Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 13
MATKRÁKAN Skúlaskeið „Uppgötvun nýs réttar skiptir velferð mannkyns meira máli en uppgötvun nýrrar stjömu," var eitt af spalönælum franska eldhúsfflósófsins Brillat-Savarin. Þessi orð mætti e.t.v. staðfæra eitthvað á þessa leið: „Uppgötvun nýrra rétta skiptir sálarheill ís- lendingsins meira máli en taprekstur ú'u togeira." Óþarfi er að f jölyrða um hve matar- æði Islendinga hefur breyst mikið undan- farin ár, er í heild orðið miklu fjölbreyttara og léttara. Æ færri landar hvompa nú i sig rauðkál, súrar baunir og sultu með brösuð- um steikum og vart hnígandi brúnum sósum, en þeim mun fleiri mumpa ánægjulega yfir réttum á borð við reyksoðinn regnboga- silung með hvítlauksspínatsósu, rist- aðan skötusel með mandarínum í ban- anajógúrtsósu eða léttreyktan ál með eggjahræru og ristuðu brauði — frum- lega framreitt fiskmeú sem margur landinn hefði sjálfsagt fúlsað við fyrir áratug eða svo. Matargerðarbylting þessi, sem jafnframt er merkjanlegasta bylúngin sem orðið hef- ur hérlendis á þessum úma, er ekki síst að þakka metnaðarfullum matreiðslumeistur- um sem upp hafa risið meðcfl þjóðcirinnar. Þcir stendur Skúli Hansen, chef á Arnar- hóli, í broddi fylkingar. Skúli hefur í 3 ár annast veitingarekstur á Amcirhóli ásamt Guðbirni Karíi Ólcflssyni en þeir störfuðu báðir að Hótel Holú, Skúli ma. í 7 ár sem yfirkokkur. - Frá upphcifi hefur Amcirhóll verið í efsta gæðaflokki reykvískra matsölu- staða, bæði hvað varðar frumlega og fjöl- breytta matægerð svo og lipra þjónustu. - Fyrrgreindir fiskréttir vom t.a.m. cillir cif matseðli Amarhóls. Þar er áll um regnboga- silung frá svartfugli til melónusorbet Amarhóll hefur nýverið tekið í notkun nýjan matseðil samansettan af æmum metnaði sem sá fyrri. Þeir Skúli og Guð- bjöm Karl hafa t.d. sérstaka ál- og svart- fuglsfangara á sínum snærum; folalda- lundir, sem mjög em dýrkaðar í Frans, sér- panta þeir frá Kaupfélagi Þingeyinga; hreindýr bjóða þeir upp á allt árið. Þess er gætt að bjóða matargestum upp á gott úrvcfl sjcfldgæfra hráefna, rcimmíslenskra. (Mikið verður nú gciman þegar hægt verður að kaupa ál, síld og loðnu, ný og reykt, áscimt hrognunum í hverri einustu fiskbúð! En því hafa fordómar neytenda og fyrir- hyggjuleysi fisksala staðið í vegi fyrir.) Am- arhóll leggur höfuðáherslu á frumlega fisk- rétti og villibráð. En vanafasúr geta efúr sem áður gætt sér á graflaxi og pipar- steik, í þetta skipú ekki með bemaise-sósu heldur rósavíns-negulsósu. Matreiðslan sjálf ber mikinn keim af nýju frönsku matargerðarbylgjunni, semsé krydd og matreiðsla eiga að laða fram og undirstrika sérkenni hvers hráefnis, hvort heldur varðar bragð eða áferð, en ekki drekkja eða stökkbreyta. Jafnframt má merkja japanska undiröldu, einkum í ásýnd réttanna. Hún er slík að þig dauðkiúar og blóðlcmgcir úl að kynnast þeim. Sem í draumi birtist þér sem dýrðlegt ævintýr sneið af hreindýrapaté skreytt með nýút- spmngnu selleríblaði, við hlið hennar blómlaga hrúga af rifnum gulrótum - á la japonaise - og hið alsjáandi auga sýrðu gúrkunnar; eða orkideufölur rauðmagi svamlandi í Scimlitri rósavínssósu og við hlið hcms sneið af laxapaté (búnu til úr hráum laxi og reyktum) ... Samnefnari fyrir rétti hússins er létúeiki, áscimt ytri og innri fegurð. it’s really like my own husband is serving me, playing my favorite Beethoven as dinner-music." Ekki cimalegt að eiga jcLfn ástkæra og ylhýra maka og þjónana á Am- arhóli, ég segi nú ekki annað... Þar sem Amarhóll er fjögurra stjömu staður er við því að búast að verðlagning sé eftir því. Forrétúr, að súpum meðtöldum, em á bilinu 115-510 kr„ fiskrétúr frá 305-830 kr„ kjötréttir 390-855 kr. og eftirréttir á bil- inu 75-220 kr. En ýmislegt hnossgæti er þarna á mjög viðráðanlegu verði eins og silungasúpa með kampavíni og dill- rjóma á 150 kr„ reyksoðinn regnboga- silungur með hvítlauksspínatsósu og kartöflugratíni á 365 kr. og léttsteikt svartfuglsbringa með vínberjum og trönuberjasósu á 390 kr. En svo gercist undur og stórmerki í hádeg- inu - þá bara hrapar verðið niður úr öllu Vcfldi á þeim 6-7 réttum sem þá em á boð- stólum. Þá borgar þú t.d. fýrir smjörsteikt- an karfa í koníaki 225 kr. og 325 kr. fyrir svartfuglsbringu í madeirasoði með eplasalati. I þessu verði er að auki inni- fcflin súpa og salat. Ég get að öllu samanlögðu staðfest það sem segir í auglýsingunum frá Amarhóli: hvíldarstaður í hádegi - höll að kvöldi. Og nú skeiðar Skúli Hansen fram á ritvöllinn og gefur okkur sýnishom af sköpunarverkum sínum. ,,Hvíldarstaður í hádeginu - höll að kvöldi“ En það er ekki aðeins maturinn sem er í sérflokki á Amcirhóli, svo er einnig þjónust- an og umhverfið. Ég held að Amarhóll sé eini matsölustaðurinn í borginni sem hefur þessa ritúölsku uppbyggingu: nefbroddur- inn þíddur í djúpu hægindi í lystaukabam- um inn af anddyrinu og matseðillinn gaum- gæfður; þá gengið niður í sjálfan Amarhól- inn á vit dýrðlegra rétta og þjóna, og að málsverði loknum er við hæfi að færa sig enn um set og gæða sér á kaffi (og koníaki) á þar til gerðum bar inn af matsalnum. „I realiy feel like horne," sagði cunerísk bisnesskona við mig á Amarhóli um daginn. „The servants are so smooth and quiet that Ristaður skötuselur með mandarínum í banana-jógúrtsósu Afar frískandi fiskréttur; ekkert bras, eng- in feiti, fiskurinn ristaður á þurri pönnunni. Skúli matreiðslu- meistari eldar krásir í Arnarhóli. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Mysa er notuð í sósuna, í mörgum tilfellum getur hún hæglega Ieyst hvítvínið af hólmi. Uppskrift handa 2. 400 g skötuselur 1 mandarína 1/2 grein af fersku dilli 1/2 dl mysa 1 dós bananajógúrt salt, sítrónupipar 1. Hreinsið skötuselinn og skerið hctnn í u.þ.b. 2 cm þykkar sneiðctr. Velúð þeim upp úr hveiti og kryddið með salti og sítrónupipar. Risúð þær síðan á vel heitri, þykkbotna pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. 2. Hellið mysunni yfir fiskinn og láúð suð- una koma upp augnablik. 3. Afhýðið mandcirínuna, takið hana sund- ur í báta og setjið þá saman við fiskinn. Hellið að lokum bananajógúrt yfir og bragðbætið frekar með salú og sítrónu- pipar; stráið söxuðu dillinu yfir. Pönnusteiktur hörpuskel- fiskur með ferskum sveppum í estragonsósu Hér er uppskrift að öðrum fiskrétti af matseðli Arnarhóls, jafn einfaldur og góm- sætur og sá fyrri. Uppskrifún jcflnfrcunt handa 2. 400 g hörpuskelfiskur 150 g sveppir 150 g rifinn ostur (gjarnan Gouda) 4 msk sherry 1 dl rjómi 1 hvítlauksgeiri salt, pipar, estragon 1. Hreinsið sveppina í köldu vatni og skerið þá langsum í tvennt. Veltið hörpuskel- fisknum upp úr hveiti og kryddið með ofangreindu kryddi. Þeyúð rjómann. 2. Steikið hörpuskelfiskinn í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið,blandið þá sveppunum sam- an við og steikið áfram í 2 mín. Hellið sherrýinu yfir, iátið suðuna koma upp augnablik. Hrærið þá þeyttum rjóman- um saman við, bragðbætið með meira sherrýi, ef vill, og blandið að lokum rifn- um ostinum samcin við sósuna. HELGARPÓSTURINN 5 ÁRA Helgarpósturinn býður öllum vinum og óvinum til afmælisveislu á Hótel Borg, föstudaginn 13. apríl. Geggjuð dagskrá! Geggjað stuð! MUNIÐAÐTAKA FRÁ 13. APRÍL! Nánar auglýst síðar HELGARPÓSTURINN 5 ÁRA HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.