Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 25
Tommi hefur verið okkur til ama og leiðinda allar götur síðan hann var fyrst handtekinn, fyrir bílþjófnað, átta ára gamall. Þará eftir fylgdi tuttugu ára ferill afbrota og óreglu. Hann lá í dópi og brennivíni. Hann laug og stal og falsaði og gerðist jafnvel sekur um ljót ofbeldisverk. Fyrir tveimur árum, þegar Tommi var að koma úr meðferð, hitti hann unga konu. Þau felldu hugi saman og stofnuðu heimili ásamt börnum hennar frá fyrra hjónabandi. Síðan hefur hann verið alger bindindismaður á áfengi og lyf. Hann er í ágætri vinnu sem hann stundar af samviskusemi og hefur lokið við að greiða sektir og skuldir sem söfnuðust á hann í óreglunni. En við eigum dálítið vantalað við Tomma, vegna fortíðar hans. Nýlega féll á hann dómur í Hæstarétti, vegna fyrri synda.Við ætlum að senda Tomma í fangelsi í tíu mánuði. Ætli ég færi ekki eitthvað út á land. Það yrði ekki auðvelt að byrja að vinna aftur því ég hef haft töluverð- ar tekjur á þessu ári en litla fyrir- framgreiðslu á sköttum. Skuldimar myndu auðvitað safnast saman meðan ég væri í fangelsinu. Æ, ég veit það ekki. Við verðum bara að bíða og sjá hvað setur. Ég veit al- veg að ég á skilið að hljóta refsingu fyrir það sem ég hef gert. En núna er ég nýr maður. Ég verð bara að vona að þessum nýja manni verði gefið tækifæri." Þetta er, í mjög styttu máli, sag- an af honum Tomma. Þau þrjátíu og tvö ár sem hann hefur lifað em ekki mikið til að státa af. Þjóðfélag- ið hefur haft cif honum ómældan kostnað og skaða og slfldr menn eiga að sjálfsögðu að taka út sína refsingu. Staðan sem nú er komin upp flækir hinsvegar málið tölu- vert, eins og sjá má á því að þrír dómarar af sex (ef sakadómari er talinn með) em þeirrar skoðunar að Tommi eigi að fá skilorðsbund- inn dóm. Hinir þrír telja að hann eigi að sæta fangelsisvist. Það verður svo fullnustumatsnefnd sem, á næstu dögum, svarar spumingunni: Eigum við að stinga Tomma í steininn?“ Framleiðum sérhannaðar sjúkradýnur fyrir bakveika. Endurnýjum gamlar dýnur samdœgurs Ragnar Björnsson h.f. Húsgagnabólstrun Dalshraun 6 Hafnarfirði SVÍT DÚ INN í SVEFNINN Á SPRINGDÝNU

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.