Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 7
ÍSLENSKU FLUGFÉLÖGIN í HARÐRI BARÁTTU HAGNAÐUR MEÐ TAPI Norður-Atlantshafsflug Flugleiða verður áfram rekið með halla og ríkisstyrkjum. Albert Guðmundsson reynir að gera félaginu erfitt fyrir eftir misheppnaða valdabaráttu sína í félaginu fyrir hönd ríkisins. Og forstjóri Arnarflugs segir Flugleiðirætla að drepa félag sitt. eftir Hallgrím Thorsteinsson Sigurður Helgason, staða hans aldrei sterkari en nú. Agnar Friðriksson, framkvæmda- stjóri Arnarfiugs: „Flugleiðir ætla að drepa okkur." Enginn sérstakur fögnuður ríkti á aðalfundi Flugleiða i síðustu viku þrátt fyrir að félagið reyndist vera rekið með 107 milljón króna hagn- aði á síðasta ári. Félagið á enn við œrin vandamál að stríða og fram- tíð þess er í óvissu að mörgu leyti, og alls ekki trygg. Sigurður Helga- son forstjóri, sem jafnframt var kjörinn stjórnarformaður félagsins á fyrsta stjórnarfundinum eftir aðalfund, tilkynnti áframhaldandi tap á rekstri Norður-Atlantshafs- flugleiðarinnar. Tapið nam 82 milljónum króna á síðasta ári þrátt fyrir ríflega 40 milljón króna styrk frá ríkisstjórnum Islands og Lux- emborgar vegna þessa flugs. Norð- ur-Atlantshafsflugið er umfangs- mesti rekstrarþáttur félagsins, en jafnframt sá sem nú stendur veik- ustum fótum. Farþegum á þessari leið fjölgaði reyndartil muna á síð- asta ári, eða um 30%, og afkoman varð aðeins skárri en 1982, en engu að síður er tapið það mikið að Flugleiðir fara fram á áfram- haldandi ríkisstyrk í formi niður- fellingar lendingargjalda hér heima og í Luxemborg á þessu ári, fjórða árið í röð. ALBERT ER ÆVAREIÐUR En Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er ekki tilbúinn að verða við óskum Flugleiðamanna. Hann vill að Flugleiðir endurgreiði nú af hagnaði ársins 1983 þá fyrir- greiðslu stjómvalda, sem fólst í niðurfellingu lendingargjalda 1980 og 1981 - um 65 milljónir króna. Hann er sagður ævareiður Sigurði Helgasyni og yfirlýsingar hans í fjölmiðlum að undanfömu bera vott um það. Albert hefur viljað koma þriðja fulltrúa ríkisins inn í stjóm Flugleiða, eins og rúmlega 20% hlutafjáreign ríkisins í félag- inu gefur því rétt til. Og fyrir aðal- fundinn núna krafðist fjármálaráð- herra þess einnig, samkvæmt heimildum Helgarpóstsins, að Sig- urgeir Jónsson aðstoðarseðla- bankastjóri, cinnar fulltrúi ríkisins í stjórninni, tæki við stjómarfor- mennsku í félaginu af Emi Ó. John- sen sem veiktist alvarlega mánuði fyrir fundinn. Aðrar heimildir HP segja að Albert hafi viljað fá Ragnar Kjartansson, stjómarformann Haf- skipa, í stjórnarformennskuna en ekki Sigurgeir. Þegar Flugleiða- menn féllust ekki á að ráðherra til- nefndi stjómarformann, og nokk- uð ljóst þótti að Sigurður Helgason ætlaði sjálfum sér stjómarfor- mennsku, krafðist Albert þess að ríkið fengi að skipa annan forstjóra fyrirtækisins við hlið Sigurðæ, segja heimildir blaðsins. Flugleiða- menn höfnuðu þessari kröfu og mótleikur Alberts í stöðunni var að krefja Flugleiðir um endurgreiðslu á fjrirgreiðslu ríkisins, sem fyrr segir. A sínum tíma gerðu Steingrímur Hermannsson, þáveréindi sam- gönguráðherra, og Ragnar Am- alds, þáverímdi fjármálaráðherra, með sér samkomulag um að full- trúar ríkisins í stjóm Flugleiða væm tilnefndir af ráðuneytum hvors um sig. Á sínum tíma var einnig gert samkomulag um að rík- ið myndi ekki nota atkvæðisrétt sinn á aðalfundi félagsins. Albert er þetta þymir í augum og hann held- ur því fram, réttilega, að ríkið sé eini eignaraðili félagsins sem leggi fé í reksturinn og sé þar að auki gjörsamlega áhrifalaus um það hvemig þessu fé er varið - að ríkið geti engu ráðið um stjómun fyrir- tækisins. Hann lýsti því yfir í Morg- unblaðinu um síðustu helgi, að það færi að verða spuming hvort ríkið ætti ekki eitt Flugleiðir. Fjár- málaráðherra segir ríkið nú þurfa að endurskoða eignaraðild sína að félaginu og fá rétt mat á hlutabréf- um þess svo hægt sé að selja þau. Starfsfólk Flugleiða hefur lýst áhuga sínum á að kaupa þau. Aðstoð ríkisins við Flugleiðir er bundin tapi á rekstri Norður-Atl- antshafsflugsins. Heimildir HP inn- an fjármálaráðuneytisins telja, að f jármálaráðherra vilji nú láta Ríkis- endurskoðun fara nákvæmlega ofaní reikninga og bókhald Flug- leiða varðandi Norður-Atlants- hafsflugið til að sannprófa stað- hæfingar Flugleiðamanna um tug- milljóna króna tap á þessu flugi. Andstæðingcir ríkisaðstoðarinnar við félagið telja að það hljóti að hafa tilhneigingu, við núverandi aðstæður, til að gjaldfæra sem mest af rekstrarkostnaði sínum á Norður-Atlantshafsflugið til að geta sýnt sem mest tap á því. Flug- leiðamenn neita þessu að sjálf- sögðu. Samkvæmt fjárlögum og láns- fjárlögum er fjármálaráðherra heimilt - en þó greinilega óljúft - að veita Flugleiðum alls 92 milljón- ir króna í styrk á þessu ári; 65 millj- ónir til að borga lánið vegna að- stoðarinnar 1980 og 1981 og 27 milljónir í niðurfelld lendingar- gjöld. Lagabreytingu þarf því til að hægt sé að krefja félagið um borg- un á 65 mill jón króna láninu. Frum- varp til slíkrar lagabreytingar yrði aldrei stjónarfrumvarp, að því er heimildir HP telja, því fjármálaráð- herra er upp á kant við samráð- herra sína í þessu máli eins og svo mörgum öðrum. „Það var alltaf ákveðið að ríkissjóður greiddi þetta lán,“ sagði Matthías Bjama- Sjá næstu síðu HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.