Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 05.04.1984, Blaðsíða 9
DÖKKT FRAMUNDAN í ATLANTSHAFSFLUGINU Mesta ágreiningsmálið inncin Flugleiða nú er tvímælalaust hvaða fiugvélar félcigið eigi að velja fyrir Norður-Atlatnshafsflugið. Um næstu áramót taka gildi hávaða- takmarkanir á bandarískum flug- völlum og félagið hefur ákveðið að velja ódýrustu lausnina á því vandamáli. Félagið hefur pantað „hljóðkúta" á hreyfla DC-8 flugvéla sinna. Þessi búnaður kemur til með að kosta félagið um 235 millj- ónir króna. Þessi lausn er þó ekki fullkomin: flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa enn ekki lagt blessun sína yfir þennan búnað, og það sem meira er, hann verður ekki kominn á hreyflana fyrr en 1. apríl á næsta ári. Frciman ai næsta ári þurfa Flugleiðir því sérstaka undanþágu til að lenda í Banda- ríkjunum. Annar möguleiki hefði verið að skipta um hreyfla í vél- unum, en dregið er í efa hvort slík fjárfesting borgi sig. Þriðji mögu- Ieikinn er að kaupa DC-10 flugvél- cir. Nýjar DC-8 vélcir sem eru hag- kvæmari, gætu komið til greina, en þá yrðu Flugeiðir eina flugfélagið sem ekki byði upp á breiðþotur yfir Atlantshafið. Vcmdinn við að kaupa DC-10 er hins vegar verðið á þeim: Flugleiðir eiga ekkert eigið fé í slíka fjárfestingu og þyrftu að taka dýr erlend lán. Annað vandamál yrði að ná jafn góðri nýtingu út úr DC-10 vélunum sem taka mun fleiri far- þega en DC-8. Félagið tók DC-10 í rekstur á sínum tíma en fórst óhönduglega. Allt útlit er fyrir að Flugleiðir hafi nú misst af breið- þotulestinni í bili og fljúgi enn um sinn á DC-8. En fleira veldur Flugleiðamönn- um áhyggjum í Ameríkufluginu. Bandaríska flugfélagið TWA byrjar t.d. að fljúga tvær ferðir daglega milli Bandaríkjanna og Brússel í sumar og hið nýja flugfélag People Express gerir sig líklegt til að bjóða upp á ódýrar breiðþotuferðir á sama svæði. Alvarlegasta þróunin í þessu flugi er þó e.t.v. sú, að flug- félög beggja vegna hafsins bjóða nú í æ ríkari mæli flugfargjöld, sém eru þau sömu yfir Atlantshafið hvaðem sem er í Evrópu og hvaðan sem er í Bandaríkjunum. Þetta gæti haft það í för með sér að markaðssvæði Flugleiða yrðu að- eins í kringum viðkomustaði þeirra. Enda leggur félagið áherslu á að fjölga þeim. Nú stefnir í það að áframhald verði á pílagrímaflugi félagsins á þessu ári, samkvæmt heimildum úr röðum flugmanna, þótt stjóm- endur haldi hinu gagnstæða fram opinberlega. Þetta flug hefur verið gullkista félagsins meðan allt áætl- unarflug, nema Evrópuflugið, hef- ur verið rekið með tapi. Alag á vél- ar og starfsfólk í pílagrímaflugi er mikið þar sem það fer fram á há- annatíma en jafnerfitt er fyrir félag- ið að sleppa þessum spóni úr aski sínum: Hagnaðurinn af þessu flugi nam tugum milljóna króna í fyrra. Óvissuþættimir í rekstri félags- ins em fyrst og fremst tveir: Verð á eldsneyti og fargjöld á Norður- Atlantshafsleiðinni. Ekki þyrfti nema nýtt fargjaldastrið eða 10% hækkun á eldsneyti til þess að fé- Iagið yrði ciftur verulega illa statt. Og þótt nú stefni í svipaðan hagn- að hjá félaginu og í fyrra, er útlitið, þegar til lengri tíma er litið, síður en svo bjart. ANNAÐ ÚTBOÐ RÍKISVÍXLA IRíkissjóður íslands hefur ákveðið að bjóða út ■ ríkisvíxla, í samræmi við heimildarákvæði fjár- laga 1984og með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 79/1983. Öllum er heimilt að bjóða í víxlana. 2 1 boði verða víxlar að nafnvirði samtals ■ 30.000.000 kr. með útgáfudegi 13. apríl 1984 og gjalddaga 13. júlí 1984. 3Hver víxill verður 50.000 kr. að nafnvirði og ■ verður innleystur í Seðlabanka íslands á gjald- daga. 4Gera skal bindandi tilboð í heilt margfeldi af 10 ■ víxlum (þ.e. nafnverð 500.000 kr.). Heildartil- boðsverð þeirra skal tilgreint í heilum hundruð- um króna. Allir tilboðsgjafar skulu láta fylgja hverju tilboði sínu gjaldkeratékka, þ.e. tékki sem gefinn er út af innlánsstofnun, sem tilboðstrygg- ingu. Tékkinn skal vera að fjárhæð 10.000 kr. og stílaður á Seðlabanka íslands v/ríkisvíxlaút- boðs. Gangi tilboðsgjafi frá tilboði sínu, sbr. þó 7. lið, glatar hann fjárhæðinni, ella gengur hún upp í ríkisvíxlaviðskipti viðkomandi aðila eða verður endursend sé tilboði hafnað af ríkissjóði. Tilboð, sem ekki fylgir greind innborgun, skal meta ógilt. Undanþegnir greindri innborgunarskyldu eru: Innlánsstofnanir, fjárfestingarlánasjóðir, lífeyris- sjóðir, sem viðurkenndir eru af fjármálaráðu- neytinu, og tryggingafélög, sem viðurkennd eru af Tryggingaeftirliti ríkisins. 5Tilboð má senda á sérstökum eyðublöðum sem ■ fást í Seðlabanka. Tilboðin ásamt tilboðstrygg- ingu, ef um hana er að ræða, berist lánadeild Seðlabankans, Hafnarstræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 11. apríl 1984 og séu í lokuðum ómerktum umslögum, að öðru leyti en því að þau séu sérstaklega merkt orðinu „Ríkisvíxlaútboð". 6Heimilt er að símsenda tilboð í telexi eða stað- ■ festu símskeyti, og skulu þau berast fyrir sama tíma og getið er í 5. lið hér að framan. Sömu- leiðis má símsenda tilboðstryggingu, sbr. 4. lið. 7Ríkissjóður áskilur sér rétt til þess að taka eða ■ hafna tilboðum í heild eða að hluta. Breyting eða afturköllun tilboðs skal hafa borist lánadeild Seðlabankansfyrir kl. 14.00 hinn 11. apríl 1984. 8Tilboðsgjöfum sem eiga tilboð sem tekið er, ■ verður tilkynnt um það símleiðis fyrir kl. 16.00 hinn 12. apríl 1984. Staðfestingarbréf verða auk þess send til þeirra. Tilboðsgjöfum, sem eiga tilboð sem hafnað er eða eru ógild, verður ekki tilkynnt um það sér- staklega að öðru leyti en með endursendingu tilboðstryggingar í ábyrgðarpósti. 9Niðurstöður útboðsins verða kynntar tölulega ■ eins fljótt og hægt er, án vísunar til nafna til- boðsgjafa, með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Greiðsla fyrir víxla, skv. tilboðum sem tekið ■ verður, þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14.00 á útgáfudegi og verða víxlarnir afhentir eða póstsendir fyrir kl. 17.00 sama dag nema þess sé óskað sérstaklega að Seðlabankinn geymi víxlana. Berist greiðsla ekki á réttum tíma áskilur ríkissjóður sér rétt til að krefjast tilboðs- gjafa um hæstu lögleyfðu dráttarvexti fyrir þann tíma sem greiðsla dregst, auk þess sem tilboðs- gjafi glatartilboðstryggingu sinni. Ríkisvíxlar þessir eru stimpilfrjálsir og án þókn- unar. Um skattalega meðferð þeirra gilda sömu reglur og gilda hverju sinni um innstæður í bönkum og sparisjóðum. Útboðsskilmálar og tilboðseyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, Reykjavík. 11 12 Reykjavik, 4apni 1984 RÍKISSJ ÓÐUR ÍSLANDS fetastandur: LUNÐÍA hiffi ótal uppsetr tgarmá fuieikar. ótrúlei "fd tnlnnií ’fðsstó/i fytfir iétmingamaj Þ ngholt istræti Akurevri: Verslunin Kompan. Akranes: Verslunin Amor. ísafjörður: Húsgagnaverslun ísafjarðar. Keflavík: Verslunin Róm. Sauðárkrókur: Hátún Vestmannaeyjar: Verslunin Eijó TEIKN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.