Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR
Samið í deilu BSRB og rikisins
Verkfalli BSRB var frestað klukkan 22.15 á þriðjudagskvöld þeg-
ar fjármálaráðherra og formaður bandalagsins höfðu undirritað
nýjan aðalkjarasamning sem gildir til 31. des. 1985. Stóð seinasti
samningafundurinn í nærri 35 klukkustundir. Samningurinn
felur i sér um 20% meðalhækkun launa og mest 23,4% hækkun á
lægstu taxta. Ekki var samið um kaupmáttartryggingu en samn-
ingarnir gerðir uppsegjanlegir 1. sept. ’85.
Ágreiningur um samningana
Mjög skiptar skoðanir um samninginn urðu innan samninga-
nefndar BSRB en þar var hann þó samþykktur með 36 atkvæðum
gegn 13. Hefur yfirkjörstjórn BSRB ákveðið að á höfuðborgarsvæð-
inu eigi allsherjaratkvæðagreiðsla um samningana sér stað 7. og 8.
nóv. Fyrir landsbyggðarmenn eru seinustu forvöð að póstleggja at-
kvæðaseðlána 9. nóv. og er áætlað að talningu atkvæða ljúki 12.
nóvember svo úrslit geti legið fyrir.
Enn verkföll hjá borg og bæ
S.l. miðvikudagskvöld var ekki enn búið að semja í deilu Reykja-
víkurborgar og starfsmanna. Stóð verkfall þeirra því enn með full-
um þunga en samningafundir stóöu milli starfsmannafélagsins og
samninganefndar borgarinnar frá hádegi og fram á kvöld. Einnig
var verið að leitast við að semja á Seltjarnarnesi s.l. miðvikudag.
Sundur og saman hjá ASÍ og VSÍ
í gær hófust aftur viðræður fulltrúa ASÍ og VSÍ eftir að slitnað
hafði upp úr viðræðunum á þriðjudagsmorgun. Að sögn talsmanna
var verið aö endurmeta samningsstöðuna í ljósi nýgerðra kjara-
samninga BSRB og ríkisins.
Mikil veiði í síldinni
Síldveiðarnar hafa gengið mjög vel að undanförnu og síðustu
daga hefur verið mokveiði á miðunum. Hefur verið saltað í tæpar
150 þús. tunnur en Síldarútvegsnefnd hefur samið um sölu á 225
þús. tunnum af Suðurlandssíld á þessu hausti.
Stjórnarandstaðan bjá Steingrími
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar gengu á fund Steingríms Her-
mannssonar forsætisráðherra á þriðjudagsmorgun til að ræða um
stöðu kjaramála. Lögðu þeir fram sjónarmið sín í deilunum og
itrekuðu gagnrýni sína á afstöðu stjórnvalda í þeim.
Samningar blaðamanna
Samkomulag tókst s..l. föstudag í deilu Blaðamannafélags íslands
og Félags ísl. prentiðnaðarins og er mjög í anda prentarasamning-
anna. Upphafshækkun samningsins vegur um 10% með nokkrum
flokkatilfærslum og gildir hann frá undirritun til ársloka 1985.
Var samningurinn samþykktur af blaðamönnum á laugardag og
yfirvofandi verkfalli því afstýrt.
Skipafélögin hart úti vegna verkfalls BSRB
Kostnaður skipafélaganna vegna þeirrar stöðvunar er hlaust af
verkfalli BSRB skipti milljónum á dag og áætla félögin að tap þeirra
nemi tugum milljóna á meðan verkfallið stóð yfir.
Háskólinn í málarekstri
Háskóli íslands hefur höfðað skaðabótamál á hendur BSRB
vegna þess að verkfallsverðir hindruðu kennslu í skólanum fyrstu
daga verkfallsins. Krefst Háskólinn 300 þúsund króna í skaðabæt-
ur vegna aukákostnaðar við stundakennslu.
íslensk fegurð á alþjóðavettvangi
Ungfrú Reykjavík, Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, var meðal 15
stúlkna sem komust í úrslit Miss International-fegurðarsam-
keppninnar sem haldin var í Japan fyrir nokkru. Stúlkur frá 47
löndum tóku þátt í keppninni.
Úthlutað til húsbyggjenda
Húsnæðismálastofnun hefur samþykkt lán til greiðslu í nóvem-
ber alls kr. 173 milljónir og fer mest til þeirra sem eru að byggja í
fyrsta sinn.
Útvarp frá Alþingi
Útvarpi á umræðum á Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina hef-
ur verið frestað til 8. nóv. og mun stefnuræða forsætisráðherra
væntanlega verða rædd og útvarpað viku siðar (ef vantraustið nær
þá ekki fram að ganga).
Fréttapunktar
• Strandflutningaskip olíufélaganna eru lögð af stað með olíu-
farma til þéttbýlisstaða við strendur landsins. Bensínlaust var orð-
ið á stöku stað vegna verkfalls BSRB.
• Hið árlega kirkjuþing Þjóðkirkjunnar var sett í gær.
•Kvikmyndahátíð Listahátíðar á næsta ári verður seinkað fram í
maí.
• Ósamið er um 600 milljón króna skuld i Nigeríu og liggja 300
þús. pakkar af óseldri skreið tU Nígeríu hér á landi.
• Áður en verkfalli BSRB var aflýst hafði verið veitt undanþága til
að afgreiða námslán til þeirra námsmanna sem voru orðnir sér-
staklega fjárþurfi.
Stöðuveitingar
Guðmundur Skaftason hæstaréttarlögmaður hefur verið skipað-
ur hæstaréttardómari frá og með 1. nóv. í ár.
Þorsteinn Geirsson lögfræðingur hefur verið skipaður ráðuneyt-
isstjóri í dómsmálaráðuneytinu frá og með 1. jan. næstkomandi.
íþróttir
íslendingar sigruðu Norðmenn með eins marks mun 20—19 i
síðasta leik sínum á Norðurlandameistaramótinu í handknattleik
sem fram fór í Helsinki í síðustu viku og hrepptu þar með silfur-
verðlaunin á mótlnu.
Stefnir á fjölmiðladoktorinn
☆ Sigrún Stefánsdóttir
fréttamaður hjá Sjónvarpinu er
aftur maett til starfa eftir eins
og hálfs árs dvöl í Minneapolis
í Bandaríkjunum þar sem hún
var við nám í fjölmiðlafræði.
Skömmu áður en hún fór
vestur hafði hún sent frá sér
leikfimibókina í fullu fjöri, og
því er ekki úr vegi að spyrja
hana hingaðkomna hvort hún
hafi hitt Jane Fonda!
„Nei, raunar hitti ég hana
ekki, þótt ekki væri nema
vegna þess að hún elur jafnan
manninn í Kaliforníu, en ég var
við nám í miðríkjunum. Og
hversvegna hefðum við svo
sem átt að vera að hittast?"
Tja, þið hefðuð haft gaman
af að bera saman bækur ykkar?
„Já, ætli það ekki. Ég er að
minnsta kosti mjög hrifin af
bók hennar."
En hvernig var svo annars í
Ameríku? Sigrún segist nú
mest allan tímann hafa verið
upptekin af náminu, enda hafi
hún farið mjög greitt yfir
námsefni sitt, nældi sér í MA-
gráðu á sjö mánuðum sem
venjulega tekur tvö ár að
lokinni BA-gráðunni. „En svo
ég svari spurningunni beint, þá
líkar mér mjög vel við það af
þeirri Ameríku sem ég kynntist.
í öllum löndum er þó vafalaust
eitthvað sem ævinlega er hægt
að setja út á. Ég býst við að
flestum þyki Ameríkumenn
töluvert yfirborðskenndir, að
minnsta kosti til að byrja með."
Á það þá ekki líka við um
fréttamennsku þeirra? Sigrún
jánkar því: „Það stingur
óneitanlega í augun hversu
útþynntur fréttaflutningur í
Bandaríkjunum er oft á tíðum.
Það er út af fyrir sig undarlegt
að fréttir þar skuli vera jafn
yfirborðskenndar og raun ber
vitni, því ákaflega mikið er í
þær lagt. í kringum sjón-
varpsfréttir t.d. starfar mikill
mannskapur og tæknibúnaður
er mjög fullkominn. En það er
eins og dýptina vanti að sama
skapi."
Þannig að sjónvarpsfréttir
okkar eru ekki eins agalegar og
sumir vilja vera láta? „Nei,
almennt get ég sagt að miðað
við þann mannskap og þá
peninga sem fréttastofa
sjónvarps hefur úr að moða þá
er mesta furða hversu vel hefur
tekist til."
Eins og má ímynda sér hefur
vinnudagur Sigrúnar á
sjónvarpinu ekki verið mikill
eftir að hún kom heim að loknu
námi, en hún átti að byrja aftur
á fréttadeildinni fyrsta október,
sama dag og þið vitið...
Ætlarðu þá ekki bara aftur
út?
„Reyndar er ég aðeins komin
heim til að vera í eitt ár. Þá
ætla ég á ný út til
Bandaríkjanna og verð þar
líklega í tvö ár í viðbót við
doktorsnám í fjölmiðlafræði."*-
á laugandagskvöldum kl. 23- í
AUSTURBÆJARBIOI
LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR
2 HELGARPÓSTURINN