Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 5
„Eggin eru tíu
prósent betri
vara en áður"
☆Flokkunar- og dreifingarstöð
Sambands eggjaframleiðenda
er nú að komast í fullan gang.
Þessi stöð hefur verið nokkurt
deilumál eins og lesendur sjálf-
sagt muna en aðstandendur
hennar fullyrða að hún komi
ekki til með að breyta vöru-
verði til neytenda þótt þeir fái
með henni mjög bætta
þjónustu.
„Það hefur verið áætlað að
dreifingarkostnaður eggja-
bænda hafi verið um tíu pró-
sent af heildsöluverði," sagði
Eyþór Elíasson, framkvæmda-
stjóri Iseggs, en það er nafnið
sem stöðin selur undir. Ef við
tökum bara lauslega tölu þá má
segja að um hundrað bændur
hafi keyrt framleiðslu sína til
Reykjavíkur einusinni eða
tvisvar í viku og dreift henni í
verslanir. Nú er sú breyting
orðin á að við sækjum eggin til
þeirra og miðað við þúsund
tonna framleiðslu á ári reiknast
okkur til að dreifingarkostnað-
urinn fari niður í 8,9 prósent. Ef
framleiðslan verður 1500 tonn
á ári fer dreifingarkostnaður
niður í 6,8 prósent. Það eru
bændurnir sjálfir sem greiða
þennan kostnað.
Með því að eggin fara í
gegnum stöðina hjá okkur telj-
um við okkur vera að bjóða
átta til tíu prósent betri vöru en
áður hefur verið á markaði hér
og það verður á markaðsverði
hverju sinni, neytendur verða
ekki látnir greiða aukalega fyrir
þessa þjónustu.
Það sem við bjóðum uppá er
að eggin verða stærðarflokkuð
i þrjá aðal söluflokka sem sam-
anstanda af sex stærðarflokk-
um. Við flokkum eggin í lítil,
meðalstór og stór. i hverri
pakkningu verður aðeins fimm
gramma mismunur á
eggjunum.
Öll egg verða gæðaskoðuð
með gegnumlýsingu og tínd frá
öll gölluð egg, svosem sprung-
in, skítug og blóðegg. Hvers-
konar ytri og innri gallar sjást
við gegnumlýsinguna. Gæða-
flokkuð og stærðarflokkuð egg
eru tíu prósent betri vara en
hingaðtil hefur verið á markað-
inum því það er ekki hætta á
að neytendur fái skemmd eða
gölluð egg, eins og annars get-
ur komið fyrir. Stöðin tryggir
að eggin verða ný á markaðin-
um og stimpluð með síðasta
söludegi og pökkunardegi.
Ef birgðir fara að safnast upp
í stöðinni og eggin að verða of
gömul þá verða þau tekin, brot-
in upp og fryst og svo seld í
öðru formi t.d. sem geril-
sneyddur eggjamassi.
Það er verið að vinna að
undirbúningi á vinnslu þeirra
eggja sem ekki standast gæða-
kröfur til að fara á almennan
markað, og Jón Óttar Ragnars-
son, matvælafræðingur, sem er
ráðgjafi stöðvarinnar vinnur nú
að þeim þætti. Meðal annars er
stefnt að því að bjóða upp á
gerilsneyddan eggjamassa fyrir
bakarí og jafnvel selja í neyt-
endaumbúðum í ýmsu formi."
„Það er í raun furðulegt,"
sagði Eyþór Elíasson, „að ekki
skuli fyrr vera búið að bjóða
neytendum upp á stærðarflokk-
uð og gæðaskoðuð egg. Við
erum þar langt á eftir öllum ná-
grannalöndum okkar. Við telj-
um að þessi þjónusta, sem er
Eyþór Elíasson framkvæmdastjóri í nýju stöðinni. HP mynd-Kristján Ingi.
neytendum að kostnaðarlausu,
sé mjög til hagsbóta fyrir alla
aðila."
Þess má geta að þrjú
stærstu eggjabú á landinu eru
ekki aðilar að Sambandi eggja-
framleiðenda heldur hyggja á
eigin samtök og verður því
samkeppni á markaðinum eftir
sem áður.^
KELGARPUSTURINN
Deigur sígur
Það sést ekki að elgurinn sjatni,
að sunnlenska veðráttan batni.
Hún verðskuldar níð
þessi nágúrkutíð
með 97% vatni.
Niðri
vaxtakiör
Með tilvísun til tilkynningar Seðlabanka íslands um vexti og verðtryggingu sparifjár og
lánsfjár o.fl. dags. 2. ágúst 1984, hefur Iðnaðarbankinn ákveðið vexti og verðbótaþátt af
inn- og útlánum. Vextir alls eru samansettir af grunnvöxtum, sem eru mismunandi eftir
inn- og útlánsformum og verðbótaþætti, sem er í öllum tilvikum 12,0% p.a. Vextirnir eru
breytilegirsamkvæmtákvörðun bankaráðs Iðnaðarbanka Islands hf.
Frá og meö 13. ágúst veröa vaxtakjör okkar meö eftirfarandi hætti:
limlán: Vextirp.a fyrir breytingu Nýjirvextir p.afrá 13. ág. '84 Dæmi um árs- ávöxtun
1. Sparisjóðsbækur1 15,0% 17,0%
2. Sparisj.reikn. með 3ja mán. uppsögn2 . 17,0% 20,0%
3. Sparisj.reikn. með 6 mán. uppsögn2 ... 19,0% 23,0%
4. SPARISJ.REIKN MEÐ 6 MÁN. UPPSÖGN
0G 1.5% BÓNUS3 2 20,5% 24,5% 26,0°/
5. Verðtr.reikn með 3ja mán. uppsögn ... 00,0% 00,0%
6. Verðtr.reikn með 6 mán. uppsögn .... 2,5% 4,5%
7. Verðtr.reiknmeð6mán. uppsögn
og1,5%bónus32 4,0% 6,0%
8. IB-reikningar4 . 17-19,0% 20-23,0%
9. Innlendir gjaldeyrisreikningar
a) idollurum 9,5% 9,5%
b) í sterlingspundum 9,5% 9,5%
c) í v - þýskum mörkum 4.0% 4,0%
d) i dönskum krónum 9,5% 9,5%
10. ÁVÍSANA- OG HLAUPAREIKNINGAR8 . . . . 5,0% 12,0%
11. Sérstakar verðbætur af verðtr. reikn.5 1,0% 1,0%
úttm:
1. FCRVEXTIR VlXlA 18,5% 22,5%
2. Yfirdráttarlán á hlaupareikn.6 18.0% 22,0%
3. Afurðalán, endurseljanleg' 18,0% 18,0%
4. NÝ SKULDABRÉF9 25,0% 29,1°
5. Eldri skuldabréf’ 21,0% 21,0%
6. Nýverðtryggðlánalltað21/2ár 9,0%
7. Eldri verðtryggð lán allt að 21/2 ár’ ... 4,0% 4,0%
8. Ný verðtryggð lán lengri en 21/2 ár ... 10,0%
9. Eldriverðtryggðlánlengrien21/2ár' . 5,0% 5,0%
10. Vanskilavextir17 2,5% 2,75%
1) Samkvæmt ákvörðun Seðlabanka islands.
2) Vextlr reiknast tvisvar á ári.
3) Bónus greiðist til viðbótar vöxtum á alla 6 mán. reikninga sem ekki er tekið út af
þegar innistæða er laus og reiknast bónusinn tvisvar á ári, i júli og janúar.
4) Vextirverða 20% p.a. á IB-reikningum við 3ja-5 mánaða spamað, en 23,0% p.a.
ef um lengri spamað er að ræða.
5) Sérstakarverðbætureru1%ámánuði.
6) Crunnvextir eru 10% p.a. og reiknast af heimild mánaðarlega fyrirfram en
verðbótaþáttur er 12,0% p.a., reiknast af skuld mánaðarlega eftir á.
7) Gildirfrá1.september1984.
8) Vextir reiknast af lægstu stööu á hverjum 10 dögum.
9) Avöxtun 6 mánaða skuldabréfs með tveimur greiðslum á 3ja mánaða fresti.
Lántökugjald 0,8%.
Iðnaðailiankinn
Fer eigin leiðir - fyrir sparendur.
HELGARPÓSTURINN 5