Helgarpósturinn - 16.08.1984, Síða 25
um reynslu íslendinga af dulrænum fyrirbrigðum. Á tölvuöld
reika framliðnir enn á meðal okkar, draumarnir eru stöðugar vís-
bendingar sem ber að ráða og óútskýranlegir atburðir eiga sér
stað á nóttu sem um hábjartan dag.
Helgarpósturinn leitaði til sex nafnkunnra íslendinga og bað
þá að segja frá dulrænni reynslu sinni og afskiptum af fyrirbær-
um handan þessa efnisheims.
Lífið er
rafmagns-
impúlsar
segir Guðmunda Elíasdóttir
söngkona og hlær dátt
Guðmunda Elíasdóttirsöng-
kona kvaðst aðallega geta
sagt frá draumum, vitrunum í
draumum,en það væri kannski
lítið dulrænt við að vera ber-
dreyminn. Hún ákvað samt að
láta á það reyna og sagði frá
eftirfarandi draumi:
„íslensk farþegaþota og ame-
rísk herþota rákust næstum á í lofti
vestan við Vestmannaeyjar fyrir
um það bil ári. Sonur minn vinnur
í Líbýu og þegar hann kemur heim
fer yfirleitt einhver úr fjölskyldunni
að taka á móti honum á flug-
vellinum. Nóttina áður en ég fór að
taka á móti honum dreymdi mig
að ég væri stödd í byrgi. öll hlið
þess var úr gleri og ég horfði út á
hrjúft malbik. Ég vissi að ég væri
að taka á móti syni mínum og ég
heyrði að það hefði orðið slys. Ég
hugsaði strax til hans sem átti að
koma eftir fáar mínútur. Fyrir utan
gluggann stóð náinn vinur minn
sem er dáinn og sagði: „Vertu ró-
leg, hans tími er ekki kominn." Á
leiðinni til Keflavíkur daginn eftir
var ég mjög óróleg en taldi hann
komast af, hvað svo sem kæmi
fyrir hitt fólkið. Þegar ég kom í út-
sýnisturninn í Keflavík sá ég sama
malbikið og í draumnum og ég
hugsaði með mér að nú yrði slys.
En í þetta skiptið skall hurð nærri
hælum og það var aðeins snarræði
íslenska flugmannsins að þakka
að ekki varð slys. Það er spurning
hvaðan svona fréttir koma. Hvort
maður kemst á einhvern hátt í
samband við himinhvolfið þegar
maður sofnar. Ég hef oft hugsað
um þetta.
Einu sinni dreymdi mig að
maður kom til mín og sagði:
„Veistu það Mumma (ég er kölluð
það), lífið er rafmagnsinnpúlsar".
Ég hló mikið að þessu og geri enn
Varð kristinn
á einum
morgni
segir Jón Sigurðsson
skólastjóri á Bifröst
Það er spurning hvaö kallast
dulræn reynsla, eða svo þótti
Jóni Sigurðssyni skólastjóra á
Bifröst að minnsta kosti.
„Teljast draumar til dulrænn-
ar reynslu?" — Ja, hví ekki?
„Ég er vanur draumum. í skóla
dreymdi mig eitt sinn einkunnirnar
mínar. Það stóðst þegar ég fékk
þær. Mig hefur margsinnis dreymt
atburði næstu daga og vikna,
menn sem ég síðan er tilbúinn að
hitta og hitti. Þessir draumar hafa
oft orðið mér mikil hjálp. Ég hef
vitað að eitthvað myndi gerast og
en það er kannski ekkert
hlægilegt.
Annars á ég systur sem eru
mjög berdreymnar og skyggnar.
Árið 1971 átti ég afmæli. Systir
mín í Keflavík hringdi og sagðist
ætla að koma til mín í gleðskapinn.
Um klukkan ellefu um kvöldið
bankar hún svo upp á og er stutt í
spuna við mig. Þegar ég spyr hvort
eitthvað sé að segir hún mér að
þegar hún hafi verið að ganga upp
að húsinu hafi hún séð mig inn um
svefnherbergisgluggann, ég hafi
brosað og í fleng dregið glugga-
tjaldið fyrir. Henni þóttu þetta
kuldalegar móttökur en við sem í
stofunni vorum vitum að ég sat þar
við borð og gat ekki hafa verið í
svefnherberginu. Vinkona mín ein
sagðist líka hafa séð þessa konu í
glugganum um ári síðar þar sem
hún dró tjaldið fyrir á sama hátt og
í fyrra skiptið og var eins klædd og
fyrr. Vinkona mín sá hana bara
klukkan fjögur að degi til í stað
ellefu að kvöldi til áður."
verið undir það búinn.
Eitt sinn sá ég, milli draums og
vöku, hús sem stóð í Ijósum log-
um. Þegar það gerðist var ég í
mjólkurbfl á leið að Draghálsi. Ég
var níu ára gutti þá, hnippti í bfl-
stjórann og sagði honum að nú
myndi eitthvert hús brenna, við
skyldum flýta okkur að Draghálsi.
Um það bil ári síðar brann íbúðar-
húsið þar.
Svo er náttúrlega frá því að
segja að ég varð kristinn á einum
morgni. Ég var að vinna í sláturhúsi
í Svíþjóð þegar talað var til mín
í spænsku
veikinni
Gréta Sigfúsdóttir
rithöfundur segir frá
„Ég skal segja frá því undar-
legasta sem ég hef nokkru
sinni lifað," sagði Gréta Sig-
fúsdóttir rithöfundur, „en
hvort það er einhver dulræn
mjög greinilega einn morguninn,
rétt yfir öxlina á mér jafn Ijóslifandi
og við tölum saman núna. Ég var
að velta fyrir mér spurningum um
tilveruna, hvort við mennirnir
værum villidýr eða eitthvað annað.
Ég reyndi að rekja uppruna lífsins
og undirstöðu þess. Það er stór
spurning hver talaði til mín, kona
góð. Ég held að það hafi verið
Guð. Hann benti mér á að ég hefði
ekki rétt svar við spurningum mín-
um. Þetta skipti að sjálfsögðu
sköpum í lífi mínu. Lífsviðhorf mín
breyttust og öll lífsstefna.
Svo hef ég dulræna reynslu að
því leytinu til að við hjónin höfum
þekkt fólk sem hefur verið skyggnt
eða ófreskt. Kona nokkur sem er
kunningi okkar hefur til dæmis
tvisvar með tíu ára millibili séð fyrir
næstu ár okkar. Hún var búin að
segja okkur að við myndum flytj-
ast í sveit og fara að starfa í skóla
áður en við vissum það sjálf. En
þegar ég hætti í þáverandi vinnu
minni vissi ég af þessu og var undir
það búinn að gerast skólastjóri að
Bifröst þótt ég vissi ekki að ég
myndi einmitt gerast skólastjóri
þar fyrr en að því kom.
Þetta hefur allt saman haft mikil
áhrif á mig þótt ég líti á til dæmis
drauma sem hversdagslegan hlut.
Ég veit nefnilega ef það býr eitt-
hvað að baki þeim og eins veit ég
að þeir geta oft verið bull."
reynsla skal ég ekkert segja
um.
Þetta gerðist í spænsku veik-
inni, um 1918. Ég var þá um það bil
8 ára gömul. Á heimilinu var stúlka
og við vorum nokkuð samrýndar.
Hún tók mig með sér einn daginn
í heimsókn til kunningjakonu sinn-
ar sem bjó á loftinu hjá Sigurði
Thoroddsen föður Gunnars Thor-
oddsen heitins á Fríkirkjuvegi. Á
leið þangað gengum við framhjá
Miðbæjarskólanum en leið okkar
lá í húsið við hliðina. Það var vetur,
dimmt úti og snjór yfir öllu. Ég man
ennþá brattar tröppurnar upp á
loftið en stúlkan sem þar bjó hafði
lampaljós í herberginu sínu. Þegar
við fórum, fylgdi hún okkur út á
tröppurnar fyrir utan. En þegar út
var komið, sáum við ekkert nema
hvíta slæðu fyrir augunum. Snjór-
inn reis upp eins og veggur gegn
okkur og það stirndi á hann. Við
æddum fram og til baka og vissum
hvorki í þennan heim né annan.
Við rönkuðum ekki við okkur fyrr
en í brekkunni fyrir ofan Miðbæjar-
skólann. Mér fannst sem óratími
hlyti að hafa liðið meðan þetta
gerðist en það voru víst ekki nema
nokkrar mínútur. Fyrst núna dettur
mér í hug að þetta hafi getað verið
snjóblinda en mér er þetta mjög
minnisstætt. Mamma taldi þetta
hafa verið áhrif frá deyjandi fólki í
skólanum en hann hafði verið tek-
inn undir sjúkrahús þar sem ekkert
slíkt var fyrir hendi. Þetta var und-
arlegur atburður og ég notaði hann
eitt sinn í skáldsögu. Það sýnir
kannski að rithöfundar fá oft eitt-
hvað lánað úr sínu eigin lífi."
HELGARPÓSTURINN 25