Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 8
Hver verður eftirmaður Sigurðar Helgasonar? Frávinstri: Sigfús Erlingsson, Björn Theodórsson, Erling Aspelund, Leifur Magnússon, Hörður Sigurgestsson. son samgönguráðherra. „hað er útilokað annað en að hann geri það. Meðan enn er tap á þessari flugleið tel ég þetta vel sloppið hjá okkur,‘ ‘ segir hann. ARNARFLUG MÓTMÆLIR Aðalástæðan fyrir því að Flug- leiðir fara nú fram á áframhaldandi ríkisstyrk er mjög slæm og versn- andi samkeppnisaðstaða félagsins á Norður-Atlantshaísflugleiðinni. Sigurður Helgason sagði á aðal- fundi félagsins í síðustu viku að það veikti samkeppnisaðstöðuna, að félagið þyrfti að lenda fjórum sinnum á hringferð sinni á þessari leið en samkeppnisaðiiar þess að- eins tvisvar sinnum. Hann sagði að mikill viðbótarkosmaður fylgdi þessum lendingum og auk þess lengdi viðkoman á íslandi flugleið- ina jdir hafið um 10%. Amarflugs- menn hafa sitthvað að athuga við þessa röksemdafærslu forstjóra Flugleiða. „Þessar lendingar skapa traffík héðan frá íslandi til Luxem- borgar," segir Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Amarflugs. „Meðan ríkið styrkir Atlantshafs- flugið er ríkið að niðurgreiða þessa flugleið, sem er flogin í beinni sam- keppni við Amsterdamflug okkar. Flugleiðir hafa mikiar tekjur af þessu flugi sem þeir bjóða í pakka með bílaleigubíl. Það sést til dæmis á því að þeir geta boðið lægra pakkaverð til Luxemborgar en til annarra staða sem þó em nær okkur og ættu því að vera ódýrari, t.d. til London og Kaup- mannahaínar. Lendingargjöldin eru bara smáræði miðað við tekjur Flugleiða af þessari flugleið. Ríkið hefur greitt þessar Luxemborgar- ferðir niður um 25%,“ segir Agnar. Sem kunnugt er ákváðu Flug- leiðir að cifskrifa cdla hlutabréfa- eign sína í Amarflugi í ársreikning- um félagsins fyrir 1983,3,1 milijón króna að nafnverði, sem bókfært var á 8,6 milljónir. Flugleiðir eiga 40% í Amarflugi. Sigurður Helga- son sagði í útvarpsviðtali í síðustu viku, að félagið hefði þama fært niður í núll „þær eignir sem endur- skoðendur okkar telja að séu einskis virði.“ Sigurður sagði í við- talinu, að þannig vildi til að endur- skoðendur Flugleiða og Amarflugs væm hinir sömu og það hefðu ver- ið þeir sem raunvemlega hefðu tekið þessar ákvarðanir í samráði við stjómendur Flugleiða. Endur- skoðendur beggja flugfélaganna em Endurskoðun hf., Guðni S. Gústafsson og Ólafur Nilsson. Þeir sendu frá sér athugasemd nú í vikunni þar sem þeir frábiðja sér þessa ákvörðun. Þeir segja í at- hugasemdinni að í ársreikningn- um hafi verið stuðst við alþjóðlega reikningsskilaaðferð, sem félagið noti í samskiptum sínum við er- lendar lánastofnanir. Þeir segja að það hafi verið ákvörðun stjóm- enda Flugleiða að færa niður bók- fært verð hlutabréfaeignar félags- ins í Arnarflugi í samræmi við þessa reikningsskilaaðferð. Þeir segja einnig að með þessari aðferð hafi ekki verið lagt mat á raunvirði hlutabréfanna, raunverð geti verið annað en bókverð og ráðist meðal annars af markaðsverði eigna fé- lagsins á hverjum tíma og frcimtíð- arhorfum í rekstri þess; verð hluta- fjáreignarinnar hafi áður verið hækkað vegna jákvæðrar afkomu, en sé nú lækkað vegna neikvæðrar afkomu árið 1983. í skýringum á við reikninga Flug- leiða fyrir 1983 sögðu endurskoð- endurnir að eignarhlutinn í Amar- flugi væri ekki talinn til verðs vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu féiagsins. Agnar Friðriksson er einn cif þeim sem bendir á, að ef reikningcU' t.d. Eimskips hefðu ver- ið færðir samkvæmt sömu aðferð og reikningar Flugleiða, þá hefðu endurskoðendurnir, sem skrifuðu reyndar einnig undir reikninga þess félags, alveg eins átt að af- skrifa eign Eimskips í Flugleiðum, því eiginfjárstaða Flugleiða var einnig neikvæð á síðasta ári; eignir nægðu ekki fyrir skuldum. FLUGLEIÐIR VILJA DREPA OKKUR „Það er alvarlegt mál fyrir okkur þegar virt endurskoðunarfyrir- tæki, sem vinnur meðal annars fyr- ir ríkið, gerir þetta. Þá má fastlega gera ráð fyrir því að lánveitendur erlendis, sem ekki vita hvemig í pottinn er búið, haldi að sér hönd- um þegar hlutabréf í Amarflugi em þannig talin verðlaus. Lánstraust- ið hlytur að hrapa,“ segir Agnar. „Það vakir ekkert annað fyrir Flug- leiðum með þessu en að drepa okkur, drepa samkeppnina," segir hcmn. Amarflug hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfarin tvö ár og enn er ekki séð fram úr vand- anum. Félagið, sem hefur yfir 80% af tekjum sínum af leiguflugi er- lendis, náði hins vegar góðum leigusamningi í Túnis nýlega og öðmm við belgískt flugfélag, sam- tals upp á 70 milljónir króna. Greiðslustaða félagsins, sem var afar slæm, batnaði því skyndilega og er nú „viðunandi", að því er Agnar Friðriksson segir. Hann seg- ir að félagið sé nú væntanlega að komast yfir erfiðleika síðustu tveggja ára og að vonast sé til að hagnaður sjáist á þessu ári af öll- um þáttum rekstursins nema inn- anlandsfluginu. Afkoma þess sé mjög háð því hvemig til takist með sölu á þeim flugvélakosti sem fé- lagið hefur notað innanlands. STAÐA SIGURÐAR HELGASONAR OG EFTIRMAÐURINN Sigurður Helgason segir að það hcifi ekki vakað fyrir Flugleiða- mönnum að kveða upp dauðadóm yfir Arnarflugi með afskriftinni á hlutabréfunum; hlutaféð sé af- skrifað á sama hátt og eignir Flug- leiða í Cargolux í fyrra. Staða Sig- urðar Helgasonar hefur styrkst í félaginu eftir aðalfundinn í síðustu viku og hefur aldrei verið sterkari. Ákvörðun hans um að gera tilkall til stjórnarformennsku í félciginu var tekin eftir að Öm Ó. John- son, fyrrverandi stjómarformaður, veiktist skyndilega mjög alvarlega fyrir mánuði. Sigurður hcifði, sam- kvæmt heimildum innan stjómar Flugleiða, ætlað að taka við stjóm- arformennsku 1985, en þurfti nú að flýta því um eitt ár. Skiljanlega hef- ur því lítt verið hugað að eftirmanni Sigurðar á forstjórastóli enn sem komið er, en almennt er gengið út frá því að Sigurður muni ráða því hver sá maður verður. Ef Sigurður hefði misst af stjómarformennsk- unni núna í hendur einhvers ann- ars hefði hann þurft að kljást um hana að ári, og þá áhættu tók hann ekki. Stjómarformennskan er áhrifastaða hjá félaginu og launuð. Innan Flugleiða er talið að Sigurð- ur hafi sóst eftir þessari stöðu fyrst og fremst vegna metnaðar. ,Jlann vildi þennan titil. Hann taldi sig geta hætt sem forstjóri með sóma og án þess að setjast í helgan stein og stjórnað félaginu áfram úr for- mennskunni," segir einn hluthaf- anna. ,3igurður er líka eini maður- inn í stjórninni sem eitthvert lífs- mark er með og sá eini sem getur leitt hana,“ segir þessi hluthafi. Nú er talið líldegt að Sigurður Helgason verði áfrcim forstjóri í reynd, með stjómarformennsk- unni, þótt slíkt brjóti í bága við hlutafélagslög; sami maður má ekki gegna báðum stöðum hjá sama félagi ef hlutafé er meira en 300.000 krónur. Búist er við að nýr forstjóri verði ráðinn fyrir næsta aðalfund félagsins. En hver? Framkvæmdastjórar Flugleiða, fjórir talsins, em sterkustu kandí- datamir og Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, á jafnframt möguleika ef hann kærir sig um. Líklegt er þó talið að hcinn, sem áður réð fjármálasviði Flugleiða og Sigurður metur mikils, vilji ekki fara frá Eimskip sem er stöndugra fyrirtæki en Flugleiðir. Leifur Magnússon, fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, var til skamms tíma talinn líklegur eftirmaður Sigurðar, en ekki leng- ur. Hann þykir ekki sérlega afger- andi stjómandi, þrátt fyrir góða skipuW^æfiIeika og þekkingu, en þótti lu^%ir vegna þess að menn töldu Sigurð vilja mann til að stjóma í gegnum. Nú þykir hins vegar ljóst að Sigurður vilji „sterk- an“ mann í forstjórastólinn - ekki „já-mann“. Af þeim þremur frcim- kvæmdastjórum sem eftir em; Erling Aspelund, Bimi Theodórs- syni og Sigfúsi Erlingssyni, þykja tveir þeir síðastnefndu koma sterk- ast til greina. Bjöm er fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs og er sagður talnaséní, kraftmikill og fljótur að glöggva sig á stöðu mála og taka ákvarðanir. Sigfús Eriings- son er framkvæmdastjóri mark- aðssviðs og nýjasta undrabamið í fyrirtækinu. Hann hefur fyrst og fremst unnið sér það til frægðar að hafa tekið við New York-svæðinu 1981, þegar það var að hmni komið og talað var um að leggja Norður- Atlatnshcifsflugið niður, og stjóm- að jjar hröðustu uppbyggingu sem orðið hafi hjá íslensku fyrirtæki á aðeins tveimur árum. Sigurður er nú ekki jafn einangr- aður innan Flugleiða og hann var áður. Andstaðan sem ríkti gegn honum á tíma uppsagnanna miklu fyrir nokkrum ámm er nú að mestu horfin. Hann var illa þokkaður á erfiðleikatímum félagsins þá, en ómaklega, að margra dómi nú. Flugleiðamenn telja margir hverjir að hann hafi verið raunsær, varkár og djarfur í senn í ákvörðunum sín- um. Þannig barði Sigurður til dæmis í gegn aukningu á Norður- Atlantshafsfluginu 1982 gegn mik- illi andstöðu stjómar félagsins. 8 HELGARPÓSTUP'NN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.