Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.08.1984, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 16.08.1984, Qupperneq 26
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 17. ágúst 19.35 Umhverfis jörflina á áttatíu dög- um. 19.45 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20*30 Auglýsingar og dagskró. 0:35 Á döfinni. 6.45 Skonrokk. 21.15Var 007 njósnaflug? Bresk frétta- mynd. Fyrir einu ári grönduöu Sovét- menn kóreskri farþegaþotu meö 269 manns innanborðs. í myndinni eru at- burðir þessir raktir og reynt aö varpa nýju Ijósi á þá. Þýðandi Einar Sigurös- son. .40 Kampútsea. Stutt bresk fréttamynd. *;21.55 Kona utan af landi. (La Provinciale). Frönsk-svissnesk bíómynd frá 1981. Leikstjóri Claude Goretta. Aðalhlut- verk: Nathalie Baye, Angela Winkler, Bruno Ganz og Pierre Vernier. Ung kona fer til Parísar í atvinnuleit. Kynni hennar af borgarlífinu og borgarbúum valda henni ýmsum vonbrigðum en hún eignast vinkonu sem reynir að kenna henni að semja sig að nýjum siðum. Þýöandi Ragna Ragnars. 23.45 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 18. ágúst 16.00 íþróttir. 18.30 Þytur í laufi. Nýr flokkur. Breskur brúöumyndaflokkur í sex þáttum. 18.50 íþróttir — frh. 19.45 Fróttaógrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 I fullu fjöri. Fimmti þáttur. 21.05 Börnin okkar öll. (Yours, Mine and Ours). Bandarísk gamanmynd frá 1968. Leikstjóri Mel Shavelson. Aðal- hlutverk: Lucille Ball, Henry Fonda og Van Johnson. Ekkja með átta börn og ekkill, sem átíu börn, verða ástfangin. Þegar þeim verður Ijós fjölskyldu- stærðin renna á þau tvær grímur. Loks afráða þau að skella sér í þaö heilaga jw og taka afleiðingunum. Þýðandi r Rannveig Tryggvadóttir. F22.50 Billy Joel — fyrri hluti. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 19. ágúst 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Sigurð- ur H. Guðmundsson, flytur. 18.10 Geimhetjan. Áttundi þáttur. 18.30 Mika. Fjórði þáttur. 19.00 Hié. 19J5 Fréttaágrip ó táknmáli. 2ÖiOO Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Hin bersynduga — Lokaþáttur. 21.45 Hljómleikar á Holmenkollen. 23.55 Dagskrórlok. 11.15 Tónleikar. 11.35 ,,Hringurinn", smásaga eftir Kar- en Blixen. 12.20 14.00 14.30 14.45 16.00 16.20 17.00 17.10 19.00 19$> o Fróttir. „Við bíðum" eftir J.M. Miðdegistónleikar. Nýtt undir nálinni. Fréttir. Síödegistónleikar. Fréttir á ensku Síðdegisútvarp. Kvöldfréttir. Við stokkinn. Coetzee. Föstudagur 17. ágúst 7.00 Fréttir. 8.00 Fréttir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna. 10.00 Fréttir. 10.45 „Það er svo margt að minnast á". Lög unga fólksins. Kvöldvaka. „Árstíðirnar" eftir Antonio Vi- valdi. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmól- iö" eftir Frances Durbridge. End- urtekinn V. þáttur. Fréttir. .35 Kvöldsagan: „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. 23.00 Söngleikir í Lundúnum. 23.50 Fréttir. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 lýkur kl. 03.00. Laugardagur18. ágúst 7.00 Fréttir. 8.00 Fréttir. 9.00 Fréttir. 9.30 Óskalög sjúklinga. 11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur fyrir ungl inga. 12.20 Fróttir. Í13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Á ferð og flugi. 15.10 Listapopp. 16.00 Fréttir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmál- ið" eftir Frances Durbridge VI. þáttur. „Viðvörun frá ungfrúf Wayne". 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar. 18.00 Miðaftann í garðinum. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Elskaðu mig; fjórði þáttur. 20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. 20.40 Laugardagskvöld á Gili. 21.15 Harmonikuþóttur. 21.45 Einvaldur í einn dag. Samtalsþáttur í umsjá Áslaugar Ragnars. 5 Fréttir. .35 Kvöldsagan: „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. 23.00 Lótt sígild tónlist. 23.50 Fréttir. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. i.OO 8.10 8.35 9.00 #05 k ’°00 10.25 11.00 12.20 13.30 14.15 15.15 16.00 16.20 17.00 17.10 Val Mörtu Bjarnadóttur „Ég reyni alltaf að horfa á fréttir og veðurfréttir í sjónvarpinu, þær kvikmyndir sem mér líst á, alla fréttaskýringaþætti og íþróttir," sagði Marta Bjarnadóttir kaupmaður í tískuversluninni Evu. „Norðurlanda- efni sleppi ég en horfi á allt innlent sem ég kemst yfir. I útvarpinu hlusta ég alltaf á fréttir svo og klassíska tónlist. Eg hef Rás 2 á í vinnunni á dag- inn og hlusta því á hana með öðru eyranu. Hún er ágæt en það er oft of einhæft efni á rásunum báðum á sama tíma. Það er galli. 19.35 19.50 20.00 Sunnudagur 19. ágúst Morgunandakt. Fréttir. Létt morgunlög. Fréttir. Morguntónleikar. Fréttir. Út og suður. Messa í Hóladómkirkju — Frá Hólahátíð. Fréttir. Á sunnudegi. Síðustu 40 dagar Jónasar Hall- grímssonar. Lífseig lög. Fréttir. Háttatal. Þáttur um bókmenntir. Fréttir á ensku. Síðdegistónleikar. Kvöldfréttir. Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðlun, tækni og vinnubrögö. „Vísur jarðarinnar". Sumarútvarp unga fólksins. Föstudagur 17. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-17.00 Jazzþáttur. 17.00-18.00 í föstudagsskapi. 23.15-03.00 NæturvaktinJRásirnar sam- tengjast kl. 24.00). Laugardagur 18. ágúst 24.00-00.50 Listapopp. 00.50-03.00 Næturvaktin. (Rásirnar sam- tengjast kl. 24.00). Sunnudagur 19. ágúst 13.30-18.00 S-2, sunnudagsútvarp. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Ás- geir Tómasson. SJÓNVARP eftir Guðjón Arngrímsson Aldrei friður Bandarískar rannsóknir sýna að venju- legur maður Ies dagblöð í að meðaltali 52 mínútur á degi hverjum. Einnig les hann bækur, tímarit, skilti, merkimiða, upp- skriftir, Ieiðbeiningar, aftan á kornfleks- pakkann og margt fleira. Sami maður hlustar á útvarp í 1 klukkustund og 15 mínútur á dag í allt, og horfir á sjónvarp í tvær til þrjár stundir. En náttúran hefur séð okkur fyrir var- nagla sem betur fer. Þessi bandaríski meðalmaður er berskjaldaður fyrir 560 auglýsingaboðum á dag: í blöðum, út- varpi og sjónvarpi — og auglýsingaskilt- um í umhverfi sínu. Rannsóknir sýna að af þessum 560 fara 484 algjörlega fram- hjá honum. Hann tekur því aðeins éftir 76 og innan við tug man hann daginn eftir. Og það þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki hverju tilboði — vinna sem miðar að því einu að ná athygli hans. Það sama gildir um frétta-, fræðslu- og skemmtiefni blaða, útvarps og sjón- varps: því er stýrt með það fyrst og fremst í huga að koma ákveðnum skila- boðum inní heilastöðvar mannsins. Þetta eru engar afslappaðar, venjulegar sam- ræður, þar sem mikill tími fer í endur- Bjarni Friðriksson varð þjóðhetja á nokkrum klukkustundum. tekningar og atriði sem litlu máli skipta, heldur er upplýsingunum pakkað á sem allra skemmstan tíma eða í sem allra fæstar setningar. Svona erum við íslendingar bombard- eraðir líka, þó þessar tölur eigi e.t.v. ekki nákvæmlega við þær aðstæður sem við búum við. Það er kannski einmitt þetta sem átt er við þegar talað er um hraðann í nútímaþjóðfélaginu? Einn sérkennilegasti fylgifiskur alls þessa er fræga fólkið. Nú öðlast fólk heimsfrægð á örfáum klukkustundum — það treður sér í gegnum blöðin, útvarpið og sjónvarpið inná heimili manns og alla leið inn í hugskotið: það verður hluti af hversdagslífinu. Michael Gross synti flugsund örfáum sekúndubrotum hraðar en keppinautar hans. Skyndilega var hann orðinn fjöl- skylduvinur uppá íslandi, við fylgdumst með taugastríði hans í nærmynd, horfð- um á hann berjast og sigra og taka við sigurlaununum. Síðan lásum við um hegðun hans í blöðunum og um bak- grunn hans og persónuleika í tímarit- unum. En svo hverfur hann jafn skyndi- lega og hann kom — og aðrir taka við. Hver man flugsundssigurvegarann á síð- ustu ólympíuleikum? Ólympíuleikarnir eru hátíð „nýfræga" fólksins, en auðvitað líka þeirra sem lifa munu meðal almennings lengi. Einhver furðulegasta uppákoma íslenskrar íþróttasögu varð í síðustu viku þegar Bjarni Friðriksson tók við verðlauna- peningi sínum, því þá hafði ekki nema brot þjóðarinnar hugmynd um það hver maðurinn var. Hann varð þjóðhetja á nokkrum klukkustundum. En öfugt við Michael Gross, og alla hina, þá verður hann íslensk hetja um ókomin ár — að minnsta kosti ef marka má þá frægð sem Vilhjálmur Einarsson nýtur enn vegna verðlaunapeningsins frá Melbourne. UTVARP eftir Helga H. Jónsson Fréttir Fréttirnar eru það útvarpsefni sem mest mun á hlustað. Á því sviði hefur útvarpið líka tæknilegt forskot — enn sem komið er að minnsta kosti, hvað sem síðar verður í sjónvarpstækni okkar. Útvarpið getur verið á staðnum á stund- inni. I því má segja frá tíðindum um leið og þau gerast — og útvarpa af staðnum, ef svo ber undir. Hitt er aftur spurning, hvort þetta for- skot er nýtt sem skyldi. Vafalítið gæti út- varpið gert miklu meira af því en það gerir nú að senda menn í skyndi á þá staði, þar sem tíðindi verða og útvarpa síðan beint, jafnvel af nokkrum stöðum í einu, ef vill. Með bættum tæknibúnaði hefur þó nokkuð verið gert af þessu í seinni tíð,en þarna má gera miklu meira. Sumpart er þetta tæknilegt atriði. En að einhverju leyti er þetta trúlega iíka komið undir vana í vinnubrögðum — og svo vilja. Svo vel þykist ég þekkja til þeirra manna sem á fréttastofu útvarps- ins vinna, að geta f ullyrt, að ekki vanti þá viljann til þess að gera góða fréttatíma enn betri en þeir eru. Vana og verklag móta menn sjálfir. Þá stendur eftir það sem kostar peninga — en við hlust- Allt of algengt er að fréttatengdir þættir séu f höndum viðvaninga. endur getum að sjálfsögðu lagt frétta- mönnum Iið með því að vekja máls á því að við viljum fá meira af beinu útvarpi í fréttatímum. Yfirleitt er næsta lítið af innlendum frétt- um í morgunfréttatímunum. Það er í rauninni mjög miður, því ég hygg að þeir séu margir sem vildu geta byrjað daginn á því að fá ítarlegar innlendar fréttir, ekki bara fréttir af morðum og mann- drápum í útlöndum þótt ekki verði hjá þvílíkum fréttum komist — og einhverja uppsuðu úr innlendum fréttum dagsins á undan. Til þess að þetta sé hægt þurfa fréttamenn hins vegar að koma fyrr til vinnu en nú gerist og vinna í hendurnar á sér kvöldið áður. Ég held á hinn bóg- inn, að mörgum þætti þetta til bóta — og þá mætti á móti hugsa sér að fækka morgunfréttatímunum — hafa þá tvo eða þrjá í stað fjögurra eins og nú er með nán- ast sömu fréttunum aftur og aftur. Fréttatímarnir sjálfir eru svo bara ein hlið fréttaflutnings í útvarpinu, önnur hlið felst í fréttatengdum þáttum af ýmsu tagi. Oft á tíðum eru þeir í höndum frétta- manna eða annarra fagmanna og þá unnir sem skyldi. En hitt þekkist líka og er alltof algengt, að fréttatengdir þættir eru fengnir í hendur viðvaningum. Þetta fólk vill náttúrlega gera vel, en stundum er viljinn bara ekki einhlítur. Menn þurfa nefnilega að kunna sundtökin, áður en þeir kasta sér til sunds. Sennilega er þetta ein afleiðing þess, hversu einkennileg deildaskipting er á útvarpinu. Þar er fréttastofa og svo dag- skrárdeild sem meðal annars sér um fréttatengdu þættina. Miklu eðlilegra er að hafa svipað lag á og gerist á sjónvarp- inu, þar sem ein deildin nefnist frétta- og fræðsluldeild. Þar er því allt efni sem af því tagi er, undir einum og sama hattinum. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.