Helgarpósturinn - 16.08.1984, Page 24
eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur myndir Kristjón Ingi Einarsson og fleiri
Huldufólk, álfar, fylgjur, draugar, sýnir, afturgöngur, draum-
farir og andar. Dulræn fyrirbrigöi hafa alltaf veriö á sveimi kring-
um íslendinga. Vísindamenn, þjóðháttafræðingar, sagnfræð-
ingar og efnishyggjufólk ýmis konar hefur eflaust ýmsar skýr-
ingar á reiðum höndum þegar hin yfirnáttúrulegu afskipti land-
ans ber á góma. En tíminn og tækniþróunin virðast breyta litlu
Snjóskafla-
klifur
Halldórs E. Sigurðssonar
fv. ráðherra
Menn voru berdreymnir f
ætt Halldórs E. Sigurðssonar,
fyrrverandi ráðherra, sérstak-
lega amma hans og móðir, að
því er hann sjálfur segir um
ieið og hann bætir því við að
ekki gildi þó það sama um
hann nema að litlu leyti.
En sem dæmi um berdreymni
sína sagði hann eftirfarandi draum:
„Þegar ég var í framboði í bæjar-
og sveitarstjórnarkosningum í
Borgarnesi á mínum yngri árum
dreymdi mig þennan draum. Mér
fannst í draumnum sem ég væri að
koma ofan í Borgarnes. Þvert yfir
veginn sá ég þá borða strekktan á
hverjum stóð „björg". Þá trúði ég
á sigurinn sem enda varð. Ég var í
fjórða sæti á lista flokks míns sem
aldrei hafði komið fleirum að en
tveimur í þessu sveitarfélagi.
Flokkurinn fékk næg atkvæði til að
koma mér inn.
Síðan var það annað sumarið
sem ég bjó á Staðarfelli í Dalasýslu
að ég sló fyrir nágranna minn að
kvöldi til. Ég lagði af stað heim á
leið um miðja nótt en þá var farið
að birta aftur — það var það áliðið
sumars. Ég fór eftir gömlum vegi
sem liggur inn með hlíðinni og að
hliði sem var fyrir utan fjárhúsin
sem þá voru. Þegar ég nálgaðist
túnið tók ég eftir því að tveir menn
gengu niður flatirnar í átt til sjávar,
en túnið liggur niður á sjávarbakk-
ann. Þeir voru meðalmenn á hæð
og í vinnufötum sem þá voru
algeng, bláum samfestingum sem
voru eins og nýkomnir úr þvotti.
24 HELGARPÓSTURINN
Ég horfði á þá stefna að skurði sem
var fyrir neðan flatirnar og velti
þessum mannaferðum fyrir mér,
mér þótti þær lítt skýranlegar. Þeir
gengu niður í skurðinn en ekki
komu þeir upp aftur. Ég beið eftir
því en það var árangurslaust. Frá
Staðarfelli höfðu nokkrum sinnum
drukknað menn í Hvammsfirði og
höfðu meðal annars drukknað
tveir menn þar fyrir utan árið áður
en ég fluttist þangað. Annar þeirra
hafði verið bóndi á Staðarfelli. Lík-
in hafa aldrei fundist og datt mér
helst í hug að þarna væri samband
á milli.
ferð að Setbergi. Svo hagar til á
þessum slóðum að þegar að prests-
setrinu er komið frá Suður-Bár er
fyrst komið að kirkjugarðinum,
síðan að læk og loks að brekku
áður en að bæjarhúsunum er kom-
ið. Við systkinin höfðum haldið sið
einn en hann var sá að fara alltaf að
leiði föður okkar þegar að Setbergi
var komið en hann var jarðsettur í
kirkjugarðinum þar — svo var
einnig í þetta sinn. En þegar ég
kem að brekkunni handan lækjar
sé ég fyrir mér snjóskafl sem ekki
sást upp fyrir. Ég hafði aldrei séð
hann fyrr og varð mjög undrandi
— þóttist sjá að vonlaust myndi
'S>vera fyrir mig að komast upp
brekkuna vegna skaflsins. Hins
vegar þótti mér Ijóst að systkini
mín hefðu gaman af, kæmist ég
ekki upp. Ég yrði því að freista
uppgöngu sem ég og gerði en
stoppaði nokkrum sinnum til að
virða fyrir mér árangurinn. Þó svo
mér sýndist skaflinn ókleifur og
óárennilegur [ byrjun tókst mér að
komast yfir hann.
Mér virðist sem ég í draumnum
hafi farið yfir hæðir sem ég hafi
ekki gert ráð fyrir að fara. Hvort
þessi snjóaferð mín hefir haft ein-
hverja þýðingu í lífinu sjálfu er mér
ekki fullkomlega Ijóst þótt ég hafi
vissulega þurft að sækja á bratt-
ann í lífsbaráttu minni."
Verndarengill
Hendriks Berndsen
blómasala
f lífi Hendriks Berndsen í
Blómum og ávöxtum hefur
margt yfirnáttúrulegt komið
fyrir, að hann telur sjálfur. Það
sem á eftir kemur verður því
aðeins lítið dæmi.
„Ég álít, eins og líf mitt var á
tímabili, yfirnáttúrulegt að ég sé á
lífi, því ef eitthvað er til sem heitir
verndarengill þá hefur hann haft
ærinn starfa við að halda sinni
verndarhendi yfir mér. Þegar ég
var 16—17 ára, vann ég með
stúlku sem las stundum í lófa. Úr
mínum lófa las hún að ég myndi
deyja (kringum þrítugt. Þetta væri
einkennilegur lófi, ég myndi deyja
og rísa svo upp aftur. Þau 10—12
ár sem á eftir liðu í lífi mínu voru
mjög erfið og þá hugsaði ég mikið
til spádóms þessarar stúlku. Um
31 árs aldur var ég nefnilega kom-
inn svo langt niður í óreglu að það
lá við að ég væri lifandi dauður, ef
svo mætti segja — á grafarbakk-
anum. Þá gerðist hið yfirnáttúru-
lega. Ég fór í meðferð við þeim
sjúkdómi sem ég er haldinn og
það leiddi til þess að ég er lifandi í
dag."
öðru sinni var ég að fara að
kvöldi til í gegnum Kerlingarskarð
ofan í Borgarnes þar sem ég átti þá
heima. Fannst mér maður sitja í
sætinu við hlið mér í bílnum. En
einhvern veginn var það svo að ég
hafði ekki kjark til að athuga málið
fyrr en ég var kominn til byggða.
Þegar þangað kom fór ég út úr
bílnum til að athuga þetta en þá
virtist enginn farþegi vera með
mér.
Áður en þessu lýkur vildi ég
gjarnan segja draum sem mig
dreymdi þegar ég var milli ferm-
ingar og tvítugs. Ég ólst upp í Eyr-
arsveit við Grundarfjörð en það var
ein bæjarleið milli Suður-Bárar,
heimilis míns, og Setbergs sem
var prestssetur í þá tíð. Mikið sam-
band var á milli heimila prests og
okkar. Ég var oft sendur í sendi-
ferðir milli bæjanna og var það
venjulega tíðindalaust. Eitt sinn
dreymdi mig þó að ég væri í sendi-
Framsýnir
menn, draum-
spakir eöa
spakir aö viti
Sigurbjörn Einarsson
fv. biskup
,,Ég hika við að tala um dul-
ræna reynslu af því að hugtak-
ið er svo viðsjált," sagði
Sigurbjörn Einarsson
fyrrverandi biskup við
beiðninni um að greina frá
dulrænni reynslu sinni. „Það
hefur verið notað um svo
margan hégóma og er tengt
ýmsu ómerku gutli.
Það er nýlegt í málinu og hefur
verið notað án skýrgreiningar um
sundurleita hluti. Áður fyrri var
ekki talað um að menn væru dul-
rænir eða með dulargáfur en sumir
voru kallaðir framsýnir, draum-
spakir eða spakir að viti og þýddi
það að þeir voru eftirtektarsamir á
það sem fyrir þá bar hvort heldur
var í vöku eða svefni og kunnu að
draga ályktanir af því. Sumir höfðu
læknishendur, aðrir voru kallaðir
ófreskir, enn aðrir margvísir. Þetta
hefur fylgt mannkyninu alla tíð. Ég
hef enga ástæðu til að flokka mig
með spökum mönnum, margvís-
um eða afbrigðilegum á neinn hátt
þó að ýmislegt hafi borið fyrir mig
eins og flesta menn sem er merki-
legt fyrir sjálfan mig en ekki í frá-
sögur færandi. Fyrir mér hefur hið
venjulega orðið vaxandi íhugunar-
og undrunarefni. Og hið ósýnilega
baksvið hins áþreifanlega veru-
leika orðið sjálfsagðari staðreynd
með árunum. Ég sækist ekki eftir
neinum sjaldhafnarréttum á Guðs
ríka borði. Hann talar til mín í öllu
ef ég vil hlusta og sjá."