Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 25

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 25
Það var erfitt að henda reiður á hver var að læra hvað þennan morgun sem HP kom í heimsókn. Nemendur hópuðust hver í sinn „krók" og kennararnir ráfuðu á milli. Þarna nema nokkrir áhugasamir snáðar móðurmálið. Það gerðu þeir með þeim hætti að leika fréttamenn í sjónvarpinu og samtvinna þannig leik og nám sem ku vera væn- legt til árangurs, að sögn kennara. Vesturbæjarskólinn er til húsa í gamla Stýrimannaskólanum við Oldugötuna. Húsið er orðið ærið hrörlegt og með fádæmum að yfir- völd skuli láta skólastarf fara fram við svo bágbornar aðstæður sem þar ríkja. Það var byggt fyrir alda- mót en nemendur eru tæplega 300 talsins og kennarar 18. Að vísu eru ekki allir í þessu húsnæði því skól- inn hefur fengið inni í gamla Mið- bæjarbarnaskólanum fyrir 11 og 12 ára börnin. Þrengslin há öllu starfi mikið en vonir standa þó til að úr rætist innan skamms því hönnun nýs skólahúsnæðis er í fullum gangi. Hinir nýju kennsluhættir hófu innreið sina fyrir fjórum árum og var aðalhvatamaður að því breyt- ingastarfi Kristírt G. Andrésdóttir skólastjóri. Hún kom að skólanum það ár með reynslu af opnu skóla- starfi í Fossvogsskólanum. „Hún var ákveðin í að gera þarna strax miklar breytingar og hún gerði þeim kennurum sem fyrir voru grein fyrir því að allir yrðu að taka þátt í þeim af áhuga," segir fyrrver- andi kennari sem þekkir nokkuð vel til skólans. Sumir kennarar fóru en ekki allir. „Mér sýnist að heildar- útkoman sé mjög góð miðað við gamla kerfið," segir þessi fyrrv. kennari, og heldur áfram: „Mérsýn- ast krakkarnir blómstra þarna og foreldrafélagið er mjög aktívt. Kennararnir leggja geysilega vinnu í að leiðbeina nemendunum og fylgjast vel með hverjum og ein- um.“ Kristín skólastjóri hefur þetta að segja um aðdragandann: „Haustið 1980 hófst markvisst breytingastarf í skólanum og forsenda þess var að til staðar í skólanum voru kennarar, sem höfðu ýmist reynslu af breyt- ingastarfi eða voru fúsir að takast á við nýjungar. Einnig voru foreldrar almennt mjög jákvæðir gagnvart breytingunum. A námskeiði, sem haldið var haustið 1982 af starfs- mönnum menntamálaráðuneytis- ins og Kennaraháskóla Islands kom fram, að allir kennarar skólans voru samþykkir hinum nýju starfshátt- um.“ Engin rtroðsla Kristín var spurð hvað fælist í svona sveigjanlegu skólastarfi og hvað hefði vakað fyrir henni með því að stuðla að breytingunum: „Sveigjanleiki skóíastarfsins kem- ur fyrst og fremst fram í skipulagi starfsins, þ.e. opinni stundaskrá, samstarfi kennara, bæði hvað varð- ar undirbúning kennslunnar og meðan á kennslu stendur. Opin stundaskrá gefur kennurunum ákveðið svigrúm til að skipuleggja og aðlaga skólastarfið nemendum og öllum ytri aðstæðum. Samstarfs- hópur kennara skipuleggur náms- umhverfi og viðfangsefni viðkom- andi nemenda. Ég tel sveigjanlegt skólastarf vera vænlegustu leiðina til að nálgast markmið grunnskólalaganna og einkum 42. grein þar sem lögð er áhersla á að skólinn komi til móts við og viðurkenni mismunandi per- sónugerð, þroska, getu og áhuga- svið nemenda." Opna stundaskráin gerir það að verkum að krakkarnir velja sér sjálf viðfangsefni og verkefni innan ákveðins ramma og gera sér sjálf starfsáætlun vikulega eða daglega. Þetta á að gera þá samábyrga fyrir sínu námi. Alltaf eru nokkrar bekkj- ardeildir í nánu samstarfi og vinna kennararnir í hópum með nemend- unum, ekki við gamalkunna þekk- ingarítroðslu heldur sem ieiðbein- endur. Sameiginlega útbúa nem- endur og kennarar starfssvæði í kennslustofunum. Þarna má finna ákveðið stærðfræðihorn, ákveðið horn fyrir teikningu og föndur o.s. frv. og svo er það heimakrókurinn. Þegar útsendarar HP gerðu sér ferð í skólann árla morguns voru einmitt yngri nemendurnir ásamt nokkrum kennurum staddir í heimakróknum. Þar lögðu þeir sameiginlega á raðin um viðfangs- efni dagsins og krakkarnir völdu sér verkefni, og ruku svo greinilega áhugasamir til starfa. Það var frem- ur óvenjuleg sjón með tilliti til gamla kennsluformsins. Þarna var allt opið á milli kennslustofa og kennararnir gengu á milli nemend- anna sem þegar voru farnir að keppast við hver á sínu vinnusvæði. Mikið er af myndskreytingum á veggjum og vitna um sköpunarstarf nemendanna og fjölmargt fleira gerði umhverfið líflegt, enda mun vera lögð mikil áhersla á að um- hverfi nemendanna sé námshvetj- andi. Kennari nokkur leiddi litla hnátu með sér úr stærðfræðihorninu yfir á föndursvæðið. „Það er svo þröngt hjá mér,“ sagði hún við annan kennara, „má hún vera hér?“ „Sjálf- sagt“, og innan skamms var hún sest niður með heklunál og heklaði af kappi. Kristín var spurð hvort nemendur gætu sloppið við að læra það sem uppálagt er að kenna skv. námskrá og hvort nemendurnir forðuðust ekki leiðinlegu fögin í svona frjálsu kerfi: „Vesturbæjarskóli tekur mið af námskrá eins og aðrir skólar," svar- ar hún. „Samstarfshópur kennara skipuleggur viðfangsefnin, sem standa yfir í ákveðinn tíma í senn, en síðan tekur hvert höfuðverkefn- ið við af öðru. Þannig er séð um að koma öllum þeim þáttum námskrár til skila sem til er ætlast.“ Enginn árgangur útskrifast „Það er uppi ákveðinn misskiln- ingur með valgreinarnar," segir ánægður faðir sem talað var við. „Krakkarnir hafa nokkuð frjálsa möguleika til að velja sér verkefni eftir áhuga á hverjum degi en þau þurfa samt að skila ákveðinni vinnu í hverju fagi sé til lengri tíma litið." Hann segir að krökkunum sé ekki þröngvað til að læra neitt heldur sé reynt að laða þau að hverri náms- grein þegar þau eru tilbúin til að takast á við hana. Og hann segir að það gangi upp. „Kennararnir halda svo dagbók þar sem þeir skrá frammistöðu og árangur þannig að þó engin próf séu þá er útkoman sú sama og í gamla kerfinu." Um árangurinn af þessu opna skólastarfi síðastliðin 4 ár hefur Kristín þetta að segja: „Uppbygging starfsins á sér stað ennþá. Fyrsta ár- ið voru nýju starfshættirnir teknir upp hjá 6 og 7 ára nemendum og þeim síðan fylgt eftir ár frá ári. Eng- inn árgangur hefur því enn útskrif- ast úr skólanum, sem búið hefur við breytta kennsluhætti frá 6 ára aldri. Núverandi 12 ára nemendur hafa þó nokkurra ára reynslu af þessu og vorið 1986 munu fyrstu nemend- urnir útskrifast úr skólanum með reynslu af breyttum kennsluháttum frá 7 ára aldri. Skólastarfið er metið jafnt og þétt bæði á reglulegum samstarfsfund- um kennara og í lok hvers skólaárs er starf viðkomandi árs metið og skipulag næsta árs byggt á reynslu fyrri ára.“ Kunna á uppflettirrtin Nemendurnir virðast í heild mjög ánægðir með skólann sinn og ekki er að efa áhuga kennaranna á því starfi sem þarna fér fram, enda leggja þeir mikla vinnu á sig þar sem þetta fyrirkomulag krefst þess beinlínis. En sem fyrr getur eru ekki allir foreldrar eins ánægðir eða viss- ir í sinni sök um ágæti sveigjanlegs skólastarfs. í þessu kerfi er lögð áhersla á sjálf- stæð vinnubrögð nernenda við þekkingaröflun í stað einhliða möt- unar. Sumir óttast þó að of langt sé gengið í þessa átt og krökkunum ekki veitt næg grundvallarþekking. „Hann virðist ekki kunna að leysa úr einföldum stærðfræðiþrautum en er orðinn meistari í að fletta því upp hvernig á að reikna þær,“ segir faðir um son sinn sem hefur verið þarna í nokkur ár. Dæmið er auðvitað ýkt en segir þó nokkuð um áhyggjur foreldra sem m.a. beinast að því að í óefni stefni þegar krakkarnir komast á táningsaldurinn og þurfa að standa sig á síðustu árum grunnskólans. Nokkrir foreldrar hafa fært börn- in sín í annan skóla vegna óánægju með sveigjanlega skólakerfið í Vest- urbæjarskólanum. Móðir 12 ára stráks sem hún lét færa milli skóla hafði þetta að segja: „Mér fannst þetta ekki henta honum. Hann er svoddan fiðrildi og þarf aðhald. Ég er ekki á móti nýjungum en skóla- starfið má þó ekki vera galopið, og mér fannst ekki heppilega að staðið þarna. Það var allt komið í óefni og barnið lærði ekki neitt, fannst mér. Ég vil ekki varpa allri sökinni alfarið á skólann og ég veit að kennararnir leggja sig alla fram og telja að kerfið sé gott og ef sonur minn geti ekki aðlagast skólastarfinu þarna og fé- lögum sínum þá sé það vegna þess að eitthvað sé að honum. Ég tel hann ósköp venjulegan strák en hann er svolítið óknyttinn og því hentaði þetta honum ekki.“ Faðir 12 ára stráks sem stundað hefur nám í Vesturbæjarskólanum frá upphafi telur að fenginni reynslu að ekkert innan þessa kerfis megi taka fram yfir það sem tíðkast í hefðbundnu skólakerfi. Yngri sonur hans byrjaði þarna líka en foreldr- arnir ákváðu að flytja hann í annan skóla. „Ég hef það á tilfinningunni að þessi áhersla á að nemendurnir öðlist hæfni til að tileinka sér náms- efnið fremur en að læra beint sé tal- in einhver trúarbrögð af þeim sem standa þarna að málum," segir hann. „Hið tekníska apparat virðist vera aðalatriðið og ég hef áhyggjur af því að þangað sæki fólk sem ekki hefur mikinn áhuga á því að kenna, heldur fitlar við sjálft sig og við eitt- hvað sem kallað er merkilegar til- raunir en tilraunir á að gera á til- raunastofum en ekki í skólum." Þessi faðir kvaðst aðspurður ekki vera á móti nýjungum í kennslu- starfi, en hann þekkir nokkuð til er- lendis, m.a. í Svíþjóð og þar hafi svona kerfi gefist illa. „Grunnskólalögin virðast gefa nokkuð frítt spil með svona kennslunýjungar bara ef einhverj- um skólastjóra dettur í hug að taka þær upp,“ segir sami faðir. Andstætt því sem flestir foreldr- ar sem rætt var við sögðu, kvað þessi faðir son sinn ekki vera neitt sérlega ánægðan með opna skóla- starfið — hann tregaði gamla kerfið. Þar á ofan bættist að fyrir foreldra væri ekki auðvelt að eiga samskipti við þá sem ráða í skólanum. For- eldrum byðist vissulega að vera með börnum sínum í skólanum til að fylgjast með en fráleitt fengist nokkur kynning með því, þar sem allt virtist á ringulreið í skólastofun- um. „Það hlýtur að vera óhemju erfitt að vera nemandi þarna því það eru ekki gerðar neinar fastar kröfur til þeirra." Hann kveðst stundum hafa gert stikkprufur á syni sínum til að athuga framfarir hans og komist að raun um ákaflega mikla vanþekkingu. Öflugt foreldrafélag Stefán Thors er formaður for- eldrafélags skólans. Hann er aftur á móti yfir sig ánægður með sveigjan- lega skólakerfið og telur útkomuna af því vera mjög góða. „Fyrst og fremst felst kosturinn í því að börn- in öðlast ákveðinn sjálfsaga í vinnu- brögðum og læra að leita eftir upp- lýsingum en eru ekki bara mötuð á staðreyndum. Þau læra að vinna. Það hef ég fundið á báðum mínum börnum sem hafa verið í Vesturbæj- arskólanumr segir hann. Hann segir foreldrafélagið vera mjög virkt en mestan kraft þess beinast að baráttu fyrir nýju hús- næði. Minna hafi verið rætt um innri mál og kennsluhætti. Hann fullyrðir að almenn ánægja hafi ríkt meðal foreldra bæði með kennslu- hætti og samstarf foreldra og kenn- ara. Óánægjuraddir hafi verið í al- gerum minnihluta og fáir foreldrar tekið börnin sín úr skólanum vegna einhverrar óánægju með kennslu- hætti. E.t.v. hafi sú óánægja rang- lega beinst að kennsluháttum í stað þess að henni væri beint að því að- stöðuleysi sem þarna ríkir vegna þrengsla. „Fólk var orðið lang- þreytt á því og hefur þess vegna ef- laust blandað þessu eitthvað sam- an.“ Kristín segir að foreldrafélagið hafi þegar í upphafi verið mjög öfl- ugt og mikill stuðningur og hvati fyrirskólastarfið. „Samstarf heimila og skóla hefur verið skipulagt af skólans hálfu og foreldrum er gef- inn kostur á að hafa samband við kennara jafnt og þétt í símaviðtals- tíma kennaranna. Eins eru skipu- lagðar foreldrakynningar á hverju hausti, þar sem foreldrum eru kynnt viðfangsefni vetrarins og skipulag. Það er þó reynsla þeirra, sem staðið hafa fyrir breytingum á skólastarfi og Vesturbæjarskóli er engin undantekning þar frá, að virkni foreldra verður minni eftir því sem lengra líður frá því að breytingar hófust. Það á við um þetta skólaform eins og öll önnur að gagnkvæmt traust og skilningur verður að ríkja milli heimila og skóla til að jákvætt við- horf barnanna geti myndast til skól- ans og að nám barnanna leiði þar af leiðandi til tilætlaðs árangurs." Óttast agavandatnðl Kristín tekur undir það með for- manni foreldrafélagsins að þau hafi ekki orðið vör við mikla óánægju foreldra með skólastarfið og að fá dæmi séu um að foreidrar hafi flutt börn sín yfir í annan skóla. Sumir viðmælendurnir héldu því fram að óánægju mætti helst rekja til vanþekkingar viðkomandi á skólastarfinu. Sveigjanlega skóla- kerfið krefst þess að foreldrar séu virkir í þátttöku með börnunum í skólastarfinu. En er öllum það ger- legt vegna vinnu og fleiri ástæðna? Faðir 12 ára stúlku sagðist í sam- tali við HP lítið hafa getað fylgst með því sem þarna fer fram og hon- um virtist hálfgerð upplausnartil- hneiging ríkja innan skólans. Hann benti á konuna sína sem kunnáttu- meiri málsvara. Hún var jákvæðari en hafði þó út á ýmislegt að setja. Sérstaklega féllu skoðanir hennar saman við það sem virtist áberandi hjá fleiri foreldrum, að með því að börn væru látin stunda nám í opnu skólakerfi væri tekin viss áhætta.; Það þyrfti að fylgjast mjög vel með til að átta sig á hvort um einhverjar framfarir væri að ræða en þrátt fyr- ir það vissi enginn hvort nemend- urnir stæðu jöfnum fæti við aðra nemendur úr gamla kerfinu. Hún sagðist þó hafa tekið eftir því að nemendurnir í Vesturbæjarskól- anum væru mun frjálslegri í fram- komu en tíðkaðist í gamla skóla- kerfinu. Samskipti kennara og nem- enda væru mun óþvingaðri og krakkarnir virtust njóta sín mun betur. Önnur móðir tók undir þetta en sagðist þó hafa heyrt aðra for- eldra telja að börnin fari þarna í gegn heilu veturna án þess að læra neitt. Hennar dóttír hefur verið skamman tíma þarna og þetta virt- ist að ýmsu leyti sniðugt en þó væri ákveðið agavandamál sem hún ótt- aðist. „Þetta gæti þó lukkast," sagði hún bjartsýn. Það virðast ekki vera öll kurl komin til grafar meðþær fjölmörgu skólanýjungar sem teknar hafa ver- ið upp á síðari árurq: Töluverð tor- tryggni virðist ríkjg. í garð þeirra sem að þeim stanáM oft byggð á vanþekkingu og gatnalgrónu brjóst- viti sem á rætur í gjörólíku þjóðfé- lagi og skólastarfi. Kennarar eru líka svolítið óttaslégnir því þeim finnst stétt þeirra sett undir smásjá í seinni tíð. Vesturbæjarskóli er tek- inn hér til umfjöllunar einfaldlega af þeirri ástæðu að þar sameinast tvennt sem ofarlega er á baugi í skólamálaumræðunni í dag: Kennslunýjungar og hrikalegar kennsluaðstæður vegna skorts á fjármagni til uppbyggingar á hæfi- legu skólahúsnæði. Kristín á loka- orðið um það hvort þróunin í skóla- málum stefni í átt til sveigjanlegs skólastarfs almennt: „Þegar vel tekst til, tel ég að með starfsháttum, sem mótast af hug- myndum um sveigjanlegt skóla- starf, ætti að vera auðveldara að nálgast ýmis þau markmið, sem stefnt er að í grunnskólalögunum. En það er þó m.a. komið undir því fjármagni sem veitt verður til skóla- mála í framtiðinni hver þróunin verður í grunnskólum landsins." HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.