Helgarpósturinn - 16.08.1984, Side 21
MATKRÁKAN
Jörmunefld í föstulok
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur
Liggaliggalá! Fastan mín yfirstaðin með
glæsibrag: ég laus við 4 kíló af dauðum frum-
um, eitruðum úrgangsefnum og fitubirgðum
og skynja heiminn í nýjum víddum (mis-
þægilegum að vísu, ég játa það!). Eftir að ég
kom út á meðal manna eftir meira og minna
þriggja vikna einangrun, varð reikað niður á
Gauk sem aldrei skyldi verið hafa, voru við-
brögð fólks býsna ólík: einn sagði að ég væri
eins og ótamin hryssa, annar eins og særð
hind; skástu viðbrögðin voru frá Hildi Finns,
handrita- og prófarkalesara HP, rómuðum
mannþekkjara, sem sagði að ég væri eins og
Trópíkanaauglýsing, óeðlilega skýr, með
brjálaðan hárvöxt og hryllilega eggjahvítu í
augunum. Og sjö árum yngri en þegar hún
hitti mig síðast. Big deal!
Nú, þetta skilja aðeins þeir er lásu síðasta
pistii sem fjallaði um kosti þess að fasta,
föstuundirbúning og hentugar föstuaðstæð-
ur. Og nú held ég áfram að vera óþolandi og
útmála föstuna sjálfa og föstubrot.
Uppástunga aó
föstumatseöli
Þegar þið hafið undirbúið líkamann í svo
sem viku með léttu og skipulögðu mataræði
og rutt áhyggjunum í burtu, hefst sjálf fastan,
og meðan á henni stendur má einungis inn-
by'rða ósykraða og ósaltaða ávaxta- og
grænmetissafa, svo og ávaxta- og jurtate, að
ógleymdu vatni; allir drykkirnir skulu vera
líkamsheitir og menn þurfa að innbyrða
a.m.k. 2Vi 1 af vökva á dag. Dagsmatseðil-
inn má t.d. setja saman á eftirfarandi hátt:
Byrjaðu ævinlega á því að „koma magan-
um í gang“, t.d. með sveskjusafa eða kröft-
ugu jurtatei, t.d. kamillutei.
Kl. 8.00 Morgunverdur: 2—3 d! af
ávaxta- eða grænmetissafa þynnt með jafn-
miklu vatni, hvorutveggja líkamsheitt.
KI. 10.00 Millimál: 2—3 dl jurta- eða
ávaxtate, e.t.v. bragðbætt með hunangslús.
Kl. 12.00 Hádegisverður: 2—3 dl
ávaxta-eða grænmetissafi þynntur með vatni
eins og morgunverðurinn. Um að gera að
prófa sem flestar tegundir til að skapa fjöl-
breytni, s.s. gulrætur, gúrkur, melónur,
greipaldin o.s.frv,
Kl. 14.00 og 16.00 Millimál: eins og kl.
10.00.
Kl. 18.00 Kvöldverður: 4—5 dl grænmet-
iskraftur, ósaltur, keyptur eða heimatilbú-
inn. T.d. má fá góðan kraft með því að sjóða
saman kartöfiur, gulrætur, steinselju og
e.t.v. sellerí, lauk og kryddjurtir í ríkulegu
vatni í 2—3 tíma, sía kraftinn svo frá og
borða volgan, e.t.v. bragðbættan með ögn
af góðri sojasósu, s.s. Tamari.
Kl. 21.00 Kvöidte: 2—4 dl af mildu, ró-
andi jurtatei, t.d. kamillu- eða melissute.
Hugsanlegar
aukaverkanir
Sumir eru jörmunhressir alla föstuna, fá
alls engar aukaverkanir. Aðrir finna til tals-
verðra óþæginda, einkum 2—3 fyrstu
dagana, á borð við yfirþyrmandi þreytu,
ógleði, óróleika eða pirring og hungurverki.
Þeir fá höfuðverk og e.t.v. einkenni kvilla
sem einhvern tíma hafa hrjáð þá.
En þó það hljómi kannski sem fjarstæða,
þá sýnir reynslan að sá sem finnur til mestra
óþæginda þarfnast föstunnar (úthreinsunar-
innar) mest! Því er um að gera að halda út
fyrstu dagana, því síðan fer líðanin stórbatn-
andi dag frá degi. Fólk sem er gripið mikilli
vanlíðan bara við það að sleppa tveimur,
þremur máltíðum er svo fullt af efnaskipta-
eiturefnum að líkaminn notar fyrsta tæki-
færið til að hleypa þeim út í blóðið og lætur
nýrun síðan um að skilja þau út.
Eftir fyrstu dagana eiga þessi óþægindi að
hverfa að mestu, en hugsanlegt er þó að við-
komandi finni til nokkurs stirðleika og eigi
e.t.v. erfitt um svefn. Þessi knappa næring
hefur þau áhrif á líkamann að hann kemst af
með minni svefn en endranær. Margir sofa
líka léttar. Stirðleikinn stafar líka af „elds-
neytisskorti", varmamyndunin minnkar og
menn verða dálítið stirðir og útlimakaldir
(hitastig líkamans lækkar, m.ö.o.).
Góö ráö
Næg hreyfing skiptir miklu máli meðan
fastað er, og útivera. Farið gjarnan í langa
gönguferð á hverjum degi, hvernig sem
viðrar, og berjið ykkur á brjóst. Og ekki er
verra að hafa uppbyggilegan göngufélaga
(þó ekki of fyndinn. . .).Ef þið eruð vön að
stunda líkamsæfingar í einhverri mynd, þá
haldið þeim endilega áfram.
Svo er um að gera að hafa tiltæka næga af-
þreyingu: bækur, vídeóspólur, piötur,
prjónadót, eða annað það sem hugur ykkar
stendur til. Og síðast en ekki síst: gott úrval
af jurta- og ávaxtatei.
Hvernig er líöanin eftir
föstuna?
Stórkostleg, að flestra dómi. Maður finnur
til léttis, bæði andlega og iíkamlega, er
skarpari í hugsun, hreinn og ferskur utan
jafnt sem innan. Breyti maður síðan matar-
æði sínu til hins betra að föstu lokinni, mun
áhrifa hennar gæta býsna lengi. Og hitt hef
ég harðsvíraða reykingamenn sem tókst að
hætta að reykja meðan þeir föstuðu.
Hvað sjálfri mér viðkemur þá fann ég
varla til nokkurra óþæginda meðan á föst-
unni stóð. Ég var dálítið þreytt fyrstu þrjá
daga föstuundirbúningsins, vann á 45 snún-
inga hraða í stað 78, en ég held að það hafi
fyrst og fremst stafað af kaffileysinu. Ég fékk
aldrei sultartilfinningu og féll aldrei í freistni
varðandi mat, jafnvel þótt ég þyrfti nokkr-
um sinnum að elda ofan í aðra. Að vísu talaði
ég mikið um mat, stundum heilu og hálfu
dagana. . .
Eg hvíldist betur en endranær, svaf lengri
og dýpri svefni, gagnstætt við marga aðra
„fastara", og stundaði mína venjulegu leik-
fimi án erfiðleika.
En eftir að vera byrjuð að borða fasta fæðu
á nýjan leik, — sem er undursamlegt — og
fara meira út á meðal fólks, finnst mér skýr-
leikinn í kollinum gera mig létt ofsóknar-
brjálaða (paranoid). Eða mér finnst öllu
heldur að kringum mig sé mjög ákveðinn
radíus eða ára sem annað fólk megi ekki
stíga inn fyrir. Þessi ára er mjög áþreifanleg
og mér er sárt um hana.. . .
Aö brjóta föstuna rétt
Að brjóta föstuna rétt er jafn mikilvægt og
föstuundirbúningurinn, að venja líkamann
hægt og bítandi aftur við fasta fæðu. Menn
verða að borða samkvæmt mjög spartönsk-
um matseðli a.m.k. þrjá fyrstu dagana. Þeim
mun lengur sem menn treysta sér til að
halda sér frá hefðbundnu áti, því betra. Helst
eiga menn að borða varlega jafnlengi og
þeir hafa fastað, þ.e. 8 daga fasta + 8 daga
varfærni í mataræði.
Brjótið föstuna t.d. á eftirfarandi
máta: Viðbót við hádegisverð: 1 soðin.stöpp-
■ uð kartafla. Viðbót við kvöldverð: Vá afhýtt
epli og 1 dl súrmjólk.
Annar dagur: Viðbót við hádegisverð: 1
afhýddur tómatur, söxuð steinseljugrein og
hálfur skammtur af kartöflustöppu. Kvöld-
verður: bætið dálitlu söxuðu, soðnu græn-
meti út í seyðið og e.t.v. niðursneiddri
kartöflu. Borðið banana og súrmjólk í
eftirrétt.
Þridji dagur: Bætið dálitlu soðnu græn-
meti út í seyðið í hádeginu og gjarnan nokkr-
um matskeiðum af soðnum
(hýðis)hrísgrjónum. Til kvöldverðar er
loksins við hæfi að útbúa létt grænmetissalat
og sjóða ögn af fiski og borða ferskan ávöxt
og súrmjólk í eftirrétt.
Gætið þess aðeins að tyggja mjög vel
þegar þið byrjið á föstu fæðunni á nýjan leik,
svo maginn geri ekki uppreisn.
í nafni sanngirninnar skal ég játa að um
kvöldmatarleytið á öðrum degi í föstubroti,
stóðst ég ekki mátið og fékk mér tvær trefja-
brauðsneiðar og morguninn eftir súrmjólk
og musl og það gerðist nákvæmlega ekki
neitt! En líkast til eru ekki allir með jafn
sterkan maga, svo allur er varinn góður.
Og nú ættu allir að vera einhvers vísari um
kosti föstunnar og vonandi langar einhverja
til að prófa sjálfir. Ótamin hryssa eða Trópí-
kanaauglýsing, paranoid eða með fínpúss-
aða áru? Sjö árum yngri? Því get ég ekki
svarað sjálf. En mér finnst ég vera hreinni,
sterkari og í betra jafnvægi en ég var fyrir
mánuði ; og dýrmætri reynslu ríkari.
Semsé: Big deal!
Við sem heima sitjum
Þessi syngja:
Anna Flosadóttir
Pálmi Gunnarsson,
Bergþóra Árnadóttir
Ólöf Halla Bjarnadóttir
Þuríður Sigurðardóttir
Lög eftir Bjarna Hjartarson
Útsetningar eftir Gunnar Þórðarson
sen
óe/fl-
sWn
Þessi frábæra hljómplata fæst í næstu hljómplötuverslun
HELGA! ’ÓSTURINN 21