Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 15
Séra Arelíus Níelsson í Helgarpóstsviðtali - Hvert er viðhorf þitt til kirkjunnar al- mennt? ,4Cirkjan hefur sannarlega komið mörgu góðu til leiðar í gegnum tíðina en hún hefur líka oft misskilið hlutverk sitt. Helgisiðir og játningar hcifa gjcirncin verið meira metin en kjami kær- leikans og þá á ég við að umbúðimar hcifi verið teknar fraun yfir kjamann. Ég er á móti ýmsu í fræðigreinum kirkjunnar, t.d. glötunarkenning- unni og friðþægingarkenningunni - að Guð, faðir kærleikans, hafi skapað milljónimar til að kveljast í logum helvítis, að undanteknum fá- einum „frelsuðum" sálum. Einnig er ég á móti bókstafstrú og bókstafsblindu, sem víða kemur fram í hinum svonefnda ,rétttrúnaði“. Þó að Luther hafi verið frumherji frjálsrar hugsunar, þá gat hann samt verið bókstafstrúarmaður , þótt hcinn gerði mun á bókum biblíunnar. Hann var líka um of fordómafullur, t.d. gagnvart gyð- ingum. Ég hef ætíð haft tilhneigingu til að fylgja þeim sem em ofsóttir, minnihlutahópum og öllum þeim sem minna mega sín yfirleitt. Krist- índómurinn er eiginlega fólginn í aðeins einu orði: elskið - hugsið um aðra eins og bömin ykkar." - Hefurðu einhvem tíma efast í trúnni? „Það er nú e.t.v. dáh'tið erfitt að svara því. Þegar ég vígðist til prests og átti að lofa að predika „Guðsorð" rétt og hreint, þá spurði ég sr. Sigurgeir biskup hvort ég mætti ekki láta samviskuna ráða ef á reyndi fremur en bókstaf- inn og tók hann því vel. En spumingunni get ég líklega best svarað á þá leið, að ég hef aldrei efast um að sólin komi upp aftur þó hún heifi sest um stund. Mér hafa auðvitað oft fundist allar dyr lokaðar en vitað að eitt lítið ljós getur orðið að milljón Ijósum. Ég hef lifað í trúnni á sigur ljóssins og sú trú hefur ekki bmgðist mér enn.“ Vinn að œvisögunni - Hvað hefurðu helst fyrir stafni eftir að þú lést ai störfum? Ég sé hér stafla af handritum, fæstu mikið við skriftir? irJá, ég skrifa alltaf eitthvað á hverjum degi, annars gæti ég þess nú líka að fcira mikið út og hreyfa mig eins og ég get. En oftast er ég kominn að skrifborðinu mínu kl. 6 að morgni og.hugsa ekki um laun heldur aðeins starf. Já, handritin eru mörg en ég ætla aðeins að nefna það síðasta, frá því á nýársdag. En það er ævisaga mann- vinarins mikla Henry Duncint, stofnanda Rauða krossins, en um hann hefur ekkert verið ritað á íslensku fyrr. Og svo gríp ég í að skrifa eigin sögu, þegar ekki er annað sem grípur hugann föstum tökum. Ég hef alltaf verið hamingjusam- astur, þegar ég hef haft mest að gera.“ - Em kirkjumar ekki illa nýttar, mætti ekki hafa þar fjölbreyttari starfsemi? JCirkjumar em yfirieitt illa nýttar sem kirkjur, en þegar safnaðcirheimilin bætast við er ekkert í Scunfélciginu, sem er betur sótt, nema þar sem skólamir kalla bömin samcin með skyldu. Safn- aðcU"heimilin em að vissu leyti nýtt fyrirbrigði í kirkjulegri starfsemi hér á landi og hið hljóðláta starf sem þar er unnið er ekki til umræðu yfir- leitt, því það þarf hvorki að borga peninga til að koma né skatta til að byggja, þó tekið sé á móti þúsundum manna, bæði til félagsstarfsemi og skemmtana árið um kring. Hver mundi ekki telja það sjálfsagt í öðm samkomuhúsi, að greiddar væm fjárfúlgur fyrir yfir tvöhundmð fundi á ári, eins og t.d. AA-samtökin njóta í safnaðarheimili Langholtssafnaðar. Og þar er einnig f jöldi annarra funda árlega.“ Gefallar tekjur upp til skatts - Er það rétt, að þú hafir einu sinni verið tekjuhæsti prestur landsins? ,£kki hef ég nú hugmynd um það. En finnst það heldur ólíklegt. Hinsvegar hélt ég áfram að gefa allar mínar tekjur upp til skatts eftir að ég kom hingað til Reykjavíkur. Líka hinar svonefndu aukatekjur (þóknun fyrir giftingcir, skímir og jarðarfcirir). Þær höfðu ekki alltaf verið gefnar upp, enda ekki svo á eftir því gengið. En nú er allt slíkt tcdið frcim. Jú, líklega þótti það eitthvað skrítið á sínum tíma, að hann Árelíus þénaði meira en margir aðrir prestar, og þetta var nú ástæðan. En ekki það, að í minni sókn giftust fleiri eða dæju.“ - Svo við vindum okkur aðeins yfir í ver- aldarvafstrið, hvað finnst þér um íslensk stjóm- mál í dag? „Ég er nokkuð ánægður með þau. Ég get eiginlega fundið mig heima í öllum flokkum. Hvar í heiminum væri t.d. hægt að mynda ríkis- stjórn á borð við stjóm Gunnars Thoroddsens, annars staðar en hér. Það er það góða við stjórnmálamennina okkar að þeir em allir að einhverju leyti bæði til vinstri og hægri. Ófgam- ar eru litlar. En ánægðastur er ég með þann frið og frelsi sem hér ríkir og að atvinnuleysi er hér nánast óþekkt." - Hvað um heimsmálin, vígbúnaðcirkapp- hlaupið? „Þar er ég hræddur, þar þarf ég hvað sterk- asta trú. Líf og hamingja mannfólksins em und- ir því komið að vopn verði lögð niður. Það væri óskandi að stjórnendur í austri og vestri gætu fundið hcuningjuna í því að takast í hendur og vinna saman. Ég er einlægur friðarsinni í hug- sjón og framkvæmd." - Hvert er álit þitt á kvenréttindahreyfing- unni? ,Áfér finnst ekkert sjálfsagðara en að maður og kona séu jafningjar á öllum sviðum. Hcifi sömu laun fyrir sambærilega vinnu og hafi sömu möguleika í lífinu. En konan er hæfari á tilfinningasviðinu - til að elska og gefa og beita kröftum sínum í þágu hinna bágstöddu. Móður- hlutverkið á sjálfsagt sinn stóra þátt í því. - Jú, vissulega væri æskilegt að karlmennimir, margir hverjir, hefðu nánari scimskipti við börnin sín. Ég fann sjálfur hversu nákomnari ég varð mínum börnum er ég annaðist þau ein- samall og varð að láta þau sitja í fyrirrúmi. Karlmaðurinn aftur á móti er e.t.v. víðsýnni en konan, vegna þess hve hún hefur verið einangr- aðri, en það er nú reyndar að breytast." Sé engan mun á vígðri og óvígðri sambúð - Hvemig líst þér á ungu nútímafjölskylduna - hjón í óvígðri sambúð - og hverja telurðu helstu ástæðuna fyrir fjölgun skilnaða? „Mér finnst sú fjölskylda ekki á nógu traust- um grunni, heimilið er hið raunvemlega bjarg sem samfélagið byggist á, því skal það mikils metið. Og þar er konan sá fulltrúi Guðs, sem mest þarf að meta. Ég sé engan mun á vígðri eða óvígðri sambúð ef vígslan er aðeins fet inn í kerfi samfélagsins. En sé vígslan tekin sem heil- ög athöfn, sem tengi ástheitar sálir, þá er hún mikils virði. Og „ógift" hjón sem elska hvort annað em af Guði vígð. Fjölgun skilnaða stafar helst af því að fólk giftist of ungt, það skilur ekki hlutverk sitt sem elskandi eða eiginmaður og eiginkona. Auk þess er það hraðinn, hávaðinn, tæknimenningin, sem dregur fólk meira og minna sundur og út af heimilunum." - Hvað væri helst til bóta svo mannlífið megi blómstra betur? „Uppeldi þar sem trú, von og kærleikur væru sett í hásæti; á heimilum, í skólum og kirkjum. Og þar sem foreldrar, fræðarar og prestar væru samtaka um að rækta þessar dyggðir öllu öðru fremur. Skapa þannig gróandi þjóðlíf þar sem takmarkið er frelsi og friður." - Eitt að lokum, hefur presturinn Árelíus aldrei átt í barátu við manninn Árelíus? „Nei, til þess hefur nú ekki þurft að koma, því persónan hefur ráðið umfram prestinn. Sam- viskan og skynsemin í eigin hjarta hefur haft yfirhöndina á úrslitastundum að mér finnst. Trúðu á tvennt í heimi Tign sem æðsta ber: Guð í alheims geimi, Guð í sjálfum þér. Mín Guðsmynd er óþekkt afl sem er æðsta orkulind tilverunnar, að vissu leyti uppspretta lífsins sjálfs."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.