Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 4
Pabbi fór til fjalla ☆ Yfirheyrslur Helgarpóstsins vekja jafnan athygli, enda er þar harðlega gengið á viðmælendur um greið svör við því sem efst er á baugi í þjóðlífinu hverju sinni. En form þessa efnisþáttar er knappt og gerir það að verkum að oftlega þarf að skera efnið niður. Þá er reglan sú að útúrdúrar eru hinir skemmtilegustu aflestrar og verulega miður að þeir komu ekki lesendum blaðsins fyrir sjónir. Best er að taka dæmi. I Yfir- heyrslu við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra í síðasta HP varð til dæmis eftirfarandi efnisbútur að víkja sökum plássleysis. Við birtum hann orðréttan. Fyrst er það spurning blaðamanns: — Þegar þessar mestu kjaradeilur hér á landi síðan ☆ Þ. 10. september s.l. hófst verkfall Félags íslenskra bóka- gerðarmanna og blöðin hættu að koma út. Við á Helgarpóstinum stöðvuðumst í eina viku. Síðan hófum við útgáfuna að nýju, flestum til mikillar undrunar, og komum blaðinu út í þrjár vikur eða þangað til verkfall BSRB hófst og stöðvaði útgáfuna þang- að til samningar við prentara tókust. Þetta tímabil gengur vanalega undir heitinu „Hollands- ævintýrið" á ritstjórn HP. Ástæðan er sú að blaðið var prentað í Hollandi (en ekki í Belgíu eins og margir héldu) en sett og brotið um af einkaaðilum hérlendis. Menn sáu fram á langt verkfall er prentarar lögðu niður vinnu. Helgarpósturinn sem hefur hvorki stjórnmálaflokk né fjár- sterka einkaaðila eða fyrirtæki að baki sér, var ekki ýkja vel búinn undir það geysilega fjárhagstjón sem við blasti. Við vorum ekki undirbúin að bregðast trausti lesenda okkar þegar öll pressa landsins var múlbundin. Við ákváðum að freista prentunar utan landsteinanna án þess að brjóta verkfallslögin í prentara- deilunni. Hollandsævintýrið hófst nánast af tilviljun. Á borði ritstjórans lá eintak af hollenska vikuritinu EW sem er í broti líkt íslensku dag- blöðunum. Einn blaðamannanna 1977—'78 voru í uppsiglingu, þá varst þú fjarverandi og almenningur gagnrýndi mjög þessar utanlandsferðir, fannst þú ekki taka á málunum? „Á þeirri viku sem ég var í Miðausturlöndum gerðist ekki nokkur skapaður hlutur sem breytti þessum málum. Auk þess gegndi störfum fyrir mig Halldór Ásgrímsson, sem ég ber ákaflega mikið traust til. Ég hef daglegt samband við þá traustu menn sem ég er svo heppinn að hafa í mínu liði, hvort sem ég er erlendis eða heima. Ég hef aldrei litið svo á að einn maður sé ómissandi. Mér finnst þessi gagnrýni um að fjarvera mín merki að ég taki ekki á hlutunum af alvöru, vera á misskilningi byggð, kannski tek ég á málunum af of mikilli alvöru, sekk mér of stakk upp á því að hringja til rit- stjórans og spyrja um prent- smiðjustað blaðsins. Það var gert og lofaði ritstjórinn að koma okkur í samband við prent- smiðjustjórann sem hann sagði að myndi hringja í okkur síðar um daginn. Leið nú dagurinn án þess að nokkuð gerðist. Við not- uðum þó tímann og hringdum um Evrópu að leita tilboða, einkum í Belgíu, en án viðunandi árangurs. Næsta dag hringdi hins vegar prentsmiðjustjórinn, Wim Kamp í Rotterdam í okkur og nú fóru hjólin að snúast. Tilboð hans var viðunandi en Ijónin mörg á veginum; það þurfti að útvega setningu, þar sem sam- starfsmenn okkar í Leturvali voru bundnir á höndum og fótum (ekki síst eftir mikla aðför í upp- hafi verkfalls), filmugerð varð að útvega og síðast en ekki síst; yfirstíga varð alla erfiðleika varð- andi flutning á blaðinu frá Rotter- dam til Luxemburgar og þaðan til íslands. Allt varð þetta að gerast án þess að verkfallsverðir prentara skærust í leikinn — þó svo að lögin væri okkar megin. Þá var ekki heldur auðvelt að skrifa blaðið marga daga fram í tímann en flytja samt nýjar fréttir af gangi mála í verkfallinu og aðdraganda BSRB-verkfallsins. Allt gekk þó að óskum með fyrsta blaðið; setning fékkst hjá einkaaðila úti í bæ, sem ekki var Það er dálítið undarleg tilfinning að sjá Helgarpóstinn aeða á ógnarhraða í 30 þúsund eintökum út úr erlendri stórpressu. Steen tekur við eintökunum. Hollandsævintýri Helgarpóstsins HELGARPÚSTURINN Lögmál markaðarins Verkfallaruddunum römmum skal refsað með vömmum og skömmum. En hitt er þó rétt og það hefi ég frétt að hækki nú verðlag á ömmum. Niðri mikið í þau. Eg held það hafi verið dálítið skynsamlegt sem faðir minn gerði þegar svona stóð á. Þá fór hann venjulega til fjalla og kom til baka miklu hressari í kollinum en þegar hann fór." — Já, en það var við svipaðar aðstæður og þú fæst við nú — logandi vinnudeilur — sem ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, pabba þíns, þurfti að fara frá haustið 1958. „Jú, hún fór frá eftir að hann leitaði til launþega um samkomulag og því var hafnað. Ég er svipaðrar skoðunar og hann, að það sé ákaflega mikilvægt fyrir allar ríkisstjórnir að hafa gott samband við laun- þega. Ég tel mig hafa lagt mig fram um það." Þar hafiði hann þennan, útúrdúrinn.. .★ Steen auglýsingastjóri spókar sig í einni stærstu blaðaprentsmiðju Hollands. Wim Kamp, hinn makalausi forstjóri hollensku prentsmiðjunnar, skálar í bjór á skrifstofu sinni. í Félagi ísl. bókagerðarmanna og átti setningartölvu, sömuleiðis filmugerðin og umbrotið. Tveir dyggir starfsmenn blaðsins, Steen Johannsson auglýsinga- stjóri og Björgvin Ólafsson útlits- teiknari flugu með upplíming- arnar út til Luxemburgar á þriðju- dag og tóku lestina þaðan til Rotterdam. Wim Kamp, sem fljótlega gekk undir nafninu Vimmi, tók höfðinglega á móti útsendurum HP og veitti þeim vel af bjór og séníver sem hann hafði jafnan til- tækan á rúmgóðri skrifstofu sinni í Rotterdam — í einni stærstu prentsmiðju Hollands. Jafnframt starfaði forstjórinn ötullega og annaðist alla fyrirgreiðslu. Þegar prentun var lokið á miðvikudagsnótt settust HP- menn upp í einn af blaðatrukk- um prentsmiðjunnar sem keyrði 1,8 tonn af Helgarpósti (25 þúsund eintök) til Luxemburgar. Þaðan var haldið heim í flugi Flugleiða, blöðin tollafgreidd á hefðbundin hátt og dreift í bílana sem óku blaðinu volgu á markað. Fyrsta eintakið var sérstaklega boðsent Magnúsi E. Sigurðssyni, formanni Félags ísl. bókagerðarmanna með kveðju frá ritstjóra. „. . .kannski tek ég á málunum af of mikilli alvöru, sekk mér of mikið í þau. . ." Næsta tölublað gekk hnökra- laust fyrir sig. Hinn ódrepandi Steen auglýsingastjóri pakkaði töskunni í annað skipti og flaug til Amsterdam ásamt Ingólfi Mar- geirssyni ritstjóra. Nýtt vandamál skapaðist þó; ritstjórninni barst til eyrna að prentarar hefðu komist að áætlun HP-manna og myndu bíða í Keflavík eftir vélinni frá Lux og gera upplagið upptækt. Auðvitað gat þessi orðrómur verið tóm della, en engin áhætta var tekin. Helgarpósturinn pantaði einkaflugvél hjá Helga Jónssyni, og flaug hann við annan flugmann til Rotterdam með viðkomu í Glasgow. Van- svefta HP-menn í Hollandi tóku á móti flugkappanum úti á litlum flugvelli í Rotterdam (ekki langt frá prentsmiðjurini) og var vélin hlaðin af Helgarpósti, alls einu tonni eða um 10 þúsund ein- tökum og þeim flogið sömu leið til Islands. Blaðið var komið í dreifingu um áttaleytið að morgni fimmtudags 27. sept- ember á útgáfudegi. Þetta var veglegt blað 36 síður í fullum lit sem reyndar tók af öll tvímæli að blaðið hefði verið prentað erlendis, því engin prentsmiðja á íslandi — nema hjá Morgunblaðinu — getur prentað í fullum litaskala í þessum síðu- fjölda. Fasteignasalar höfðu enn- fremur komið auglýsingum sín- um fyrir í blaðinu enda orðnir all- taugaveiklaðir í blaðastoppinu. Með afgang upplagsins, 20 þús- und eintök, var flogið síðar um daginn frá Luxemburg og þau sett í rólegheitum á markað. Af skiljanlegum ástæðum voru prentarar orðnir hvekktir á tíðri útgáfu blaðsins og ákváðu að láta til skarar skríða. Kvöld og aðfaranótt 1. október verða lengi í minnum höfð á Helgarpóstinum. Um kvöld- verðarleytið bárust þær fréttir upp á ritstjórn að hópur verkfallsvarða prentara hefði umkringt hús eitt í Mosfellssveit. Höfðu prentarar grun um að hafa fundið setningar- og umbrotshreiður Helgarpóstsins og ekki minnkaði grunur þeirra er útlitsteiknari blaðsins, téður Björgvin, gekk út úr bíl sínum með umslag vænt í hendi og hélt að húsinu. Var Björgvin meinuð innganga i húsið með umslagið og varð hann að skilja það eftir í bílnum. Var honum þá heimiluð innganga. Er Björgvin kom aftur út úr húsinu og settist upp í bíl sinn, sem er bæði eiturgrænn og pínulítill, var búið að leggja bifreiðum þétt bak við bílinn og að framan, svo hann var orðinn óhagganlegur eins og vilji eigandans. Þá komu hverfisbúar til hjálpar og lyftu bílnum upp og báru út á miðja götu, og þeysti Björgvin á brott og heim á Lindargötu. Eltu prentararnir allir á mörgum bílum og slógu vígborg um heimili útlitsteiknarans. Létu þeir í það skína að í umslaginu leyndust upplímdar síður HP. Var það hrein firra, því í umslaginu voru tvær teikningar, og önnur reyndar af forystumanni BSRB, Kristjáni Thorlacius. Prentararnir gerðu nú víðreist um borgina og umkringdu hina ólíklegustu staði og heimili. Á sama tíma var upp- límdum síðum Helgarpóstsins safnað saman, þeim félögum Steen og Björgvin ekið út á Keflavíkurflugvöll í dögun og þeim flogið enn eina ferðina til Luxemburgar í flugvél Flugleiða. Þá höfðu kapparnir (líkt og flestallir starfsmenn HP) varla sofið í þrjár vikur. Óvænt aukavandræði höfðu þó skapast um kvöldið og nóttina. Til að ná nógu hraðri vinnslu í prentsmiðj- unni svo tryggt væri að hægt yrði að fljúga til íslands í tæka tíð fyrir boðað BSRB-verkfall, urðu þeir kumpánar Steen og Björgvin að komast viðstöðulaust með flugi til Rotterdam frá Luxemburg. Engin föst flugleið er þarna á milli. En „Vimmi" kom enn einu sinni til skjalanna. Aðfaranótt mánudags vakti hann Ingólf ritstjóra af stutt- um blundi og tilkynnti honum lausnina: Einkaþota hollensku rík- isstjórnarinnar var einmitt á leið frá Amsterdam til Luxemburgar þennan dag og yrði flogið tómri til baka. Væri HP til í að taka vélina á leigu fyrir Steen og Björgvin og láta hana lenda í Rotterdam á leiðinni aftur til Amsterdam? Svarið var umsvifalaust já. Þegar HP-félag- arnir stigu út úr Arnarflugsvélinni í Lux þennan mánudagsmorgun beið því einkaþota hollensku ríkisstjórnarinnar eftir þeim. Blaðið var unnið og prentað á mettíma í Rotterdam og var komið á Keflavíkurflugvöll aðfaranótt miðvikudags með tveimur vélum. Það var prentað í 30 þúsund eintökum. BSRB- verkfallið hófst næsta dag og Flugleiðir þegar búnar að endurskipuleggja flugáætlun sína, m.a. með þeim afleiðingum að Luxemburgar-flugið lokaðist. Flugvélin sem flaug síðustu eintökum Hollandsævintýrsins heim til íslands, var sú sama og flaug með áhafnir Flugleiða fyrr um daginn til Luxemburgar í beina flugið milli Evrópu og Bandaríkjanna meðan á verkfalli BSRB-manna stóð. Hún var þarafleiðandi síðasta Lux-vélin til Íslands fyrir verkfall. BSRB-verk- fallið þýddi verkfall tollara og þar méð var draumurinn úti. Margir hafa spurt okkur: Borg- aði þetta ævintýri sig? Við svör- um því játandi. Auðvitað var kostnaðurinn geysilegur, en við gáfum blaðið út í mjög stóru upplagi sem seldist vel. En það er ekki meginmálið. Þetta Hol- landsævintýri borgaði sig vegna þess að Helgarpósturinn gat staðið við loforðið sem það gaf í leiðara fyrsta tölublaðsins sem prentað var í Hollandi: „Lesendur í frjálsu landi eiga ávallt heimt- ingu á að fá að vita hvað er að gerast á bak við tjöldin í stjórn- mála- og atvinnulífinu. Þess vegna komum við út í dag og þess vegna munum við reyna að halda útgáfunni áfram."^ 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.