Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 27
G erdur Pálmadóttir, kennd við tískuverslun sína Flóna, hefur nú haslað sér völl í Skandinavíu með fataframleiðslu sína og hönnun. Hún hefur gert samninga um sölu á fatn- aði sínum til margra bestu tískubúða Noregs og Svíþjóðar, en þeir komust á í kjölfar tískusýninga sem Gerður tók þátt í ytra. Þar vakti hönnun hennar mikla athygli og var almennt rómuð. En Gerður lætur ekki við það sitja að láta aðrar verslanir selja fyrir sig. Samkvæmt því sem HP hef- ur heyrt, hyggst hún nú á næstu vik- um opna glæsilegt útibú Flóarinnar í miðborg Stokkhólms, r.ánar tiltekið við Hötorget, þar sem ,iún hefur út- vegað sér rúmgott húsnæði undir starfsemi sína. Starfsmenn þessarar verslunar Gerðar í Svíaríki, verða að öllum líkindum frá hverj 1 Norður- landanna fimm, þannig að ekki verður þessi krafta kaupsýslukona vænd um að sinna ekki norrænni samvinnu... s ^^^ifellt berast fréttir um nýjung- ar á upplýsinga- og kynningarþjón- ustumarkaði. Fjölmiðla- og auglýs- ingafyrirtæki starfsmanna sjón- varpsins, sem nefnist Myndvarp, hefur nú í hyggju að gera kennslu- þætti á myndböndum um stjórnun fyrirtækja. Inn í kennsluna verður stungið kynningu á fyrirtækjum í auglýsingaformi. Snældur þessar verða sendar 500 stærstu fyrirtækj- um landsins endurgjaldslaust, en fjármagnað með auglýsingatekjum af kynningarinnskotum. Aðal hugs- uðurinn og höfundurinn á bak við þessa kennsluþætti er Jóhann Briem og hyggst hann með þessu móti auðvelda samstarf minni fyrir- tækja við hin stóru, ekki síst hvað varðar auglýsingar. Fyrsta spólan verður tilbúin um miðjan nóvemb- ermánuð. . . K ■ ^^ennarastéttin er ævareið út í nýgerða BSRB-samninga. Telja kennarar að það hafi verið til lítils að færa jafnmiklar fórnir í verkfall- inu fyrir jafnlitlar kjarabætur. Æst- astir munu kennarar vera útí for- mann sinn hjá Kennarasamband- inu, Valgarð Runólfsson, fyrir að samþykkja samningana. Funda nú kennarar stíft um land allt og munu fjöldauppsagnir í gangi og þær síð- an sendar trúnaðarmönnum.. . JL*.............. staddir eftir langvarandi verkfall. Sjávarútvegurinn hefur þurft að þolá mikið tjón, ekki síst vegna loðnuskipanna sem hurfu á erlend- an markað í verkfallinu. Nú er von á kjarabótum til sjómanna sem sam- svara launauppbót launþega í landi. Samhliða kauphækkun sjómanna hefur verð á íslenskum fiskafurðum lækkað á erlendum mörkuðum. Þannig hefur til dæmis loðnuverðið lækkað um helming og síldin hefur einnig fallið í verði. Þessar stað- reyndir auka enn líkurnar á verð- bólgu, og þykir ljóst að bráðlega verði ríkisstjórnin að grípa til mjög stórvirkra aðgerða ef á að halda verðbólgunni niðri. HP heyrir nú úr herbúðum ríkisstjórnarinnar að fyr- irhugað sé að stöðva allar opinber- ar framkvæmdir á þessu ári og ef til vill einnig á því næsta.. . || H ■ elgarpósturinn greindi frá ferð Bubba Morthens á friðarhá- tíðina í Stokkhólmsóperunni í síð- asta blaði, en hátíðin var haldin síð- astliðinn laugardag. Við getum nú greint frá því að fulltrúi okkar stóð sig með miklum ágætum í óper- unni. Að dæma af blaðagagnrýni eftir „sjóið“ skyggði hann meira að segja á marga frægustu listamenn heims sem komu fram þetta kvöld. Einu útbreiddasta dagblaði Svía, Expressen, fannst tildæmis ekki ástæða til þess að geta nema þriggja atriða á dagskránni í skrifum sínum um hátíðina, barnasöngflokks, óperusöngvarans Nicolai Gedda og okkar manns, Bubba. Sagt var í blaðinu að framlag hans hefði að vísu stungið í stúf við annað efni há- tíðarinnar, en engu að síður hefði leikur hans verið eitt eftirminni- legasta atriðið á dagskránni, ein- kennst af krafti og leikni í þeirri teg- und tónlistar sem íslendingurinn hefði haft fram að færa. í sambandi við þessa friðarhátíð í Stokkhólmi má svo geta þess að lokum, að sænska sjónvarpið tók hana upp í heild og er því ekki að vænta ann- ars en við fáum að sjá þetta efni í sjónvarpi okkar, ef marka má hvað sú stofnun kaupir að jafnaði mikið af efni úr þeirri áttinni. .. ÞÚHEFUR ÞRIÁR GULLVÆGAR ÁSEÆÐUR TTLAÐ VEUA INNLÁNSREIKNING MEÐÁBÓT TILÁVÖXrUNAR SPARMÁR ÞÍNS: Þér bjóðast fyllstu vextir, 10,1%, 5trax í fyrsta mánuði eftir 5tofnun reiHningsm 2. Þér býðst fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum. w'----------;---------------- ö:' Þú mátt taka út hvenær 5em er án þe55 að áunnir vextir sHerðist. w fiotaleg tilhugsun, eHHi satt? EKKISTIGHÆKKANDI InnlánsreiHnigur með Ábót þýðir eHHi stighæHHandi ávöxtun og þar með margra mánaða bið eftir hámarHinu, heldur fylbtu vexti 5trax í fyrsta mánuði eftir innlegg. SKÍNANDIÁVÖXTUN, STRAX. ÁBÓT A VEXTI GULLS ÍGILDI ÚTVEGSBANKINN EINN BANKI • ÖU MÓNUSTA /STURINN 27 Gylmír

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.