Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 22
SKAK Stórmeistarasprengjan breska eftir Guðmund Arnlaugsson Áhugi á skák hefur verið al- mennur og líflegur í Englandi um mjög langt skeið. Frægt er að Bretar héldu fyrsta alþjóðamótið í skák í heiminum árið 1851, og að þeir áttu þá og löngum síðar snjalla skákmenn, allt frá Bird, Blackburne og Burn fram til Alex- anders, sem var snjallasti meistari þeirra um miðja þessa öld og var stundum kallaður kóngabani, því að enginn var öruggur fyrir hon- um og hann hafði lagt að velli ýmsa frægustu skákmeistara heims, svo sem heimsmeistarann sjálfan, Botvinnik, og einnig Bron- stein er hann var upp á sitt besta. Bretar eru líka flestum duglegri að halda skákmót, þar eru þeir í fremstu röð — bjóða þangað fremstu meisturum heims og sættu sig lengi vel við að þeirra eigin menn skipuðu neðri sætin. En þegar stigareikningar og titlatog komust til vegs og virðing- ar upp úr miðri öldinni og ekki bólaði á breskum stórmeistara þrátt fyrir úrval efnilegra ungra manna, fór ýmsum að leiðast bið- in. Einhver auðugur enskur skák- unnandi, ég man ekki nafn hans í svipinn, bauð fram há verðlaun þeim Breta til handa sem fyrstur krækti sér í stórmeistaratitil. En árangurinn lét á sér standa. Nýir efnismenn komu fram, tefldu og tefldu — og stóðu sig oft ágætlega — en stórmeistaraárangurinn smaug þeim einhvern veginn úr greipum. Loksins, árið 1976, tókst Ant- hony Miles að vinna þennan lang- þráða titil. Og þá var eins og stífla brysti, síðan hafa Bretar eignast einn stórmeistara á ári að meðal- tali. Átta stórmeistara á átta árum, ætli það sé ekki einsdæmi í skák- sögunni, ekki síst ef haft er í huga hve lengi þurfti að bíða eftir þeim fyrsta! Hér kemur sú fríða fylking: Miles — Keene — Stean — Nunn — Speelman — Mestel — Chandler — Short. Nigel Short vann sinn titil á ai- þjóðamóti í Esbjerg í ár og er ann- ar yngsti stórmeistari heims nú. Orsakir þessarar öru þróunar eru annars vegar gömul bresk skákhefð og mörg alþjóðamót í landinu sjálfu, hins vegar fræðslu- og þjálfunarstarf meðal barna og unglinga og síðast en ekki síst mikil bókaútgáfa. England er búið að ná forystu í útgáfu skákbóka, þar eru jafnvel heil forlög sem gefa ekki annað út en skákbækur. Enskan hefur tekið við af þýsk- unni sem alþjóðamál skákmanna, svo að þessar bækur seljast um all- an heim og útgáfan verður því arðvænleg. Hér skal aðeins minnst á einn þessara ungur stór- meistara, John Nunn, sem er í senn stærðfræðingur og skák- meistari. I tveimur skákþáttum fyrir nokkru ræddi ég um stærðfræði og skák. Þá sem oftar þurftu tæknimenn blaðsins að hafa vit fyrir mér og klippa tá hér og hæl þar — ég er ekki alveg nógu lag- inn við að halda þáttunum hæfi- lega löngum, svo að þeir falli ná- kvæmlega í þann ramma sem þeim er ætlaður. Þá féllu út nokkr- ar línur um Nunn og fáeina menn aðra sem eru í senn ágætir stærð- fræðingar og miklir skákmenn. John Nunn er fæddur 1955 og er því að verða þrítugur. Hann reyndist þegar í upphafi afburða námsmaður, langt á undan flest- um jafnöldrum sínum. Hann hefur lokið háskólaprófi og doktorsprófi í stærðfræði og er talinn líklegur til afreka í þeirri grein ef skákin nær ekki yfirhöndinni, en hann er nú stigahæstur allra Breta. Nunn teflir flóknar og skemmtilegar skákir. Hér kemur eitt dæmi um taflmennsku hans, en það er jafn- framt dæmi um baráttu léttra manna við drottningu. Þessi staða kom upp á evrópu- meistaramótinu 1977: Mi ii Augustin-Nunn Hvítur hefur reiknað sér vinn- ing við leppun riddarans. En það fór á aðra leið: 11. Rxg7 + ! Rxg7 12. Rd5Rxd5H Svartur á nú að vísu aðeins tvo menn fyrir drottninguna. En hann eignast sóknarfæri sem hann nýt- ir vel. 13. Bxd8 Rf4 14. Bg5 Eða Bf6 Hg8 með atlögu eftir g- línunni. 14. ... Re6 15. Bxf4 Rxf4 16. Khl Be6 17. Bf3 Hh4! Það er mikilvægt að koma í veg fyrir 18. Bg4, auk þess undirbýr svartur tvöföldun hrókanna á h- línunni. 18. Hgl Ke7 19. Hg2 Rxg2 20. Bxg2 Hah8 21. Dd2 Hxh2+ 22. Kgl H2h4 23. Hel Hg8! Nú er hvítur að verða varnar- laus: 24. Kfl Hh2. 24. He3 Bxe3 25. Dxe3 Bh3 og svartur vann. Þetta er áhrifaríkt dæmi um það hve gildi mannanna getur verið misjafnt eftir aðstæðum. VEÐRIÐ SPILAÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Á föstudag og laugardag verður veðrið svipað og það hefur verið: Hæg breytileg eða suðlæg átt sem þýðir bjart veður um allt land. Örlítið frost. Á sunnudag, hins vegar, þykknar upp og suðlæg og vestlæg átt heldur yfir landið með þeim afleiðingum að veður fer hlýnandi. S A H Á-8 T D-7-2 L G-10-7-6-5-3-2 S 10-8-6-4 H 9-7-4-2 T Á-K-6-5 L Á Vestur spilar fimm lauf. Norður lætur hjartadrottningu. Getum við unnið spilið? Lausn á bls. 10. ■ H 13 s u fí 8 F y r? 1 R H y G (j J Ú m fí t> u K 5 l< fí L i N 'fl L fí 6 n '0 L fí T fí N ö L T> u 6 fí N <S U R m P r '/ fí b ft /< / R ft U s R n R U e L N 7 5 X fí R Ð ö l< K L fí K N 'o T G R I m fh K fí N fí L 3 / K 3 b / R u fí /V £ / r fí <3 R h 5 N • N £ / S r fí R fí 6 / /< fí r fí D u P • r / L 0 ú / N H / J K L fí m 0 fí s Pt K 3 L Z> R • 6 fí R p fí fí r N £ / T fí R h u m u - 3 A U 6 U R /< R 'ö • N U fí R /< 5 m fí R T ■ 5 r fí m fí Z> / L fí /< / D ■ fí Æ r fí R 'ö S K D R 6 Æ Ð fí /< fí R L / N N B0STLJ a'aV Kdp NPK MPÐ HÚ5 SART T5LGjfí ff OLVPiÐUR HLJbrp KfíFF! I3gfíup> SNE mmFt BKKt y/SJ ELD CJHLL SjÖR KENH FtRfí 5 vARfíR FOKSK. BER SPH< SKfíFf) 3 EJHS SVfíRR TRUFt- R H’fíR RrttPP/ ~Y FREL3 RRt BRutV /R upp LoRHU L/ZÐft Kórpffít, 75 tSR/H SVBtTfí STfíRF/ YF/Rtmr l//K-hÚL TvtHL ■ TRE STRoKK QullU FRft/Yt »R KLERK u/n fuglpr GftrfíLfí KotVfíH fíoTN FftLL- VftljKM OR- Komft Forerrr SORO S'iKI tvfírr KfíoftR KEKR! ftRK 2E/NS F£hl SKoR TJrRFD SrbR SLET-rfí KfíLK 5/<£L RutrYD/ SftQT um IFftS ■ OFL- STftFm Sftmsr. Rolr Hfí LLND/ RE/Ð/ Hljoð E/JJLUR TT't/ll 6RÉ'TT/j ÆTT áöF6l VE/D/R r/E~ÐU Korvft JV/JOE HRO/J E>u3 n LEÖUfí SftF/vfí ERfí- B/ðuk fíF TÚNt Sftrftk áLÖÐ FjftLL-3 r0pp SKftN ~r ft pus/ HU/R/fíR TftLfí HV/LD/ E/NÆ ST 5uNV F/ERI-E- ELLft L/EKKft F/SK5 UT>- /J/N TÓN/J LE/t KloóUR 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.