Helgarpósturinn - 16.08.1984, Page 28
s
^^^teingrimur Hermannsson
forsætisráöherra er kominn frá Los
Angeles og heldur fund með Þor-
steini Pálssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins, í dag, fimmtudag,
með nýjan stjórnarsáttmála í huga.
Steingrímur mun vera með margar
nýjar og ferskar hugmyndir og til-
lögur í tösku sinni en sú róttækasta
mun vera um nýtt sjóðakerfi. Stein-
grímur fól litlum hópi ungra manna
fyrr á árinu að gera mikla úttekt á
sjóðakerfi landsins, ásamt tillögum
um breytingar og aukið hagræði
fyrir þjóðarbúið í heild. Hópurinn
komst að þeirri niðurstöðu að
ieggja ætti niður alla sjóði, en þeir
eru á annan tug, og taka í stað
þeirra upp þrjá sjóði, einn fyrir
hverja atvinnugrein — landbúnað,
iðnað og sjávarútveg. Sjóðirnir þrír
eiga samkvæmt tillögum þessum að
vera sjálfstæðir og eiga atvinnuveg-
irnir að stjórna þeim sjálfir. Ekkert
fé af fjárlögum skal renna til sjóð-
anna þriggja. Er búist við talsverðu
fjaðrafoki í röðum stjórnarflokk-
anna þegar Steingrímur dregur
þessar tillögur upp úr pússi sínu, því
hið nýja sjóðakerfi þýðir að sjálf-
sögðu snarminnkandi afskipti hins
pólitíska valds af lánum til atvinnu-
veganna. Breytingin þýddi enn-
fremur mikla byltingu á Fram-
kvæmdastofnun, þar eð fram-
kvæmdasjóður yrði lagður niður. . .
^PÍ^ðrar nýjugar í möppu Stein-
gríms er tillaga um að stórefla ný-
iðngreinar í landinu, og þá með
útflutning fyirr augum. Einkum
mun vera lögð áhersla á lífefna- og
rafeindaidnað og gæti jafnvel svo
farið að fjórði atvinnugreinasjóður-
inn yrði stofnaður með það í huga
að byggja upp hinar nýju iðngrein-
ar.. .
u
M lutafjáraukning Arnarflugs
hefur mikið verið í fréttum. Eins og
fram hefur komið ætla starfsmenn
Arnarflugs, sem eru hluthafar, að
nýta sér forkaupsrétt hlutabréfa.
Það hefur hins vegar ekki komið
fram að forráðamenn Arnarflugs
hafa á undanförnum vikum gengið
á eftir starfsmönnum að þeir nýttu
sér forkaupsréttinn af ótta við að
Flugleiðir eða sambandsfélögin
nýttu sinn forkaupsrétt til að kaupa
hlutabréfaaukningu starfsmanna
og ná þar með undirtökum í Arnar-
flugi. A forysta Arnarflugs að hafa
annast lánafyrirgreiðslu fyrir starfs-
menn sína til að auðvelda þeim
kaupin á nýju hlutabréfunum. . .
E
HHplid fellur sjaldan langt fra eik-
inni, er stundum sagt. Það á líka
ágætlega við í þessu tilfelli. Hver
man ekki eftir Islenskum eðalvögn-
um hf. og innflutningi þess fyrirtæk-
is, Rolls Rojsunum tveimur, á fyrri
hluta ársins? Eins og menn muna
var annar bíllinn seldur úr landi en
hinn notaður til leigu. Af því máli er
lítið nýtt títt en talsmaður^ Eðal-
vagna var maður að nafni Ólafur
Arnarson. Sá kom ætíð fram í fjöl-
miðlum fyrir hönd fyrirtækisins. En
það sem fæstir vita er hverjir stóðu
í raun á bak við ævintýrið. Áður-
nefndur Olafur er sonur Arnar
nokkurs Clausen, að sagt er, og
voru tveir aðrir synir hans, bræður
Ólafs, með í fyrirtækinu. Auk þeirra
tveggja var svo sonur Davíðs
Scheving Thorsteinsson iðju-
höldar, að nafni Jón Scheving
Thorsteinsson, með ásamt fleir-
um — allir tilheyra þeir stétt pen-v
ingamanna í landinu, að því er
sagan segir. . .
II_________________________
urborg hafa mikið og gott samstarf
að því er virðist. Á undanförnum ár-
um hafa borgarstjórnarfulltrúar
þessara tveggja borga boðið hver
öðrum í ferðir til sinna landa í því
skyni að efla félagsleg og menning-
arleg tengsl. Fyrir nokkrum árum
var sendinefnd borgarfulltrúa
Moskvu stödd í Reykjavík í boði
borgarinnar og var mikið skálað og
mörg böndin treyst. Nú er komið að
Rússum að endurgjalda boðið
og hefur fararlisti borgarstjórn-
ar Reykjavíkur verið valinn. Þar á
meðal eru Davíd Oddsson í farar-
broddi, Markús Örn Antonsson,
Kristján Benediktsson, Sigurjón
Pétursson og Jón G. Tómasson.
Haldið verður af stað sunnudaginn
27. ágúst. Heyrst hefur í ýmsum
öðrum borgarstjórnarfulltrúum að
reisur af þessu tagi þjóni engum til-
gangi og séu hreinar skemmtiferðir.
Hins vegar mun Moskvuförin þykja
eftirsóknarverð, þótt hún skili ef til
vill ekki ríkum árangri, því einn
ferðamannanna, Kristján Bene-
diktsson, borgarfulltrúi Framsókn-
ar, mun þessa dagana vera staddur
með fjölskyldu sinni á Ítalíu og hef-
ur pantað sér beint flugfar frá Róm
til Moskvu til að taka þátt í gagnleg-
um viðræðum um sameiginlega
hagsmuni borganna tveggja og
treysta vináttuböndin við
Moskvumenn. ..
Með vísan til tilkynningar Seðlabankans um vexti og verðtryggingu láns- og
sparifjár frá 2. ágúst sl., hefur Alþýðubankinn ákveðið að frá og með 13. ágúst
1984 verði vaxtakjör bankans sem hér segir:
Nafnvextir Nafnvextir Ársávöxtun
INNLÁN: áður nú nú
1. Almennar sparisjóðsbækur 15,0% 17,0% 17,0%
2. 3ja mán. sparireikn. m. uppsögn 17,0% 19,0% 19,9%
3. 12 mán. sparireikn. m. uppsögn ... 19,0% 23,5% 24,9%
4. 3ja mán. verðtr. reikningar 0,0% 2,0%
5. 6 mán. verðtr. reikningar 2,5% 4,5%
6. Innlánsskírteini m. 6 mán. uppsögn 21,0% 23,0% 24,3%
7. Stjörnureikningar 5,0% 5,0%
8. Ávisanareikningar 5,0% 15,0%
9. Hlaupareikningar 5,0% 7,0%
10. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
- innstæður í Bandaríkjadollurum . 9,0% 9,5%
- innstæður í Sterlingspundum ... 7,0% 9,5%
- innstæður í Vestur-þýskum
mörkum 4,0% 4,0%
- innstæður í dönskum krónum ... 9,0% 9,5%
ÚTLÁN:
1. Víxlar (forvextir) 18,5% 22,0%
2. Hlaupareikningslán 18,0% 22,0%
3. Skuldabréfalán 21,0% 24,5% 26,0%
4. Verðtryggð skuldabréfalán:
- lánstími allt að 3 ár 4,0% 7,5%
- lánstími minnst 3 ár . 5,0% 9,0%
5. Endurseljanleg lán 18,0% 18,0% 19,25%
6. Dráttarvextir* 2,5% 2,75%
'Gildir frá 1. september nk.
Ath. Vextir eru breytilegir skv. ákvörðun bankaráðs Alþýðubankans hf.,
en vextir á eldri lánum breytast ekki.
Við gerum vel við okkar fólk
Alþýðubankinn hf.
ALLAR STÓRU DÍTLAPLÖTURNAR
14 stk. í einum kasso
Önnur söfn:
Jimi Hendrix 13 stk.
Eric Clapton 13 stk.
Cream 7 stk.
Bee Gees 17 stk.
Rolling Stones 12 stk.
Mjög góðir
greiðsluskilmálar
Upplýsingar
í síma 687545
Kvöld-
og helgarsími 72965
28 HELGARPÓSTURINN