Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 01.11.1984, Blaðsíða 19
Konur leikstýra og leika leikrit Fassbinders Beisk tár Petru von Kant sem Alþýðuleikhúsið hefur tekið til sýninga. Átakamikil ástarsaga Alþýduleikhúsid er eins og fleira í menningarstarfseminni undir rauda penna fjárveitingavaldsins í ár. Ofan á erfidan fjárhagsvanda bœtist svo húsnœðisvandamálið sem löngum hefur hrjád leikhúsid. Þrátt fyrir það hyggur Alþýðuleik- húsið á kröftugt starf í vetur og eru 10 ár liðin frá stofnun þess á þessu leikári. í startholunum er mikið leikrit hins þýska og umdeilda meistara Rainer Werner Fassbinder sem nefnist Beisk tár Petru von Kant. Er stefnt að frumsýningu strax að af- loknu verkfalli BSRB og verður sýnt í fundarsal Kjarvalsstaða sem nú hefur verið breytt í leikhús sem tek- ur 60 manns í sæti. Sýningar verða á laugardags- og sunnudagseftir- miðdögum og einnig á kvöldin í miðri viku. Hefur leikhúsið fengið vilyrði fyrir að sýna á Kjarvalsstöð- um út nóvembermánuð, en hvað þá tekur við er óvíst með öllu, að sögn leikstjórans Sigrúnar Valbergsdótt- ur. Sigrún segir hin Beisku tár vera átakamikla ástarsögu sem fjalli um sjálfstæðisbaráttu konu. Fassbinder skrifaði verkið 1971 og kvikmynd- aði það ári síðar. Þó höfundurinn sé kannski ekki ástsælastur höfunda að áliti allra Is- lendinga, eftir áleitnar sýningar á sjónvarpsmyndaflokki hans í sum- ar, lofar Sigrún okkur athyglisverðu leikverki. „Það gerist á okkar dögum,“ segir hún „og er á nokkurn hátt innlegg í jafnréttisbaráttuna. Það fjallar ein- göngu um konur sem orðið hafa fyr- ir biturri reynslu í lífinu þrátt fyrir frama í sínu fagi.“ Petra von Kant tekur sér þann rétt að lifa óhefðbundnu lífi, sem kannski þætti ekki tiltökumál ef mynstrið væri þekkt, en það er það bara ekki þegar um er að ræða ást- arsamband kvenna. Þýðingu leiksins gerði Böðvar Guðmundsson og leikmynd er eftir Guðrúnu E. Geirsdóttur. Ljósa- meistari er Árni Baldvinsson en tón- list valdi Lárus Grímsson. Leikendur eru 5 konur: María Sig- urðardóttir leikur Petru. Móðir Petru er í umsjá Kristínar Önnu Þórarinsdóttur og dóttur leikur Vil- borg Halldórsdóttir. Edda Guð- mundsdóttir leikur vinkonu og Erla B. Skúladótir ástkonuna. Guðbjörg Thoroddsen leikur fagra þjónustu- stúlku. Alþýðuieikhúsið æfir nú önnur tvö verk: Top girls eftir Caryl Churchill og Vinnukonurnar eftir franska skáldið Jean Genet. Þýð- andi þess er Vigdís Finnbogadóttir. -ÓF Megas lofar heilsteyptum tónleikum með þekktum sem óþekktum lögum. Megas meö tónleika Það eru rétt og slétt 6 ár í yfir- standandi mánuði síðan Magnús Þór Jónsson (þekktari sem Megas) hélt sína eftirminnilegu tónleika í HamrEthlíðarskólanum undir yfir- skriftinni „Drög að sjálfsmorði". Hinn 9. nóv. næstkomandi kemur kappinn loks aftur fram á sjónar- sviðið með einleikstónleika og að Listapóstur HP vill minna á frum- sýningu Nemendaleikhússins á leik- ritinu Grænfjöðrungur eftir Carlo Gozzi í Lindarbæ í kvöld. Það er kannski öllum kunnugt að Nem- endaleikhúsið er leikhús nemenda á fjórða ári í Leiklistarskóla ríkisins sem eru 8 að þessu sinni og njóta þau liðstyrks tveggja atvinnuleik- ara í sýningunni vegna sérstaks samkomulags við atvinnuleikhúsin og verður slíkur stuðningur gagn- kvæmur i framtíðinni. Grænfjöðrungur er upprunninn á þessu sinni í Austurbæjarbíó. Megas lofar 90 mín. prógrammi með nýju efni sem gömlu og að venju nýtur hann pottþétts stuðnings úrvals hljóðfæraleikara sem að þessu sinni eru þeir: Björgvin Gíslason, gítar, Pétur Stefánsson, gítar, Haraldur Þorsteinsson, bassi og Ásgeir Ósk- arsson, trommur. 18. öld en leikgerðin nú fengin frá Besson nokkrum sem var mikill samstarfsmaður Bertolt Brecht á sinum tíma. Þetta mun vera ævin- týraleikur sem er fullur af kímni og fantasíu í veröld þar sem allt getur gerst. Haukur Gunnarsson sér um leik- stjórn, Guðrún S. Haraldsdóttir ger- ir leiktjöld og sérstaklega er vert að gefa gaum að búningum Þórunnar Sveinsdóttur og grímum Domin- ique Poulain, tilkomumiklum að sögn. - _ .ÓF'. Ævintýraleikur Nemendaleikhússins LEIKLIST Breskur húmor af betri gerö eftir Reyni Antonsson Leikfélag Akureyrar: Einkalíf (Private Lives). Höfundur: Noél Coward. Þýðing: Signý Pálsdóttir ogJillBrookeÁrna- son. Leikmyndahönnun og búningar: Una Coll- ins. Lýsing: Alfreð Alfreðsson. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Það hefur verið einn helsti ásteytingar- steinn sagnfræðinga um nokkurt skeið, hvort, og þá að hversu miklu leyti, fram- vinda sögunnar er tilviljunum háð. Sumir telja svotil alla söguna ráðast af hendingu, en aðrir álíta að nánast engar tilviljanir séu fyrir hendi, að þær megi alltaf setja inn í eitthvert efnahagslegt eða þjóðfélagslegt orsakasamhengi. Einkalífin (ath. fleirtölu sem felst í hinum enska titli verksins, leikurinn fjallar um tvö ef ekki fjögur einkcdíf, en sú leiða villa hefur slæðst í gegnum heila grein í leikskránni að titillinn sé eintala og þetta getur valdið dá- litlum misskilningi) hans Noél Cowards eru ekki hvað síst leikur um tilviljanir. Tvenn hjón lenda af tilviljun á sama hótelinu í baðstrandarbænum Deauville í Norður- Frakklcindi. Og það vill svo til að helmingur hvors parsins fyrir sig hefur áður verið tengdur hjónabandi, og það er ekki að sök- um að spyrja. Það kviknar í gömlum hálf- kulnuðum glæðum og endirinn verður sá að bæði yfirgefa maka sína til að hef ja synd- samlegt lífemi saman í París, helst réttlæt- andi það með því að segja að kaþólska kirkjan viðurkenni ekki hjónaskilnaði, vo"- andi þó hvorugt kaþólskt. En auðvitað var Adam ekki nema nokkra daga í Paradís og allt endar með ósköpum þar sem hjóna- bandsvandamálin em alltaf til staðar þrátt fyrir góðan ásetning. Og mitt í hinum skelfi- lega leik ástar og haturs birtast svo hin kokkáluðu eins og skrattinn úr sauðarleggn- um. Enn ein tilviljunin, en ekki án orsaka- samhengis fremur en aðrar tilviljanir í þess- um leik. „Einkalíf" er á yfirborðinu ákaflega létt og fjömgt verk, og það er ósjaldan hægt að hlæja að því, en það er alítaf stutt í hina ósviknu bresku kaldhæðni. Raunar er verk- ið fyrst og fremst eitt allsherjar háð á allt sem heitir hjónaband og ástir karls og konu svona yfirleitt sem ef til vill er skiljanlegt ef við lítum á eigin cifbrigðileik höfundcir í kyn- ferðismálum sem hann fór víst síður en svo dult með. Það er aðeins í einu stuttu atriði seint í fyrsta þætti þar sem örlar á dálítilli mannlegri hlýju þegar svo virðist eitt augnablik sem hin fyrrverandi hjón hafi loks náð Sciman. Þessum kaldhæðnisblæ hefur þeim Signýju Pálsdóttur og Jill Brooke Árnason að því er virðist tekist mætavel að ná í þýðingu sinni. Höfundur kallar sjálfur leik sinn um Einkalífin „Intimate" eða „náinn“ gaman- leik. Hér virðist vera átt við það að gamanið í leiknum eigi fyrst og fremst að felast í Scimspili tilfinningalífs persónanna, en ekki viðbrögðum þeirra við utanaðkomandi að- stæðum líkt og tíðast gerist í försum. Hér sé því um einskonar andstæðu við farsa að ræða. Verkið er þó á köflum fjömgt engu síður en margir farsar. Þó er því ekki að neita að mcmni finnst Jill Brooke haia geng- ið nokkuð langt í því að reyna að skapa farsa þcir sem hann var ef til vill ekki fyrir hendi, til dæmis í hinu annars óborganlega slagsmálaatriði í lok annars þáttar. Svo hlægilegt sem þetta atriði annars er í sjálfu sér, þá er óvíst að rétt hafi verið að ganga svona langt í fíflalátunum. Leikmynd Unu Collins er ef til vill fullmikið stílfærð í fyrsta þættinum og Parísaríbúðin í tveim jjeim seinni minnir óneitcinlega meira á íverustaði ungs, .vinstrisinnaðs menntafólks í Frakk- landi nútímans en leyniathvarí breskrar miðstéttarkerlingar árið 1930, en búningar hennar em góðir, ekki hvað síst í miðþætt- inum þar sem háðið nær hámarki. Lýsingu er að mínu mati ofbeitt í fyrsta þættinum sem á að gerast um kvöld á hótelsvölum, en hún er ágæt og hófleg í tveim hinum seinni. Þau Sunna Borg og Gestur E. Jónasson fcira með hlutverk hjóncinna fyrrverandi, Amöndu og Elyots, sem mcirgir frægir leik- arar hafa leikið, þar á meðal höfundur sjálf- ur á móti Gertrude Lawrence í frumupp- færslunni árið 1930 og nú síðast þau Taylor „Sýningin er vel einnar kvöldstundar virði," segir Reynir Antonsson m.a. I dómi sínum um sýningu Leikfélags Akureyrar á Einkalífi. og Burton á Broadway í fyrra. Gestur nær meistaralegum tökum á hinum kaldhæðna breska sjentilmanni sem ef til vill er þó ekki svo voðalega mikill sjentilmaður þegar á reynir. í meðförum Sunnu Borg verður Amanda ciftur á móti miklu nær þvi að vera leiðinleg nöldurskjóða sem hver sæmilega umburðarlyndur karlmaður hefði átt að geta þolað (að vísu er umburðarlyndið ekki beinlínis hin sterka hlið Elyots). Ef til vill hefði Sunna mátt vera dálítið meira ,skass“. Það hefði mátt gusta meir af henni. Lítil- mennska Elyots hefði þá orðið jcifnvel enn meira áberandi. Framan af sýningunni var ég harðákveð- inn í því að úthúða Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur fyrir ofleik, tilgerð og yfirleitt flest það sem miður fer hjá einni leikkonu. En þetta breyttist er á sýninguna leið. Sibyl var bcira svona innilega leiðinleg, innantóm og andlaus tildursdrós og verður leikur Guðlaugar því að teljast allt að því snilldar- legur þar sem maður gat fengið svona inni- lega óbeit á persónunni. Það má helst að henni finna að hún hafi ekki ýkt nóg geð- vonskuköst sín, og framsögnin var á stöku stað örlítið óskýr. Aftur á móti vakti Theodór Júlíusson samúð manns í hlut- verki hins smáskrýma Victors. Maður vor- kenndi honum innilega fyrir að eiga svona leiðinlega eiginkonu þó svo að ekki stígi . hann nú beinlínis í vitið heldur, blessaður. Patricia Jónsson leikur lítið hlutverk franskrar vinnukonu og sleppur vel frá því, hún sýnir franskar vinnukonur eins og Eng- lendingar ímynda sér þær, og franskan hennar var góið. Þegcir allt kemur til alls þá er það vel þess - virði að eyða einni kvöldstund í að sjá þetta smellna verk Cowards, jcifnvel eftir að sjón- varpið er farið í gang á ný. Verkið er skemmtilegt og furðu heilsteypt þegar þess er gætt að því mun hafa verið rumpað saman á fjórum dögum af veikum manni. í stuttu máli sagt: Breskur húmor af betri gerðinni, og ágætis upphaf á leikári sem lofar góðu. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.