Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 08.11.1984, Qupperneq 26
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 9. nóvember 1915Á döfinni.Umsjónarmaður Karl Sigtryggson. Kynnir Birna Hrólfs- dóttir. ^eröld Busters. IMýr flokkur — fyrsti þáttur. Danskur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir samnefndri barnabók eftir Bjarne Reuter og Bille August sem komið hefur út í íslenskri þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.0Q:J?réttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Helgi E. Helgason. 2Í.10 Skonrokk Umsjónarmenn Anna Hin- riksdóttir og Anna Kristín Hjartardótt- 21.4Ö Hláturinn lengir lífið. 22.10 Saigon á ári kattarins. Ný bresk ^ sjónvarpsmynd. Leikstjóri Stephen Frears. Aðalhlutverk: Judy Dench, Frederic Forrest og E.G. Marshall. Myndin gerist á lokastigi styrjaldarinnar í Víetnam. Bresk kona, sem starfar í banka í Saigon, kynnist bandarískum leyniþjónustumanni og þau leika bæði nokkurt hlutverk í brottflutningi Vesturlandabúa frá borginni. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 00.00 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 10. nóvember 16.00 Hildur. Annar þáttur. Endursýning. Dönskunámskeið í tíu þáttum. Iþróttir. Enska knattspyrnan. Bróðir minn Ljónshjarta. Annar láttur. réttaágrip á táknmáli. Fróttir og veður. uglýsingar og dagskrá. í sælureit. Nýr flokkur — fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í !jö þáttum. eilsað upp á fólk. Þórður í Haga. Fyrsti þátturinn í röö stuttra viðtals- þátta sem sjónvarpið lætur gera, en í þeim er heilsað upp á konur og karla víðsvegar um land. Í þessum þætti er staldrað viö í túnfæti hjá Þóröi bónda Runólfssyni í Haga í Skorradal, en um hann orti Þorsteinn skáld Valdimars- son kvæöi sem heitir einmitt Þóröur í Haga. 21.35 Kagemusha. Japönsk verðlauna- mynd frá 1980. Höf. og leikstjóri Akira Kurosawa. Aðalhlutverk: Tatsuya Nakadai, Tsutomu Vamazaki og Ken- ichi Hagiwara. Myndin gerist í Japan á 16. öld en þá bjuggu Japanir við lénsskipulag herstjóra og innanlands- ófrið. Dæmdum þjófi er bjargað frá hengingu svo að hann geti tekið að sér hlutverk deyjandi herstjóra sem hann líkist mjög. Þýðandi Jónas Hall- grímsson. 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 11. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Óperutónleikar í Vínarborg. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Hló. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20,40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Glugginn. 2íf40 Marco Polo. Lokaþáttur. Þýðandi Þorsteinn Helgason. 00.10 Dagskrárlok. Föstudagur 9. nóvember 07.00 Fréttir. Á virkum degi. 08.00 Fróttir. 09:00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: „Breið- holtsstrákur fer í sveit" eftir Dóru Stefánsdóttur. 09.20 Leikfimi. 10.00 Fróttir. 10.45 „Það er svo margt að minnast á." Jorfi Jónsson sér um þáttinn. 11.16 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 14:00 ,,Á íslandsmiðum" eftir Pierre Loti. 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Á léttu nótunum. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.10 Síðdegisútvarp. 19,00 Kvöldfréttir. 20:00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.35 Framhaldsleikrit: „Drauma- ströndin" eftir Andrés Indriða- son. V. og síðasti þáttur endur- tekinn: „Sólarmegin í lífinu". 22.15 Fróttir. 22.35 ,,Brot frá bernskuslóðum" Baldur Pálmason les úr minningum Hallgríms Jónassonar rithöfundar. 23.00 Djassþátur — Tómas Einarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 10. nóvember 07.00 Fréttir. Tónleikar. 08.00 Fréttir. OÍÉO pféttir. 09.30Óskalög sjúklinga. T1.2Ö Eitthvað fyrir alla. Sigurður Helga- son stjórnar þætti fyrir börn. 12.20 Fréttir. 13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Hór og nú. 15.15 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Er- lendsson. (RÚVAK). 16.00 Fróttir. 16.20 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jóns- son sér um þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 17.10 Ungversk tónlist — 1. þáttur. 17.5#Tónleikar. 19.00 Kvöldfróttir. 19É5 „Úthverft brim um allan sjó". Stefán Jónsson flytur frásöguþátt. 20.00 Útvarpssaga barnanna: ,,Ævin- Val Flosa Ólafssonar „Ég hlusta alltaf á 7, 8, 9, 12,20 og sjö-fréttirnar. Þetta er kækur. En yfirleitt eru kvöldfréttirnar mest spennandi því þá er búið að-breyta morgunfréttunum soldið. Á laugardag er þáttur kl. 11.20 sem heitir Eitt- hvað fyrir alla, svo það hlýtur að vera eitthvað fyrir mig. Sunnudags- morgun milli níu og tíu eru morguntónleikar og þá tek ég venjulega upp á segulband eða hlusta á, því að það er venjulega falleg tónlist og valin afsmekkvísi. í sjónvarpi get ég ekki horft á „Döfina" frekar en aðrir þar sem búið er að setja hana á ómögulegan tíma. Kannski eðlilegt þar sem fjallað er um hvað sé á döfinni. Eg húki sjálfsagt yfir sjónvarpi föstudagskvöldið en slekk þó á Skonrokki. Á laugardag sleppi ég dönskunámskeiðinu, horfi sjaldan á íþróttir, en fréttir; já. Kíki á breska gamanmyndaflokkinn þangað til ég gefst upp. Viðtalinu við Þórð í Haga sleppi ég ekki. Og kvik- myndina Kagemusha eftir Kurosawa ætla ég bæði að sjá og taka upp á videóband til að eiga. Gluggann horfi ég á, þetta er víst eini þátturinn í sjónvarpinu — kortér hálfsmánaðarlega — sem helgaður er íslenskum menningarmálum eingöngu. Annars finnst mér sjónvarpsdagskráin um helgina nokkuð góö.“ týri úr Eyjum" eftir Jón Sveins- son. 20.20 Ameríkumaður í París. 20.40 Austfjarðarútan með viðkomu á Eskifirði. 21.15 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónsson. 21.45 Einvaldur í einn dag. 22.15 Fróttir. 22.35 Uglan hennar Mínervu. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. 23.15 Létt sígild tónlist. 23.50 Fróttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 11. nóvember 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.35 Létt morgunlög. 09,00 Fróttir. 09.05 Morguntónleikar. 1Ö:Í0 Fréttir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. Umsjón: Einar Karl Haraldsson. 11.00 Messa f Laugarneskirkju á kristni- boðsdegi. Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. 13.30 Glefsur úr stjórnmálasögu í sam- antekt Sigríðar Ingvarsdóttur. 15.10 Með bros á vör. Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum útvarpsins. 16.00 Fréttir. 16.20 Um vísindi og fræði. Vísindi og sjálfstæði þjóðar. 17.00 Tónleikar Suk-kammersveitar- innar. 18.00 Það var og . . . Út um hvippinn og í:;|fívappinn með Þráni Bertelssyni. 19,00 Kvöldfróttir. 1ðÉ5 Eftir fróttir. Umsjón: Bernharður Guðmundsson. 19.50 „Gegnum frostmúrinn", Ijóð eftir Kristínu Bjarnadóttur. Höfundur les. 20.00 Um okkur. Jón Gústafsson stjórnar blönduðum þætti fyrir unglinga. 21.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes- sonar. 21.40 Aö tafli. Stjórnandi: Jón Þ. Þór. 22.00 Tónlist. 22.15 Fróttir. 22.35 Galdrar og galdramenn. Haraldur I. Haraldsson. (RÚVAK). 23.05 Djasssaga. Jón Múli Árnason. 23.50 Fróttir. Dagskrárlok. SJONVARP Mikilvæg skilaboð eftir Ingólf Margeirsson Brauðstrit í íslensku velmegunarríki var yrkisefni Sveinbjörns I. Baldvins- sonar í nýju sjónvarpsleikriti hans „Þetta verður allt í lagi“, sem frumsýnt var sl. sunnudagskvöld í sjónvarpinu. Ábending og ádeila höfundarins kemur á góðum vitundartíma þjóðarinnar; að loknu löngu og ströngu verkfalli almenn- ings fyrir mannsæmandi launum og lífs- kjörum. Leikritið segir frá ungum hjón- um sem eru að byggja en kúldrast í ieigu- íbúð í kjallara meðan á byggingu hússins stendur. Hin unga kona verður ólétt, þau Sjónvarpsleikrit Sveinbjörns I. Baldvinssonar er ádeila á ómanneskjulegt þjóðfélag þar sem fósturmorð er sjálfsögð lausn á fjárhagsvanda- málum. eiga barn fyrir og eiginmanninum finnst engin glóra í að eignast annað barn fyrr en þau eru flutt í nýja húsið. Á sama tíma er innleyst 60 þúsund króna ávísun sem kemur þeim fjárhagslega og tilfinninga- lega úr jafnvægi. Endirinn er fóstureyð- ing, hið löggilta manndráp nýkreppu- kynslóðarinnar; neyðarlausnin sem oft er gripið til þegar félagsleg og efnahags- leg aðstoð þjóðfélagsins er engin í lífsbar- áttu ungs fólks. Inn í þetta þema fléttar Sveinbjörn hag- lega áleitnum spurningum um mannleg- ar fórnir í kapphlaupinu um veraldleg gæði. Barn er til óþæginda meðan á hús- byggingu stendur, stressið drepur ást og híýju, og tjáskipti einstaklinga byggjast á hagnýtum upplýsingum eða gagnkvæm- um greiða við steypuvinnu eða raflagnir. Gaui frændi er í raun eina óbrenglaða sálin í verkinu. íslenskt þjóðfélag í dag, þetta undarlega sambland kreppu og vel- megunar, hefur engan hornreit afgangs fyrir manneskjuleg samskipti; lífið er gjaldfallinn víxill. Leikstjórn Steindórs Hjörleifssonar á þessu raunsæisverki var þokkaleg, lítil átök en megináhersla lögð á framvindu efnis. En ósköp er maður orðinn þreyttur á þessari flötu, skuggalausu lýsingu í ætt við sænsku línuna. Atburðarásin var ennfremur alltof hæg á köflum og sum atriði óþarflega löng. Pálmi Gestsson sýndi góðan leik fyrir framan vélina, sömuleiðis Sólveig Pálsdóttir og Edda Guðmundsdóttir líka (þótt vinkonusam- tölin á leikskólanum væru full eðlileg stundum). Rúrik var Rúrik. Tónlist Sveinbjörns var þrusugóð, hrá en þó melódísk. í heildina er hið nýja sjónvarpsverk með boðlegri leikritum ís- lenska sjónvarpsins, en hin mikilvægu skilaboð verksins hefðu vel þolað drama- tískari efnistök af hálfu höfundar og leik- stjóra. UTVARP • • Oryggisleysi Nú eru allir fjölmiðlar komnir á fullan skrið á nýjan leik eftir hið einkennilega ástand sem ríkti meðan bókagerðar- menn og opinberir starfsmenn voru í verkfalli. Það voru ekki nema einstöku hörkutól eins og Helgarpóstsmenn, sem ekki létu deigan síga og komu sínu blaði út, hvað sem tautaði. Og auðvitað fer ekki hjá því, að það ástand sem skapaðist í fjölmiðlun í landinu hljóti að verða eitt íhugunarefna manna. Ér viðunandi að lokað sé fyrir nánast allar upplýsingar til fólks af því sem er að gerast, þegar harð- vítugar kjaradeilur geisa? Fjölrituð blöð og tveir fréttatímar á dag í Ríkisútvarp- inu er auðvitað ekki nóg. Útvarpið sendi að vísu út hlémerki á klukkustundar fresti ásamt tilkynningu um eitthvað sem kallað var öryggisvakt. Það er bara ekk- ert öryggi að því að hafa fáeina starfs- menn á „öryggisvakt" — og fullu kaupi — í útvarpsstöð, sem enginn hefur opið fyrir. Eftir á að hyggja eru líklega flestir starfsmanna útvarpsins á því að rangt hafi verið að bregðast við ákvörðun stjórnvalda um að greiða ekki kaup í upp- hafi október með því að ganga út. Og þorri hlustenda þóttist skiljanlega illa svikinn, því að ríkismiðlarnir eru meðal binna föstu punkta í tilveru flestra, og vafalaust njóta þeir meira trausts meðal fólks en aðrir miðlar. Einkennilegt hlýtur einnig að teljast að forsvarsmenn Ríkisútvarpsins skyldu ekki sækja um undanþágu til þess að út- varpa fréttum og upplýsingum á t.d. klukkustundarfresti með tónlist á milli, þegar verkfall var hafið. Sú leið sem val- in var, þ.e. aðeins tveir fréttatímar á dag, varð auðvitað til þess að útvarpið stóð ekki undir nafni og hlutverki hvað öryggi varðar, því að á milli fréttatímanna tveggja skrúfuðu allir fyrir. Allt varð þetta til þess að aðrir fóru að útvarpa og á ný blossaði upp umræðan um afnám einkaréttarins. Sumir ganga svo langt að segja, að þeir sem réðu því að hætt var að útvarpa og sjónvarpa, áð- ur en verkfall hófst, hafi þar í einu klám- höggi haft einkaréttinn af Ríkisútvarp- inu. Hvort sem það reynist rétt eða rangt, er hitt sýnt, að búa verður svo um hnút- ana að það gerist ekki aftur að þjóðin verði með öllu án fjölmiðla á átakatím- um. Það er engra hagur — og getur jafn- vel, ef illa vill til, reynst ærið dýrkeypt. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.