Helgarpósturinn - 08.11.1984, Page 3
Þeir Silfurreynir og Gljávíðir
eiga aldarafmæli
Auglý;
singa-
menn lyfta
sér upp
★Auglýsingabransinn hélt hina
árlegu (og veglegu) árshátíð sína
s.l. föstudagskvöld í Víkingasal
Hótel Loftleiða. Samkoman sem
nefndist einfaldlega Auglýsinga-
hátíð 1984, var hin hressilegasta,
menn snæddu hörpuskelfisk á
teini með kryddhrísgrjónum
ásamt hvítvíni Auxerrois í forrétt,
en skelltu sér síðan í aðalréttinn,
logandi heiðalamb Bernaise.
Vínið var ekki innifalið í verði en
menn settu það ekki svo mikið
fyrir sig. Ýmislegt var til skemmt-
unar, Óli formaður (Stephensen)
hélt ræðu kvöldsins við góðar
undirtektir, ÓSA-ballettinn svo-
nefndi tók nokkur spor og síðan
kom hápunktur hátíðarinnar:
VIDEO-kynningarmynd um allan
bransann (þetta var að sjálfsögðu
lokuð sýning). Myndin var gerð
af Bjarnfreði Briem og Isfugli
(náði einhver þessu?) í samráði
við 17 kristilega sjónvarpsmenn.
Hljómsveitin Stuðlatríó
sá um fjörið. Meðfylgjandi mynd
sýnir okkur Dóru Einarsdóttur
fatahönnuð og Hilmi Sigurðsson
(ARGUS) veislustjóra bregða
undir sig betri fætinum á
hátíðinni.ÝÝ
★Gróðurfarslega er Island okkar
bara fokhelt, það er að segja
einungis tilbúið undir tréverk:
Það er svo agalega lítið af trjám
hérna hjá okkur. En vitiði...?
Elstu tré Reykvíkinga urðu
aldargömul í ár. Það eru þessi
tvö tignarlegu sem teygja sig
upp í himinhvelfinguna í gamla
kirkjugarðinum í Aðalstræti.
Þetta eru þeir Gljávíðir og
Silfurreynir. Saga þeirra snertir
frumraun okkar í trjárækt. Sá
merki maður, Sierþeck land-
læknir, gróðursetti trén þarna
sumarið 1884. Um það leyti bjó
hann í húsinu Aðalstræti 6, sem
síðar brann. Reiturinn þar sem
trén hans standa enn, var á þeim
tíma garðurinn hans. Hann hafði
fengið leyfi bæjaryfirvalda til að
yfirtaka gamla kirkjugarðinn, sem
þá var í niðurníðslu, og hefja þar
þessa trjárækt sína, líka
þlómarækt. Á þessu sviði var
Sierþeck frumkvöðull, enda
oftlega verið kallaður faðir
íslenskrar garðyrkju. Og nú eru
þeir Gljávíðir og Silfurreynir
Sierbecks landlæknis orðnir
hundrað ára. Við skulum hneigja
okkur og óska þeim til hamingju,
næst er við eigum leið framhjá.^
Á að fara að flytja inn
grænlenska alka?
Skúli Thoroddsen
„Það er nú ekki mitt að svara því. En íslendingar hafa farið
ákveðna leið í sínum áfengismálum sem hefur reynst vel. Þá
vaknar sú spurning hvort Grænlendingar geti ekki farið sömu
leiðina. Það er Ijóst að íslendingar ráða yfir ákveðinni þekkingu
á þessu sviði og hún stendur Grænlendingum til boða."
Mér skilst að þú hafir verið á Grænlandi nýverið til að
bjóða landsmönnum þar aðstoð í þessu efni?
„Já, ég átti viðræður við fulltrúa grænlensku landstjórnar-
innar um þessi mál í síðasta mánuði. Niðurstaðan af þeirri för
var sú, að í lok þessa mánaðar kemur hingað til lands sendi-
nefnd frá grænlensku landstjórninni og jafnvel félagsmála-
nefnd grænlenska þingsins. Þessir aðilar ætla að fá að sjá það
með eigin augum hvað íslendingar hafa gert til að leysa sinn
áfengisvanda og athuga jafnframt hvort sú leið henti þeim."
Hvaða aðilar standa að þessu máli af islands hálfu?
„Það eru nokkrir einstaklingar sem standa nálægt SÁÁ. Ég
var ráðinn af þessum mönnumtil þessað kannatil hlítar mögu-
leikana á að flytja út þá þekkingu sem við höfum í þessum efn-
um. Hver verður hinsvegar eiginlegur aðili að þessum útflutn-
ingi er ekki enn ráðið."
Eitthvað hefur maður heyrt um stofnun fyrirtækis að
nafni Von hf.?
„Já, það getur vel passað. Þessir einstaklingar sem ég
nefndi áðan munu sjálfsagt stofna það fyrirtæki ef af þessu
verður."
Búa íslendingar yfir svo mikilli þekkingu á áfengis-
vandanum að tímabært sé að hefja útflutning á henni?
„Eftir því sem ég kemst næst hafa íslendingar tileinkað sér
bandaríska aðferð og unnið úr henni meðferðarform sem er
tvímælalaust með því besta sem gerist í heiminum. Raunhæf-
ur árangur af starfi okkar í þessum efnum er á heimsmæli-
kvarða. Það er engin spurning."
Hvenær búist þið við að fá fyrstu sjúklingana frá
Grænlandi ef af verður?
„Það gæti orðið strax um næstu mánaðamót."
Hversu alvarlegt vandamál er drykkjusýkin á Græn-
landi?
„Það hafa því miður engar kannanir verið gerðar á því enn-
þá. En það er þó Ijóst að Grænlendingar drekka næstum helm-
ingi meira en Danir og Danir drekka þrisvar sinnum meira en
íslendingar. Ég held að þetta segi sitt."
Er grænlenska landstjórnin kannski orðin örvænt-
ingarfull í þessum efnum?
„Að minnsta kosti fannst Jonathan Mosfeldt, formanni
grænlensku landstjórnarinnar, ástæða til að verja miklum tíma
af ræðu sinni við setningu nýhafins landsþings í umræðu um
áfengisbölið í landinu. Hann sagði þar meðal annars að Græn-
lendingar hefðu ekki efni á að hafna neinu til boði um nýjar leið-
ir í áfengisvarnamálum. Það má segja að þeir séu búnir að
reyna svo til allt, til dæmis færeysku leiðina með skömmtun,
en hún hafði hörmulegar afleiðingar að því leyti að skömmtun-
arseðlarnir urðu að nokkurskonar svartamarkaðsgjaldmiðli.
Einnig hafa þeir reynt tímabundin bönn, en menn hafa þá bara
hamstrað.. ."
Ísienska aðferðin er þá kannski síðasta hálmstrá
þeirra?
„Ég vil nú lítið segja um það, nema hvað altént er hún ein
af fáum leiðum sem þeir hafa ekki reynt. En ég veit að Græn-
lendingar hafa fullan hug á að ná tökum á þessum vanda og
ráða fram úr honum sjálfir þegar fram líður. Ég hef fulla trú á
að þeim takist það með jafn góðum árangri og okkur."
-SER.
Skúli Thoroddsen er lögfræðingur í Reykjavík og var nýlega fenginn
til þess af nokkrum einstaklingum nálægt SÁÁ að kanna til hlitar
möguleikana á að flytja út þekkingu okkar á áfengisvandanum og
meðferð þar að lútandi. Árangurinn er meðal annars orðinn sá að um
næstu mánaðamót er hugsanlegt að hingað til lands komi hópur græn-
ilenskra drykkjusjúklinga til meðferðar.
HELGARPÓSTURINN 3