Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 28
I eimildir úr pólitíkinni herma að stjómarsamstarfið leiki nú á reiðiskjálfi. Kemur þár fýrst og fremst til einleikur Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra sem enginn virðist geta haft stjóm á. Em samráðherrar hans flestir, hvort heldur er úr Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki, sagðir orðnir langþreyttir á samskiptum við Albert, innan ríkisstjómar- funda sem utan, og er jafnvel haft eftir sumum að senn líði að því að annað hvort fari stjómin frá eða Albert úr henni. Þannig heyrir HP að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi ajn.k. einu sinni fundið sig knúinn til að hringja í Steingrím Hermanns- son forsætisráðherra og biðja um gott veður vegna framkomu fjár- málaráðherra á fundi um fjárlaga- gatið. Flestir fundir em reyndar sagðir meira og minna í upplausn vegna þess að fjármálaráðherra annars vegar og aðrir ráðherrar hins vegar nái hreinlega ekki sam- an... Svc ekki getið um þennan aðdrciganda. Og nú er Matthías búinn að greiða götu Alberts suður í lönd... P vo rammt kveður nú að úlf- úðinni í ríkisstjóminni út af Albert að Scunráðherrar hcins em famir að gera sérstakar ráðstafanir til að losa sig við hann. Á ríkisstjómar- fundi fyrir fáum dögum hafði hvorki gengið né rekið vegna valdastreitunnar milli fjármálaráð- herra og starfsbræðra hans. Þá segir Albert, samkvæmt heimildum HP,að hann sé orðinn svoþreytturá þessu þrefi við hina ráðherrana að hann myndi flytjast búferlum hið snarasta til Suður-Frakklands, - eins og hann hefur áður lýst yfir að hann ætli að gera þegar hcinn setjist í helgan stein, - ef ekki væm þessar fáránlegu reglur um yfir- færslu eigna milli læida. Flokks- bróðir fjármálaráðherra, Matthías A. Mathiesen viðskiptaráðherra tók hann á orðinu. Hann sendi rak- leiðis í Seðlabankann tillögur að nýjum og frjálsari reglum sem nú hafa náð fram að ganga eins og slegið var upp á baksíðu Morgun- blaðsins í gær. Þar er hins vegar ótt fjárhagsstaða Amarflugs fari nú heldur batnandi (sjá annars grein um flugfélögin á bls. 7 í HP í dag) er ástandið enn erfitt. Það kom á daginn fyrir skömmu, þegar lífeyrissjóður flugmanna hjá Am- arflugi neyddist til að láta gera f jár- nám hjá félaginu vegna skulda. Skuldir þess við lífeyrissjóði starfs- fólks munu nema milljónum króna. Þegar iífeyrissjóður flug- manna hugðist láta ganga að eign- um félagsins fcinnst ekkert nema húsgögnin á skrifstofum fyrirtæk- isins og varð að gera fjámám í þeim... P órður Ingvi Guðmunds- son, deildarstjóri í fjárlaga- og hagsýslustofnun, mun hverfa úr störfum hjá hinu opinbera í næsta mánuði og halda á vit hins ríkisins - Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Hann verður f jármála- stjóri rafeindafyrirtækis Sam- bandsins, Marels hf., sem gerist nú æ umsvifameira og er m.a. að hefja útflutning á íslenskum rafeinda- tækjum í stórum stfl. Jafnframt verður Þórður Ingvi framkvæmda- stjóri fjárfestingasjóðs SÍS, sem nefnist Samvinnusjóður... lelgi Skúlason leikari var kcfllaður alla leið tii Parísar til að lesa íslenska textann við áróðurs- mynd NATO, sem var sýnd í íslenska sjónvarpinu í vikunni í tilefni af 35 ára afmæli bandalagsins. Textinn var settur inn á myndina í einka- stúdíói, sem NATO leigði í borg- inni. En Helgi var ekki einn um að vera sóttur í þessum erindagjörð- um til Parísar. NATO sótti líka Charles Heston alla leið til Holly- wood til að lesa inn á bandarísku útgáfuna að myndinni... fundinum gcignrýndi Jón Þórar- insson það, að tvö af fjórum verk- um væru leikhúsverk. Þó virðist horfa betur með eigin leikritagerð sjónvarpsins á næsta ári, en valdir verða 15 íslenskir höfundcir til að skila efniságripum af nýjum sjón- varpsleikritum... li I ér í HP hefur undanfamar vikur verið fárast nokkuð út af inn- lendri dagskrárgerð sjónvarpsins- eða réttara sagt skorti á henni. Senn mun trúlega hilla undir breytingar til batnaðar. Á fundi út- varpsráðs fyrir skömmu voru þessi mál rædd og komu fram ýmsar upplýsingar um framkvæmdir á vegum Lista- og skemmtideildcir. Þrjú leikrit verða tekin upp í ár - Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns- son, leikstjórí Ágúst Guðmunds- son; Stalín er ekki hér eftir Vé- stein Lúðviksson, leikstjóri Lár- us Ymir Óskarson og Bleikar slaufur eftir Steinunni Sigurðar- dóttur, leikstjóri Sigurður Páls- son. Óvíst er um fjórða vericið, Bjartsýnisfólk eftir Jón Hjartar- son og Gunnar Gunnarsson. Á lleiri nýmæli hjá LSD sem út- varpsráð hefur samþykkt: Oddur Björnsson rithöfundur á að gera hcuidrit að sjónvarpskvikmynd sem tekin verður upp síðar í ár ef um semst; Bryndfs Schram mun gera rabbþætti fyrir sjónvarpið í haust; sjónvarpskvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson verður gerð næsta ár, svo og heimilda- mynd um Jóhannes Kjarval og verk hans... "eilur urðu á fundinum um þá ósk Hinriks Bjarnasonar, dagskrárstjóra LSD, að samið yrði við Jón Asgeirsson um handrit og tónlist að gamanóperu undir vinnuheitinu ,Jíöld eru kvenna- ráð“. Mótmælti Ingibjörg Haf- stað, fulltrúi Kvennalistans, þess- ari ráðstöfun, því samkvæmt efnis- lýsingu gæfi verkið „skrumskælda kvenímynd". En allt kom fyrir ekki - orðið var við ósk dagskrárstjór- ans með sex atkvæðum gegn einu... HVAR HELDUR ÞÚ AÐ GYLFI PÚST GEYMI LIMMANN SINN ÚT NÆSTU VIKU? Auðvitaö á AUTO ’84 þar sem ótrúlegustu hlutir munu sjást og gerast í dag og til 15. apríl í Húsgagnahöllinni og húsi Árna Gíslasonar. Alþióó*eg btlasýning -- INTERNATtONAL MOTOR SHOW 6. til 15. apríl. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.