Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 22
SKÁK
„Jóreyk sé ég víða vega“
I síðasta þætti var fjallað um
stærðfræði og skák og skal því nú
haldið áfram.
Vilhjálmur Ögmundsson var
fæddur 1897 og var mestan hluta
ævinnar bóndi á Narfeyri á Skóga-
strönd. Hann andaðist 1965. Vil-
hjálmur gekk á verslunarskóla en
hlaut ekki aðra framhaldsmennt-
un í skóla. En hann mun snemma
hafa fengið áhuga á stærðfræði og
komist í sambandi við dr. Ólaf
Dan, a.m.k. getur Ólafur þess í for-
mála að hornafræði sinni, að hann
hafi fengið góðar bendingar frá
ungum bóndasyni vestur í Dölum
og nafngreinir manninn.
Á sjötugsafmæli dr. Ólafs 1947
var stofnaður félagsskapur áhuga-
manna um stærðfræði og hlaut
nafnið íslenska stærðfræðafélag-
ið.
Þá kom í ljós að þessi sjálfmennt-
aði bóndi — auk búskaparins
höfðu hlaðist á hann störf við
sveitarstjórn, þar að auki hafði
útvarpstæknin gripið hann þegar
hún var ný af nálinni og drjúgur
tími stundum farið í að gera við
tæki nágrannanna — þessi sjálf-
menntaði bóndi hafði engu að síð-
ur lært nógu mikið í erlendum
tungumálum til þess að geta lesið
um hugðarefni sín á helstu
evrópumálum. Og hann hafði rat-
að af sjálfsdáðum á sum forvitni-
legustu svið stærðfræðinnar,
glímt sína glímu og náð ótrúlegum
árangri.
Snjallir stærðfræðingar verða
ekki nafnkunnir hjá almenningi á
sama hátt og taflmeistarar og aðr-
ir keppnismenn. Þó mun óhætt að
nefna nafn Leifs Asgeirssonar,
sem einnig var bóndasonur, bróð-
ir Magnúsar Ásgeirssonar skálds.
Og ef til vill kannast einhver les-
andi við Sigurd Helgason stærð-
fræðing, þriðja gullverðlauna-
manninn frá Hafnarháskóla, eða
Bjarna Jónsson, sem líka er kunn-
ur stærðfræðingur í Bandaríkjun-
um, en þessir þrír sitja allir
stærðfræðiþingið í Reykjavík.
Ég nefni ekki hina yngri stærð-
fræðinga okkar sem sumir hverjir
hafa vakið athygli út fyrir land-
steinana, en þetta ætti að nægja til
að sýna að við eigum röskan hóp
góðra stærðfræðinga ekki síður
en taflmeistara. Enski stærðfræð-
ingurinn G.H. Hardy minnist á
skák í bók sinni Málsvörn stœrd-
frœöings sem þýdd hefur verið á
íslensku. Þar segir hann meðal
annars að skákþraut sé ósvikin
stærðfræði, ekki merkileg að vísu,
því að hún sé hvorki alvarleg né
mikilvæg, hugmyndir hennar
bregði aldrei nýju ljósi á veruleik-
■ann utan skákarinnar, eins og
hugmyndir í stærðfræði geti gert.
Þetta er að vísu rétt, svo langt sem
það nær, skákin er aðeins leikur
og heimur hennar lokaðri en
heimur stærðfræðinnar.
En góðar skákþrautir verða
langlífar þótt þær hrærist í sínum
þrönga heimi og skorti afl til að
bylta hugmyndum manna á öðr-
um sviðum. Lítum á eitt dæmi um
það að lokum, en það er jafnframt
dæmi um frægan stærðfræðing
sem einnig lifði í veröld taflsins.
Andrej Andrejevitsj (eða Andrés
Andrésson) Markov (1856—1922)
var rússneskur stærðfræðingur,
sem nú er orðinn víðkunnur fyrir
rannsóknir sínar og hugmyndir
sem hafa haft mikil áhrif á þróun
líkindareiknings (einhverjir les-
enda munu kannast við Markov-
keðjur og stókastíska prósessa).
En Markov var einnig ágætur
skákdæmahöfundur og birtust
ýmis dæmi hans í þýska skákrit-
inu Deutsche Schachzeitung.
A.A. Markov.
Hvítur á að máta í 4. leik.
Ekki er mjög langt síðan ég sá
þessa þraut fyrst, en hún hefur
orðið mér minnisstæð, ekki síst
fyrir þá sök hve leikurinn berst
víða um borðið, og er þar komjn
skýringin á heiti þessa þáttar. Ég
fletti sjálfur upp lausninni og get
því ekki ætlað öðrum að leysa
þrautina, en vilji einhver lesandi
leysa hana sjálfur er vissara að
lesa ekki lengra fyrr en því er lok-
ið. Reyndar er vel hægt að njóta
hennar þótt maður leysi hana
ekki sjálfur.
Lausnarleikurinn er 1. Be6! og
nú:
1. . . .Kxe6 2. Re5+ Kxe5 3. Rd4
og 4. He6 mát
1.. . .Kxe6 2. Re5+Kf5 3. Rd4 +
Kg5 4. Rf3 mát
1.. ..h4 2. Red4 Kc7 3. c5 Kb7 4.
Ha7 mát
1. . . .Kc7 2. c5 Kb7 3. Red4 Kxa6
4. Bc8 mát
1.. . .Kc5 2. Re5 Kb4 3. Rd3 + Kb3
4. Rd4 mát
Þarna er kóngurinn semsé mát-
aður á e5, g5, b7, a6 og b3! Því
miður er ekki rúm til að birta
myndir af mátunum hér, en ég
vona að lesendur skoði þau á tafl-
borði.
VEÐRIÐ
Helgarveðrið verður á þessa
lund skv. kokkabókum Trausta
veðurfræðings:
Gert er ráð fyrir vestlægri átt
með skýjuðu veðri á Suður- og
Vesturlandi en reiknað er með
að á Norður- og Austurlandi
verði þurrt og sólskin öðru
hvoru. Búast má við hlýju veðri
á NA-landi en þetta 10 — 12
stiga hita annars staðar á land-
inu.
Hvernig væri að við höfuð-
borgarbúar færum að búa okk-
ur undir mótmælaaðgerðir á
hendur þessum handónýtu
veðuröflum?
SPILAÞRAUT
Norður/suður í hættu. Norður laufadrottningu og vestur tromp-
gefur. aði. Vestur tók trompin með því að spila þeim tvisvar. Þá kom
S - H D-5-4-3 S 5-4-3 T K-D-G-9-8-5 H Á-K-8-4 L 8-6-4 T Á-10-4 hjartaás.
L K-5-2
Norður opnaði sögn með fjórum spöðum. Austur doblaði. Vestur sagði fimm tígla og suður doblaði. Norður lét spaðaás. Suður henti Lausn á bls. 27.
LAUSN Á KROSSGÁTU
S p S ■ L £ H V • •
T £ L P U H N O K K / 'fí L ft G R
l< fí L fí N K G V fí R 0 R fí Ö U m
5 T fí R F 5 fí m U R / L / /V fí /< / S fí
5 T h R / R T i L U R 2> 5 fí u m U Ð u
P '/ P 5 Ö ff) fí K fí R L s T u H fí N R /<
F fí 5 r F £ L L U R F fí ■ m G ft S • R
L R u 5 L fí 6 fí d fí F fí 5 T fí /< 5 7
fí H R Ö 5 P ft K £ L 5 T '6 R V /£ r fí
T> 'ft fí L fí S R ) L L fí fí L V fí R pt
■ K L o 5 £ T T • N J R V ft R V 6 T T u R
V Ö L $ £ f • fí R N R fí R F ft N N r '0
K 'fí F / • N / R L fí N fí N / H u S fí /
Bpr+r5 Si<E/Y\m fí GdÐ 5 Þ)óN usrft £/</</ þ/TT V£6UR F/SK UR/KN HREKKjfí 3RR6B FjfíLLfí ToPPfíR TfíUT OL/KfP 2j 6L£R •/Lfír/N /o FjfíLLS HlTB 5f< 5T 2U H/Ú YSTft n£S \ 13jé r/L V/LL H'/'Ld/ N£S BÓ'pK T/L Hn£/G /Ná
ÞTfft'l
\
— V ' }
6/Lp uK GfU-LI BTJTIfí
'M)Ö<r þUt/C, Jjl/FLfíK 5 TfíLL. upi/vu QU/fíKfí Ht f-UK 7 HV6G/0
rfíLfí, QtiuGO PfíU< /d£TT ufí RÖ5K
fíl » FÉLftft
m/KLfí FÚ5K1 SPOP
l’fl/J- SKftNIH STÖR^ 5/roRhí>
5/GLU TRÉ STRfíK
RfíMfí 5 TóRfítí 5 uÐUR LE/KUR
VE/Ffí dyGG /NG m’fíTT up hVjtt fíVl
*) BRÚN/R BfíK TfíLftÐ MY/JVfí BOt< QUBBf Hflá
f £/</</ FPÍ5K/K Gl'/IS /Ыft súftfíK perr / Arssu - MjflK^
MULM /A/áU/? /dfí ÐÚR 3B/NS ÚT
SjÖK- fíSr HE/T/ m'fíL HELT/
SÖGN /IL6RÍ5I Qörvd Töfífí IÐKfíVl 5 Jft WMTtI
LfíUVfí KopT-g/, 'ft r/ýjfíd LBtK
R/ENft þÖKK 5K ST
H/JJÓÐ /Ð <- TUNGu Ö/fíL/D ST/ll/h upp
V£/7T! ntSN ZKfít ut£Ð ! i ! : 5KYLD ft ElD STÆÐ/
22 HELGARPÓSTURINN