Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 9

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 9
Keflavíkurútvarpið og Jón „bassi'' Sigurðsson óttu stærsta þóttinn I að gera Hailbjörn að kóntrýsöngvara. í æsku þótti Hallbirni gaman að sauma, hekla, vefa, búa til mat og skreyta tertur. Honum var óspart stritt á þessu. jarðveg allrar alþýðu manna. Það fólk tekur hann alvarlega. Og það geri ég líka, hvað lagasmíðarnar varðar." Vel á minnst, KR-stuð- klúbburinn. Ef undan er skilin kántrýhátíðin í sumar hefur Hallbjörn líklega ekki vakið eins mikla athygli og þegar hann kom syngjandi á gráum hesti inn á aðalleikvanginn í Laug- ardal þann fjórtánda ágúst í fyrra, fyrir leik KR og ÍA í fyrstu deild fótboltans. „Þetta var gert sem grín,“ segir Baldur „Bóbó“ Fred- eriksen, aðalhvatamaðurinn að þessu uppátæki, „og Hallbjörn vissi vel af því sjálfur að þetta ætti að vera eintómt djók. Ég útskýrði það fyrir honum og hann kvaðst vilja slá til, sagði reyndar: Gengur lífið ekki einmitt betur ef menn hlæja. — Ég held að frægð sína eigi Hallbjörn þessari söngreið inn á Laugardalsvöll mikið að þakka. Ég veit að hann gerði sér grein fyrir því sjálfur, og nýtti sér því þetta tækifæri til fulls. Málið er að hann hefur gaman af sprelli, enda frábær húmoristi þegar sá gállinn er á honum," segir Baldur „Bóbó“ Frederiksen og bætir við: „Allt tal um að maðurinn sé vitlaus er tómt hjal, hann er vissulega sérstakur, og ef það eru einhverjir sem eru heimskir í þessu dæmi, þá eru það sveitarstjórnarmennirnir norður á Skagaströnd fyrir að virkja ekki þessa bólu á staðnum. Þeir hafa ekkert hjálpað honum." Diddi fiðla bætir hér við: „Á nákvæm- lega sama hátt og gert var grín að Jóhannesi Kjarval í lifanda lífi fyr- ir hans uppátæki, sem voru sum allsvakaleg, þá er gert grín að Hallbirni og hans kúnst í dag. Ég man eftir Kjarval og get sagt að viðbrögð almennings eru á marg- an hátt svipuð gagnvart Hallbirni og þau voru gagnvart Kjarval á sínum tíma. í dag efast enginn um list Kjarvals, og tíminn einn mun skera úr um það hvort svipað verði upp á teningnum í tilfelli Hallbjarnar." Pálmi „Bimbó" Guðmunds- son, sem gaf út síðustu kántrýplötu Hallbjarnar, segir um flissið: „Hallbjörn veit vel að það eru margir að gera grín að honum, en honum er alveg ná- kvæmlega sama. Það snertir hann ekki neitt. En ég spyr nú bara: Af- hverju mæta svo margir til að horfa á hann skemmta? Og ef það er til að flissa, er það ekki ókei? Ég meina, Ómar Ragnarsson hefur fíflast uppi á sviði í aldarfjórðung og fólk flissað. Á sama hátt hefur fólk skemmtun af því sem Hall- björn gerir á sviðinu, en málið er bara, að almenningur er ekki bú- inn að venjast Hallbirni á sama hátt og Ómari, og veit því ekki al- veg hvernig á að taka honum." „Hallbjörn byrjaði á þessu brölti sínu hálffertugur. Það segir sitt. Ég held að hann sé að reyna að varð- veita æsku sína. Það reyna allir á hans aldri, þó með ýmsum hætti sé. Svo vill til í tilfelli Hallbjarnar að hann setur upp kúrekahatt og byrjar að syngja þessa sort tónlist- ar, sem í sjálfu sér er ekkert verra uppátæki en þegar menn á hans aldri taka upp á því að horfa á eft- ir sér yngri konum. Munurinn er kannski helstur sá, að Hallbjörn hefur orðið frægastur íslendinga fyrir sinn gráa fiðring." Þetta segir kunningi Hallbjarnar sem ekki vill láta nafns síns getið. Annar bætir við: „Mér finnst Hallbjörn vera eins og skakki turninn í Pisa. Nei, ég held ég vilji ekkert vera að út- skýra það.. .“ Friðrik Þór Friðriksson, leik- stjóri og framleiðandi kú- reka norðursins, segir um þetta atriði: „Hallbjörn er til í allt vegna þess að hann hefur engar áhyggjur af því hvað fólk heldur um hann. Almenningsálitið skiptir hann engu máli. Þessvegna ofbýð- ur fólki og þá eru viðbrögðin fliss. En á hvers kostnað er grínið? Ég held að það sé á kostnað kjark- lausa fólksins sem notar sér Hall- björn fyrir ásteitingarstein eigin vanmáttarkenndar. Það öfundar þetta frelsi mannsins til að geta og þora allt.“ „Ég hef gengið í gegnum hreins- unareld. Nú orðið hrín ekkert lengur á mér,“ segir Hallbjörn. „Það er aðeins einu sinni sem gagnrýni hefur unnið á mér, en þá munaði líka engu að ég kastaði öllu frá mér og hætti þessari þrá- hyggju minni að skemmta fólki. Þessi gagnrýni voru klúr skrif Bergþóru Árnadóttur söngkonu um mig í dagblaði, þar sem hún vændi mig um öfuguggahátt og að hafa stundað sjálfsfróun á einni skemmtun minni í borginni. Þetta er hræðilegasta skvetta sem ég hef fengið framan í mig á ævinni og í sjálfu sér vil ég ekkert um hana segja nema hvað ég held að hún lýsi best þeim sem jós henni. En ég þorði varla út fyrir hússins dyr eftir þetta. Það var ekki fyrr en vinir mínir höfðu stappað í mig stálinu að ég áfréð að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ég er feginn í dag að ég lét þetta atvik ekki drepa mig í dróma." Fyrst við erum farnir að ræða sviðsframkomu Hallbjarn- ar, verð ég að geta þess,“ segir Pálmi Bimbó „að mér finnst eins og það hljóti að búa tvær persónur í Hallbirni. Það eru svo skýr skil í persónu hans milli þess þegar hann er að skemmta og þegar hann situr að spjalli við kunningja sína. Utan sviðs er Hall- björn þessi hógværa, allt að því feimna, trúaða sál, en uppi á sviði gerbreytist maðurinn og verður líka þessi villti tryllti Villi og slepp- ir sér alveg.“ Johnny King segir um þetta: „Hvaða miðaldra mann langar ekki öðru hvoru til að fá út- rás fyrir allt það bælda sem leynist inni fyrir? Ég held, alla. Og það er þetta sem Hallbjörn er að gera.“ Þegar Hallbjörn er spurður um þessi umskipti utan sviðs og inn á, svarar hann umbúðalaust: „Ég er í rauninni þrjár persónur. í fyrsta lagi er það hógværi heimilisfaðir- inn í mér, í öðru lagi skemmti- krafturinn sem kemur fram og virðist eiga létt með það, og í þriðja lagi er það maðurinn sem ég geymi með sjálfum mér. Það fær enginn að vita neitt af honum. Stundum stangast þessar persón- ur í mér á, einni finnst það rétt sem annarri þykir vitlaust. í slík- um tilvikum læt ég þá sterkari ráða og það er þá yfirleitt hógværi heimilisfaðirinn sem hefur undir- tökin á endanum." „Veit ég vel, að það er ekki al- gengt að sjá nær fimmtugan mann uppi á sviði hegða sér sem hann væri æsilegur rokkari á tánings- aldri. En Hallbjörn er nú bara svona," segir Pálmi Bimbó á Akur- eyri. „Það vottar ekki fyrir elli- mennsku í honurn." „Kannski er það líka þetta pempíulega í fari Hallbjarnar sem fólki bregður við,“ segir Jón Víkingsson, eða Johnny King, kúrekasöngvarinn frá Húsavík: „Það er ekki beint að hann hafi kvenlega takta, en það er þó eitthvað í þá áttina. Hann hefur rólegar, slow-hreyfingar, ekki beint karlmannlegar. Og svo vaggar hann sér og dillar, en það er nú líkast til einfaldlega út af því að lögin hans eru í þeim takti.“ Kvenlegi þátturinn í mér er sterkur," segir Hallbjörn sjálfur og spyr jafnframt: ,jEða segir almenningur það ekki? Ég er kannski undir einhverjum áhrifum frá kvennaverkunum sem ég fékkst við strax í æsku og hef enn gaman af. Sjálfum finnst mér þó alls ekki neitt vera að því hvernig ég ber mig á sviði. Kannski má segja að ég sé óvenju- lega karlmannlegur, það er að segja, ekki eins hastarlegur í fram- komu og margir karlar." Og þó, Hallbjörn á það líka til að vera grimmur. Siggi Helgi, söngv- ari frá Akureyri, veit um slíkt dæmi frá kántrýhátíðinni í sumar: „Við vorum að undirbúa hátíðina, staddir inni í Kántrýbænum, og var Hallbjörn eitthvað að gaufa með lokin sem renna saman yfir frystikistunni undir búðarborð- inu, þegar sendimaður frá sýslu- manninum kemur inn og er eitt- hvað að væna Hallbjörn um að hafa ekki tilskilin söluleyfi fyrir hátíðina. Núnú, það er ekkert með það að Hallbjörn bregst hinn versti við og þrusar frystilokunum .ofan í búðarborðið svo klakarnir af þeim þjóta í allar áttir, og svo nærfellt öskraði hann á sendi- manninn: Bölvaður sýslumaður- inn getur henst hingað sjálfur til að sjá að ég hef öll leyfi til að selja hvað sem er ofan í liðið sem á eftir að koma hingað! — Þarna fannst mér Hallbjörn vera sannur káboj," segir Siggi Helgi. „Annars hefur maðurinn einhvern yfirgír. Þegar hann segist ætla að gera eitthvað, þá gerir hann það, sama hvað er. Hann getur verið rosa- lega ákveðinn. Um það ber kántrýhátíðin gleggst vitni." Sigfús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, segir að fólk á staðnum hafi verið frekar passívt gagnvart kántrý- hátíð Hallbjarnar framan af. „En svo þegar þorps'búar sáu að mann- inum ætlaði að takast þetta fóru þeir að taka þátt í þessu með hon- um. Það er enginn vafi á því að Hallbjörn hefur komið okkur á landakortið," segir Sigfús enn- fremur, „og ferðamannastraumur hingað hefur aukist verulega í kjölfar þessa framtaks hans, en þetta hefur hinsvegar litlu breytt í efnahagslífi staðarins." „Það má vissulega segja að Hall- björn sé kynlegur kvistur hérna í þorpinu," segir Guðmundur Haukur, formaður leikklúbbs staðarins. „Hann hefur það fram yfir aðra að hann þorir að láta það rætast sem aðra á hans aldri dreymir aðeins um. Af þessum sökum fer því ekki hjá því að eftir honum sé tekið hérna í plássinu.“ „Þó ber ekki eins mikið á honum hérna og ætla mætti," segir Sigfús sveitarstjóri: „Þetta er ósköp venjulegur og góður borgari sem fellur Ijúft inn í hversdagsleikann, þannig að menn muna varla eftir. honum. Þegar maður bregður sér hinsvegar til Reykjavíkur er mað- ur rækilega minntur á hann með alslags spurningum, jafnvel dóna- legum. Það er nefnilega svo, að Hallbjörn á frægð sína annarstað- ar en hér á Skagaströnd." Sigfús heldur áfram: ,,í svona litlu samfé- lagi eins og hérna skiptast menn auðvitað í tvo hópa gagnvart hverjum og einum og þar er Hall- björn engin undantekning." Rún- ar Loftsson, góðvinur Hallbjarnar á staðnum, segir mjög skiptar skoðanir vera um uppátæki hans. „Mörgum finnst hann óhóflega bjartsýnn og það hefur jafnan ver- ið svo að menn hafa lagt litla trú á það sem hann hefur tekið sér fyrir hendur hverju sinni. Þó er þetta að breytast. Menn hér á staðnum eru að átta sig á því að það býr mikið i Hallbirni. ..“ Sjálfur segir Hallbjörn að hann sé heldur vinafár á Skagaströnd, en hinsvegar ekki einangraður þar sem þessir fáu vinir séu góðir vinir. „Ég kann best við lífið þegar ég er einn. Og með tónlist í einverunni er þetta fullkomnað," segir Hallbjörn. „Hann er mjög heimakær og unir sér hvergi betur en í faðmi fjölskyldunnar," segir Amy, kona hans. Heima fyrir á hann það til að búa til rokna máltíðir, en hann hefur mjög gaman af að framreiða mat „skemmtilega og frumlega", eins og hann segir sjálfur. „Svo hefur hann geysilega gaman af blómum," segir Amy og bætir því við að það sé Hallbirni að þakka hvað heimili þeirra sé blómlegt. „Ef hann er ekki að sinna blómun- um þá situr hann inni við píanóið og semur, eða hann er að gantast í dýrunum hérna á heimilinu, en þau hafa alltaf verið mörg, enda Hallbjörn mikill dýravinur," bætir Amy við. Mest hafa kettirnir verið sex á heimilinu, en eru nú tveir, þeir Búlli „sem sefur í fanginu á mér á nóttunni," upplýsir Hall- björn og svo hann Rassmus gamli. Hundar hafa einnig verið á heimil- inu, hamstrar, naggrísir, fuglar og sem stendur fiskar. „Það sem heillaði mig mest við Hallbjörn og varð þess reyndar valdandi að ég réðst í gerð þessar- ar heimildarmyndar um hann var hvað hann er orginal," segir Frið- rik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður. „Þetta er maður sem ólíkt öllum öðrum finnur sig ekki knúinn til að taka tillit til um- hverfisins eða tíðarandans, heldur fer sínar eigin leiðir þó það þurfi að kosta hann illt umtal. Það hefur nefnilega alltaf verið svo að það fer mjög í meðalmanninn þegar einhver tekur sig út og gerir hið óvenjulega. Hallbjörn er Bjartur í Sumarhúsum síns tíma, býr yfir einlægni í hugsun og hreinni sál, sem er ósmituð af fölsku hegðun- armynstri smáborgarans.. .“ „Eftir allt er ég mjög hamingju- samur maður. Tónlistin hefur kennt mér allt sem ég tel mig þurfa að vita um íslenskt þjóðlíf," segir Hallbjörn Jóhann Hjartar- son. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.