Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 18
BARNABOKMENNTIR Börn og bækur undir húsaga eftir Sölva Sveinsson Barnabækur hafa komið út á Islandi um það bil tvær aldir, og er þó ekki fullljóst hvaða viðmiðun ber að hafa í huga. Silja Að- alsteinsdóttir telur Barnaljód sr. Vigfúsar Jónssonar elst, prentuð í Kaupmannahöfn 1780 (íslenzkar barnabækur 1780—1979, 39). Jón Eiríksson konferensráð sá um út- gáfu bókarinnar allmörgum árum eftir lát klerks, en þeir voru náfrændur. Hann segir að sr. Vigfús hafi ort ljóðaflokkinn „handa dóttur sinni árið 1739“ (fsl. barnab., 39) henni til hollrar innrætingar og uppeldis í kristnu siðferði, að ætla má. Ekki er vitað í hversu stóru upplagi Barnaljóð voru prent- uð, en með einhverjum hætti hefur það gengið til þurrðar, því bókin var endurprent- uð árið 1838. Naumast hefur hún þó farið á „almennan markað", því hann var ekki til. Vísast hefur hluti af upplaginu ónýst í volki, því löng var leiðin úr prenthúsi í Kaup- mannahöfn í hendur lesenda norður á Is- landi. Loftur Guttormsson segir í nýútkomnu riti (Bernska, ungdómur og uppeldi á einveld- isöld, 201) að fyrsta bókin „á íslensku sem var beinlínis og vísvitandi ætluð börnum og verðskuldar þar með nafngiftina barnabók er ... Sumar-Gief handa barnum eftir Guð- mund Jónsson prófast. Hún var gefin út 1795 af prentverki Magnúsar í Leirárgörðum, með formála eftir hann sjáifan." (Bernska ... 20) Sr. Guðmundur þýddi og staðfærði bókina eftir danskri útgáfu, en ættuð var hún frá Þýskalandi. Loftur segir, að það sé „vafasöm staðhæfing" að Barnaljóð sé gefin út sérstaklega handa börnum, „það má marka bæði af formálsorðum Jóns Eiríks- sonar og inntaki ljóðaflokksins að hér er ekki á ferðinni barnabók í ofangreindum skilningi heldur kristilegar heilræðavísur í anda hústöflunnar og húsagans" (201). í raun skiptir ekki höfuðmáli hvort þessara rita verður talið fyrsta barnabókin, heldur hitt, að upplýsingarmenn standa fyrir útgáf- unni. I formála Sumargjafar segir Magnús dómstjóri, að upplýsingin „fyrst innrætist með góðu uppeldi barna" (tilvitnað eftir bók Lofts, bls. 200, stafs. löguð að nútímaregl- um). Það er kjarni málsins, að með útgáfu sinni vildu þeir andæfa þjóðsögum, ævintýr- um og alls konar hindurvitnum, sem þeir töldu andstæða sannri þekkingu. Á hinn bóginn orkar ýmislegt í bókum þeirra heldur ankannalega á íslenska lesendur. í Sumar- gjöf er t.d. gráðugt barn látið springa „af óhóflegu hveitibrauðs- og kökuáti!" (Bernska. . .202)væntanlegatilforbetrunar lesendum. Hætt er við að slíkar viðvaranir hafi hljómað undarlega í íslenskum torfbæ, þegar engin kom siglingin. Allt fram til upplýsingar töldu fullorðnir enga þörf fyrir barnabækur. Sú skoðun rétt- lættist af því, að börn voru sem smækkuð mynd fullorðinna. Frá 6—7 ára aldri unnu þau bústörf eftir megni (og mörg umfram það) og 10— 15 ára urðu þau fullgilt vinnuafl. I klæðaburði munu þau lítt hafa skorið sig úr Þar sem bækur skortir eru öll rit lesin í þaula, og þau vinsælustu upp til agna. Á þessari mynd sést smækkuð bls. úr Manni og konu. Gert hefur verið við blaðið með slitrum úr Þjóðvilja Skúla Thoroddsens. Öll er bókin laus úr bandi, en ekkert blað hefur týnst, þótt lesin væri á mörgum bæjum í norðlenskri sveit. m df» \'i tatitx 3« ** jí>i» ~ •:•:«•'<•»:< <•<:':>:(, fii :*í ramHtítVi* ' <■( ->*fi í<"«?.(■■, ÍU-X4 '■}>'( iXVS 4 •;« *«;: k»«Á* »•>:>?!< »«-> Uiií • *■*{ >'. i K(K MH «:>:».{tXfa f-f «*<«-•«<! í - :>■>:’*<:■ > ;>>?»:<>; iXSy> ..,,r< .... I -........ ' • • .. ■ ?:***■ <:■;■> ■:•. !■>!■. . . . . . , *>»* *?«?**<* wfay Mxf(y,fy 4 hópi fullorðinna, jafnvel slitið görmum hinna eldri. Skóli þeirra var reynslunám, nema að því er kom til kristindómsfræðslu. Hana fengu börn af vörum hinna eldri, væru þau ekki læs, ella af kveri. Læsi varð út- breiddara eftir miðja 18. öld, þegar gildi tóku tilskipanir í anda heittrúarstefnunnar, piet- ismans. Uppfræðsluskylda var lögð á herðar húsráðenda, og þeim var gefið ríku- legt vald yfir börnum og hjúum, húsagi var slíkt kallað. Börn og hjú voru þannig undir foreldra- eða húsbóndavaldi þar til þau stofnuðu heimili, 25—35 ára, ef jarðnæði fékkst þá; þessir hópar eru raunar kallaðir ungdómur einu nafni í opinberum plöggum frá þessum tíma (Bernska. .. 13,67). Súlesn- ing, sem ungmennum var ætluð, miðaði öll að því að innræta guðsótta, hlýðni við yfir- boðara, iðjusemi og sparsemi, svo taldar séu dyggðir bændasamfélagsins. Og til þess að halda ungdómnum við efnið var heimilt, ef ekki skylt, að beita harðýðgi, líkamlegri tyft- an, ef ekki vildi betur. En auðvitað lásu börn og ungmenni ýmis- legt annað. Þau nutu sömu bókmennta og hinir fullorðnu, ýmiss konar sagna, rímna o.s.frv. Auk þess hefur frá öndverðu verið hafður fyrir börnum alls konar kveðskapur, vísur, kvæði, þulur o.fl. þeim til hugbótar eða hræðslugæðis, eftir því sem við átti. Á 19. öldinni urðu litlar breytingar á útgáf- unni, enda hélst þjóðfélagið að mestu í sömu skorðum, þótt smám saman losnaði um allar hömlur. Eftir miðja 19. öld voru skólar stofn- aðir og þéttbýli myndaðist víða við sjávar- síðuna. Þar með var lagður grundvöllur að útgáfu bóka fyrir börn. Meira um það síðar. JAZZ eftir Vernharð Linnet Vetrarjazz Með haustinu kom Leo Smilh til landsins. Hann þekktum við áður. Undirrituðum hef- ur aldrei leiðst jafnmikið á Jazzvakningar- tónleikum og á tónleikum þeim er Leo Smith hélt með leifum af New Dalta Akri sveit sinni í Félagsstofnun stúdenta sumarið 1982. Hann var ekki eins leiðinlegur núna. Fyrsta verkið í Félagsstofnun stúdenta var dálítið skemmtilega blásið í trompetinn. Nature Boy. Svo sönglaði hann og barði slagverk og fór með háspekilegt rugl um heimstónlistina — ef það sem Leo Smith bauð uppá í Reykja- vík er heimstónlist þá hlýtur blástur Louis Armstrongs að vera alheimstónlist, sem nær yfir öll sólkerfi og himnaríki líka. Leo segir að Armstrong hafi haft mikil áhrif á sig — slæmt að ekki skuli vera hægt að merkja það. Á síðustu tónleikum sínum í Norræna hús- inu, eftir að ungt tónlistarfólk er kunni sitt handverk hafði lokið við að leika strengja- kvartetta er nær gengu af undirrituðum dauðum, tróð hins vegar Leo Smith upp með íslensku útgáfuna af New Dalta Akri og það var kraftmikil tónlist. Stefán Stefánsson, Skúli Sverrisson, Pétur Grétarsson, Þor- steinn Magnússon, Abdul og Smith létu gamminn geysa og það gerðu þeir líka á Torgi Rásar 2, en Stefánslausir. Þetta var þokkaleg tónlist á íslenskan mælikvarða. Það var Grammið er stóð fyrir hingað- komu Leo Smiths og þó að undirrituðum hafi ekki þótt fengur að komu hans, verður ekki það sama sagt um trommuleikarann And- rew Cyrille er hingað kom á vegum Grammsins í ágúst og Anthony Braxtons, sem væntanlegur er á vegum Grammsins bráðlega. Það eru menn sem kunna sinn djass — þeir standa föstum fótum í djasshefð- inni um leið og þeir kanna nýja stigu. Tónlist þeirra er skapandi afl, þar sem kunnátta og frjó hugsun helst í hendur við rökrétta fram- þróun djassins. Heldur lítið hefur farið fyrir starfsemi Jazzuakningar sem af er vetri, en tónleikar landsliðs Norðurlanda í djassi — þar sem Niels-Henning, Tomas Clausen, Palle Millel- borg, Janne Schaffer, Poul Towsen, osfrv. voru félagar — fórust fyrii. Samið var við SAS um flutninga til Bandarikjanna og ís- land því útilokaður viðkomustaður. Vonir standa þó til að sveitin heimsæki okkur síð- ar. Jazzklúbbur Reykjauíkur hefur ekki enn hafið vetrarstarf sitt en trúlega verður þess ekki langt að bíða. Afturá móti hóf Fribrik Theódórsson hádegisdjassinn í Blómasal Hótels Loftleiða s.l. sunnudag og verður há- degisdjass þar á hverjum sunnudegi milli 12 og 2 frameftir vetri. Friðrik blés í básúnuna sína ásamt kvartett Kristjáns Magnússonar. Þar ber helst til tíðinda að Þorleifur Gíslason er farinn að blása í altósaxafón og það sem meira er — hann blæs í hann einsog altó en ekki tenór, en það er höfuðhljóðfæri Þor- leifs. Ekki get ég yfirgefið Blómasalinn án þess að minnast á hversu fallega Kristján túlkaði Summertime, Árni Scheving var á rafbassa og Sveinn Óli Jónsson á sneril og sýmbal — trommusettið hans hafði lokast einhverstaðar inni, en þetta var alveg nóg! Það er alltaf djass á fimmtudagskvöldum í Skálkaskjóli og þar hefur leikið tríó Gub- mundar Steingrímssonar trommara, þarsem Björn Thoroddsen er á gítar og Skúli Sverris- son á bassa, svoog tríó Tómasar R. Einars- sonar bassaleikara þarsem Sueinbjörn I. Balduinsson leikur á gítar og Gubmundur R. Einarsson á trommur. Þeir hafa einnig verið að leika á Gauki á Stöng, en þar er djass flesta daga vikunnar. Þá er að kveðja í bili og djassunnendur geta skellt sér í Skálkaskjól í kvöld, fimmtu- dag, eða fengið sér djassverð á Hótel Loft- leiðum á sunnudaginn meðan beðið er eftir að hlusta á saxafón- og klarinettumeistarann Anthony Braxton. MYNDBOND eftir Ingólf Margeirsson Dynasty: Nýtt ávanalyf Innan tíðar gefst hérlendum videóeig- endum kostur á að verða sér úti um spólur í hinum heimsfræga Dynasty-myndaflokki sem farið hefur sigurför um öll Bandaríkin og víða um heim. Að þessu sinni hafa einka- aðilar orðið fyrri til en sjónvarpið okkar ríkisrekna, og tryggt sér sýningarréttinn hérlendis. Dreifingin mun fara fram gegnum videóleigur og stórmarkaði sem Hagkaup, og er miðað við að menn næli sér í eina spólu vikulega. Fyrstu þættirnir fara á myndbandaleigur þ. 19. október. Undirritaður hefur horft á níu fyrstu þættina af Dynasty þar sem upptakturinn að ættarsögu Carrington-fjölskyldunnar er sleginn. Dynasty fjallar á fágaðan hátt um valdið, hvort sem það birtist í auðæfum, ástríðum eða fjölskylduátökum. Dynasty byggir á Dallas-formúlunni nema hvað allar öfgarnar eru enn ýktar, ættarhöfuð Carring- ton-fjölskyldunnar og forstjóri Denver- CcU'rington olíuauðhringsins er enn mátt-, ugri, ríkari og harðneskjulegri en fyrirmynd hans í Dallas. Krystle kona hans er yngri, greindari, tilfinninganæmari en frúin á Southfork í Dallas-þáttunum. Og svo fram- vegis. Einkasonur Blakes úr fyrra hjóna- bandi er til að mynda hommi sem þykir ekki mjög til framdráttar í þessum kreðsum og systir hans Fallon er vergjörn pabbastúlka. Þannig má áfrcim hcúda. Dynasty hefur einn- ig sinn JR, hinn nauðsynlega skúrk sem áhorfendur elska að hata. I Dynasty er vondi kallinn kona, Alexis, fyrrum eigin- kona auðjöfursins Blake Carrington. Alexis hefur verið ein vinsælasta sjónvarpsstjama í Bandaríkjunum, enda leikin af gömlu stjörnunni Joan Collins sem nær hrífandi tökum á þessu samblandi þokkadísar og nornar. Byrjun Dynasty-þáttanna er nokk- uð hæg, atburðarásin ekki ýkja spennandi né viðburðarík; Blake giftist Krystle og mikl- um tíma eytt í að kynna flestar aðalpersón- urnar sem samcin eru komnar í brúðkaup- inu. En menn skulu ekki gefast upp í upp- Nokkrar aðal- persónur úr Dynasty-þáttunum; Valdagræðgi, ástríð- urog fjölskylduátök olíuyfirstéttarinnar í Denver. hafi, senn sneipast atburðir og í fjórtánda þætti heldur hin myrka drottning þáttanna, Alexis innreið sína og þá verður varla aftur snúið. A.m.k. sýndi norska sjónvarpið 60 þætti af Dynasty og lauk útsendingum f sumar með þeim afleiðingum að landið rambaði á barmi borgcirastyrjcúdar. Forsíð- ur síðdegisblaðanna f jölluðu dögum saman um það reginhneyksli að norskir sjónvarps- áhorfendur mættu ekki fylgjast áfram með valdabaráttu og ástarævintýrum Carring- tonanna. Að lokum birtu tvö stærstu síð- degisblöðin framhaldið daglega í opnu með litmyndum, þangað til einkaaðili tók sig til, keypti réttinn að áframhaldandi þáttum og leigði spólurnar gegnum myndbandaleigur. Og græddi vel. Dynasty er greinilega vana- bindandi, enda upplagður flótti frá kreppu og skammdegi. Og nú er komið að okkur. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.