Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 22
BRIDGE eftir Friðrik Dungal Hér sýnir Snjólfur snillingur hæfileika sína Síminn hringdi. Þegar ég svar- aði þekkti ég strax rödd Konna kæna. Hann heilsaði mér glaðlega að vanda og sagði mér að vinur okkar Snjólfur væri hjá sér. ,,Við vorum að spila í gærkveldi og þar kom alveg sérstakt spil fyrir sem hann spilaði. Mætti segja mér að það væri matur fyrir þig. Geturðu ekki skotist hingað til mín? Ég gef kaffi og Snjólfur segir þér söguna á meðan við sötrum í okkur sop- ann?“ Ég var fljótur að þakka hon- um fyrir gott boð og sagðist koma í hvelli. Eg kannaðist við tóninn í Konna og ætlaði ekki að missa af neinu. Ekki er að orðlengja það, að eftir örstutta stund var ég mættur og voru móttökurnar elskulegar að vanda. Konni var til- búinn með kaffið og ég var afar óþolinmóður að fá að heyra sög- una. ,,Já,“ sagði snillingurinn. ,,Ég skal segja þér hvernig spila- mennskan var. Konni sat í norður og ég suður. Teitur töffari var vestur, en Benni brotlegi austur. Allir utan hættu. Spilin, sem við Konni fengum voru þessi: S A-K-G H Á-10 T Á-9-5 L D-9-6-4-2 austur suður vestur pass 3 H pass pass 4 H pass pass pass pass S D-7-2 H K-8-5-4-3-2 T K-D-6 L 5 Sagnir voru þannig: norður 1 Gr. 3 Gr. 6 H Vestur tók fyrsta slaginn á laufa kóng. Hélt síðan áfram með spaða níuna. Ég vil að það komi í ljós, að hækkun Konna í sex hjörtu var al- veg rökrétt. Ég var búinn að bjóða upp á slemmu með því að stökkva í hjartanu. Hefði ég sagt fjögur hjörtu þá hefðum við ekki farið lengra. Konni var með toppana í þrem litum, svo ekki var furða þótt hann segði slemmuna. Hitt er svo annað mál, að trompin min voru svo léleg að mér leist ekkert á að vinna hana. Ég sá, sannast að segja engan möguleika á að vinna spilið. Ekki gat ég búist við að gosi og drottning væru blönk. Þá missti ég líka tíuna, svo að nían, varð hæsta spil. Ein hugdetta mín var sú, að byrja á að trompa út með hjarta tí- unni og vonast til þess að austur væri svo vitlaus að ef hann ætti gosann þriðja, þá myndi hann láta hann. Framhaldið yrði þá að láta ásinn og í hann félli drottningin og nían. Ég sá strax að vinur minn Benni myndi aldrei spila á þennan hátt. Það var algjörlega vonlaust að nota einhver loddarabrögð gagnvart þessum andstæðingum. Ég varð að láta hugann reika og reyna að hugsa hvernig spilin lægju og spila samkvæmt því. í huganum raðaði ég því spilum andstæðinganna þannig, sem mér fannst Iíklegast að þau lægju og um leið var það eina vonin til þess að vinna spilið. „Sjáðu nú“ sagði Snjólfur við mig, „þannig var áætlun mín“: S A-K-G H Á-10 T Á-9-5 L D-9-6-4-2 S 9-5-3 S 10-8-6-4 H G-9 H D-7-6 T 10-8-3 T G-7-4-2 L Á-K-G-10-7 L 8-3 S D-7-2 H K-8-5-4-3-2 T K-D-6 L 5 Svona urðu spilin að vera, ef ég átti að koma slemmunni í höfn. Ég . þurfti semsagt að nýta innkom- urnar í borðinu til þess að trompa laufið. Ég tók á spaða kóng í borði og spilaði laufi, sem ég trompaði. Þá lét ég aftur spaða sem ég tók með gosanum og lét meira lauf, sem ég trompaði. Austur átti ekki meira Iauf, en mátti ekki eyða trompi. Til þess að fyrirbyggja að hann færi að kasta tígli, þá sá ég að best væri að taka þá strax. Spil- aði því kóngi og drottningu og sexinu, sem ásinn í borði tók. Allir áttu tígul. Við erum inni í borðinu og nú er næst síðasta laufi spilað og það trompað. Nú varð austur að kasta spaða. Ég lét spaðadöm- una, sem ég tók með ás í borði. Nú látum við laufadömuna og þá er austur í vandræðum. Láti hann sexið þá tökum við með átt- unni og eigum afganginn. Láti hann drottninguna þá tökum við með kóng og svínum í gegnum austur. Það var ekki svo erfitt að reikna út að ég yrði að spila tígli þrisvar, þótt austur kastaði ein- um. Því austur hlaut að verða að fylgja lit í tígli og spaða þrisvar. Áustur gat heldur ekki átt nema drottningu og lágtromp, eða gosa og lágtromp. Eins og ég sagði i byrjun, þá urðu spilin að liggja svona til þess að hægt væri að vinna spilið.” Ég þakkaði Konna fyrir góðgerðirnar og Snjólfi fyrir söguna. Ekki gat ég þó setið á mér að segja við Snjólf: „Svona afburða spilamennska er algjörlega einstök. En ef svona heldur áfram Snjólfur, þá fer nú að fara um mig, því maður hefur það á tilfinningunni að þú getir lesið hugsanir manns.“ Snillingurinn brosti vingjarn- lega um leið og hann kvaddi mig. VEÐRIÐ SKÁKÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Veðurstofan gerir ráð fyrir aust- lægri átt um allt land og frekar hægri, ennfremur skýjuðu veðri og víða dálítilli rigningu eða súld, einkum um austan- og norðanvert landið. Hiti verð- ur víðast hvar yfir frostmarki. Sem sagt, status quo og er það fagnaðarefni. Skákþrautir helgarinnar, 3. flokkur 35. A. Er svartur í klípu? C. Mansfield (1919) B. Úr tefldu tafli Getur svartur unnið peð? Lausnábls. 10. F fí H fí F - fl • ■ t i T £ K u R • m R N N / N N ■ K K 0 L 'fí F fí L L ■ £ F fí S r ■ S K R fí P fí 5 k R L F /< L fí K / l< fí u P fí V ) N N u 5 P P) V 6 F) u • F) 5 P / R P R £ S U m • fí m m fí N R 0 T r fí N S P fí R T fí • h H R fí r £ K • /“ L R N r r ■ 5 K u R N 5 / R K R fí F r fí R H R fí u /< fí R fí B F • G £ 1 F L F) fí F L fí R m fí r u N fí • ö T u L L fí U R F) J U fí R ■ fí F R R /c r J R D ■ L <3 • F J fí s t R fí /< /< fí R • L • / 6 G U • V n L R fí L 5 (Z • V Ifí / L • 5 'fí fí n N R R 5 - N 'R R • L fí • F / r u L /9 0 S 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.