstærstasöfnuðin- um í Reykjavík, sem þá var stofnaður? irJá, haustið 1953 tók ég við Langholtssókn, sem þá var kirkjulaus. Þau vom ófá embættis- verkin, sem fóm fram á skrifstofu prests á heimili hans, en ekki vom þau síðri fyrir það. Enda fór það svo að safnaðarheimilið var byggt á undan kirkjunni. Með því góða fólki í Lang- holtsssöfnuði átti ég svo ógleymanlegt sam- starf þar til ég lét af embætti árið 1980.“ A móti glötunarkenningunni. - Ertu sáttur við lífshlaup þitt er þú lítur til baka? irJá, ég get ekki annað sagt, ég er ákaflega ánægður að hafa fengið að helga mig kennslu og prestsstörfum ásamt æskulýðs-og bindindis- málum, annars hef ég ekki óskað mér. Ég hef verið mjög hamingjusamur maður og hef aldrei þurft að biðja neinn um neitt fyrir mig. Ég hef upplifað margt og allt til góðs, jafnt það erfiða sem góða. Best er að lifa þannig að maður þurfi einskis að iðrast." 1ɧ|

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.