Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 10

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Side 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Sigmundur Emir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goögá h/f Framkvæmdastjóri: Guömundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaöaprent h/f Glæpur og refsing Helgarpósturinn fjallar í dag um mál ungs manns sem á sér Ijóta fortíð. Allt frá því hann var barn hefur hann verið ,,með annan fót- inn hjá lögreglunni,“ eins og hann orðar það sjálfur. I fyrstu voru þetta mest óknyttir en eftir því sem hann eltist urðu brotin alvar- legri og undir lokin var hann farinn að gerast sekur um líkamsárásir. Það vildi honum til happs að hitta unga konu sem hann stofnaði heimili með og hefur nú í tvö ár hvorki bragðað áfengi né eiturlyf, heldur stundað sína vinnu af samviskusemi, í rauninni byrjað alveg nýtt líf. En nú hafa gamlar syndir náð hon- um og hann hefur verið dæmdur í tíu mánaða fang- elsi. Margir eru sammála um að fangelsi sé, í sjálfu sér, ekki heppilegt sem refsing eða lausn á þeim vanda sem afbrotamenn eru. Par á móti kemur að löghlýðnir borg- arar eiga skilyrðislausan rétt á vernd gegn þessum mönnum, og í mörgum til- fellum er eina verndin, sem að einhverju gagni kemur, að loka þá inni. Ungi maðurinn sem Helg- arpósturinn fjallar um í dag er tvímælalaust einn af þeim sem þjóðfélagið átti rétt á að væri lokaður inni. Hann bætti í engu ráð sitt, framdi afbrot eftir afbrot og þau urðu alvarlegri eftir því sem á leið. Tíu mánaða fang- elsisdómur yfir honum fyrir þessi afbrot verður alls ekki talinn ströng refsing. Nú eru hinsvegar að- stæður gjörbreyttar hjá hon- um. Hann er að reyna að skapa sér nýja framtíð með sinni nýju fjölskyldu. Það er auðvifað engin trygging fyrir að hann haldi áfram á þeirri braut. Hann hefur áður sýnt að tilraunir til að rétta sig af, og það með aðstoð góðra manna, hafa ekki borið árangur. Hann hefur hins- vegar aldrei hagað sér skikkanlega svona lengi og aðstæður hans hafa aldrei verið jafn góðar og núna. Það má því segja að tölu- verð von sé til þess að hann hafi endanlega snúið við blaðinu og verði hér eftir nýtur og góður þjóðfélags- þegn. Mál hans er nú til at- hugunar hjá fullnustumats- nefnd og það verður metið á næstu vikum hvort þjóðfé- lagið á að gefa honum enn eitttækifæri. BRÉF TIL RJTSTJÓRNAR Réttur barns — skylda for- eldrisins í síðustu viku beindi rannsóknar- blaðamaður Helgarpóstsins frétta- ljósi sínu að málefnum forræðis- lausra feðra. Undir fyrirsögninni ,3ÖRN NOTUÐ í HEFNDARSKYNI" beindust spjótin fyrst og fremst að bamalögunum frá 1981 og þau tal- in gagnslítil. Málinu til frekari sönnunar voru birtar reynslusögur þriggja forræðislausra feðra um baráttu þeirra við „svifaseint" dómsmálaráðuneyti og fyrrver- andi eiginkonur/sambýliskonur. Frásagnir þeirra voru hinar athygl- isverðustu, en verða að sjálfsögðu að skoðast í því ljósi að þær segja aðeins frá annarri hlið málanna. Hinni hliðinni eru engin skil gerð. Með skrifum sínum vekur Helg- arpósturinn athygli á málum, sem fengið hafa of litla umræðu í fjöl- miðlum. Það er því miður hve um- fjöllunin var einhliða, auk þess sem hún einkenndist af vanþekk- ingu á málefninu og þeim laga- ákvæðum, sem um það gilda. Barnalögin eru mikil réttarbót fyrir feður óskiigetinna bcima. Með lögunum var foreldrum óskilget- inna bama, er búa í óvígðri sam- búð, falin forsjá bama sinna sam- eiginlega og jafnframt ákveðið að við slit á óvígðri sambúð þyrfti að ákveða hvort foreldrið fengi for- sjána og hinu foreldrinu tryggð umgengni. Mjög veigamikil ný- mæli, því áður var forsjáin ein- göngu í höndum móður og feðum- ir áttu engan rétt til umgengni. Ef til sambúðarslita kemur (og hér er orðið notað sem samheiti slita á vígðri sem óvígðri sambúð) þarf að ákveða hvort foreidrið fari með forsjá barnanna og kveða á Rakarastofarv Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 t GEYSIR SS f |E2Slr r- Borgartún 24 (hom Nóatúna) Sími 11015, ákvöldin 22434. Sækjum — Sendum — Aðeins að hringja — Nýir og sparneytnir bílar. Tegund og árgerd daggj. Kmgj. Lada 1500 station árgerð 1984. 500 5,00 Opel Kadett (framdrif) árgerð 1983. 600 6.00 Lada Sþort jeppar árgerð 1984. 800 8.00 | Allt verð er án söluskatts og bensins. um umgengni hins. Sem betur fer tekst foreldrum oftast að ná sam- komulagi um þessi atriði. Náist það hins vegar ekki vísar dóms- málaráðuneytið ágreiningnum til umsagnar viðkomemdi barna- vemdamefndar. Nefndin kannar hagi og aðstæður beggja aðila og byggir umsögn sína til ráðuneytis- ins á því, sem fram kemur. Á gmndvelli umsagnar bamavemd- arnefndar tekur dómsmálaráðu- neytið ákvörðun í forsjár- og/eða umgengnisdeilunni. í undéuitekn- ingartilvikum er þó einnig óskað álits barnaverndarráðs á ágrein- ingnum. Þá er komið að þeim þætti, sem aðallega er fjallað um í grein Helg- arpóstsins, framkvæmd ákvæða um umgengni. Hér er rétt að taka fram og hafa hugfast, að bamalög- in skilgreina umgengnisréttinn sem rétt bamsins og skyldu for- eldrisins. Foreldri með forsjá, sem tálmar umgengni hins foreldrisins við barnið, er því að brjóta rétt á barninu, jafnframt því sem það kemur í veg fyrir að hið forsjár- lausa foreldri geti ræktskyldursín- ar við bcimið. Vissulega geta sérstök atvik valdið tregðu foreldrisins, t.d. að það telji hitt foreldrið einhverjum annmörkum háð vegna sálsýki, eiturlyfjaneyslu, óreglu eða því um líks og umgengnin baminu því óheppileg. Ef mál er þannig vaxið er foreldri með forsjá bæði skylt og rétt að óska endurskoðunar á um- gengninni og láta dómsmálará'öu- neytinu eftir að ákveða hvort rétt- lætanlegt sé að takmarka, eða jafn- vel fella niður umgengnina. Foreldri með forsjá hefur þó sjaldnast afsakanir af þessu tagi fyrir tálmunum sínum. Oftast er verið að „ná sér niðri á“ hinu for- eldrinu. Það gleymist í ákafanum að sá aðili, sem mest líður vegna ágreiningsins er bcimið, sem þráir það heitast að sættir takist milli foreldra sinna. Ekki er hægt að skilja við þessa umf jöllun um umgengni án þess að minneist á enn eina hlið þessa máls. Hér á ég við baráttu foreldris með forsjá, oftast micðranna, til að fá föðurinn til að rækja umgengn- BÖRN NÖTUÐ [HEFNDARSKY umgangast bóm < * siri erhverfaiyí^ isskyldur sínar við bamið. Þess em nefnilega einnig dæmi að foreldrið, sem ekki hefur forsjána, hirði ekki um að umgangast bamið. Hér em engin úrræði, dagsektum ekki hægt að beita, a.mJc. skv. orðcinna hljóðan, því engum tálmunum er fyrir að fara. I grein Helgarpóstsins var lítil- lega minnst á ættleiðingar og vil ég því að endingu drepa örfáum orð- um á þær. Skv. ættleiðingarlögum þarf eingöngu að leita samþykkis foreldris með forsjá vegna fyrir- hugaðrar ættleiðingar. Lögin mæla hins vegar fyrir um að leitað sé álits hins foreldrisins, sé þess kost- ur.Ættleiðingarmál em, líktog for- sjár- og umgengnisdeilur, sendar barnavemdarnefndum til umsagn- ar. Hjá bamavemdamefnd Reykja- vi'kur er ætíð kannað gaurngæfi- lega hvort leitað hafi verið um- sagnar hins foreldrisins. í lang- flestum tilvikum liggur fyrir í ætt- leiðingarmáli Scimþykki þessa for- eldris fyrir ættleiðingunni. Liggi álitið ekki fyrir, eða sé það nei- kvætt, er sérstaídega á það bent í umsögninni til dómsmálciráðu- neytisins. Ég læt þessar athuga- semdir um meðferð ættleiðingcir- mála nægja, en um þau mál væri hægt að skrifa aðra grein. Dögg Pálsdóttir formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Um stjórnar- kjör rithöf- undasam- bandsins Vegna fréttar um formanns- og stjórnarskipti í Rithöfundasam- bandi íslands í síðasta tbl. Helgar- póstsins er rétt að bæta því við að meðal upphafsmanna að framboði Sigurðar Pálssonar, Birgis Sigurðs- sonar, Einars Kárasonar og Þor- steins frá Hamri vom rithöfund- amir Tlior Vilhjálmsson og Einar Bragi. Ágreiningur varð hins vegar um kynningu framboðsins í Frétta- bréfi sambandsins, sem Thor og Einar Bragi töldu að túlka mætti sem um framboð í tengslum við fráfarandi stjóm væri að ræða, en ekki framboð hins almenna liðs- manns Rithöfundasambandsins. Drógu þeir því nöfn sín til baka af meðmælendalistanum, en lýstu hins vegar fyllsta stuðningi við framboð fjórmenningcinna sem slíkt. VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARIN . V N/ 1 MÖrur _____ 5 á markaðsverði. 2 S 1 Bi / RAFTÆKJADEILD II. HÆÐ Raftæki - Rafljós og rafbúnaður JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daginn MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: Mánud.-fimmtud. 9-19. Föstud. 9-20. Laugard. 9-16. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.