Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 15
innar á síðastliðnu ári. Þetta er hægt bara með
valdboði og ég var nú svona, í minni róttækni
sem alltaf er sú sama, svolítið undrandi á því að
það skyldu engin viðbrögð vera strax gegn
þessu, vegna þess að þarna var verið að brjóta
niður réttindi sem áunnist höfðu með langri og
mikilli baráttu."
— Heldurðu að verkalýðshr.eyfingin áður fyrr
og þínir gömlu baráttufélagar hefðu brugðist
öðruvísi við?
„Já, örugglega. Ég áiít að þeir hefðu brugðist
öðruvísi við. Þótt maður geti kannski aldrei sagt
neitt örugglega, þá var þarna verið að afnema
réttindi sem barist hafði verið fyrir.“
Orð en ekki
athafnir
Honum finnst ekki auðvelt að svara því af
hverju viðbrögðin nú hafi orðið með þeim hætti
sem raun bar vitni. Ekki síst vegna þess að nú
fylgist hann með úr fjarlægð, þótt hann geri það
vel. „Það er aldrei það sama og að vera með í
starfseminni alla daga og það geta verið í þessu
svo mörg rök sem maður áttar sig ekki á. Ég er
orðinn gamall maður.“
Ég brydda aftur upp á umræðunni um flokk-
ana og nafnbreytingarnar. Var hann á móti
þeim?
„Ég álít að þær hafi verið nokkuð eðlilegar.
Við vorum nokkrir á móti þessu á þeim tíma
vegna þess að maður veit hvað maður hefur og
hverju maður sleppir en ekki hvað maður
hreppir. Ég var alltaf á þeirri skoðun að við
þyrftum að hafa róttækan flokk til að standa í
fremstu víglínu þegar á þyrfti að halda og það
þarf nokkuð róttæka menn til þess, en það var
tákn tímanna að breytingarnar urðu, því við
þurftum að ná meira til fjöldans. Það komu
margir jafnaðarmenn til stuðnings og það
margir mikilhæfir menn þegar Sósíalistaflokk-
urinn var stofnaður. Þegar á leið sýndi sig fljótt
að í raun varð ekki mikil breyting á. Nú orðið er
aftur á móti orðin mikil breyting á en þá verður
að taka tillit til þess að ég er dálítið úr gamla tím-
anum. Það er ekki eins og ungur maður úr for-
ystuliði Alþýðubandalagsins sé að tala."
Hann segir þó ekki vera neina áberandi
óánægju með Alþýðubandalagið í dag meðal
sinna gömlu baráttufélaga. Ekkert slíkt látið í
ljósi. „Mér hefur virst unga fólkið sem nú er í for-
ystu flokksins og stefna þess vera kannski rétt.
Þessir menn hafa alveg fylgst með tímanum og
finna hvernig verður að taka á málunum ein-
mitt núna.“
Og enn er að finna fátækt á íslandi, þótt nú
hafi allir miklu betra líf og aðstæður en áður
var. „Nú er sama hver talar. Allir vilja bæta
kjörin, en það eru aðeins orð en ekki athafnir.
Svo er sjálfsagt við ramman reip að draga. Það
er baráttan við þá sem valdið hafa og auðinn,"
segir hann en vill ekki setjast í dómarasæti yfir
því hvort framámenn í verkalýðsflokkum og
-hreyfingu hafi staðið sig sem skyldi en fer að
segja mér frá því að á Akureyrarárunum hafi
það nær eingöngu verið verkamennirnir sjálfir
sem stóðu í fylkingarbrjósti bæði flokks og
verkalýðshreyfingar. Sérstaklega þó eftir að
Einar Olgeirsson fór, sem var mikilhæfur for-
ystumaður svo sem kunnugt er. Þótt mótstaðan
væri hörð var ekki bilbug að finna á nokkrum
manni í mestu átökunum. Samstaðan var ákaf-
lega mikil að sögn Tryggva og samvinna verka-
TRYGGVI
EMILSSON
VERKAMAÐUR I
HELGAR-
PÓSTSVIÐTALI
manna mikil, þótt þeir væru ekki allir í
róttækasta flokknum. „Og þegar farið var út í
virkilega harðar deilur þá komu svo ótrúlega
margir með sem hefðu kannski staðið hálfgert
höltrandi þess á milli, og ég held það væri svo
enn í dag.“
Svavarbarn
sins tima
Næst fer Tryggvi að lýsa fyrir mér gjörvileg-
ustu forystumönnum fyrri tíma stjórnmála og
stéttabaráttu. Brynjólfur Bjarnason og Einar
Olgeirsson eru hvað stærst nöfn í þeim hópi.
Sérstaklega Einar. „Hann var þessi glæsilegi
maður, minnugur og góður ræðumaður og
hann hreif svo marga með sér einmitt vegna
persónuleikans sem var svo sterkur, langt út
fyrir raðir fylgismannanna. Vinsæll þrátt fyrir
það að vera svona harður ræðumaður."
— Finnst þér við eiga svona stjórnmálamenn
í dag?
„Ekki eins og Einar eða Ólaf Thors sem var
skemmtilegur ræðumaður. Ég er þó ánægður
með Svavar. Hann er mikilhæfur og vill sam-
eina vinstri menn, en Svavar er barn síns tíma.
Við víkjum svo talinu að sveitunum hvaðan
Tryggvi er upprunninn og ber alltaf sterkar
taugar til þeirra. „Það var alltaf róttækasta fólk-
ið sem kom úr sveitunum," segir hann og telur
sig vel hafa fundið það í ættarrakningu sinni.
„Það væri illa að okkur búið ef við ekki hefðum
landbúnaðinn," segir hann og vill að að honum
verði hlúð á allan hátt. Ekki kveður hann þó
Framsóknarflokkinn hafa freistað sín, þrátt
fyrir upprunann úr sveitunum, en þó ætíð verið
mjög hlynntur samvinnuhreyfingunni eins og
hún starfaði fyrrum." Sú hugsjón er mjög merki-
leg, en í dag er hreyfingin orðin svo innvikluð
auðvaldinu og þessir framámenn í Framsóknar-
flokknum eru orðnir þannig að þeir geta ekki
sagt eins og Eysteinn sagði; ef hann fór eina leið-
ina þá gat hann alltaf líka farið hina leiðina."
Mér verður litið á tölvu dóttursonarins og
hann segist vera á móti tölvum. Óttast að þær
muni forheimska fólkið. Menn hætti að leggja
saman í huganum. „Þegar sláttuvélarnar komu
inn í landbúnaðinn þá tóku þær svo mörg störf
þrátt fyrir allt, og svo var bóndinn orðinn einn
með vélinni og það er það sem er alvarlegt."
„Félagshyggjan gæti verið að víkja, einstakl-
ingshyggjan hefur unnið á og þarfirnar eru alltaf
að aukast."
Þetta gæti verið þáttur í því að verkalýðs-
hreyfingin hefur ekki brugðist við með sam-
hentum hætti svo sem áður var, viðurkennir
Tryggvi. Hann segist fyrir ekki alllöngu hafa tal-
að við stúlku í banka þegar svo horfði við að
bankamenn færu kannski í verkfall. „Þið eruð
að fara í verkfall, sagði ég við stúlkuna, því ég
spjalla nú létt við fólk hvort sem ég þekki það
eða ekki. Já, heldurðu að það verði verkfail,
spyr hún á móti. Já, já þetta verður nú ekki
nema í 5 til 6 vikur segi ég. Guð minn góður,
sagði hún undireins." Tryggvi skellihlær og
minnist langra verkfalla í Dagsbrún hér áður
þegar verið var að berjast fyrir alþýðutrygging-
unum. „5 vikur og fengum engan stuðning frá
bankamönnum. Nú segist fólk ekki geta farið í
verkfall því þá tapi það öllu. Geta ekki misst af
einni einustu viku, þvi þá eiga menn á hættu að
missa húsið sitt.“
í þessu spjalli okkar Tryggva ber margt á
góma sem ekki er rúm til að tíunda hér, m.a.
bókmenntir. Tryggvi er mikill áhugamaður um
alian skáldskap og hann segir ekki líða dag
öðruvísi en hann hafi fyrir sér einhvern kveð-
skap góðskáldanna gömlu. Og hann sýnir mér
margar öndvegisbækur úr safni sínu. Þar er þó
hvað merkust biblía nokkur meira en tvöhundr-
uð ára gömul sem gengið hefur mann fram af
manni innan ættar hans. Gríðarlega þykk og
mikið handfjötluð hefur hún eflaust verið mörg-
um manninum huggun fyrr á árum fátæktar og
þrenginga.
Ég vil ekki tefja mikið lengur þennan starf-
sama mann, sem fór á áttræðisaldri á vélritunar-
námskeið til að auðvelda sér ritstörfin, og
stefnir nú ótrauður að því að Ijúka miklu verki
um ættir foreldra sinna, og ætlar því næst að
leita að útgefanda svo unnendur bóka Tryggva
Emilssonar geti glaðst yfir enn einu verki þessa
hlýlega og ósérplægna verkamanns.
Vill hann spá einhverju um framtíðina?
„Það er aðeins hægt að segja hvers maður
óskar að muni gerast og þá óska ég þess að al-
þýðan nái saman höndum, í hvaða flokki sem
menn eru, og flokkarnir líka. Þá fyrst verða þeir
sterkir."