Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 3

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 3
Sveinbjörg og Steinþór með nokkur eintök af Rafeindinni. HP mynd-Kristján Ingi. Rafeindarit fyrir almenning ☆Ung hjón sem aldrei höfðu áður stigið inn í prentsmiðju tóku sig til á síðasta ári og hófu útgáfu tímaritsins Rafeindin sem nú kemur út annanhvorn mánuð. Þau heita Steinþór Þór- oddsson, sem er ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins og Sveinbjörg Kristjánsdóttir sem sér um bókhaldið, setningu og ýmsa efnisöflun. „Þetta er blað fyrir almennan markað en ekki bara sérrit fyrir sérfræðinga," sögðu þau Stein- 1 þór og Sveinbjörg í rabbi við HP. „Það var dálítið kvartað yfir því með fyrstu blöðin að þau væru of „erfið" en við höf- um nú bætt úr því. Það er meðal annars fjallað um hljóm- tæki, tölvur, videó, íslenskan rafeindaiðnað og hitt og þetta annað sem getur komið al- menningi að notum. Sem dæmi getum við nefnt að í einu blaðinu voru leiðbeiningar um hvernig ætti að koma fyrir hátölurum. Kona í einni búðinni sem selur blaðið hafði nú eigin- lega ekki mikla trú á uppskrift- inni en ákvað þó að prófa og sagði okkur að munurinn væri geysilega mikill. Það er nú orðið þannig að allskonar tölvur, video, hljóm- tæki og önnur rafeindatæki eru á nánast hverju heimili og oft kann fólk hreinlega ekki að nýta sér alla kosti og mögu- leika þessara tækja. Eitt af hlut- verkum Rafeindarinnar er að fræða neytendur um þessi mál. Það er ósköp ömurlegt að eiga t.d. hljómtæki sem kosta fleiri tugi þúsunda og kunna ekki að nýta öll þau gæði sem felast í verðinu." Steinþór er rafeindavirki að mennt og þeir sem skrifa með honum í blaðið eru einnig sér- menntaðir á einhverju viðkom- andi sviði. Þeir leggja þó áherslu á að skrifa þannig að hver sem er geti komist framúr því og njóta þar aðstoðar Sveinbjargar sem setur öll handrit og hendir þeim í haus- inn á höfundum aftur ef þeir gerast óhóflega tæknilegir. Þegar þau hófu útgáfuna vann Sveinbjörg vaktavinnu og Steinþór gerði við útvarpstæki hálfan daginn. Síðan eru þau búin að eignast þriðja barnið og Sveinbjörg vinnur því heima að útgáfunni jafnframt barna- uppeldinu og Steinþór er í sumarafleysingum hjá útvarpinu. „Þetta er ágætt fyrirkomu- lag," segir Sveinbjörg. Steinþór getur verið töluvert mikið heima með fjölskyldunni því hann vinnur sín störf á blaðinu inni á heimilinu eins og ég. Við erum því saman um að ala börnin upp í rafeindatækni og góðum siðum."^ skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JL vöruúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- hraðinn. eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum un. kleift að byggja með fyrsta flokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum, Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptayini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- J.L. Byggingalánin eru þannig i fram- um. Um leið og búið er að grafa grunninn kvæmd: geta smiðirnir komið til okkar og fengið Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- fyrstu spýturnar. Og í framhaldi af því fæst unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar / allt byggingarefnið hjá okkur. yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af ef þú ert að byggja. IBYGGINGAVÓBUB ----;----- 1 HRINGBRAUT 120: Malningafvo'O' oq ve'ktsn ?8-€05 Uvqg.r>ga»o<u' 2(1 MX) 28-893 '-nOwaeMI 28 b04 H.nð»«5a.s,iM 28 804 S I Er ísland hættulegt ferðamönnum? „Nei, það þarf ekki að vera það, undir góðri leiðsögn. Ferða- menn sem koma til islands fara töluvert um óbyggðir landsins og þar leynast auðvitað vissar hættur en góður leiðsögumaður þekkir þær og kann að forðast þær." — Hvaða kröfur eru gerðar til leiðsögumanna? „Þeir þurfa að hafa réttindi sem ekki fást nema að undan- gengnu námskeiði sem Ferðamálaráð stendur fyrir. Svo er líka viss endurhæfingarskylda og haldin sérstök námskeið vegna hennar." — Hvernig eru þessi námskeið sem veita starfs- réttindi? > „Þau standa yfir allan veturinn og eru feikilega viðamikil. Það er kennd saga, jarðfræði, bókmenntir, náttúrufræði og svo auðvitað um landið í dag. Það er reynt að mennta leiðsögu- mennina það vel að þeir geti svarað nánast öllu sem spurt er um. Svo er grein sem heitir svæðafræðsla og þá eru einstök svæði tekin fyrir og kennd í smáatriðum. Það er svo farið í kennsluferðir og prófferðir." — Hvað með öryggismál? „Það er auðvitað lögð mikil áhersla á öryggi farþeganna og liður í kennslunni er námskeið í hjálp í viðlögum. Okkur er líka skylt að brýna mjög allar hættur fyrir farþegunum. Við erum ekki persónulega ábyrg fyrir öryggi þeirra en í okkar samning- um er gert ráð fyrir að við vörum þá við öllum hugsanlegum hættum. Leiðsögumaður verður líka að vega og meta þann hóp sem hann er með hverju sinni og svo kringumstæður og haga ferðinni í samræmi við það. Fólk er misjafnlega undir það búið að ferðast við erfiðar að- stæður. Ef við tökum Dettifoss sem dæmi þá hefur um árabil verið erfið gönguleið að honum. Leiðsögumenn verða að gera farþegum fulla grein fyrir því og hvetja þá sem ekki eru vel til gangs færir að bíða og gera eitthvað annað á meðan hinir fara að fossinum. Stundum þarf leiðsögumaður að taka einhvern ákveðinn aðila fyrir og hreinlega segja honum að þetta sé of erfitt fyrir hann og best sé að bíða; það gera sér ekki allir grein fyrir eigin takmörkunum." — Hvernig taka farþegarnir svona tiltali? „Yfirleitt vel. Auðvitað verður leiðsögumaðurinn að gera þetta af nærgætni og kurteisi. Flestir ferðamenn skilja að leið- sögumaður þekkir vel allar aðstæður og að ráðlegast er að fara að fyrirmælum hans. Það kemur náttúrlega fyrir að maður lendi á einhverjum þrjóskum og þá er stundum ráð að hræða fólk dálrtið, til dæmis segja því frá slysum eða þessháttar." — Hvað verða oft slys þegar reyndir leiðsögumenn eru fyrir hópum? „Slys eru sem betur fer afskaplega sjaldgæf ef leiðsögu- maður sem kann sitt fag er með í ferðinni. Það geta náttúrlega orðið óhöpp, kona getur dottið á vegi eða hrasað við að stíga út úr bíl en það hefur ekkert með aðstæður að gera. Svoleiðis óhöpp geta allt eins orðið á götu í Reykjavík. Það er eftirtektar- vert við þessi hörmulegu slys sem hafa orðið núna undanfarna daga að þar var í engu tilfelli íslenskur leiðsögumaður með í ferðinni." — Þafl var þó leiðsögumaður með konunum á Herðubreið. „Já, en það var réttindalaus útlendingur. Ég veit ekki per- sónulega um tildrög þess slyss en það sagði mér kunningi úr faginu að enginn maður með snefil af þekkingu á fjallgöngum hefði valið þessa leið sem hann fór með hópinn. Það kemur því miður of oft fyrir að réttindalausir menn séu sendir með hópa þótt við höfum skýlausan forgang, samkvæmt samningum. Það er auðvitað lítið vit í að senda mann í ferð upp í óbyggðir með hóp, vegna þess eins að hann kann að tala málið. Það er ekkert hættulegt að ferðast um ísland ef menn þekkja aðstæð- ur og kunna að haga sér eftir þeim. í þeim hópum sem hingað koma er fólk, á öllum aldri og það er misjafnlega vant ferðum um óbyggðir. Það er líka misjafnlega vel á sig komið líkamlega. Þvl er nauðsynlegt að fyrir slíkum hópum fari leiðsögumenn sem hafa þekkingu og reynslu til að sneiða framhjá hættunum." Að undanförnu hafa orðið nokkur hörmuleg slysá útlendingum sem hafa verið að ferðast um landið. Fjórir hafa drukknaö og tvaer konur slasast. Helgarpósturinn hafði samband við Kristbjörgu Þórhallsdóttur sem á langa reynslu að baki sem leiðsögumaöur ferðamanna um ■ óbyggðir íslands. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.