Helgarpósturinn - 16.08.1984, Page 20
700. tölublað 150. árg.
Ábyrgð AB
Eins og fram kemur annars staðar í Aðalblaðinu hefur rit-
stjórn AB þurft að biðjast velvirðingar á frétt sem birtist
annars staðar í blaðinu um ósæmilega hegðan Ólympíu-
liðsins íslenska. Þar var um að ræða frásögn af framkomu
íþróttamannanna, keppinauta þeirra í Los Angeles og til
áfellis fyrir eitt af stórhótelunum þar í borg.
Við nánari athugun kom í ljós að fréttin reyndist slúður.
Að vísu gerði Ólympíuliðið sig sekt um agabrot en í heild
hafa málsaðilar verið bornir röngum sökum. Allt hefur nú
verið dregið til baka og beðist afsökunar á öllu.
íslensku Ólympíufararnir hafa staðið sig afbragðsvel og
ekki við þá að sakast að við hrepptum ekki fleiri gull. Eða
silfur. Eða brons. Allar dylgjur um að ósæmileg framkoma
að næturlagi á stórhóteli í Ölympíuborginni hafi verið or-
sök slælegrar framgöngu íslensku Ólympíufaranna er AB
til vansa. Óíþróttamannsleg hegðan Ólympíuliðsins ís-
lenska, eins og frétt AB lýsir, er til þess eins að kasta rýrð
á frammistöðu liðsins og mótherja þeirra sem velgdu þeim
undir uggum. Ritstjórar AB, auglýsingastjóri og blaða-
menn sem í hlut eiga viðurkenna mistök sín og harma að
þau hafi átt sér stað. Kjarni málsins er sá, að heimildir sem
blaðið taldi traustar á barnum þetta kvöld, reyndust ekki
réttar. Slík tilvik geta alltaf átt sér stað. Og eiga sér stöðugt
stað. Þau eru ekki afsökun, heldur skýring á frétt sem er
ekki frétt heldur slúður og slúður er ekki frétt heldur af-
sökun á rangri frétt. Og slíkt gerist. Þá er ekki við blaða-
menn að sakast þótt þeir sitji uppi með ábyrgðina. Þetta
leiðir hugann og athyglina að þeirri ábyrgð sem AB ber,
því allt er þetta lesið og hefur áhrif. Áreiðanleiki AB, traust
þess og trúnaður gagnvart lesendum og viðmælendum er
undir því kominn að fréttir og frásagnir séu heiðarlegar og
réttar. AB er útbreitt blað. Útbreiðslan, vinsældir blaðsins
og þau miklu áhrif sem það hefur í þjóðlífinu stafa fyrst og
síðast af þeirri ástæðu að fólk hefur getað treyst heiðar-
leika, einurð og þori blaðsins. Og hlutverk AB mun aldrei
breytast þrátt fyrir þessa röngu frétt og allar hinar fréttirn-
ar sem við höfum beðist afsökunar á. Markmiðið verður
alltaf það sama: að skýra rétt og satt og rétt frá því sem al-
menning varðar um.
ebs.
SIMSEND
MYNDÍ
FYRRADAG
Allt á fleygiferð í sukkveislum íslensku Ólympíufaranna á Hotel Hardcore í Los Angeles.
Ekkert gull, ekkert silfur, varla brons:
Ólympíufararnir
rænulausir f sukki
og svfnaríi iií
Skýringin á því hvers vegna
Ólympíufarar íslands hlutu
ekki fleiri gull, silfur og brons
í Los Angeles er fundin. Rann-
sóknarblaðamaður Aðalblaðs-
ins í Ameríku hefur það eftir
þeldökku þernunni Miss
Squeeler sem vinnur á Hotel
Hardcore í LA, að Ólympíu-
nefndin hafi sukkað á ákveðn-
um herbergjum allt til
morguns.
,,Ég skil vel að íslensku
Ólympíufararnir hafa ekki fengið
medalíur," sagði Miss Squeeler,
„þeir lágu í stöðugu svalli og sukki
á herbergjunum fram á morgun.
Sérstaklega var ástandið slæmt
hjá loftfimleikaliðinu. Það rann
ekki af þeim.“
Aðalblaðið hefur það einnig
eftir mjög áreiðanlegum heimild-
um að fararstjórarnir hafi átt fullt
í fangi með að reka lauslátar kon-
ur af herbergjum Ólympíufar-
anna. Var svo komið að
iþróttamennirnir voru vart
kallaðir annað en „Piufararnir",
sem er náttúrlega óheppileg
stytting. Ekki hefur náðst í
íslensku Ólympíufarana en
fréttamaður AB heyrði það á
barnum í gærkvöldi að einhver
íslensku íþróttamannanna ætti að
hafa sagt: „Ekki er allt gull sem
glóir “ og „Betra er föl kona í
hendi en silfur í skógi."
Ekkert sukk Ólympíufaranna
— Leiðrétting á sukkfrétt
Á sídu Adalbladsins í dag er birt
frétt undir fyrirsögninni „Islensku
Ólympíufararnir rænulausir í
sukki og suínaríi!!!" og þar er
greint frá þuí ad íslensku
Ólympíufararnir hafi ekki fengid
neitt gull, ekkert silfur og uarla
brons uegna þess ad þeir hafi legid
allar nœtur rœnulausir í sukki og
suínaríi á Hotel Hardcore í Los
Angeles.
Blaðamaðurinn sem skrifaði
þessa frétt hafði mjög góðar heim-
iidir fyrir henni og skrifaði hana í
góðri trú. Nú hefur hins vegar
komið í ljós að heimildir voru að
mestu leyti rangar. Ekkert var
sukkað á hótelherbergjunum,
Miss Squeeler, aðalheimildamað-
ur fréttarinnar, er ekki til, ekki er
neitt Hotel Hardcore í LA, og
ekkert loftfimleikalið var sent frá
Islandi. Hins vegar er skylt að geta
þess að einn fararstjórinn fékk sér
stundum djúsglas fyrir svefninn.
Það breytir hins vegar ekki því að
áðurnefnd frétt er í öllum aðal-
atriðum tilhæfulaus og eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar á
henni.
Ritstj.
P.S. Ólympíufararnir íslensku
voru heldur aldrei kallaðir „Píu-
fararnir."
Sami.
¥
¥
¥
*
¥
¥
¥
-■¥
♦
¥
¥
Stetngrímur er $e3tur
1 M>
„I’m home, yes sir,“ sagði Stein-
grímur Hermannsson er hann sté
út úr flugvélinni sem flutti hann til
landsins í gærkvöldi. „Ég er Iíka
sammála Albert. Ég vil gjarnan fá
Þorstein inn í ríkisstjórnina. Þetta
er hins vegar þeirra mál, Alberts
og strákanna í flokknum — The
boys in the band — ég er nefnilega
búinn að fá mér nýtt djobb. Ég get
sagt þér það alveg í trúnaði, ef þú
lofar að fara ekki lengra með það
— off the record — ég ætla að snúa
mér að kúrekasöng með Hallbirni
káboj á Skagaströnd. Ég hef alltaf
verið hrifinn af menningararfi
Ameríkana, og sjálfum kúreka-
söngnum, áhrifa hans gætir til
dæmis dálítið í íslenska þjóð-
söngnum. Ég ætla því að helga
mig þessari menningu. Yess
sirrr!,“ sagði fyrrum forsætisráð-
herra að lokum.
Steingrímur Hermannsson t.h.
í hópi háttsettra gesta Ólymp-
íuieikanna: „Yes sir!“
+ * + + + + + + * + * + + + *■**■** + * *.# + ****);i + V + V + V + V + V + V + V + V + V
20 helgarpósturinn