Helgarpósturinn - 08.11.1984, Side 28
u
■ ýjustu fregnir af hugsan-
legum ráðherratilfærslum innan
ríkisstjórnarinnar eru þessar: Stein-
grímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hefur lýst yfir þeirri skoð-
un sinni við valda félaga innan
Framsóknar að vel komi til greina
að einhverjir núverandi ráðherrar
flokksins verði látnir víkja fyrir nýj-
um mönnum. Einnig hefur hann
Iýst yfir þeim áhuga sínum að bæta
við einum ráðherra í ríkisstjórnina
frá hvorum stjórnarflokknum;
þannig komist Þorsteinn inn án þess
að styggja nokkurn þeirra sem fyrir
sitja í stjórninni af íhaldsins hálfu.
Nýi ráðherrann af framsóknar-
vængnum yrði hinsvegar allt eins
maður sem ekki væri í þingliði
flokksins sem stendur. I því efni hef-
ur Steingrímur hugsað til Guð-
mundar G. Þórarinssonar, fyrr-
verandi þingmanns úr Reykjavík,
en ráðherradómur hans yrði til að
undirbúa jarðveginn fyrir frama
Guðmundar á uppstillingarlista
flokksins í borginni til þingkjörs. . .
M ....................
ús Þór Jónsson, heldur mikla og
veglega tónleika í Austurbæjarbíói
á morgun, föstudag, eins og við
skýrðum frá í síðasta tölublaði HP.
Mun vera uppselt á tónleikana
og hafa ýmsir aðilar sýnt þessu
,,come-back“ Megasar mikinn
áhuga, þ. á m. sjónvarpið okkar ís-
28 HELGARPÓSTURINN
lenska. Mun sjónvarpið taka upp
um klukkutíma af tónleikunum og
senda út síðar í mánuðinum. Víða
erlendis tíðkast það á hljómleikum
að þegar sjónvarpað er af þeim,
flytja útvarpsstöðvar sama konsert í
stereó-útvarpi þannig að áhorfend-
ur sem bæði eiga sjónvarp og út-
varp geta notið tónleikanna í lit-
mynd sjónvarpsins og stereói út-
varpsins. Þessari hugmynd reyndi
sjónvarpið að koma inn hjá Rás 2 og
tók forstöðumaðurinn Þorgeir
Ástvaldsson vel í hugmyndina en
þegar hann leitaði til framkvæmda-
stjóra útvarpsins, Guðmundar
Jónssonar, kom annað upp á ten-
inginn. Sending Rásarinnar átti
nefnilega að kosta 40Jjúsund krón-
ur samkvæmt taxta FIH. Þessa upp-
hæð neitaði Ríkisútvarpið að greiða
og vildi semja sérstaklega við Meg-
as og kó um að sleppa greiðslutöxt-
um félagsins. Það var að sjálfsögðu
ekki hægt og datt þá Rásin úr dæm-
inu en sjónvarpið stendur eitt eftir.
Það er þó altént huggun. ..
E ftir að bandaríska skipafélag-
ið Rainbow Navigation hóf flutn-
inga fyrir varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli hefur þrýstingur mjög
ágerst á að bjóða út öll verkefni
vegna veru hersins hér á landi.
Þessi þrýstingur hefur meðal ann-
ars komið frá fyrirtækjum vestan
hafs, og svo ekki síður frá Verk-
takasambandi íslands sem lengi
hefur verið það þyrnir í augum að
Islenskir aðalverktakar skuli fá
að sitja einir að þessum væna mat-
katli. Nú er svo komið að utanríkis-
ráðherra, Geir Hallgrímsson,
hefur skipað nefnd til að athuga
raunhæfa möguleika á þessum
frjálsu útboðum. Nefndin er raönn-
uð þeim Thor Ó. Thors frá íslensk-
um aðalverktökum, Sverri Hauki
Gunnlaugssyni frá ríkinu, Ólafi
Þorsteinssyni formanni Verktaka-
sambandsins, Othari Erni Peter-
sen framkvæmdastjóra Verktaka-
sambandsins og Jóni Jónssyni frá
Keflavíkurverktökum. Til þess er
tekið að tveir menn eru í nefndinni
af hálfu Verktakasambandsins, en
aðeins einn frá íslenskum aðalverk-
tökum, og er efalaust að það eigi eft-
ir að vega þungt í niðurstöðunni.
Nefnd þessi bíður nú gagna frá
Bandaríkjunum sem greina frá því
hvernig staðið er að samskonar út-
boðum í öðrum herstöðvum Banda-
ríkjahers, en þrátt fyrir þá bið, þykir
nú strax orðið ljóst að hið mikla
veldi íslenska aðalverktaka á Kefla-
víkurflugvelli hefur misst sína ör-
uggu fótfestu þar...
RE S TAIJRANT
VINNUFÉLAGAR
HITTUMST í HÁDEGINU
Á HRAFNINUM
Við bjóðum góðan mat
á hóflegu verði
og léttar veigar
Jóhann Bragason
matreiðslumeistari.
Sýnishorn af matseðli:
Forréttir
Lifrarpaté með ristuðu brauði kr. 140.-
Súpur
Rjómalöguð krabbasúpa kr. 105.-
Fiskréttir
Heilsteikt rauðsprettuflök með hnetujógúrtsósu kr. 220.-
Kjötréttir
Heilsteikt lambainnlæri með rjómalagaðri piparsósu.
Eftirréttir
Skyrterta með kiwi og Grand Marnier kr. 115.-
Björn Guðmundsson
matreiðslumaður.
Borðapantanir í síma 685670
Skipholti 37
EUROCARO